Bændablaðið - 23.09.2008, Page 15

Bændablaðið - 23.09.2008, Page 15
I Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008 Umsögn Bændasamtaka Íslands um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samn- inginn og innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 frá 28. janúar 2002 auk afleiddra gerða. (Þskj. 825 — 524. mál. Lagt fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007–2008.) 1) BÍ leggjast alfarið gegn því að heimilaður verði innflutn- ingur á hráu ófrosnu kjöti. 2) BÍ krefjast þess að felldar verði niður allar ónauðsynleg- ar gjaldtökuheimildir og leggja til að sett verði í laga- texta ákvæði um að gjaldskrár skuli miðast við að nýta allar heimildir til lækkunar sbr. ákvæði 27. gr. reglugerð- ar 882/2004 (ESB) sbr. einnig álit Lagastofnunar HÍ um þetta atriði. 3) BÍ telja mikilvægt að þróað verði gæðakerfi fyrir ein- stakar búgreinar sem verði viðurkenndur grunnur að innra eftirliti í framleiðslunni, sbr. gæðastýrð sauðfjár- rækt. Núverandi fyrirkomulag leyfisveitinga verði að öðru leyti staðfest. 4) Ákvæði um heilbrigðisþjónustu við dýr verði löguð að ályktunum Búnaðarþings 2007. BÍ leggur áherslu á að það er samfélagslegt verkefni að skipuleggja og greiða fyrir bakvaktir dýralækna um land allt þannig að bænd- ur og aðrir dýraeigendur njóti jafnræðis hvað varðar þá þjónustu. 5) BÍ krefjast þess að beitt verði til hins ýtrasta þeim mögu- leikum sem EES samningurinn og ESB réttur gefa til þess að verja landbúnað okkar og lýðheilsu. Sérstaklega er bent á nauðsyn þess að fjalla um vilja stjórnvalda til að beita 13. gr. EES samningsins í greinargerð. 6) BÍ telja nauðsynlegt að ákvæði um áhættumat og áhættu- greiningu verði í lögunum og leggur því til að stofnað verði sérstakt „Matvælaráð“. Slíkt ráð hefði með höndum að vinna áhættugreiningu sem er forsenda þess að vís- indalegt áhættumat verði forsenda allrar ákvarðanatöku. Ráðið þarf að hafa ríkt sjálfstæði, en því beri að skoða mál með hliðsjón af þeim heimildum sem 13. gr. EES samningsins og aðrir milliríkjasamningar gefa. BÍ telja nauðsynlegt að um verkefni ráðsins og þátt áhættumats í framkvæmd laganna verði kveðið á í lögunum. 7) BÍ leggja áherslu á að þegar verði sótt um viðbótartrygg- ingar fyrir afurðir alifugla, svína og nautgripa til að vernda sjúkdómastöðu okkar og að hraðað verði vinnu við að styrkja þær umsóknir Áhersla verði lögð á að fá sérstöðu Íslands viðurkennda í því samhengi. 8) BÍ telja að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiseftirlit á faglegum grunni á landsvísu þannig að heildarsamræmi þess verði tryggt. BÍ taka undir það álit að ef frumvarpið verður að lögum þá beri að leggja niður heilbrigðsnefnd- ir sveitarfélaga. 9) BÍ leggja áherslu á að hugtakið frumframleiðsla verði skilgreint með skýrum hætti og að gerður verði grein- armunur á frumframleiðslu og annarri starfsemi sem fellur undir lögin. Nýttar verði heimildir til að frumfram- leiðendur verði aðeins krafðir skráningar sbr. 4. gr./2. mgr. reglugerðar ESB 853/2004 og lið c við 4. gr. bls. 30 í álitsgerð Lagastofnunar. 10) BÍ telja að í lögunum þurfi að vera skýr heimild til þess að setja séríslenskar vörur sem uppfylla aðeins íslenska löggjöf á markað hérlendis. 11) BÍ leggja áherslu á að ákvæði um upprunamerkingar verði skýrð í lögunum með heimild til nánari útfærslu í reglugerð. 12) BÍ leggja til að stjórnvöld í samvinnu við BÍ auki sem kostur er samstarf við aðrar þjóðir og vinnuhópa, einkum innan ESB, til að hafa áhrif eins og kostur er á laga- og reglusmíði sem áhrif kunna að hafa á íslenskan landbún- að. 13) Lagt er til að skipulagðar verði hagrænar mótvægisað- gerðir vegna þeirra breytinga á rekstrarumhverfi land- búnaðar sem frumvarpið felur í sér. Þær aðgerðir feli m.a. eftirtalin efnisatriði og verði ráðist í samráði við hagsmunaðila: ► Lagt er til að frestað verði niðurfellingu útflutnings- skyldu á dilkakjöti, eða framkvæmd hennar breytt frá núverandi fyrirkomulagi. ► Lagt er til að ákvæði í búvörulögum um verðlagn- ingu mjólkur og mjólkuriðnaðinn verði endurskoð- uð. Heimilt verði að fella niður verðmiðlunargjald og iðnaðurinn fái skýra heimild til að verðleggja vörur með mismunandi framlegð. Verðlagning mjólkurvöru má ekki verða til að veikja samkeppnisstöðu hennar gangvart innflutningi. ► Lagt er til að við gildistöku laganna verði tryggt að tollar á innfluttar landbúnaðarvörur veiti nægjanlega vernd fyrir búgreinarnar. ► Skýra þarf stefnu stjórnvalda sem kemur fram í búvörulögum og samspil þeirra við samkeppnislög- gjöfina. En í búvörulögum og samningum um starfs- skilyrði mjólkurframleiðslu, sauðfjárræktar og hluta garðyrkju kemur fram landbúnaðar- og atvinnustefna stjórnvalda. ► Lagt er til að stjórnvöld breyti samkeppnislögum þannig að þau taki mið af raunverulegu rekstrarum- hverfi landbúnaðar. Þá er nauðsyn á skýrum ákvæð- um laga um bann við langvarandi verðlagningu undir kostnaðarverði. 14) BÍ leggjast ekki gegn samþykkt frumvarpsins verði tekið fullt tillit til ofangreindra athugasemda. Kynning á ítarlegri umsögn BÍ um matvælafrumvarpið Í þessum blaðauka er gerð grein fyrir helstu áherslu- atriðum í umsögn Bændasamtaka Íslands um svokall- að matvælafrumvarp. Til stóð að afgreiða það sem lög frá Alþingi nú á haustþingi en því var frestað. Það hefur í för með sér að ríkisstjórnin verður að endur- flytja málið eftir að þing kemur saman til reglulegra vetrarstarfa 1. október næstkomandi. Fastlega er búist við að ríkisstjórnin reyni að fá málið afgreitt frá Alþingi fyrir áramót. Eins og fram hefur komið hér í Bændablaðinu setti stjórn Bændasamtakanna í gang vinnu á ýmsum vígstöðv- um til þess að geta veitt faglega umsögn um frumvarp- ið. Þeirri vinnu lauk 11. september sl. þegar umsögnin var afhent sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Umfang hennar er það mikið að ekki er hægt að gera henni tæmandi skil hér í blaðinu. Þess í stað er áhugasöm- um vísað á heimasíðu Bændasamtakanna, www.bondi.is, þar sem flest gögn málsins er að finna. Í þessum blaðauka er birt samandregin umsögn BÍ um frumvarpið sem og rökstuðningur fyrir henni. Auk þess voru gerðar ítarlegar athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins og reifaðar uppástungur að nýjum greinum sem bæta þyrfti inn í það. Það efni er að finna á heimasíð- unni. Hér er líka birt í heild umsögn dr. Margrétar Guðna- dóttur fyrrverandi prófessors í sýklafræði sem hún samdi að beiðni BÍ. Loks er gerð grein fyrir lokaniðurstöðum Lagastofnunar Háskóla Íslands úr álitsgerð sem stofnunin tók saman vegna beiðni BÍ um að hún svaraði ákveðnum spurningum sem vakna við lestur frumvarpsins. Rökstuðningur fyrir umsögn BÍ Við aðstæður eins og nú eru uppi er ljóst að við verðum að stuðla að sjálfbærri þróun og varast að gera grundvallarbreyt- ingar sem stefna framtíð íslensks landbúnaðar í tvísýnu. Full ástæða er til að verja sérstöðu okkar sem eylands. Þá er rétt að minna á skuldbindingar Íslands, um líffræðilega fjölbreytni, samkvæmt Ríó-sáttmálanum frá 1992. Þann sáttmála hafa íslensk stjórnvöld samþykkt og Alþingi staðfest. Íslenskir búfjárstofnar eru afar litlir, en hafa mikið verndargildi og áföll af völdum smitsjúkdóma geta ógnað tilvist þeirra. Lög þurfa að vera skýr. Með hliðsjón af grundvallarreglum réttarríkisins verða lög að vera reist á sjónarmiðum réttar- öryggis. Lög verða að vera nægilega skýr og almenningi aðgengileg. Frumvarp sem felur í sér ótal tilvísanir í ósettar reglugerðir og reglugerðir ESB, settar og ósettar, uppfyllir ekki þær kröfur og mjög erfitt er því að meta áhrif lagasetn- ingarinnar á fyrirtæki og einstaklinga sem eiga að starfa eftir henni. Frumvarpið leggur til lagabreytingar sem ekki leiða sjálf- krafa af endurskoðun á undanþágum frá Viðauka 1 við EES- samninginn frá 1993 án þess að það sé skýrt í greinargerð með frumvarpinu, s.s. varðandi dýralækna. Með frumvarpinu skortir tilfinnanlega áhrifagreiningu á samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar við það að innflutn- ingur á hráu kjöti verður heimill. Sú samlíking að ekki hafi orðið vart aukins innflutnings á kjöti til Noregs eftir að þeir tóku gerðir ESB upp árið 1999, segir vitaskuld ekkert um áhrifin hérlendis þar sem tollar á kjöti eru aðrir hérlendis og þar að auki lægri á kjöt og kjötvörur frá ESB en almennt ger- ist, sbr. tvíhliða samkomulag við ESB sem lögfest var 1. mars 2007. Við skoðun á norsku tollskránni má sjá að tollar eru þar í mörgum tilvikum hærri og sums staðar umtalsvert hærri en hér á landi. Má þar nefna beinlaust alifuglakjöt, hakkað nautakjöt og reykt og saltað svínakjöt. Innflutningur á hráu kjöti til Noregs var líka heimill að uppfylltum skilyrðum, áður en Noregur tók upp tilskipanir ESB á sviði matvæla. Nær væri því að spyrja hvort ástandið þar í landi hefði batnað eftir innleiðingu matvælalöggjafar ESB. Með tvíhliða samningi ESB og Íslands voru tollar á kjöt og kjötvörur frá ESB lækkaðir um 40% 1. mars 2007. Almennt eru sömu magntollar á frosið kjöt og hrátt ófrosið þegar Framhald á bls. II Samandregin umsögn BÍ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.