Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Sauðfjárbændur sem ætla að sækja um nýtt leyfi til að selja líflömb skulu senda skriflega umsókn til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. apríl 2011, á eyðublöð- um sem finna má á www.mast. is eða með því að hafa samband í síma 530-4800 og fá þau send. Sauðfjárbóndi sem nú þegar hefur fengið söluleyfi heldur því milli ára án umsóknar, svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði reglugerðarinnar. Tilkynna þarf Matvælastofnun ef óskað er eftir að söluleyfi verði fellt niður og mun stofnunin þá taka nafn búsins af lista yfir bú sem hafa leyfi til að selja líflömb árið 2011. Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:       sölusvæði, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða.                 - bónda í sláturhús eða hausum skilað           undanfarin ár.       !! # ákvæði reglugerða um aðbúnað, fóðrun og merkingar búfjár.         fullnægjandi skráningar á við- skiptum með búfé og skráningar á sjúkdómum og lyfjanotkun í fé undanfarin ár. $ !       fluttir á bæinn frá bæjum utan sóttvarnarsvæðis nema með leyfi &   '    '     fullnægjandi. Þeir aðilar sem nú þegar eru með söluleyfi en ætla einungis að selja líflömb á hrútadeginum á Raufarhöfn eru beðnir um að koma tilkynningu þess efnis til stofnunar- innar. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Ólafsson, sérgreina- dýralæknir nautgripa- og sauð- fjársjúkdóma, í síma 530-4800. Ágúst Ásgrímsson, formaður Veiðifélags Eyjafjarðarár, segir að veiði í ánni fari batnandi, áin sé á uppleið og komandi sumar lofi góðu um veiði. „Það er ánægjulegt,“ segir hann. Aðalfundur félagsins var haldinn á dögunum. Á fundinum var ákveðið að arður fyrir árið 2010 skyldi notaður til að byggja upp lífríki árinnar. „Aðalverkefnið á því sviði nú er að lengja búsvæði bleikjunnar um átta kílómetra með því að rjúfa haft +  < =    verið fyrirstaða fyrir áframhaldandi göngu innst inni á dalnum,“ segir >+* $  +    Veiðimálastofnunar benda ótví- rætt til þess, að sögn Ágústs, að gríðarlega góð uppvaxtarskilyrði séu fyrir bleikjuna fremst í dalnum. Q    #       síðastliðið sumar, þá veiddust um 1400 fiskar, en að sögn Ágústs voru þeir aðeins um 600 fyrir rúmum tveimur árum. Ágúst segir að hlutfall sjóbirtings sé að aukast á neðri svæðum árinnar. Á liðnu sumri voru 200 bleikjur merktar og er stefnt að áframhaldandi merkingum næsta sumar, m.a. radíómerkingum, þannig að hægt verði að fylgjast með hvert fisk- arnir fari. /MÞÞ Hrossarækt.is stendur fyrir stóðhestasýningum norðan og sunnan heiða í byrjun apríl. Föstudagskvöldið 1. apríl verður Stóðhestaveisla í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þar sem heiðurshest- ur sýningarinnar verður höfð- inginn Kjarval frá Sauðárkróki. Sunnlenska veislan verður svo í Ölfushöllinni laugardaginn 9. apríl þar sem fjörið byrjar á ungfolasýningu um morguninn og svo tekur Stóðhestaveislan við. Heiðurshestur sýningarinnar fyrir sunnan verður gæðingurinn mikli Oddur frá Selfossi. Um þrjátíu stóðhestar munu         þar verður margt spennandi að sjá. X         Ölfushöllinni og síðustu plássin að fyllast fyrir norðan. Hestakosturinn verður gríðarlega spennandi en hestarnir verða kynntir nánar í      *Y       +'  stóðhestablað sem gestir fá afhent, auk þess sem það verður til sölu   $Z    - búðum. Hestarnir eru að auki allir kynntir á vefnum www.stodhestar. com. Hrossaræktarfólk norðan og sunnan heiða er hvatt til að taka         \    #   * X        $Z hefst hún miðvikudaginn 24. mars *$   * Fylgist með á vefmiðlum hesta- manna og síðu Hrossaræktar.is á Facebook. Þessu má enginn áhuga- maður um hrossarækt missa af! Ljósmynd: Agnar Róbertsson    Y  málaði þessa glæsilegu mynd af Kjarval í tilefni Stóðhestaveislu 2011. Fréttir Umsóknir um leyfi til að selja líflömb 2011 Mikil stemming fyrir Stóðhesta- veislum norðan og sunnan heiða Veiði í Eyjafjarðará á uppleið „Þetta er nokkuð misjafnt eftir svæðum, en almennt lofar sauð- burður í vor góðu. Víða er meira af lömbum en ég hef áður séð,“ segir Gunnar Björnsson bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, sem hefur verið á ferðinni undanfarn- ar vikur við fósturvísatalningar. Aðaltalningasvæði Gunnars nær frá Skagafirði um Norðurland og austur á firði. Hann var við taln- ingar í Mývatnssveit nú í vikunni. Ívíð fleiri lömb núna „Mér finnst vera ívíð fleiri lömb +  =    & um fósturdauða, jafnvel meira en í fyrra á sumum svæðum, en fóstur- dauðinn er dreifður um allt svæðið. Sumsstaðar er hann verulega mikill, annarsstaðar minni. Í heildina má þó segja að hann sé alltof mikill,“ segir Gunnar. Hann nefnir að hjá nágranna sínum í Öxarfirði sé mikið um fósturdauða í kindum í ár og ljóst að tjón hans sé verulegt, líklega fleiri hundruð þúsund. Þannig hátti til á talsvert mörgum bæjum á hans talningarsvæði. Lélegu heyi um að kenna? Gunnar segir að fósturdauði sé dreifður um allt það svæði sem hann hefur farið um. Sérstaka athygli hans vakti hversu sveiflukennd frjósemi '  _`  #   frá því sem var t.d. í fyrravor. Víðast annars staðar var hún jafnari, álíka mikil og í fyrra eða jafnvel dálítið meiri. Hvað stöðuna í Suður- `  #        bændur á svæðinu hafi varpað fram þeirri tilgátu að lélegu heyi sé um um að kenna, en tíðarfar var ekki eins og best verður á kosið á þessum slóðum í fyrrasumar. Rigningartíð setti nokkurn svip á sumarið og nokkuð um að bændur misstu grasið í skrið. Það gefur því minni næringu en þegar betur viðrar í heyskapartíð. „Það sem skiptir mestu máli er að komast að því hver orsök fóstur- dauðans er. Við bændur höfum upp á  !     #    fyrir um hana, en höfum auðvitað ekki þá sérfræðiþekkingu sem til þarf. Hagsmunasamtök okkar eiga að taka þetta mál föstum tökum, að mínu mati, en ég held að menn séu sem betur fer að vakna upp af værum svefni. Það er farið að tala um það innan samtakanna að eitthvað þurfi að gera,“ segir Gunnar. /MÞÞ Fósturvísatalningar benda til góðrar frjó- semi á sauðburði í vor - Fósturdauði þó víða og áberandi mikill í Öxarfirði og tjón verulegt www.buvis.is V e r i ð v e l k o m i n á v e f s í ð u o k k a r 10/120 • Hámarksflr‡stingur 135 bar • Vinnuflr‡stingur 10-120 bar • Vatnsmagn 10 l/min • 220 volt, 2,5 kw 1150T • Hámarksflr‡stingur 150 bar • Vinnuflr‡stingur 10 -130 bar • Vatnsmagn 10 l/min • 220 volt, 2,8 kw 1000TST • Hámarksflr‡stingur 250 bar • Vinnuflr‡stingur 30-220 bar • Vatnsmagn 15,5 l/min • Vatnstankur 16 l • 400 volt, 5,5 kw PROFI T-195 TST • Hámarksflr‡stingur 195 bar • Vinnuflr‡stingur 10-170 bar • Vatnsmagn 8 l/min • 220 volt, 3,2 kw HÁGÆÐA ÞÝSKAR HÁÞRÝSTIDÆLUR Gunnari Björnssyni að störfum í fjárhúsum hjá Arnóri og Elínu á Þverá í Dalsmynni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.