Bændablaðið - 23.09.2008, Side 21

Bændablaðið - 23.09.2008, Side 21
18 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008 Á markaði Tollar í Noregi Í umræðu um frumvarp til laga um innleiðingu á matvælalöggjöf ESB, svokallað matvælafrumvarp, hefur því nokkuð verið haldið á lofti að tollar á innflutt kjöt frá ESB hér á landi séu oftast lægri og í sumum tilfellum umtalsvert lægri en í Noregi. Dæmi um þetta má sjá í meðfylgjandi töflu. Tollar á innflutt kjöt hér á landi samanstanda annars vegar af verðtolli, sem er prósentutollur og leggst á cif-verð vöru, og hins vegar magntolli, sem er föst krónu- tala. Í Noregi er hins vegar ein- ungis lagður á magntollur. Taflan sýnir verð og magntoll hér á landi á nokkrum vörum, bæði almennan toll og hins vegar toll á innfluttar vörur frá ESB. Hins vegar er norski tollurinn í norskum krónum. Út frá innflutningsverði samkvæmt versl- unarskýrslum í júní er svo reiknað út hver álagður tollur er, annars vegar miðað við innflutning frá ESB og íslenskan toll og hins vegar hver tollurinn væri ef norsk tollalög giltu. Reiknað er með að gengi á norsku krónunni sé 15,50 kr. Rétt er einnig að árétta að Norðmenn hafa ekki gert hliðstæða samninga um gagnkvæmar tolla- lækkanir eða tollfrjálsa kvóta við ESB og Íslendingar. Innflutningur á kjöti til Noregs fer hins vegar fyrst og fremst fram á grundvelli WTO tollkvóta annars vegar og tímabundnum tollalækkunum hins vegar, sem miða að því að auka tímabundið framboð á innanlands- markaði. Erna Bjarnadóttir Almennur tollur ESB tollur Afurð Verð- tollur, % Magntollur, kr/kg Verð- tollur, % Magntollur, kr/kg Norskur tollur Innflutnings- verð júlí 2008 + íslenskur tollur +Norskur tollur Hakkað nautakjöt 0,3 510 0,18 306 119,01 432,14 815,92 2.276,79 Nautahryggvöðvar 0,3 1087 0,18 652,2 119,01 1.087,83 1.935,84 2.932,49 Nautalundir 0,3 1195 0,18 717 64,96 377,12 1.162,00 1.319,04 Kjúklingabringur 0,3 499 0,18 299,4 101,63 568,91 970,72 2.144,18 Reykt beinlaust svínakjöt 0,3 447 0,18 268,2 121,12 1.774,15 2.361,70 3.651,51 Annað reykt svínakjöt 0,3 775 0,18 465 121,12 2.062,12 2.898,30 3.939,48 Mikilvæg útflutningslönd bú- vara, þar á meðal Indland og Kasakstan, hafa aflétt útflutn- ingshöftum. Fyrr á árinu lögðu þessi lönd ýmsar takmarkanir á útflutning til að halda aftur af verðhækkunum á matvörum til almennings innanlands. Þannig mun Indland frá og með miðjum október n.k. leyfa útflutning á hágæða hrísgrjónum, að því til- skildu að verðið sé að lágmarki 1200 dollarar á tonn. Þetta verð- ur fyrsti útflutningur Indlands á hrísgrjónum síðan útflutnings- bann var sett á basmati-hrísgrjón í apríl sl. Kasakstan er eitt af mikilvægustu hveitiútflutningslöndum heimsins, en þaðan voru flutt út 8.000 tonn af hveiti framleiðsluárið 2006-2007. Hveitiútflutningur þaðan var stöðv- aður í apríl sl. og rann það bann út í byrjun september. Í staðinn var sett á bann við útflutningi á sojabaun- um. Auk þessara tveggja landa hafa Víetnam, Úkraína og Rússland afnumið eða létt á útflutningstak- mörkunum sem lagðar voru á fyrr á þessu ári. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir nú að nokk- uð hafi losnað um framboð á mat- vælum á heimsmarkaði og það auk- ist, en ástandið sé samt áfram erfitt. Matvælaverðsvísitala FAO féll í júlí og var þá sú lægsta í sex mánuði þar á undan. Engu að síður er hún 37% hærri en á sama tíma í fyrra. Lauslega þýtt og endursagt úr Internationella Perspektiv/eb Útflutningslönd hafa afnumið útflutningstakmarkanir Framleiðsla og sala á kjöti í ágúst Heildarframleiðsla á kjöti í ágúst var 1.564.334 tonn, 12,9% minna en í sama mánuði í fyrra. Samdráttur er í öllum kjöttegundum nema svínakjöti en framleiðsla þess jókst um 8,7%. Sauðfjárslátrun fór seinna af stað en í fyrra og var 57,4% minni en í ágúst 2007. Alifuglaslátrun var 10,6% minni og nautakjötsslátrun 14,3% minni. Á ársgrundvelli hefur framleiðsla aukist um 2,9%. Sala á kindakjöti í ágúst nam 603 tonnum sem er 44,9% aukning frá sama tíma í fyrra. Talsverður hluti þessa magns mun hafa farið til vinnslu en sala kjöts í kjötvinnslur jafnt sem verslana telst til sölu í skýrslum afurðastöðvanna. Sala á svínakjöti jókst um 9,3% frá sama mánuði í fyrra en samdráttur varð í sölu á öðru kjöti. Meðfylgjandi mynd sýnir skiptingu kjötmarkaðarins milli tegunda miðað við sölu sl. 12 mánuði. EB Útlit er fyrir að kornuppskera í heiminum í ár verði verulega meiri en á síðasta ári. Evrópska rannsóknastofnunin JRC áætlar uppskeruna 131 milljón tonna, en hún var 112 milljónir tonna á sl. ári. Mikill hluti hennar er þegar í húsi og uppskerustörf- in hafa víða gengið vel, svo sem í Mið- og Austur-Evrópu. Á hinn bóginn hafa uppskerustörf dregist í Norður-Evrópu og í Bretlandi vegna úrkomu. Þar er kornskurði ekki lokið og má búast við að úrkoman dragi úr uppskerunni. Bandaríkin hafa bætt 6,5 millj- ónum tonna við fyrri áætlanir sínar og áætla uppskeruna nú 670 millj- ónir tonna, sem er aukning um 60 milljónir tonna frá fyrra ári. Að áliti landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna er áætlað að korn- sala þess á árinu verði 650 millj- ónir tonna, miðað við 622 milljónir tonna á sl. ári. Þar með aukast korn- birgðir þar um 20 milljónir tonna. Óvissa um verð Útlit fyrir góða kornuppskeru hefur lækkað verðið, en sérfræðingar treysta sér ekki til að spá um fram- haldið. Mikil uppskera slær á bráð- an kornskort á markaðnum. Á hinn bóginn heldur neyslan áfram að aukast víða um heim. Þar fyrir utan voru kornbirgðir nálægt því þrotnar og brýnt var orðið að bæta úr því. Ætla má að kornverð verði áfram hátt, en þó lægra en það varð hæst á síðasta uppskeruári. Þá er vænst aukins jafnvægis á markaðnum. Í Ástralíu gerðist það nú í fyrsta sinn í mörg ár að kornuppskera jókst. Þar hafa kornbændur aukið kornrækt sína bæði vegna hærra kornverðs og samdráttar í sauðfjár- rækt. Áætlað er að Ástralía flytji í ár út 16,3 milljónir tonna af korni, sem er aukning um 10 milljónir tonna frá sl. ári. Í Rússlandi hefur orðið metupp- skera á kornræktarsvæðinu sunnan Volgograd og uppskeran hefur víðar verið góð í landinu. Að sögn frétta- stofunnar Itar-Tass er kornuppskera í Rússlandi áætluð 85 milljónir tonna í ár og ætlað að þar af verði fluttar út 18 milljónir tonna. Úkraína stefnir aftur að kornútflutningi Kornuppskera í Úkraínu varð í fyrra aðeins 13,9 milljónir tonna vegna erfiðra vaxtarskilyrða. Í ár er uppskeran hins vegar áætluð 22-25 milljónir tonna. Á sl. ári flutti land- ið aðeins út 4,2 milljónir tonna til að tryggja framboð innanlands, en í ár er útflutningur áætlaður 15-16 milljónir tonna. Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi vænta einnig metuppskeru á korni í ár, eða 8 milljóna tonna. Á sl. ári var uppskeran þar 7,2 millj- ónir tonna og árið áður 5,92 millj- ónir tonna. Forsetinn Alexander Lukachenko hefur hins vegar mess- að yfir kornbændum í landinu og sagt að uppskerustörfin gangi allt- of hægt. Bændur sýni kæruleysi í störfum, sem rýri uppskeru. Landsbygdens Folk/ME Kornuppskera ársins styrkir birgðastöðuna Auglýsing um ásetn- ingshlutfall sauðfjár almanaksárið 2009 nr. 870/2008 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra hefur ákveðið að til að hljóta fullar beingreiðslur árið 2009 skuli fjöldi vetrarfóðraðra kinda vera að lágmarki 0,6 á hvert ærgildi greiðslumarks á lögbýli. Ákvörðun þessi nær til framleiðslu almanaks- árið 2009 og skal miða talningu á fjölda sauðfjár við sannreynda talningu búfjáreftirlitsmanns sem framkvæma skal fyrir 15. apríl 2009. Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir ágúst 2008 ágú.08 jún.08 sep.07 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2008 ágú.08 ágú.08 ágúst '07 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 573.589 1.894.210 7.771.200 -10,6 -4,4 4,2 28,5% Hrossakjöt 42.667 106.122 934.640 -42,1 -28,6 4,1 3,4% Nautakjöt 276.532 854.353 3.720.541 -14,3 -2,7 7,5 13,7% Sauðfé * 97.682 97.901 8.531.894 -57,4 -57,4 -0,2 31,3% Svínakjöt 573.864 1.636.387 6.278.015 8,7 1,5 2,8 23,1% Samtals kjöt 1.564.334 4.588.973 27.236.290 -12,9 -5,4 2,9 Sala innanlands Alifuglakjöt 564.211 1.864.646 7.650.941 -11,5 -2,4 5,3 30,1% Hrossakjöt 27.303 115.056 612.488 -51,7 -16,3 -10,7 2,4% Nautakjöt 276.207 874.845 3.719.428 -13,3 -0,4 7,4 14,6% Sauðfé * 603.310 1.723.020 7.165.801 44,9 20,0 1,6 28,2% Svínakjöt 574.198 1.639.372 6.284.211 9,3 1,8 3,0 24,7% Samtals kjöt 2.045.229 6.216.939 25.432.869 4,7 4,1 3,5 * Sauðfé lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. Framleiðsla mjólk- ur verðlagsárið 2007/2008 Samkvæmt skýrslum um innvigt- un framleiðenda hjá MS og KS var framleiðsla mjólkur á nýloknu verðlagsári 125.805.155 lítrar. Ótalin er þá innvigtun hjá Mjólku fyrstu 6 mánuði verðlagsársins Heildargreiðslumark verðlagsárs- ins var hins vegar 117 milljónir lítra. Mjólkur uppgjör þ.e. útjöfnun á ónýttum A og B greiðslum verður kynnt um leið og það liggur fyrir. EB Norskir bændur eiga von á leiðréttingu Norskir bændur munu í nóv- ember n.k. semja við stjórn- völd um endurskoðun á stuðningi við landbúnaðinn. Ástæðan er fyrst og fremst mikil hækkun áburðarverðs. Þegar Felleskjöpet Agra, innkaupasamband bænda, og Yara luku samningum um áburðarverð í lok júní sl. kom í ljós að verð á áburði hækk- aði um 100-110% frá fyrra ári. Samningar ríkisins og bænda í vor fólu í sér ákvæði um end- urskoðun á stuðningi við land- búnaðinn ef verðhækkanir á aðföngum til landbúnaðarins færu umfram ákveðin mörk. Nú liggur fyrir að svo er og samn- ingaviðræður um leiðréttingu bændum til handa munu fara fram í nóvember n.k. EB Miklar verðhækkanir á rekstrarvörum landbúnaðarins Heimsmarkaðsverð á helstu rekstrarvörum landbúnaðarins hefur hækkað mikið frá því snemma á sl. ári, 2007, til þessa. Það á einkum við um áburðarverð sem hefur hækkað um 152% eða meira en tvöfaldast og er enn á uppleið. Verð á díselolíu hefur hækkað um 53% á þessum tíma en lækkað þó síðustu vikurnar. Fóðurverð hefur hækkað um 43% á sama tíma, en hafði einnig hækkað nokkuð árin áður. Það hefur einnig lækkað síðustu vikurn- ar. Verðþróunin er sýnd á meðfylgjandi línuriti. Heimild: Internationella Perspektiv nr. 23/2008 Áburður Vísitala heimsmarkaðsverðs helstu rekstrarvara í landbúnaði, verð í sænskum kr. Árið 2000=100 Eldsneyti Fóður Samtals

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.