Bændablaðið - 23.09.2008, Page 18

Bændablaðið - 23.09.2008, Page 18
IV Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008 að hafa áhrif á laga- og reglusmíði sem áhrif kunna að hafa á íslenskan landbúnað. Sérþekking á ýmsum þáttum er varða framleiðslu matvæla er mikil hérlendis. BÍ telja að það sé í krafti þessarar þekkingar vel raunhæf- ur möguleiki að hafa áhrif á laga- og reglusmíði sem kann að varða okkur sérstaklega. Lagt er til að skipulagðar verði hagrænar mótvægisaðgerðir vegna þeirra breytinga á rekstrarumhverfi landbúnaðar sem frumvarpið felur í sér. Þær aðgerðir feli m.a. eftirtalin efnisatriði og verði ráðist í í sam- ráði við hagsmunaðila. Lagt er til að frestað verði niður- fellingu útflutningsskyldu á dilka- kjöt, eða framkvæmd hennar breytt frá núverandi fyrirkomulagi. Lagt er til að ákvæði í búvöru- lögum um verðlagningu mjólkur og mjólkuriðnaðinn verði endurskoð- uðu. Heimilt verði að fella niður verðmiðlunargjald og að iðnaðurinn fái skýra heimild til að verðleggja vörur með mismunandi framlegð. Verðlagning mjólkurvöru má ekki verða til að veikja samkeppnisstöðu hennar gangvart innflutningi. Lagt er til að við gildistöku lag- anna verði tryggt að tollar á inn- fluttar landbúnaðarvörur veiti nægj- anlega vernd fyrir búgreinarnar. Afdráttalaus krafa er gerð um að mistök við tollabreytingar verði löguð þar sem tollar á kjúklinga- bringur eru mun lægri á ófrosnar en á frosnar. Skýra þarf stefnu stjórnvalda sem kemur fram í búvörulögum og samspil þeirra við samkeppnislög- gjöfina. Í búvörulögum og samn- ingum um starfsskilyrði mjólk- urframleiðslu, sauðfjárræktar og hluta garðyrkju kemur fram land- búnaðar- og atvinnustefna stjórn- valda. Íslensk búvara og starf bænda hefur ætíð miðað að því að fram- leiða heilnæma vöru. Bændur þurfa með verkum sínum hvern dag að huga að þeim þætti. Í álitsgerð Lagastofnunar er tekið undir þau sjónarmið. Þar er sérstaklega vakin athygli á einstæðu starfi við útrým- ingu á kamfýlóbakter í alifuglakjöti. Þar hefur náðst einstæður árangur sem ekki má tefla í tvísýnu. Þá eru og raktar í álitsgerð dr. Margrétar Guðnadóttur þær hörmulegu afleið- ingar sem innflutningur á búfjár- sjúkdómum hefur valdið. Lagt er til að stjórnvöld breyti samkeppnislögum þannig að þau taki mið af raunverulegu rekstr- arumhverfi landbúnaðar. Þá er nauðsyn á skýrum ákvæðum laga um bann við langvarandi verðlagn- ingu undir kostnaðarverði og skýr- um úrræðum til að taka á því. Samkeppnisstaða innlendr- ar framleiðslu er mjög veik innan verslunarfyrirtækja er hafa markaðs- ráðandi stöðu. Innkaupafyrirtæki sem flytur inn kjötvöru er í beinni samkeppni við kjötvinnslu sem er í viðskiptum við verslanir í sömu innkaupakeðju. Fjölmörg dæmi eru um mjög skerta samkeppni, t.d. með verðlagningu á innfluttri vöru undir kostnaðarverði. Þá er framsetning innfluttu vörunnar oft á kostnað innlendrar. Enda ekki hægt að skila innfluttri vöru til birgja. Þetta er einnig sérstaða markaðar okkar sem eylands, þar sem verslunarhættir þurfa að taka mið að því að engin eftirmarkaður er fyrir vöru. Staða innlendra framleiðanda að standa í viðskiptum við og samkeppni við sama aðila skapar honum alltaf veikari stöðu. Bændasamtök Íslands leggjast ekki gegn samþykkt frumvarpsins verði tekið fullt tillit til ofangreindra athugasemda. Eins og fram kemur á forsíðu blaðaukans fóru Bænda- samtök Íslands þess á leit við Lagastofnun Háskóla Íslands að hún svaraði tilteknum spurningum um matvælafrum- varpið. Álit stofnunarinnar er 49 bls. að lengd og afar ítarlegt. Hér er hins vegar birtur VII. og síðasti kafli álits- gerðarinnar þar sem gerð er grein fyrir lokaniðurstöðum stofnunarinnar um spurningarnar sem voru fjórar að tölu. Undir álitsgerðina rita Ólafur Oddgeirsson og Stefán Már Stefánsson. Álitsgerðina alla má finna á heimasíðu BÍ www.bondi.is. Allur flutningur dýra og dýraafurða hefur í för með sér áhættu ekki síður en ferðalög fólks milli landa. Sjúkdómar, svo sem farsóttir, matarsýkingar og matareitranir, geta borist á milli landa á margvíslegan hátt og mjög erfitt er að framfylgja algjöru banni á þessu sviði, jafnvel þó Ísland sé eyja langt norður í hafi og að slíkt væri markmiðið. Mesta áhættan sem fylgir viðskiptum með dýr og dýra- afurðir stafar af viðskiptum með lifandi dýr. Ísland hefur und- anþágu frá slíkum viðskiptum og því þarf ekki að ræða þann möguleika hér. Eftir standa hins vegar viðskipti með dýra- afurðir, bæði fóður og matvæli. Hér eru í samanteknu máli settar fram helstu niðurstöður okkar við þeim spurningum sem beint hefur verið til okkar og urðu tilefni álitsgerðar þessarar. Spurning 1 Hvort EES-samningurinn gefur sérstakt svigrúm til þess fyrir ríkisvaldið að vernda góða sjúkdómastöðu íslenskra búfjár- stofna og hreinleika afurða og með hvaða hætti megi beita EES-samningnum með það að markmiði. Í lið 15 í kafla III er í samanteknu máli gerð grein fyrir þeim úrræðum EES-samningsins sem unnt er að beita til að vernda góða sjúkdómastöðu íslenskra búfjárstofna og hrein- leika afurða. Eins og þar kemur fram eru úrræðin sem hér hafa þýðingu af tvennum toga, þ.e. þau hafa annars vegar stoð í ESB-rétti sem hefur verið tekinn upp í EES-rétt og hins vegar hafa þau stoð í 18. og 13. gr. EES-samningsins og í sér- stökum öryggisákvæðum EES-samningsins. Þess ber hér að gæta að þátttaka í starfi innan ESB, þátt- taka í starfi innan atvinnuveganna, svo og samstarf við nágrannaþjóðir og fleiri slík atriði, geta einnig skilað drjúg- um árangri í þeirri viðleitni að vernda góða sjúkdómastöðu íslenskra búfjárstofna og hreinleika afurða. Slík atriði falla þó utan ramma álitsgerðar þessarar en um þau má í heild vísa til umfjöllunar í skýrslu Evrópunefndar um samstarfið á vett- vangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hér er rétt að nefna sérstaklega tvö atriði innan gildandi ESB-réttar sem geta komið til sérstakrar skoðunar til að vernda góða sjúkdómastöðu íslenskra búfjárstofna og hrein- leika afurða. Hið fyrra er kerfi viðbótarábyrgða sem hefur verið notað um langt skeið innan Evrópusambandsins. Það felst í því að þeir, sem senda vörur til landa, sem fengið hafa slíkar viðbót- arábyrgðir samþykktar, þurfa að láta framkvæma greiningu á rannsóknastofu til þess að sanna að viðkomandi vara sé ekki sýkt áður en hún er send. Í grundvallaratriðum byggjast þessar reglur um viðbót- arábyrgðir á WTO-samningum sem kveða á um að ríki geti óskað eftir meiri vernd en fram kemur í alþjóðastöðlum. Eins og skýrt er kveðið á um í WTO-samningum, verður að sýna fram á nauðsyn aukinnar verndar á vísindalegan hátt og er þessu eins farið innan ESB, sjá 8. gr. reglugerðar 853/2004. Það er ekki nægilegt að halda því fram að viðkomandi sjúk- dómur hafi aldrei greinst í landinu, það þarf að sanna að sjúk- dómsvaldur, þ. m. t. mótefni hjá dýrum gegn slíkum sjúk- dómsvaldi, ef um dýrasjúkdóma er að ræða, sé ekki til staðar. Þau lönd sem fengu aðild að ESB 1995 voru áður þátt- takendur EES -samnings og höfðu sótt um viðbótarábyrgðir vegna nokkurra sjúkdóma áður en aðildarviðræður hófust. Samkvæmt heimildum höfunda sækjast íslensk yfirvöld eftir samskonar viðbótarábyrgðum eins og áður er fram komið (kafli III liður 4). Samkvæmt heimildum frá Matvælastofnun þá er undibúningsvinna fyrir þessa umsókn hafin og hefur verið ráðinn sérstakur starfsmaður fyrir þetta verkefni. Síðara atriðið er að auka verulega sýnatöku og eftirlit með ákveðnum vörutegundum á jafnræðisgrundvelli og koma þannig í veg fyrir að sýktar vörur komist á borð neytenda. Í þessu sambandi er bent sérstaklega á mikilvægi „eftirlits- áætlana“ og þess áhættumats sem liggur þeim til grundvallar. Þessi möguleiki undirstrikar hversu mikilvægt er að Ísland hafi óháðan aðila sem sjái um áhættumat og að þessar eft- irlitsáætlanir séu gefnar út á hverju ári eins og gert er ráð fyrir í reglugerð 882/2004. Loks ber að ítreka að Ísland getur borið fyrir sig 13. gr. EES-samningsins þegar skilyrði til beitingar hennar eru fyrir hendi. Þetta úrræði kemur auðvitað helst til greina þegar önnur tiltæk úrræði, sem leiða af 1. viðauka EES-samningsins og gerðum sem hafa verið teknar upp í hann, duga ekki. Spurning 2 Er hugsanlegt að frjáls innflutningur (þ.e. innflutningur sem leiðir af matvælalöggjöf ESB) á kjöti og öðrum dýraafurðum (t.d. mjólkurdufti) frá ESB til Íslands geti haft varanleg og óhagstæð langtímaáhrif annars vegar á íslenska búfjárstofna og hins vegar á lýðheilsu manna hér á landi. Hér er vísað til kafla IV um svör við þessari spurningu. Helstu niðurstöður eru þessar: Ekki er talin vera sérstök ástæða til að ætla að íslenskum búfjárstofnum stafi hætta af innflutningi á búfjárafurðum frá Evrópu ef viðhafðar eru varúðarráðstafanir eins og gert er ráð fyrir í viðskiptum með slíkar vörur innan EES og eftir atvik- um gripið til þeirra annarra úrræða sem EES-samningurinn heimilar. Innflutningur á hráu alifuglakjöti er talinn auka smitálag á Íslandi vegna kamfýlóbakter sýkla. Bent er á möguleika á verulegri aukingu á sýnatökum til að minnka líkur á að sýktar vörur berist til neytenda. Bent er á nauðsyn þess að auka sem kostur er samstarf við aðrar þjóðir og vinnuhópa, einkum innan ESB sem miði að því að innan ESB verði gerðar þær lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til að innleiða kerfi viðbótarábyrgða fyrir kamfýlóbakter. Ekki er talin ástæða til að ætla að lýðheilsu Íslendinga almennt sé stefnt í hættu vegna innflutnings búfjárafurða frá ESB ef fyllstu varúðar er gætt. Spurning 3 Hvort íslensk stjórnvöld þurfi vegna innleiðingar matvæla- löggjafar ESB (EES-samningsins) og alþjóðaskuldbindinga að færa í lög þær gjaldtökuheimildir á atvinnugreinina sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Hér er vísað til kafla V um ítarleg svör við þessari spurn- ingu og frekari útfærslu. Helstu niðurstöður eru þessar: 1. Frumvarpið gerir ráð fyrir að mikill hluti af starfsemi Matvælastofnunar og heilbrigðisnefnda séu fjármagnaðar með innheimtu eftirlitsgjalda. 2. Í álitsgerðinni er talið að þessi gjöld verði umtalsvert hærri en í mörgum öðrum aðildarríkum EES. 3. Nýttar eru allar heimildir til gjaldtöku til hins ýtrasta, en ekki eru nýttar heimildir í Evrópureglugerð um mögulega lækkun á eftirlitsgjöldum samkvæmt 6. og 7. málgrein 27. gr. reglugerðar 882/2004. 4. Gert er ráð fyrir að eftirlitsgjöld, sem Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir innheimti renni ekki beint til þess- ara aðila heldur séu greidd til ríkissjóðs eða sveitar- félaga. Hér er því gerð tillaga um að rjúfa tengslin milli Matvælastofnunar og heilbrigðisnefnda annars vegar og þeirra sem eftirlitið beinist að hins vegar. Spurning 4 Að kanna hvort ákvæði í Evrópurétti um áhættugreiningu, -mat og -stjórnun og túlkun sé að finna í frumvarpinu og hvort nota megi þessar reglur til að verjast hættum svo sem farsóttum, sýktum matvælum og öðrum hættum sem íslenskum búfjárstofnum og íslenskum neytendum geti stafað hætta af. Hér er vísað til kafla VI um svör við þessari spurningu. Þar er að finna helstu athugasemdir okkar um þau atriði sem betur mættu fara við innleiðingu gerða ESB. Því til viðbótar teljum við undirritaðir að íslensk matvæli séu í háum gæðaflokki og að „heimatilbúnar“ matvælasýk- ingar séu sjaldgæfar. Þá er umhverfisvernd einnig á háu stigi og umhverfismengun hverfandi. Búfjársjúkdómar eru fáir og landfræðileg lega landsins auðveldar eftirlit með innflutningi lifandi dýra. Þekking á farsóttum og faraldsfræði dýra meðal íslenskra dýralækna og þeim aðgerðum sem nauðsynlegt er að grípa til ef svo illa vill til að farsótt berist til landsins, er einnig á háu stigi á alþjóðamælikvarða. Það eru því allar for- sendur til að hægt sé að hafa hemil á og útrýma farsóttum fljótt og örugglega ef svo ólíklega vildi til að þær bærust til landsins. Ákvæði um áhættugreiningu og þær hugmyndir sem þar liggja að baki hafa fengið töluverða umfjöllun í kafla VI. Það skal ítrekað hér að erlendis er þessi aðferðafræði undirstaða ákvarðana um lagabreytingar, stjórnvaldsaðgerða og ákvarð- ana eftirlitsaðila. Slík ákvæði eiga stoð í alþjóðastöðlum. Aðild Íslands að Matvælaöryggisstofnun Evrópu verður möguleg ef af innleiðingu verður samkvæmt frumvarpinu. Ætlast er til að þau lönd sem taka þátt í starfi stofnunarinnar hafi fulltrúa í ráðgjafanefnd hennar. Sú stofnun sem sér um áhættumat í hverju landi fyrir sig tilnefnir þennan fulltrúa. Þess er áður getið að frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherra skipi nefnd sem starfi að áhættumati innan Matvælastofnunar. Þetta fyrirkomulag telst ekki heppilegt að mati undirritaðra og hefur það verið gagnrýnt í kafla VI. Á hinn bóginn er lagt til að kalla nefndina frekar Matvælaráð. Helsta verkefni hins nýja Marvælaráðs gæti verið að framkvæma áhættumat og áhættukynningu. Auk þess væri við það miðað að Matvælaráð safnaði gögnum um heilsu manna og dýra á Íslandi, stöðu matvælaöryggis og þróun. Ennfremur að Matvælaráð sæi um samskipti við stofnanir á þessu sviði innanlands sem utan. Það er skoðun höfunda að traust umgjörð og skynsam- leg notkun áhættugreiningar séu eins konar forsenda þess að hægt sé að sýna fram á þá sérstöðu sem heilsufar íslenskra búfjárstofna og íslensk matvæli hafa. Við teljum niðurstöður áhættugreiningar sem þannig er úr garði gerð forsendu þess að Ísland geti borið fyrir sig aukna vernd gegn dýrasjúkdóm- um, m.a. með vönduðu eftirliti með innflutningi búfjárafurða og verulegum takmörkunum og banni á innflutningi lifandi dýra. Helstu niðurstöður höfundar varðandi spurningu 4 verða því að það sé mögulegt að nota ákvæði ESB-EES til að tak- marka innflutning búfjárafurða svo framarlega sem ákveðn- um skilyrðum er fullnægt. Mikilvægt atriðið í því sambandi er að aðferðir og eðlileg umgjörð áhættugreiningar verði teknar upp á Íslandi, sem leiðir til virks aðskilnaðar milli áhættumats og -kynningar annars vegar og áhættustjórnunar hins vegar. Lagt er til að stofnað verið Matvælaráð sem fram- kvæmi áhættumat og -kynningu. Helstu niðurstöður Lagastofnunar Háskóla Íslands

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.