Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 1
34 19. tölublað 2011 Fimmtudagur 27. október Blað nr. 358 17. árg. Upplag 64.000 7 20-21 Samkvæmt vísitölu neysluverðs í september 2011 verja íslendingar 13,08% af útgjöldum sínum til kaupa á matvöru. Til viðbótar fara síðan 1,59% í drykkjarvörur eða alls 14,67% útgjalda í mat- og drykkjarvörur. Þegar Ísland er lagt á mælistiku Evrópsks saman- burðar kemur í ljós að neytendur hér á landi verja nú lægra hlutfalli útgjalda sinna til kaupa á mat- og drykkjarvörum en nemur meðal- tali ESB landanna 27, samkvæmt upplýsingum Eurostat. Minna til kjötkaupa á Íslandi Að meðaltali verja neytendur í ESB löndunum 15,6% útgjalda sinna til kaupa á mat og drykkjarvörum en íslenskir neytendur 15,1%. Mestu munar á kjötvörum. Til kaupa á þeim verja íslenskir neytendur 2,7% útgjalda en meðaltalið innan ESB 3,6%. Tekið skal fram að hlut- fallstölur eru aðrar hjá Eurostat en hjá Hagstofu Íslands þar sem ekki eru allir útgjaldaliðir metnir með sambærilegu hætti. Þegar rýnt er í skiptingu útgjalda á Íslandi kemur í ljós að 15,16% útgjalda fara í ferðir og flutninga, þ.e. kaup og rekstur bifreiða, almenn- ingssamgöngur o.s.frv. Þar af er elds- neytið á einkabílinn 5,88%, meira en samanlögð útgjöld til kaupa á kjöti, mjólk, osti og eggjum sem nema 5,26% af heildarútgjöldum. /EB - Sjá nánar bls. 30 Lægra hlutfall útgjalda á Íslandi fer til matvörukaupa en í ESB - samkvæmt tölum Eurostat munar mestu um lægri útgjöld Íslendinga til kjötkaupa Þúsundir súpuskammta runnu út á kjötsúpudegi - sala á súpukjöti mældist í tonnavís Anke Domaske er fatahönnuður af þýskum og rússneskum ættum sem hefur farið heldur óhefðbundna leið í efnisvali fyrir nýjustu fata- línu sína. Hún hefur fundið upp aðferð til að búa til trefjaþræði úr mjólk sem hún notar í hátísku- fatnað. Nýja fatalínan heitir ein- faldlega Qmilch. Anke notar þurrkað prótínduft sem unnið er úr mysu mjólkur sem farin er að súrna. Duftið er síðan sett í sérstaka vél og útkoman er trefja- þráður sem einna helst mætti líkja við silki, svo mjúkur er hann viðkomu. /ehg -Sjá fréttaviðtal á bls. 12 Bændablað kemur nú út í 64 þúsund eintökum eins og síðast. Auk hefðbundinnar dreifingar í sveitir og byggðir landsins í 24 þúsund eintökum, þá er blaðinu einnig dreift með helgarútgáfu Morgunblaðsins í 40 þúsund ein- tökum til viðbótar. Bændablaðið aftur í 64 þúsund eintökum! Býr til hátískufatnað úr súrri kúamjólk! Anke Domaske með hráefnið, mjólk og mysu, ásamt og hespu af bandi og silkimjúkan efnisbút á borðendanum sem úr því er unnið. Á hverjum einasta degi allt árið um kring fara um 700 kúabændur til gegninga í fjósum landsins. Guðmundur Davíðsson, bóndi í Miðdal í Kjós, er þar engin undantekning en á bænum er líka búið með sauðfé og hross auk þess að rækta fjárhunda af Border Collie kyni. Guðmundur og Svanborg Magnúsdóttir kona hans eru mörgum þéttbýlisbúum á höfuðborgarsvæðinu að góðu kunn því að á ári hverju taka þau á móti þúsundum gesta og kynna sveitastör n, mest leikskólabörnum og yngstu grunnskólanemendum ásamt foreldrum þeirra. Bændurnir í Miðdal eru þátttakendur í Opnum landbúnaði sem er hópur um 35 búa um allt land sem bjóða gestum að skoða búskapinn. Mynd / Helgi Olgeirsson Fyrsti vetrardagur var sannkall- aður kjötsúpudagur en fleiri þús- und manns þáðu þennan þjóðarrétt víða um land á laugardaginn var. Í Reykjavík var mikill mannfjöldi á Skólavörðustíg og hermdu fregnir þaðan að um 4 þúsund manns hafi bragðað á súpunni sem var afgreidd á sex stöðum. Biðraðir mynduðust við súpupottana og var haft eftir Úlfari Eysteinssyni veitingamanni í fjölmiðlum að 250 lítrar hjá honum einum hefðu klárast á 45 mínútum. Stórverslanir virðast nú hafa tekið þennan sið upp en margar þeirra auglýstu kjötsúpu á boðstólum, m.a Hagkaup, Krónan og Nóatún. Í Krónunni voru gefnir 3.400 skammtar eða 600 lítrar, í Hagkaupum voru lagaðir 650 lítrar og útdeilt í 5.000 skömmtum. Í Nóatúni fengu við- skiptavinir líka að smakka á her- legheitunum. Aðrar verslanir eins og Bónus og Nettó auglýstu hrá- efni til kjötsúpugerðar af miklum myndarskap. Ekki er óvarlegt að álykta að á bilinu 12-14 þúsund manns hafi bragðað á ókeypis súpu á fyrsta vetrardag samkvæmt úttekt Bændablaðsins. Salan þrefaldaðist Í samtali við Ólaf Júlíusson, inn- kaupastjóra hjá Kaupási, seldust nokkur tonn af súpukjöti í kringum fyrsta vetrar- dag. „Við greindum þetta mjög vel á sölunni og það er hægt að segja að salan á súpukjöti hafi þrefaldast þessa viku. Þetta framtak er samstarf bæði söluaðila, bænda og framleiðenda og tengir okkur betur saman. Því fögnum við“. Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, sagði að greinileg söluaukning hefði verið í verslunum þeirra yfir helgina. „Það var almenn ánægja með súpuna og viðskiptavinir tóku þessu uppátæki afar vel. Upplifunin var í heild jákvæð,“ sagði Gunnar Ingi. /TB Dagur sauðkindarinnar Þar er íslenska kýrin í öndvegi Bærinn okkar Kolugil

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.