Bændablaðið - 23.09.2008, Page 19

Bændablaðið - 23.09.2008, Page 19
16 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008 Matvælasérfræðingar ESB telja ekkert varhugavert við afurð- ir klónaðra gripa og að eng- inn munur sé á þeim og öðrum búfjárafurðum. Hins vegar getur klónunin valdið búfé þjáningum, að áliti eftirlitsstofnunarinnar EFSA. Stofnunin leggur áherslu á að engin viðskipti fari nú fram í Evrópusambandinu með þessar afurðir. Klónað búfé er eingöngu ræktað í rannsóknarskyni og hvorki kjöt þess né mjólk fer í sölu. Það eru einkum nautgripir og svín sem hafa verið klónuð. Vandamál ólíkleg Vittorio Silano, prófessor og for- maður vísindaakademíu EFSA, er orðvar um málið. Hann legg- ur áherslu á að það sé ólíklegt að nokkur vandamál komi upp varð- andi afurðir af klónuðum gripum. „En við mælum með áframhaldandi rannsóknum,“ bætir hann við. Sérfræðingar EFSA leggja áherslu á að áhættumat í þessum efnum sé erfitt, þar sem fram að þessu hafi verið skortur á efniviði til rannsókna. Áhættan varði eink- um heilsu búfjárins. Sú aðferð við klónun sem EFSA hefur lagt mat á nefnist frumu- kjarnaflutningur, en það er jafn- framt algengasta aðferðin. Hún felst í því að erfðaefni í ófrjóvgaðri egg- frumu er skipt út fyrir kjarna lík- amsfrumu fullorðins grips. Þannig verður fóstrið eins og sá gripur, hvað erfðir varðar. Oft koma upp vandamál við meðgöngu og burð. Klónuðu afkvæmin eru oft stærri en eðlilegt er, þannig að þörf getur reynst á keisaraskurði. Þá er dánartíðni þeirra töluvert há, bæði fyrir og strax eftir burð. Mörg afkvæmin eru heldur ekki heilbrigð. Fram að þessu hafa verið gerð- ar mörg þúsund klónanir, en flestar þeirra hafa mistekist. Endurbættar aðferðir við klónun hafa hins vegar skilað betri árangri. Klónaðir gripir verða, þegar allt gengur að óskum, jafn heilbrigðir og aðrir gripir. Sérfræðingar telja að langt sé í að viðskipti með afurðir klónaðra gripa fari fram innan ESB. Afar fáir neytendur kæri sig um klónaðan mat. Þá sé það alltof dýrt að rækta klónuð dýr til kjötframleiðslu. Líklegra sé að stórbú muni nota slík dýr sem ræktunargripi. Matvælastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur komist að sömu nið- urstöðu og EFSA, að engin áhætta fylgi neyslu á afurðum klónaðra gripa. Neytendur hafa þó ekki sýnt þessum afurðum áhuga. Hinar stóru matvælakeðjur Bandaríkjanna hafa því ákveðið að setja ekki afurðir af klónuðum dýrum á markað. Að áliti framkvæmdastjórnar ESB kallar skýrsla EFSA á frekari rannsóknir á klónun og heilsufari búfjár. Hún hefur því beint þeim til- mælum til matvælayfirvalda sam- bandsins að afla álits vísindamanna í erfðafræðum á klónun og áhrifum hennar á matvælaöryggi, heilsufar búfjár og umhverfi. Síðar á þessu ári mun fram- kvæmdastjórnin birta niðurstöður skoðanakönnunar um klónun búfjár úr öllum 27 löndum sambandsins. Í framhaldi af því mun hún taka ákvörðun, í samstarfi við aðild- arlöndin, um ræktun klónaðra gripa innan ESB. Landsbygdens Folk Sauðfjárrækt á undir högg að sækja í ESB. Aðalástæða þessa er vaxandi framleiðslukostnaður sem íþyngir greininni. Frakkland, sem fer nú með formennsku í ESB, hefur boðað til kreppufundar vegna stöðunnar í september í ár. Sauðfé og geitum fækkar hratt í löndum ESB um þessar mund- ir. Í Skotlandi einu hefur sauðfé fækkað um eina milljón sl. áratug. Sama þróun hefur átt sér stað í fleiri löndum sambandsins með mikla sauðfjárrækt, svo sem Spáni, Frakklandi, Bretlandi og Írlandi. En sauðfé fækkar víðar. Þannig dregst sauðfjárrækt saman á Nýja- Sjálandi, en mjólkurframleiðsla, sem gefur meiri tekjur, vex. Landbúnaðarráðherra Frakk- lands, Michel Barnier, hefur nú boðað til tveggja daga fundar um sauðfjárrækt. Vænst er landbúnaðar- ráðherra frá mörgum löndum ESB á fundinn. Einnig hefur stjórnmála- og embættismönnum frá Svíþjóð og Tékklandi verið boðið, en þessi lönd taka næst við formennsku í ESB, sem og landbúnaðarstjóra sam- bandsins, Mariann Fischer Boel. Efni fundarins er að styrkja sjálf- bæra sauðfjárrækt í Evrópu. Litlar tekjur, vaxandi kostnaður Aðalvandamálið í evrópskri sauð- fjárrækt er lágar tekjur. Greinin er hin tekjurýrasta í landbúnaði. Tekjurnar duga ekki fyrir fóðri og orkunotkun. Áætlanir ESB um örmerkingar á sauðfé mælast illa fyrir hjá fjár- bændum, sem óttast kostnaðinn við þær. Þá veldur vinnuaflsþörf í sauðfjárrækt því að nýliðun í grein- inni er lítil. Meðalaldur fjárbænda fer því hækkandi. Franski landbúnaðarráðherrann bendir hins vegar á að margt mæli með sauðfjárrækt. Almenningur sé jákvæður gagnvart henni og afurð- irnar í góðu áliti. Þá sé sauðfjárrækt mikilvæg búgrein á svæðum sem henti ekki öðrum búskap. Greinin sé mikilvæg til að halda landi í rækt og til að stuðla að fjölbreyttu lífríki. Á síðustu 15 árum hefur sauð- fjárrækt í heiminum dregist saman um 5%, en í Evrópu um 20%. Eina landið þar sem sauðfjárrækt hefur vaxið á þessu tímabili er Kína, en þar eru nú um 170 milljónir fjár. Evrópa framleiðir nú um 80% af kindakjötsneyslu sinni, en neyslan hefur dregist saman úr 3,7 kg á íbúa í 3,4 kg frá nýliðnum aldamótum. Fundurinn verður haldinn í bænum Limoges og þar verður rætt um stuðningsaðgerðir við sauðfjár- rækt. Frönsku gestgjafarnir vilja auk þess efla rannsóknir og þróun- arstarf í greininni, sem og aukna áherslu á markaðssetningu kinda- kjöts. Landsbygdens Folk Utan úr heimi Hugmyndir okkar um gildi nátt- úrunnar eru jafn mikilvægar í umræðunni um hnattræna hlýn- un eins og staðreyndir um losun gróðurhúsalofttegunda. Losunin er oft vel kynnt í fjölmiðlum en erfiðara er að klæða viðhorfin í búning, þó að engu síður sé mik- ilvægt að hlusta á þann málstað. Fræðigreinin vistheimspeki (no. ökofilosofi) fjallar um stöðu mannsins í umhverfinu og þau „verðmæti“ þar, sem hann sæk- ist eftir. „Við fjöllum um samspil manns og náttúru, við athugum hvernig maðurinn grípur inn í gang náttúrunnar og hvað gerist þá,“ segir Petter Omtvedt, aðstoðarpró- fessor við Háskólann í Tromsö í Noregi. Þarfirnar skilgreindar Viðhorf okkar gagnvart breyting- um á veðurfari, ójafnri skiptingu lífsgæða og fátækt sem afleiðingu af slæmri umgengni við umhverf- ið, allt byggist þetta á verðmæta- mati okkar. Á Vesturlöndum búum við við „vélræna“ heimsmynd, þar sem litið er á náttúruna sem dauðan hlut; auð- lind sem við getum ráðskast með en á sér ekki sjálfstæða tilveru. Vísindin eiga mikinn þátt í þessu. Við höfum nánast drukkið það í okkur með móðurmjólkinni að tæknin muni bjarga okkur og bæta allan skaða sem við völdum. En tæknin skapar einnig þarfir fyrir meiri tækni og leiðir til eyð- ingar á auðlindunum. Þörfum okkar er sífellt pakkað inn í nýjar umbúðir. Þar með verða stöðugt til nýjar gerviþarfir, að sögn Petter Omtvedt. Svar náttúrunnar Vistheimspekin, með hinn þekkta norska heimspeking Arne Næss í fararbroddi, hvetur til breyt- inga á þessu verðmætamati. Nýtt verðmætamat er eina leiðin til að koma á varanlegum bótum í umhverfismálum á jörðinni. Arne Næss segir eftirfarandi í bók sinni Vistfræði, samfélag og lífsstíll (Ökologi, samfunn og livsstil): „Því dýpri skilning sem við höfum á sambýli okkar og annarra líf- vera, því meiri umhyggju munum við sýna þeim. Þar með er leiðin greið að gleðjast með öðrum yfir velfarnaði þeirra og syrgja dauða þeirra og niðurlægingu. Við leitum að því sem er best fyrir okkur sjálf en með því að stækka okkar eigið sjálf opnum við okkur um leið fyrir sjálfi annarra.“ Flestu fólki er fullljóst að núverandi viðhorf okkar til nátt- úrunnar skaða hana og að það er ein af ástæðum þess að við erum nú í vandræðum með hnattræn- ar veðurfarsbreytingar. Náttúran bregst við inngripi okkar í hana, segir Petter Omtvedt. Hugsið út frá nærumhverfi Heimspekin hefur náð langt í að greina það ferli í verðmætamati mannsins sem útskýrir afstöðu hans til náttúrunnar. Það er hins vegar ekki auðvelt að breyta þess- ari afstöðu. Vistheimspekingum er einn- ig ljóst að okkur er erfitt að losa okkur frá þeim heimi sem við lifum í. Þó að okkur sé gefið mikið valfrelsi erum við háð innviðum tækninnar og margt í tækninni getum við ekki losað okkur við, segir Petter Omtvedt. Hann telur að það geti verið auðveldara að breyta viðhorfum með því að beina athyglinni frekar að hinu smáa en hinu stóra. Með öðrum orðum getur það verið auðveldara að beina athyglinni að sjálfbærri náttúru og virkja sig í þeim efnum sé horft á málin út frá nærumhverfi, fremur en hnattrænt. Þýski vísindamaðurinn Wolf- gang Sachs telur að vísindin leitist við að sjá jörðina frá himingeim- inum. En náttúran er jafnframt bústaður okkar. Vistheimspekin lítur jafnt á samspil fólks og nátt- úruna í heild sinni. Þetta er afar mikilvægt í skilningi á siðfræði, sem hingað til hefur einkum verið talin eiga við í samskiptum fólks. Okkur finnst við ekki bera siðferðilega ábyrgð á náttúrunni. Vistheimspekin, og þá einkum Arne Næss, hefur kynnt þá hug- mynd að öll náttúran gangi út á gagnkvæm áhrif allra lifandi vera og að það sjónarmið þurfi að fella inn í umræðuna um siðfræði. Nationen Samspil manns og náttúru Hnattræn hlýnun snýst ekki einungis um gróðurhúsalofttegundir, hún snýst einnig um viðhorf okkar, gjörðir og gildismat Matvælaöryggisstofnun Evrópu: Ekkert varhugavert við neyslu afurða klónaðra gripa Klónaðir félagar Dollýjar hinnar skosku eru elstu núlifandi einræktuðu dýrin og hafa þrifist bærilega hingað til. Fulltrúar 166 landa komu saman á fundi í Ghana í ágúst sl. til að halda áfram undirbúningi að nýjum alþjóðlegum veðurfars- sáttmála sem tekur við af Kýótó- bókuninni árið 2012. Vandamál í kjölfar eyðingar skóga og áhrifa hennar á veðurfarið var meðal aðalumræðuefna fundarins og samstaða var um að það mál verði tekið inn í nýjan sáttmála. Fundurinn var hinn þriðji á þessu ári til undirbúnings ráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn í desember 2009, þar sem stefnt er að því að leiðtog- ar heims undirriti nýjan alþjóðleg- an sáttmála um veðurfar. Eftir undirbúningsfundinn í Balí í desember 2007, sem þjóð- arleiðtogar sátu, hafa verið stofn- aðir fjórir vinnuhópar til að fjalla um einstök efni. Þau varða í fyrsta lagi sam- drátt í losun gróðurhúsaloftteg- unda (mitigation), í öðru lagi aðlögun að breytingum á veðurfari (adaption), í þriðja lagi tæknivæð- ingu þróunarlanda og að lokum fjármögnun. Samningagerðin er þannig umfangsmeiri og flóknari en einungis að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda, eins og stundum má ætla af fréttaflutningi. Sem dæmi hér um má nefna að á fundinum í Ghana var fjallað um að svokallaðar „fjármögnunarleiðir“ (Clean Developement Mechanism) í Kýótó-bókuninni hefðu ekki verið nýttar að nokkru marki í ríkjum Afríku, sem hefðu þó þurft hvað mest á þeim að halda. Í stað þess hefðu 72% af fjármununum farið í að styrkja stórrekstur í landbúnaði í Brasilíu, Indlandi, Kína og Suður- Kóreu. Lagt var til að einfalda úthlutunarreglurnar og beina þessu fé, sem efnuð lönd leggja til, meira til landbúnaðar og auðlindanýting- ar í Afríku. Næsti fundur verður haldinn í Poznam í Þýskalandi í desember í ár. Þar verður reynt að ná sam- komulagi um ályktun til að leggja fram í Kaupmannahöfn að ári. Í verkefni sem þessu, þar sem fast að því 200 lönd eiga að standa að sameiginlegri ályktun um nýjan veðurfarssáttmála, þykir það ekki langur tími. Internationella Perspektiv Arftaki Kýótóbókunarinnar Nýr alþjóðlegur veðurfarssáttmáli í Kaupmannahöfn 2009 Tillögur um þróun- araðstoð Noregs Í Noregi er starfandi ráðið Utviklingsutvalget, sem fjallar um málefni þróunarlanda og leggur fram tillögur um þróun- arverkefni fyrir Noreg. Ríkis- stjórn Noregs skipar ráðið, sem hefur nýlega skilað umhverfis- og þróunarmálaráðherranum Erik Solheim tillögum sínum um næstu skref í stuðningi við þró- unarlönd. Megintillaga ráðsins er sú að Norðmenn byggi upp sjóð að upp- hæð 10 milljarða norskra króna til fjárfestinga í þeim löndum, eink- um í Afríku, sem búa við mesta fátækt. Meirihluti ráðsins leggur til að Noregur verji 1,5-3% af þjóð- artekjum sínum (allt að 60 millj- örðum n.kr.) til að vinna gegn breytingum á veðurfari á jörð- inni, uns nýr alþjóðasáttmáli verði ákveðinn, en stefnt er að því á ráð- stefnu SÞ í Kaupmannahöfn í árs- lok 2009. Nationen Frakkar boða fund um vandamál sauðfjárræktar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.