Alþýðublaðið - 21.02.1924, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.02.1924, Blaðsíða 1
1924 Fimtudaglnn 21. febrúar. 44. tölublað. Erlend síistsjll Khöfn 20. tebr. Skattar hækka í Frakklandi. Frá París er símað: Frumvarp stjórnarinnar um 20 % hækkun á sköttum hefir nú náð samþykki þingsins. Við atkvæðagreiðslúna voru þeir 415, sem greiddu at- kvæði með frumvarpinu, en 254 á móti. Frjáls yerzlan takmðrknð. Lögreglustjóri Parísar hefir skip- að fyrir, að vörukauphöllinni skuli lokað, svo aö komist verði hjá óheilbrigðu bvaski, og skráning gjaldeyris er nú látin hlíta ýms- um reglum, sem loka fyrir það, að verzlun með hann, geti talist frjáls innan lands. Afríku nýlendan og viðurkenn- ing Eússastjórnar. Frá Gapetown er símað: Blaðið >Cape Times< lætur í ljósi óá- nægju sína yflr því, að Ram- say MacDonald forsætisráðherra skuli hafa viðurkent ráðstiómina rússneBku án þess að bera það mál undir nýlendurnar brezku áður. Jafnframt kvartar blaðið undan því, að >undirróður< áf hálfu >bolsivíka< só nú meiri en nokk- urn tíma áður meðal^ innborinna manna í Suður-Afríku. Noregsbankl. Noregsbanki hefir á síðaata ári haft 20 milljóna króna tekjuafgang. Hluthöfunum verður greiddur 8% ársarður. Frá Þýzkalandi. Frá Berlín er símað: Almenn án'ægja er* yflr Því í Þýzkalandi, að gera megi. ráð fyrir, að mis- klíðin milli Bayern og álríkis- stjórnarinnar í Berlín sé á enda kljáð. Auglýsing. Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisstjórnar ríkisins er bannið í 1. tölulið í auglýsing lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettri 5. þessa mán- aðar, gegn því, að börn og unglingar af inflúenzu-heimilum gangi í skóla, þar til veikin sé um garð gengin á helmilunum, úr gildi felt. Petta er hér með birt til eftirbreytni öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 18. februar 1924. Jón Hermanneson. Alflingi. í gær voru þrjú stjórnarfrv< í Ed. til 1. umr. og hvernig ræða skyldi tiií. tll þlngsál. um sklpun vlðskiftamálanetndar; gekk það alt sion gang, og gerðlst ekkert sögulegt. í neðri deild voru til úmræðu fjármálafrumvörpin þrjá, til fjár- aukalaga fyrir árið 1922. um samþykt á iandsreikningnum 1Q22, er báðum var vísað til fjárhagsnefndar, og til ijárlaga fyrir árið 1925. Hafði fjármáia- ráðherra orð fyri? frumvðrpunum, en engar umræður nrðu um tvö hln fyrstu. í saimbandt við tjár- lagafrv. gaf ráðherra yfirlit yfir fjérhaginn, og sýndi það hann ekki elginlega beysinn; skuldlr hefðu farið sívaxandi undan farin ár. Á siðasta ári höiðu marglr tekjuliðir ekki náð áætlun, en gjaldaliðir farið fram úr henni. Ekkl varð komist hjá að taka eftir þvf, að tekjurnar af þeim fyrirtækjum ríklsins, sem næst stánda þjóðnýtingu, hofðu heizt farið fram úr áætlun. Er það góð bending um gildi þjóðnýt- ingar fyrir tjárhagf rikikisins. Til réttingar tjárhag ríkisins bentl fjirmálaráðherra heízt á sparnað sem bezt ráð, en tll bóta á þjóð- arfjarhagnum yfirleitt innflutn- ingshðft. Kvað hann von á frum- varpi írá stjórniuni um það efni. Á gengið miotist hann einnig ög ráðstafanir, sem annars stað- ar hefðu verið gerðar í líkum krlngumstæðum. ViSdi hann eink- um kenna. gengisíaliið of mikíum innflutningi og ógætni um seðla- útgáfu um tíma, en nú kvað hann seðiaútgáfuna á góðri i«ið í eðlilegt horf. Að síðustu kvaðst haon ekki sem ráðherra myndu > taká við ósparlegri fjárlðgum en frumvarpið væri. Bjarni frá Vogi benti á, að ekkl væri alt fengið með sparnaði á fé ríkissjóðs, eoda mætti að sparnaði of mikið gera. Vildi hann taka upp verð- mæli í landaurum. Dauf var trú hans á innfiutningshöft. Talaði hann að mörgu skynsamlegar en venja er um þingmenn bur- geisa. Forsætisráðherra jrifjadi upp kafla úr fjármálastjórnarsögi) sinni sér til afbðtunar, fór lofs- orðnm um samvinnu bankaona nú og skýrði að síðustu frá því, að þeir hefðu >nýlega< tekið 200 þús. sterlingspunda Sán með ábyrgð ríklsins. — Út aí dag- skrá var tekið frv. um útflutn- ingsgjald. Um þingsái.tiil. um viðskiftamálanefnd var samþ. að hafa eina umr. Lesendar ættu að halda saman blöðum, sem greinum verður að skifta í, til þess að geta lesið þær í heilu lagi, er þær eru komnar i blaðinu allar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.