Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Í síðasta Bændablaði voru birtar 14 ályktanir Búnaðarþings sem þá lágu fyrir. Nú birtist seinni hlutinn og farið yfir afdrif mála. Á vef Bændasamtakanna, www. bondi.is, er hægt að skoða ýmsar nánari upplýsingar um málin, m.a. greinargerðir og erindin sjálf. Viðbragðsáætlanir vegna náttúruhamfara Markmið Búnaðarþing 2011 skorar á ríkis- stjórn Íslands að láta vinna við- bragðsáætlun vegna náttúruhamfara með tilliti til áhrifa á búsetuskilyrði, búfé, gróður o.fl. Leiðir Á liðnum árum hefur verið unnið skipulega að ýmsum almannavarnar- málum með tilliti til náttúruhamfara. Meðal annars hafa verið unnar rým- ingaráætlanir fyrir ákveðin svæði og haldnar æfingar fyrir íbúa. Í upphafi náttúruhamfaranna í Eyjafjallajökli kom í ljós að engin viðbragðsáætl- un var til vegna búfjár og gróðurs. Búnaðarsamband Suðurlands tók því frumkvæðið í þeim málum, í samvinnu við heimamenn og aðra aðila, og skipulagði flutning búfjár af svæðinu eftir því sem þörf var talin á. Sú reynsla sem þar fékkst er gott veganesti til áframhaldandi vinnu. Framgangur máls Ríkisvaldið skipi starfshóp sem vinni tillögur að viðbragðsáætlun vegna náttúruhamfara með tilliti til áhrifa á búsetuskilyrði, búfé, gróður o.fl. Mótun framtíðarstefnu í landbúnaðarmálum á Íslandi Markmið Mikilvægt er að Bændasamtök Íslands móti framtíðarstefnu fyrir íslenskan landbúnað þar sem mark- miðið er að tryggja fæðuöryggi Íslendinga til framtíðar og nýta þau fjölmörgu tækifæri sem íslenskur landbúnaður býður upp á til fram- leiðslu matvæla og atvinnusköpunar. Leiðir Stjórn BÍ hlutist til um að öll búgreinafélög fari í stefnumót- unarvinnu sambærilega og LK og LS vinna nú að, ásamt samantekt á stefnumótandi gögnum sem þegar liggja fyrir. Framgangur máls Bændasamtökum Íslands er falið að halda utan um og vera samnefnari fyrir þessa vinnu. Áfangaskýrslu verði skilað til Búnaðarþings 2012. Leiðbeininga þjónusta í landbúnaði Markmið Endurmeta leiðbeiningaþjónustu á landsvísu með tilliti til breytts fjárhagsumhverfis. Tryggt verði að íslenskir bændur njóti áfram öflugrar ráðgjafarþjónustu óháð búsetu. Leiðir Búnaðarþing 2011 leggur til að BÍ skipi milliþinganefnd til að endur- meta fyrirkomulag leiðbeiningar- þjónustu í landbúnaði á landsvísu. Framgangur Niðurstöður milliþinganefndar liggi fyrir á formannafundi Búnaðarsambanda 2011. Kúasæðingar Markmið Aukinn jöfnuður á kostnaði bænda vegna kúasæðinga óháð búsetu. Leiðir Fjármunum úr búnaðarlagasamningi sem ætlaðir eru til kynbótastarfs í nautgriparækt verði skipt með það að leiðarljósi að jafna kostnað við kúasæðingar yfir landið. Framgangur BÍ og LK skipi verkefnishóp sem skili tillögum það tímanlega að mögulegt verði að gera árið 2011 upp samkvæmt nýju fyrirkomulagi. Einstaklingsmerkingar búfjár – tölvukerfi Búnaðarþing 2011 beinir því til Matvælastofnunar að ljúka við gerð tölvukerfis svo lögbundnar upplýsingar um sauðfé, nautgripi og hross sem send eru til slátrunar skili sér á einfaldan og öruggan hátt frá bónda til sláturhúss og áfram þaðan í skýrsluhaldsgrunna búfjárræktarinnar. Til að þetta sé hægt þarf að tryggja fjármagn til verkefnisins og nána samvinnu BÍ, MAST og sláturleyfishafa. Búnaðargjald Markmið Að Bændasamtök Íslands ljúki vinnu við að; 1) Skilgreina til hvaða verkefna búnaðargjaldi skuli varið. 2) Að fjárreiður þiggjenda búnaðar- gjalds verði skýrt aðgreindar með tilliti til þeirra tekna sem þeir hafa af því. Leiðir Að Bændasamtök Íslands vinni að málinu í samstarfi við aðildarfélög samtakanna. Framgangur máls Búnaðarþing 2011 felur stjórn BÍ að ljúka þessari greiningarvinnu. Félagskerfi bænda Markmið Einfalda félagskerfi landbúnaðarins. Leiðir Að stjórn BÍ skipi milliþinganefnd sem hafi það hlutverk að greina tæki- færi og leiðir til að einfalda félags- kerfi bænda. Framgangur máls Nefndin skili drögum að tillögum fyrir haustfundi Bændasamtaka Íslands og endanlegum tillögum fyrir næsta búnaðarþing. Breytingar á búvörulögum Markmið Búnaðarþing 2011 leggur ríka áherslu á að tryggt verði úrræði í Búvörulögum til að ákvæði lag- anna um bann við markaðssetningu mjólkur umfram greiðslumark á innanlandsmarkaði haldi, enda er það forsenda þess að hægt sé að tryggja lögboðið lágmarksverð til bænda. Leiðir Á rýnifundum um landbúnaðarmál í Brussel og í yfirlýsingu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis frá júlí síðastliðnum kom fram að lagaleg staða umframmjólkur sé skýr og því leiki enginn vafi á að mjólk umfram greiðslumark skuli flutt úr landi. Því leggur Búnaðarþing til að sett verði útflutnings-/úrvinnslugjald á mjólk utan greiðslumarks sem seld er á innanlandsmarkaði. Þó verði tryggt nokkurt svigrúm vegna heima- vinnslu. Framgangur Bændasamtök Íslands vinni að mál- inu í samstarfi við Landssamband kúabænda. Fjármál bænda – úrvinnsla lánastofnana Markmið Búnaðarþing 2011 ítrekar ályktun frá fyrra ári um fjármál bænda. Þingið átelur harðlega seinagang við lausnir á skuldamálum bænda og gagnrýnir þær lánastofnanir sem ekki hafa hafið endurútreikning á gengistryggðum lánum bænda. Búnaðarþing krefst þess að lánastofnanir hraði úrlausnum á skuldamálum bænda og að verðmæti rekstrarins verði lagt til grundvallar. Jafnframt að lánastofnanir gæti sam- ræmis við úrvinnslu þessara mála. Leiðir Bændasamtök Íslands fari fram á samkomulag um úrvinnslu skulda- mála bænda við Samtök fjármála- fyrirtækja eða lánastofnanir, er taki tillit til sérstöðu búrekstrar, í takt við hliðstætt samkomulag Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármála- fyrirtækja. Við mótun þess þarf m.a. að taka tillit til eftirtalinna atriða:  Komist verði að samkomulagi um aðferðir við mat á bújörð- um er taki mið af núverandi starfsemi og ástandi jarðar- innar.  Búrekstraráætlanir er taki tillit til eðlilegrar afkomu bænda og endurnýjunar rekstrar- og fastafjármuna verði lagðar til grundvallar við lausnir.  Lausnir verði sniðnar að mis- munandi rekstrareiningum þannig að boðið verði upp á framtíðarlausnir í lánamálum óháð bústærð.  Skilmálar fjármálagjörninga verði skýrir, skerði ekki rétt- indi sem kunna að skapast við seinni tíma úrskurði og/eða dóma. Gera verður kröfu um að fjárhagsleg endurskipulagning sé til lengri tíma og meðhöndl- un biðlána skýr. Framgangur Búnaðarþing leggur áherslu á að stjórn BÍ beiti sér af fullum þunga í þessum málum. Mjólkurverð Búnaðarþing 2011 beinir því til verðlagsnefndar búvöru að þær kostnaðarhækkanir sem mælast í verðlagsgrundvelli kúabús skili sér í mjólkurverði til framleiðenda. Brýnt er að grannt sé fylgst með verðþróun helstu kostnaðarliða í rekstri kúabúa og mat á hækkunarþörf sé fram- kvæmt jafnharðan. Samhliða verði haldið áfram að leiðrétta verðtil- færslur í verðlagningu mjólkurvara. Áskorun um aðgerðir vegna mengunar í skutulsfirði Búnaðarþing 2011 skorar á sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra að bregðast strax við þeim sérstöku aðstæðum sem uppi eru í Skutulsfirði vegna dioxinmengunar. Vinna verður hratt að úrlausn gagnvart búfjáreigendum sem hafa orðið fyrir miklum skaða vegna slyssins. Ólíðandi er að búfjár- eigendur búi við þá óvissu sem til staðar er. Hækkun aldurs til ökuréttinda Búnaðarþing 2011 lýsir yfir ánægju sinni með innsenda umsögn Bændasamtaka Íslands 8. mars sl. um frumvarp til umferðarlaga. Ályktanir - seinni hluti framhald frá síðasta blaði Ályktanir Búnaðarþings 2011 Vilja ekki velunnarar vænna sauða er ennþá hafa hug og þor hjálpa til við burð í vor. Við er þessa auglýsingu saman settu þurfum reynsluríkra lið og lúin meiri næturfrið. Gagnast lítið unggæðingur eða trassi roskin hjón með reynslu um flest raunar mundu henta best. Verklýsingin nærist mest af næturgölti skyggnast yfir sauðfjársvið og sækja hjálp er það á við. Þungaverkaorusstur skal ekki heyja eða djöflast eins og naut en elda að morgni hafragraut. Ekki eru bankastjóra í boði kjörin en ef hjálpin arðgæð er ýmislegt má hugsa sér. Lysthafendur leiða þarf nú lengst í norður okkar kot er undir fönn er sú lýsing rétt og sönn. Ef að þessar leiðbeiningar lukkast ekki og staðurinn enn í hulduhjúp hann er að finna yst við Djúp. Auglýst eftir aðstoð á sauðburði Heimasímar eru 456-4803 og 588-4803

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.