Bændablaðið - 23.09.2008, Qupperneq 26

Bændablaðið - 23.09.2008, Qupperneq 26
23 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008 Hekluskógar hafa undanfarið leitað til almennings með söfnun á birkifræi og hefur söfnunin geng- ið vel, að sögn Hreins Óskarssonar verkefnastjóra hjá Hekluskógum. Ýmsir hópar hafa lagt söfnuninni lið, svo sem nemendur úr Fjöl- brautaskóla Suðurlands, félagar úr Ferðaklúbbnum 4X4, nem- endur úr grunnskólum Rangár- vallasýslu, Sjálfboðaliðasamtök Íslands og bandarískir sjálfboða- liðar sem eru í námi í umhverf- is fræðum á Sólheimum í Gríms- nesi. Þá var leitað til hins almenna borgara sem brást vel við og hefur tekið virkan þátt í söfnuninni. Ástæða þess er að sögn verkefn- isstjórans sú að erfitt er að fá fólk til vinnu á þessum tíma árs, en skóla- fólk hefur unnið við Hekluskóga í sumar og er það nú horfið til náms á ný. „Við viljum líka gefa fólki tækifæri til að taka þátt í verkefn- inum með þessum hætti. Það er hægt að safna töluverðu birkifræi t.d. úr heimagörðum og á útivist- arsvæðum á stuttum tíma. Í einu grammi af þurru birkifræi geta verið allt að 500 til 1000 spírandi birkifræ og ef fólk nær að safna fræi í hálfan plastpoka getur það skilað drjúgum skógi í framtíðinni. Fræsöfnunin hvetur líka til göngu- ferða í haustlitum skóganna og veit- ir fólki stórskemmtilega upplifun í fallegu umhverfi,“ segir Hreinn. Þegar búið að safna um 2,5 milljónum fræa Best segir hann að fara af stað með höldupoka og stinga hönd- unum í gegum götin, en eins henta blaðberatöskur prýðilega til verks- ins. Þá hefur fólk báðar hendur lausar til tínslu og verkið gengur hraðar. Þægilegast er að tína fræið í þurru veðri og þegar það er orðið brúnleitt að lit og laust á trjánum, en það er í fína lagi líka að tína græna frærekla. Þegar fræið er orðið vel þroskað er það laust á greinunum og þá má strjúka því ofan í pokann. Hreinn segir að engu breyti þó birkilauf, kvistir og annað slæðist með, enda verði fræinu sáð beint í uppgrædd lands- svæði nú í haust. Hægt er að koma fræinu til skila hjá Hekluskógum í Gunnarsholti, afhenda það á skrif- stofu Suðurlandsskóga á Selfossi en fræmóttaka verður einnig hjá Orkuveitu Reykjavíkur við gömlu Rafstöðina í Elliðaárdal. Rúmlega 50 kíló af óhreins- uðu birkifræi höfðu safnast þegar Bændablaðið hafði samband við Hrein fyrr í þessum mánuði. Hann segir að ekki hafi verið gerð spír- unarprófun á fræinu, en telur ekki ólíklegt að um 500 spírandi fræ séu í hverju grammi, „þannig að vel gætu hafa safnast um 2,5 milljónir fræja,“ segir hann. Til stendur að sá fræj- unum í haust á hentug svæði innan Hekluskóga. „Þó lítill hluti fræjanna muni spíra í náttúrunni munu með tímanum spretta upp skógarreitir á þeim svæðum sem fræinu verður dreift á,“ segir Hreinn. Óvenjumikið af birkifræi í skógarreitum Hann segir það mikinn ávinning fyrir Hekluskóga að fá sem mest birkifræ til dreifingar, „með því móti fáum við birkitré víða um svæðið með litlum tilkostnaði. Við sjáum líka fyrir okkur möguleika á að fara með fræið inn á torfær svæði þar sem dýrt er að gróðursetja, t.d. á svæði sem eru án vegasambands og almennt óaðgengileg, eins og um úfin hraun,“ segir Hreinn. Í haust er óvenjumikið af birki- fræi í skógarreitum víðs vegar um sunnanvert landið og nefnir Hreinn birkiskóga í Þjórsárdal og í nágrenni Heklu sem dæmi, auk þess sem mikið sé um birkifræ í görðum fólk í bæjum og sveitum. Hlýr júnímán- uður á síðasta sumri ásamt þurrkum hvatti birkið til fræmyndunar í ár. „Þegar við fáum góð fræár fylgir því yfirleitt góð spírun fræsins og við vonum að sú staða verði uppi á teningunum nú. Góð fræ mynda kröftugar plöntur og lengi býr að fyrstu gerð,“ segir Hreinn. Stefnt á aukna gróðursetningu næsta sumar Undanfarnar vikur hefur verið unn- ið að árangursmati á gróðursetning- um sumarsins á vegum Hekluskóga og hafa niðurstöður af sáningum, áburðargjöf og gróðursetningu verið góðar, enda gott sumar að baki, nægur hiti og úrkoma með. Hreinn segir að um 60 landeigend- ur á Hekluskógasvæðinu hafi stutt við verkefnið með því að gróð- ursetja birkiplöntur í eigin landi, en plönturnar fá landeigendur sem styrk frá verkefninu eftir að hafa undirritað samning og feng- ið leiðbeiningar um hvernig best verði staðið að gróðursetningu. Hjá Hekluskógum er ýmislegt framund- an að sögn Hreins. „Það stendur til að auka mjög gróðursetningu birkis árið 2009 og nú er Garðyrkjustöðin Kvistar í Reykholti að rækta 500 þúsund birkiplöntur fyrir verkefn- ið.“ Hreinn bendir jafnframt á að hækkandi áburðarverð setji töluvert strik í reikninginn og því þurfi að endurskoða áætlanir í ljósi þess, „en við vonum að hægt verði að bera á um 1000 ha lands á næsta sumri.“ MÞÞ Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður • rannsókna- og þróunarverkefni • nýsköpun atvinnu á bújörðum • endurmenntun og þekkingaröflun • markaðsöflun landbúnaðar Nánari upplýsingar á heimasíðu sjóðsins www.fl.is og á skrifstofu hans, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes, sími 430 4300 Almenningur hefur tekið vel hvatningu Hekluskóga að safna birkifræi Hálfur plastpoki af fræi getur skilað drjúgum skógi í framtíðinni Páll Sigurðsson skógfræðinemi hefur starfað við árangursmat og kortlagn- ingu á gróðursetningum í sumar. Hér er hann við mælingar á trjám í Sölva- hrauni. Mikið hefur verið um ertuyglu á Hekluskógasvæðinu þetta sumar eins og síðustu sumur. Kvikindið virðist þó ekki skaða birkitré nema í litlu mæli. Vel þroskaðir birkifræreklar á Þjórsárdælsku birki. Fjölmargir hópar hafa stutt við Hekluskógaverkefnið með fræsöfn- un. Bændur á svæðinu hafa tekið þátt í Hekluskógaverkefninu, sem og öðrum uppgræðsluverkefnum s.s. Bændur græða landið. Hér sjást bændur á Rangárvöllum við upp- græðslustörf á Rangárvallaafrétti. Stórsekkir Hentugir fyrir korn. Ýmsar stærðir. Hellas ehf Skútuvogi 10F Símar 568 8988 og 892-1570 Netfang: hellas@simnet.is Mykjuþjarkur Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.