Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Raddir kúabænda - naut.is BREYTINGAR Á HREINNI EIGN í milljónum króna Efnahagsreikningur í árslok í milljónum króna 2010 2009 2010 2009 Iðgjöld 509 505 Verðbréfasjóðir og hlutabréf 10.193 11.619 Lífeyrir -1.044 -990 Markaðsverðbréf 10.396 8.567 Fjárfestingartekjur 1.557 1.955 Eignarhlutar í hlutdeildarfél. Veðlán 26 1.575 31 1.414 Fjárfestingargjöld -43 -52 Önnur útlán 233 291 Rekstrarkostnaður -49 -47 Kröfur og aðrar eignir 299 259 Hækkun á hreinni eign á árinu 929 1.372 Eignir alls 22.722 22.181 Hrein eign frá fyrra ári 21.691 20.320 Skuldir -102 -490 Hrein eign til greiðslu lífeyris 22.620 21.691 Hrein eign til greiðslu lífeyris 22.620 21.691 TRYGGINGAFRÆÐILEG STAÐA Endurmetin hrein eign sjóðsins miðað við 3,5% ávöxtun nemur 23.458 m.kr. í árslok 2010 og verðmæti framtíðariðgjalda 4.949 m.kr. eða samtals 28.407 m.kr. Heildarskuldbindingar nema 32.261 m.kr. og eru 3.854 m.kr. umfram eignir. Áfallnar skuldbindingar nema 25.719 m.kr. og eru 2.261 m.kr. umfram eignir. Afkoma sjóðsins batnar frá fyrra ári. Halli á áföllnum skuldbindingum er 8,8% í lok árs 2010, var 10,4% 2009, og halli á heildarskuldbindingum er 11,9%, var 13,3%. KENNITÖLUR 2010 2009 2010 2009 Nafnávöxtun 7,1% 9,5% Eignir í íslenskum krónum 81,5% 75,9% Hrein raunávöxtun 4,1% 0,6% Eignir í erlendum gjaldmiðlum 18,5% 24,1% Meðaltal hrein raunávöxtun sl. 5 ár -1,1% -0,6% Fjöldi virkra sjóðfélaga 2.822 2.898 Meðaltal hrein raunávöxtun sl. 10 ár 1,2% 0,4% Fjöldi lífeyrisþega 3.507 3.541 SJÓÐFÉLAGALÁN Virkir sjóðfélagar eiga rétt á lánum úr sjóðnum í samræmi við veðmörk eigna, að hámarki 25 m.kr. Í boði eru óverðtryggð lán, vaxtaviðmið er almennir vextir óverðtryggðra lána sem Seðlabanki Íslands birtir að viðbættu föstu álagi, nú 3 prósentustig, og verðtryggð lán með breytilegum eða föstum vöxtum. Lánstími verðtryggðra lána er allt að 40 ár, hámarkslánsfjárhæð 25 m.kr., og lánstími óverðtryggðra lána er allt að 5 ár, hámarkslánsfjárhæð 10 m.kr. ÁRSFUNDUR var haldinn á Búnaðarþingi í Bændahöllinni miðvikudaginn 9. mars 2011. LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA Stjórn Lífeyrissjóðs bænda: Bændahöllinni við Hagatorg, Skúli Bjarnason, formaður, 107 Reykjavík Maríanna Jónasdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sími 563 0300 - Fax 561 9100 Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Örn Bergsson. lsb@lsb.is - www.lsb.is Framkvæmdastjóri er Ólafur K. Ólafs HELSTU NIÐURSTÖÐUR ÁRSREIKNINGS 2010  DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur heitt vatn > sparneytin · Stórt op > auðvelt að hlaða · Þvotta og orkuklassi A · Engin kol í mótor 12 kg Þvottavél Amerísk gæðavara LAGERHREINSUN 50% afsláttur Einstakt verð!!! Eigum frábær billjard borð (pool borð) á lager: Borðin eru 9 feta sem er sama stærð og á keppnisborðum. Borðunum fylgir: Ljós, kuðar, kúlusett, þrýhyrningur, krítar og svo framvegis. Litir á dúk í boði: Svartur eða blár Plássið sem þarf undir eitt borð er: Lengd: 6m / Breidd 4.5m Borðin kosta kr: 250.000 án vsk / 312.500 m.vsk. Nánari upplýsingar veitir Hjalti – gsm: 693 0606.       Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í þeim stærðum og gerðum sem henta þér.              Framlög til aðlögunar að lífrænum landbúnaði Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til aðlögunar að lífrænum búskaparháttum. Styrkir þessir eru veittir þeim framleiðendum sem hefja aðlögun að lífrænum búskap í ýmsum greinum árinu 2011 og síðar, til allt að fimm ára, samkvæmt. verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um framlög úr ríkissjóði til stuðn- ings við lífræna aðlögun í landbúnaði, sem er að finna á www.bondi.is Umsóknarfrestur er til 1.júní næstkomandi Bændasamtök Íslands b.t. Ólafs R. Dýrmundssonar Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík Nú í vikunni verður haldinn aðalfundur Landssambands kúabænda, en á þessu ári verða 25 ár frá stofnun samtakanna. Væntanlega verða samþykktar hinar ýmsu ályktanir um hags- munamál kúabænda, sem koma til með að leggja línurnar fyrir starf LK á komandi ári og árum. Á síðasta aðalfundi voru lögð fram drög að stefnumörkun naut- griparæktarinnar til næstu 10 ára, og samþykkt að halda þeirri vinnu áfram í samstarfi við forsvarsmenn Auðhumlu. Það sem helst þótti umdeilanlegt var að sett var inn sem markmið að lækka framleiðslu- kostnað mjólkur um 35% á næstu 10 árum. Nokkuð hefur verið um það rætt að það sé talið óraunhæft. Við skulum velta því aðeins betur fyrir okkur. Ef við ætlum að láta líta á okkur sem eina af grunn stoðum þjóðar- innar þurfum við stöðugt að vinna að eflingu á samkeppnishæfni greinar- innar. Jafnframt að þeir sem hana stunda hafi sambærilega afkomu og gerist í öðrum atvinnuvegum lands- manna, sem að vísu er ekki neitt sér- staklega burðug um þessar mundir. Fyrrnefndri kostnaðarlækkun verður að ná á með hagræðingu í öllum þáttum búskaparins, þannig að hver og einn liður skili hugsanlega 2-5% lækkun kostnaðar á tímabilinu. Ég nefni hér nokkra rekstrarþætti: Bæta þarf nýtingu allra fjár- festinga, hvort sem er vegna kvóta- kaupa, bygginga eða vélakaupa. Vonir standa til að verð á greiðslu- marki fari lækkandi vegna tilkomu kvótamarkaðar. Verð á greiðslu- marki hefur verið margfalt hærra hér en í öðrum löndum þar sem sambærileg viðskipti eiga sér stað. Það verður þó að segja að verulegur óvissuþáttur hafi stungið upp koll- inum þegar voru gerðar breytingar á skattalögum sem afnámu rétt til fyrningar á keyptum mjólkurkvóta. Það er óljóst hverjar afleiðingar þess verða og mjög óheppilegt að þessi breyting hafi verið gerð á þessum tímapunkti. Það er vitað að umtalsverður fjöldi bása í fjósum landsins stendur auður, og mun aukin nýting þeirra bæta afkomu á viðkomandi búum. Lækkun vaxtastigs er augljóst hags- munamál sem skilar verulegum bata. Varðandi vélarnar er víða vel gert með samnýtingu t.d. jarðvinnslu- tækja í eigu búnaðarfélaga. Það er hinsvegar til muna lélegri nýting á heyvinnutækjum, sem mætti bæta með aukinni sameign/samnýtingu eða verktöku. Aðrir þættir fóðuröflunar og fóð- urnýtingar s.s. betri nýting fóðurs og notkun á nýjum og arðsamari nytja- plöntum munu skila sér í lækkun á framleiðslukostnaði. Á undan- förnum árum hefur afurðaaukning vegna kynbóta á kúastofninum verið metin um 1% á ári, auk þess sem vinnuhagræðing á að nást vegna framfara í öðrum eiginleikum. Ef verður farið í innflutning á erfðaefni til að kynbæta kúastofninn munu þessir þættir taka stökk til aukinnar hagkvæmni. Það er ekkert sem styrkir stöðu okkar betur en hagkvæmari fram- leiðsla. Þeim stuðningi sem við eigum hjá þjóðinni verður best við haldið með því að sýna fram á að við séum einbeitt í að standa okkur vel sem matvælaframleiðendur. Það verður að viðurkennast að margir hlutir í okkar starfsum- hverfi eru nokkuð í lausu lofti þessi misserin og gera stefnumörkun sem þessa erfiðari en ella, og gerir það að verkum að endurskoða verður stefnuna með reglulegu millibili. Það er samt ljóst að við verðum að hafa skýr stefnumarkmið og haft svör á reiðum höndum um hvert við stefnum. Það verður gaman að sjá á kom- andi aðalfundi hvernig stefnumörk- unin þróast áfram. Við eigum að setja markið hátt, tíminn mun síðan leiða í ljós hversu vel okkur gengur að ná markmiðum okkar. /Sigurgeir B. Hreinsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.