Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 2
Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 20112 Fréttir Á matvæladegi Matvæla- og næringarfræðingafélags Íslands, sem haldinn var í síðustu viku, hélt Rósa Jónsdóttir, fagstjóri á líftækni- og lífefnasviði Matís, áhugavert erindi um mikilvægi líf- virkra efna í hafinu til verðmæta- sköpunar undir yfirskriftinni Þörungar, þang og heilsa. Rósa hefur ásamt Þóru Valsdóttur, verkefnisstjóra á nýsköpunar- og neytendasviði Matís og dr. Herði G. Kristinssyni, rannsóknarstjóra hjá sama fyrirtæki, kannað um nokkurn tíma möguleikana á að nýta þörunga og þang til mann- eldis. Segja má að nýting matþörunga hérlendis sé enn óplægður akur og mættum við gjarna taka Asíuþjóðir okkur til fyrirmyndar við nýtingu á þessu hráefni, sem sannað hefur verið að sé mjög heilsusamlegt. „Ég flutti erindið en við þrjú skrifuðum þetta saman,“ útskýrir Rósa. „Við Hörður erum á sama sviði og höfum meira verið að skoða lífvirku efnin og einangra þau efni sem geta haft jákvæða virkni í lík- amanum, jafnvel til að bæta út í mat- væli. Þóra er aftur á móti meira að hugsa út í nýtingu á þörungum beint til matargerðar og við vöruþróun en hún hefur til dæmis skoðað söl og efnasamsetningu þeirra.“ Öflug andoxunarefni þörunga Í dag eru þörungar helst seldir í heilsubúðum, enda eru þeir auðugir af ýmsum mikilvægum efnum fyrir okkur mannfólkið. „Þörungar eru mjög vítamínríkir, með mikið af málmum og söltum og með joð, sem er mikilvægt fyrir virkni skjaldkirtilsins. En við höfum líka viljað horfa á lífvirku efnin, sem hafa margþætt jákvæð áhrif á mannslíkamann. Þar má nefna prótín og þörungarnir eru fitulitlir, en fitan sem þeir innihalda er með hátt magn af Omega 3 fitusýrum og fjölsykrum,“ segir Rósa og bætir við: „Við höfum skoðað fjölfenóla, sem eru öflug andoxunarefni. Brúnþörungar innihalda mikið af þeim, en andoxunarvirkni þeirra er í raun mun öflugri en landplantna. Þessar niðurstöður eru mjög spenn- andi og efnin geta haft mjög jákvæð áhrif á heilsu fólks. Andoxun vinnur gegn álagi og getur fyrirbyggt ýmsa kvilla af völdum álags. Þessi fjölfenól úr brúnþörungum hafa auk þess mælst með hugsanlega krabbameinshamlandi virkni, að geta dregið úr bólgum, blóðþrýst- ingslækkandi virkni og virkni gegn sykursýki. Með þessum rann- sóknum má sjá að lífvirku efnin hafa jákvæð áhrif á mannslíkamann og því tími til kominn að fara að nýta þessa auðlind betur en við höfum gert hingað til.“ Vörur með lífvirk efni senn á markað Rósa og félagar hennar hjá Matís eru í samstarfi við háskóla og aðrar rannsóknarstofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum varðandi rannsóknir á lífvirku efnunum. Einnig horfa þau til vöruþróunar fyrir Asíumarkað. „Það hefur furðu lítið verið gert til að nýta þörunga og þang hér- lendis. Söl hafa verið nýtt mjög lengi en ekkert miðað við það sem var hér áður. Það er erfitt að útskýra af hverju svo er, kannski hefur þetta hráefni haft neikvæða ímynd og fólk hefur sennilega ekki séð mögu- leikana í því. En nú er meiri áhugi á því sem er íslenskt og við finnum greinilega fyrir auknum áhuga á að nýta þetta hráefni,“ segir Rósa. Um 300 tegundir af botnþörungum finnast við Ísland en tveir þriðju eru of smáir til að vera nýtanlegir til manneldis. „Við getum nýtt þessa auðlind mun betur en við höfum gert. Það er aukin eftirspurn eftir lífvirkum efnum úr náttúrunni og við höfum góða hreinleikaímynd, svo ég sé mikil tækifæri í markaðssetningu erlendis á þessu hráefni. Við stefnum á að koma vöru á markað í samvinnu við sprota- og markaðs- fyrirtæki á næsta ári. Núna erum við að þróa andoxunarefni til að nota í matvæli, í fæðubótarefni og einnig í snyrtivörur. Það er draumur okkar að koma með eitthvað á markað á næsta ári og ég hef fulla trú á að það geti orðið að veruleika,“ segir Rósa að lokum. /ehg Möguleikar til verðmætasköpunar með þangi og þörungum Rósa Jónsdóttir, fagstjóri á líftækni- og lífefnasviði, Þóra Valsdóttir, verk- efnisstjóri á nýsköpunar- og neytendasviði og dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknarstjóri, öll hjá Matís, hafa unnið að rannsóknum og vöruþróun sem miða að því að nýta þörunga og þang til manneldis. Mynd / ehg Sl. laugardag var skógræktarráð- stefnan Heimsins græna gull haldin í Hörpu. Ráðstefnan var haldin í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011 og var hún með fjölþjóðlegu yfir- bragði. Var ráðstefnan vel sótt og þótti takast prýðilega. Fyrst á mælendaskrá var Mette Wilkie Løyche, frá Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, sem ræddi um stöðu skógarmála á heimsvísu. Jan Heino var fenginn til að veita yfirlit um stöðu mála í Evrópu og svo fylgdu tvö erindi frá nágranna- löndum okkar. Monika Stridsman, skógræktarstjóri Svíþjóðar, hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni Frelsi með ábyrgð í sænska skógræktar geiranum. Aine Ni Dhubháin frá Írlandi talaði um öran vöxt írskra skóga. Þröstur Eysteinsson, sviðs- stjóri Þjóðskóganna, flutti svo síðasta erindið og fjallaði mest um þá miklu möguleika sem Ísland ætti varðandi framtíð í skógrækt. Áhugaverð stutt- mynd frá Sameinuðu þjóðunum, sem heitir Skógar og menn, var sýnd á ráðstefnuninni og verður hún sýnd á RÚV eftir Silfur Egils, nk. sunnudag. Ráðstefnan var hljóðrituð og verða upptökur frá henni aðgengilegar á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is, innan tíðar. /smh Heimsins græna gull Fræðslufundur MAST: Ný matvælalöggjöf og áhrif á bændur Matvælastofnun heldur fræðslu- fund um nýja matvælalöggjöf og áhrif hennar á bændur þriðjudag- inn 1. nóvember 2011 kl. 15:30 - 16:30. Fundurinn verður í Ársal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri (Ásgarði). Á fundinum verður fjallað um nýja löggjöf um framleiðslu búfjárafurða sem tekur gildi 1. nóvember n.k. Jafnframt verður fjallað um breyt- ingar á umdæmum héraðsdýralækna og dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Ný matvælalöggjöf um hollustuhætti og eftirlit á Evrópska efnahagssvæðinu tók gildi á Íslandi 1. mars 2010 fyrir fóður- og matvæla- fyrirtæki nema fyrirtæki sem vinna afurðir úr búfjárafurðum. Sá hluti lög- gjafarinnar sem snýr að búfjárafurðum kemur til framkvæmda 1. nóvember n.k. Á sama tíma verður umdæmis- skrifstofum Matvælastofnunar fækk- að úr 14 í 6. Breytingar verða gerðar á opinberu eftirliti héraðsdýralækna og dýralæknaþjónustu til að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra. Það verður gert með því að skilja opinbert eftirlit héraðsdýralækna frá almennri dýralæknaþjónustu. Þessar lagabreytingar munu hafa áhrif á þá sem rækta fóður og fram- leiða og/eða dreifa dýraafurðum. Lögin ná til bænda sem ala dýr og þeirra sem rækta, nota eða dreifa grænmeti til manneldis eða korni og grasi til fóðurgerðar. Markmið löggjafarinnar eru meðal annars að tryggja rekjanleika matvæla og fóðurs og að afurðir á markaði uppfylli gæða- og heilnæmiskröfur. Henni er ætlað að ná yfir alla matvælaframleiðslu frá haga til maga með nauðsynlegum skráningum og varúðarráðstöfunum á öllum stigum framleiðslunnar. Á fræðslufundinum verður farið yfir það hvað þessar breytingar þýða fyrir bændur sem ala dýr, rækta fóður og/eða rækta grænmeti. Fjallað verður um kröfur löggjafarinnar um skrán- ingar, merkingar og hollustuhætti, ásamt breytingu á umdæmisskipan héraðsdýralæknaþjónustu og nýút- gefna reglugerð um dýralæknaþjón- ustu í dreifðum byggðum. Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni útsend- ingu á vef MAST undir Útgáfa - Fræðslufundir. Þar verður einnig birt upptaka að fræðslufundi loknum. Irek Klonowski, starfsmaður Matís, við sölvatekju. Hermann Ingi er Ungi bóndi ársins 2011 Samtök ungra bænda stóðu fyrir hinni árlegu keppni um unga bónda ársins laugardaginn 15. október síðastliðinn í Borgarnesi en keppnin var að þessu sinni haldin samhliða Sauðmessu þeirra Borgfirðinga. Er þetta í þriðja sinn sem keppnin er haldin en hún hefur verið haldin árlega frá stofnun samtakanna. Keppt var í fjórum þrautum, svi- ðaáti, liðléttingafimi, fjárragi og slát- urgerð. Bæði var keppt í liðakeppni, sem og einstaklingskeppni og sendu öll landshlutafélög Samtaka ungra bænda lið til keppni. Hermann Ingi sigurvegari Lið Austurlands stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar en í ein- staklingskeppninni varð Hermann Ingi Gunnarsson frá Klauf í Eyjafjarðarsveit hlutskarpastur. Samtök ungra bænda vilja þakka styrktaraðilum keppninnar sérstaklega en þeir voru Kaupfélag Borgnesinga, Ísbú, Vélfang, Icelandair hótel Kirkjubæjarklaustri og Bændasamtök Íslands. /fr. Sigurvegararnir, lið Austurlands. F.v. Dagrún Drótt Valgarðsdóttir, Víðivöllum-Fremri, Fljótsdalshreppi, Guðný Harðardóttir, Fljótsbakka, Eiðaþinghá, Halldór Örn Árnason, Skriðufelli, Jökulsárhlíð og Þórarinn Páll Andrésson, Fljótsbakka, Eiðaþinghá. Á myndinni er einnig Elín Eyjólfsdóttir sem sá um skipulagningu keppninnar fyrir hönd Félags ungra bænda á Vesturlandi. Myndir/Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir. Sigurvegarar í einstaklingskeppni. F.v. Geir Gíslason, Stóru-Reykjum sem hreppti þriðja sætið, Hermann Ingi Gunnarsson, Klauf sem sigraði og Höskuld-ur Kolbeinsson, Stóra-Ási sem landaði öðru sætinu. Guðrún Eik Skúladóttir frá annstaðabakka í Hrúta rði einbeitt í liðlétt- ingakeppni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.