Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Aðalorsakir fjölgunar tófu í landinu: Aukið framboð ætis og skipulagsleysi á veiðum – Kannski aldrei séð jafn mikinn feril eftir tófur og í haust Alltaf annað slagið kemur upp umræða um fjölgun tófu á lands- vísu og þá ekki síst niður í byggð. Nú sl. haust og í vetur berast fréttir af því að menn verði varir við tófur, sjái mikið af tófuslóðum og kindur finnist ýmist bitnar eða drepnar eftir tófur. Það er ekki ný saga að tófur leggist á kindur og drepi þær. Þegar mófuglinn og gæsin fara á haustin minnkar fæðuframboðið verulega. Þótt talsvert sé af rjúpu núna dugar það ekki til. Maður hefði þó síst átt von á því í haust og vetur að tófan legðist á fé því miklu meira er af rjúpu. Undanfarin ár hafa kindur verið að finnast fram undir vor og jafnvel gengið úti án þess að tófan skipti sér af þeim. En það er þekkt að lömb eru auðveld bráð í fyrstu snjóum, kafbrynjuð svo þau geta sig hvergi hreyft. Ég hef ekki til fjölda ára, kannski aldrei séð jafn mikinn feril eftir tófur og í haust. Þær hafa komið í þekkt greni seint í sumar og haust. Það er því alveg ljóst að víða eru ófundin ný greni. Ástæða fjölgunar tófunnar Á undanförnum árum hef ég oft hugleitt það hvers vegna öll þessi fjölgun hefur orðið og þá einkum niður í sveit. Hef helst komist að þeirri niðurstöðu sem ég ætla að rekja hér á eftir. Fljótlega eftir að þeirri reglugerð sem tók gildi árið1997 var breytt fór tófu að fjölga. Þá hætti ríkið að taka þátt í beinum launakostnaði vegna grenjavinnslu en ákvað þess í stað að greiða ákveðna upphæð á unnin dýr, og gildir sú upphæð enn í dag; krónur sjö þúsund á fullorðna tófu og eitt þúsund og sex hundruð fyrir yrðling. Nokkur fyrstu árin eftir breytinguna voru menn kauplausir við grenjaleitir og e.t.v. eru margir það enn í dag, þrátt fyrir að mörg sveitarfélög hafi hækkað þessa upp- hæð sem ríkið ákvað og sum greiddu jafnvel einhverja þóknun í viðbót. Hér í Vopnafirði hafa verið greiddar krónur níu þúsund fyrir öll grendýr, bæði fullorðin og yrðlinga. Sú upphæð er líka óbreytt eftir 14 ár. Algert skipulagsleysi er á refa- veiðum. Sveitarfélög hafa sinnt grenjavinnslu mjög misjafnlega. Sum hafa e.t.v. staðið sig nokkuð vel en önnur ekki. Sveitarfélög þurfa að samræma greiðslur fyrir unnin dýr, einkum þó hlaupadýr. Annars er hættan sú að farið sé með skott af hlaupadýrum eftir krókaleiðum til þess, sem best borgar. Það er mín skoðun að sveitarfélög eigi að ráða grenjaskyttur til a.m.k. fjögurra ára í senn, eins og mörg hafa þegar gert. Þeir sem ráðnir eru sjái líka um vetrarveiði. Engir aðrir en þeir sem ráðnir eru hjá viðkomandi sveitar- félagi fái greitt fyrir skott. Ef bera á út æti þurfi til þess leyfi svo hægt sé að skipuleggja fjarlægð milli hræja. Þá er ég ekki viss um að útburður á æti standist, ef horft er til sauðfjársjúkdóma. Reyndar hef ég miklar efasemdir um að vetrarveiðin hafi skilað þeim árangri undanfarin ár, sem menn virðast halda. Eða hvernig annars í ósköpunum stendur á allri þess- ari fjölgun síðustu 10-12 árin? Samkvæmt veiðiskýrslum hefur fullorðnum tófum fjölgað um 2005 dýr á 10 ára tímabili, þ.e. úr 2656 árið 2000 í 4661 árið 2009. Okkur sjálfum að kenna Mest af þessari fjölgun er okkur sjálfum að kenna, sem berum út æti. Ég gerði þetta í þó nokkur ár en hætti því fyrir fimm árum síðan. Mér leist ekki á þegar meira var orðið af tófu hér í nágrenninu en nokkru sinni áður í a.m.k. 50 ár og orðin til ný greni sem ekki finnast ennþá. Á þeim tíma vetrarins sem tófan ætti að hafa minnst að éta, eru til velgjörðarmenn sem halda henni veislu með útburði á æti, án þess að árangur náist nema e.t.v. í einstaka tilfelli. Það er heldur enginn vafi að frjósemin hjá tófunni hefur aukist, sem stafar ekki af neinu öðru en hvað hún hefur það gott framan af vetri og þar á útburður á æti stóran þátt. Þá eru læðurnar margar hverjar orðnar stærri en áður þekktist og svo vænar á vorin að þær flóðmjólka þannig að nánast hver einasti yrðlingur kemst upp. Líklegt er að gæsin eigi þarna stóran þátt. Henni hefur fjölgað gríðarlega hér á síðustu árum. Hún verpir snemma, tófan byrjar strax í eggjunum og hefur svo ófleyga gæsarunga fram á haust. Í grenjavinnslu í 47 ár Ég hef stundað grenjavinnslu í 47 ár og hef skráð hjá mér hvert einasta greni sem legið hefur verið á þessi ár og dýrafjölda úr þeim hverju sinni. Einnig oftast skráð hvort yrðlingarnir voru refir eða læður. Allt frá því að Páll Hersteinsson fór að rannsaka refastofninn hef ég sent honum hausa af fullorðnu dýrunum til aldursgrein- ingar, ásamt fleiri upplýsingum á þar til gerðum eyðublöðum, t.d. fjölda legöra hjá læðum. Það er mjög fróð- legt að fá aldursgreiningu dýranna á hverju ári og bera síðan saman við árin á undan. Þá er það talsverður kostur að geta séð hvað læðan hefur átt marga yrðlinga með því að telja legörin. 3-8 yrðlingar á læðu Vegna þessara upplýsinga sem ég hef, tók ég mig til og skoðaði yrð- lingafjölda hjá læðum í 40 ár, frá árinu 1971 til 2010. Í ljós kemur, ef fyrst er litið á hvert tíu ára tíma- bil fyrir sig, að yrðlingafjöldinn er minnstur 1971 til 1980, 3,6 á læðu. Friðbjörn Haukur Guðmundsson sauðfjárbóndi og grenjaskytta á Hauksstöðum við nýfellda tófu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.