Bændablaðið - 29.09.2011, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 29.09.2011, Blaðsíða 1
34 17. tölublað 2011 Fimmtudagur 29. september Blað nr. 356 17. árg. Upplag 59.000 10 20 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) gagnrýndi land- búnaðarkerfið harkalega í ræðu sem hún flutti á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) um atvinnumál í gær. Formaður Bændasamtakanna segir gagn- rýnina ekki koma á óvart enda séu samtökin hreinlega í stríði við bændur. Margrét Kristmannsdóttir, for- maður SVÞ, setti fram harða gagn- rýni á vörugjöld og íslenska land- búnaðarkerfið í ræðu sinni. Í máli Margrétar kom fram að hún teldi núverandi landbúnaðakerfi vera til þess fallið að allir töpuðu á því, skattgreiðendur, neytendur en ekki síst bændur sjálfir. Á glæru sem Margrét sýndi á meðan á ræðu hennar stóð kom fram samanburður á starfsmannafjölda SA og aðildar- félaga þess annars vegar og hins vegar Bændasamtaka Íslands (BÍ). Samkvæmt glærunni starfa 65 manns hjá SA og aðildarfélögum þess en 57 hjá BÍ. „Er eitthvað skrýtið þó að aðrar atvinnugreinar í landinu verði hugsi. Að það þurfi svo til sama starfsmannafjölda til að halda upp hagsmunagæslu fyrir bændur og restina af atvinnulífinu,“ sagði Margrét. Hún tók hins vegar fram að verslunin ætti ekki í stríði við bændur heldur kerfið sem hið opinbera hefði gert þeim að starfa innan. Þá sagði Margrét landbúnaðar- ráðherra hafa þverbrotið gildandi alþjóðasamninga um innflutning á kjötvörum og hafa svo gott sem komið í veg fyrir alla erlenda sam- keppni á kjötmarkaði. Kjötskortur á íslenskum markaði sem skapast hefði vegna hárra vörugjalda og tolla hefði valdið 20-40 prósenta verðhækkun á heildsöluverði á sama tíma og verðbólga hafi verið 5 prósent. „SVÞ í stríði við bændur“ Haraldur Benediktsson formaður BÍ segir að málflutningur Margrétar komi honum ekki á óvart. „Samtök verslunar og þjónustu eru hreinlega í stríði við bændur og landbúnaðar- kerfið. Þau eru búin að vera það síðan í sumar og þegar við höfum leyft okkur að benda á miklar afskriftir í verslun á Íslandi og að hátt vöru- verð skýrist af ýmsum samverkandi þáttum þá svara þau ævinlega með skætingi út í íslenskan landbúnað. Þarna stígur fram formaður verslunar á Íslandi, atvinnugreinar sem hefur fengið milljarðatugi afskrifaða, og atyrðir bændur.“ Haraldur lýsir fullkominni van- þóknun á samanburði Margrétar á starfsmannafjölda BÍ og annarra atvinnuvega. „Allir ættu að vita að starfsmenn annarra atvinnu- vega þurfa ekki að skipuleggja kúasæðingar eða vigta lömb. Þetta ætti Margrét líka að vita enda ætti hún að þekkja eðli og umfang starfsemi Bændasamtakanna. Hjá Bændasamtökunum er rekin umfangsmikil ráðgjafarþjónusta, skipulag um ræktun íslenskra búfjár- stofna og þar fram eftir götunum sem er rekið á félagslegum grunni. Það er því á engan hátt sambærilegt við einhverja starfsmenn sem vinna á skrifstofu Samtaka verslunar og þjónustu.“ /fr. - Sjá nánar bls 2 Málflutningur formanns SVÞ er rökleysa - segir Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands OECD og FAO um framtíðarhorfur jarðarbúa: Fæðuöryggi er mál málanna Fólksfjölgun , vaxandi mat- vælaverð og óstöðugleiki á mat- væla- og hráefnismörkuðum leiða af sér minnkandi fæðuöryggi. Samkvæmt skýrslu OECD og FAO er fæðuöryggi meðal mikilvægustu málefna sem ríkisstjórnir glíma við í dag og á komandi árum. Þetta endurspeglaðist vel í við- ræðum á fundi G20-ríkjanna í Seúl í Suður-Kóreu í nóvember 2010. Einnig í tillögum um aðgerðir sem voru til skoðunar á fundi landbún- aðarráðherra G20-ríkjanna í París í júní 2011. Í úttekt OECD og FAO sem og í danskri rýnisskýrslu um sömu mál kemur fram að íbúar jarðar eru að ná 7 milljarða markinu og verða komnir í 9 til 10 milljarða árið 2050. Fólksfjölgun í heiminum krefst þess að auka þarf matvælaframleiðsluna á heimsvísu um 70-100% fyrir 2050, þ.e. á næstu 40 árum. Þá mun fjölga mun í millistéttum í Kína á þessum árum úr 148 milljónum í 480 milljónir. Þetta millistéttarfólk er með meiri kaupmátt, sem mun þýða stóraukna eftirspurn eftir dýrari matvælum og ýmsum öðrum vörum. Eftirspurn eftir ferskvatni mun aukast á heimsvísu úr 4.500 rúm- kílómetrum í 6.900 rúmkílómetra á ári þegar árið 2030, sem er um 40% meira en hægt er að útvega með góðu móti. Vatnsskortur mun verða vandamál í löndum nærri miðbaug og m.a. í Suður-Evrópu og auka enn á eftirspurn eftir vatni. Er því spáð að vatnsöflun muni hafa álíka efnahagsleg áhrif í framtíðinni og orkuframleiðsla hefur í dag. Ræktanleg gróðurbelti jarðar munu færast norðar og sunnar á jörðinni. Lönd sem eru nær miðbaug munu upplifa mikil vandamál og þá ekki síst vegna fæðuöflunar. Í öllum þessum vandamálum felast líka miklir möguleikar, ekki síst fyrir Íslendinga og aðrar norð- lægar þjóðir. Sjá fréttaskýringu á bls 12 og 13 Bændablaðið kemur út í auknu upplagi í dag eða 59 þúsund eintök- um. Auk hefðbundinnar dreifingar í sveitir og byggðir landsins, þá er blaðinu að þessu sinni einnig dreift með Morgunblaðinu. Bændablaðið í 59 þúsund eintökum „Sláturtíð hefur gengið vel,“ segir Björn Víkingur Björnsson framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri, en þar starfa um 60 manns um þessar mundir. Nokkru fleiri Íslendingar en útlendingar eru þar að störfum, eða 36 talsins á móti 24 erlendum verkamönn- um sem koma víða að, m.a. frá Póllandi. „Það gekk vel að ráða fólk og ég er ánægður með að við fengum töluverðan hóp Íslendinga til starfa. Mín reynsla er sú að það er ekki erfitt að fá fólk til starfa í sláturtíð og eitt- hvað er um að fólk af atvinnuleysis- skrá komi þá hingað að vinna,“ segir Björn Víkingur, en Fjallalamb sér starfsmönnum sem koma fyrir fæði og húsnæði þeim að kostnaðarlausu. Sláturtíð hófst þann 14. sept- ember og stendur fram í október, en Björn Víkingur áætlar að búið verði að slátra hjá fyrirtækinu 24. eða 25. október næstkomandi. Hann gerir ráð fyrir að slátrað verði um 31 þúsund fjár á þessu hausti og er það álíka margt fé og verið hefur undanfarin ár. Mest af fénu kemur af norðausturhorni landsins, en eitthvað annars staðar frá, svolítið úr Suður- Þingeyjarsýslu, m.a. Kelduhverfi, og eins af svæðinu til Bakkafjarðar og að Jökulsá á Fjöllum. „Dilkar eru fallegir og vel á sig komnir, eins og ævinlega á þessu svæði,“ segir Björn Víkingur. Hann segir að svo virðist sem erfitt vor og kuldatíð fram á sumar hafi ekki komið niður á vænleika dilka og það sé ánægjulegt. „Þeir eru raunar ekki eins feitir og oft áður, þeir mættu vera aðeins feitari, en ég geri ráð fyrir að þeir þyngist hratt þessa ágætu haustdaga,“ segir hann. /MÞÞ Sláturtíð gengur vel hjá Fjallalambi: Dilkar fallegir og vel á sig komnir Bærinn okkar Grindur Framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri vildi gjarnan sjá feitari dilka og gerir ráð fyrir að þeir þyngist hratt þessa ágætu haustdaga. Hér má sjá fé á beit í Jökuldal. Bændaverslun við þjóðveginn Guðbjörg Jónsdóttir bóndi á Læk í Flóa er ekki kona einhöm. Ásamt því að reka myndarlegt kúabú og vera stjórnar formaður Búnaðarsambands Suðurlands hefur hún nú ásamt eiginmanni sínum opnað verslunina Búbót í gamla Þingborgarhúsinu við þjóðveginn í Flóa. Þar eru á boðstólum ýmsar búvörur frá bændum víða um land, og t.d. er hægt að kaupa gulrætur frá Fljótshólum, jarðarber frá Silfurtúni og nautakjöt frá Læk. Verslunin, sem er í eigu Guðbjargar og Gauta Gunnarssonar, verður opin í haust og vetur alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga á milli 13:00 og 18:00. Mynd / TB Hlunnindi skógarbóndansÞeysireið á Hvítá í Jet-bát

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.