Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 7
Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 7 síðasta þætti birtum við sex erindi úr rímu eftir Sveinbjörn Beinteinsson frá Draghálsi. Vegna plássleysis var ekki hægt að birta allan braginn en hér kemur framhaldið. Efni bragsins er úr Heiðarrímu, sem ort er undir miklum dýrleika, langhenduháttur, bæði hringhendur og þráhendur. Skammvinnt gjald þess heillum horfna hrammur kaldur að sér dró; rammur galdur fólks til forna fram í aldir lifði þó. Förguðust hljóðar helgistundir, hörgur ljóða auður stóð; björguðu þjóðar móðurmundir mörgum óði af tímans glóð. Gleymdist,sendur sviknum vonum, seimur brenndur glaums og táls; heimakenndur hraustum sonum hreimur endist fagurmáls. Háðir aldrei heimskra skorðum, hrjáðu þá kaldrar tíðar mein; náðu valdi á æðri orðum áður en skvaldrið við þeim gein. Margir bundu ástir allar arg og stundarglamur við, þvarg til fundar fólkið kallar, farga mundi ljóðaklið. Betur naut ég ljóðsins löngum, lét ei þrautir marka skeið; vetrarbraut úr sólarsöngum setja hlaut á þeirri leið. Hlaðinn mátti að hljómum falla hraður þáttur óskabrags; kvað í sátt við allt og alla aðalháttu frelsisdags. Héðan rekin hvarf af tungu hreðan brekótt margan dag, meðan ég lék við orðin ungu eða vék þeim til í brag. Annar dagur engum líkur annaðist hagur stefjatök; sannur bragur birturíkur brann um fagurhugsuð rök. Okkur bæði ljóðið leiddi, lokkuðu fræðin dul og há, rokkið næði nóttin breiddi nokkrar kvæðastundir á. Nú skal brátt til betri daga búast sáttaveginn á; snúin úr þáttum bjartra braga brúin hátt þar rís að sjá. Streymir um heiðar hljómalestin, hreimurinn seiðir máttug völd, dreymir heiðinn hríðargestinn heim á leið til þín í kvöld. Floginn til Vínar Þegar hér er komið sögu hef ég hlaupist frá ættlandinu ásamt konu minni, og dveljum við næsta árið úti í Vín í Austurríki. Margir urðu til að óska okkur góðrar ferðar, þó enginn af jafnmikilli mildi og Pétur Pétursson læknir minn og ljóðavinur: Þótt utanför sé ekkert grin, er afar fátt sem bagar, því ykkar bíða úti í Vín yndislegir dagar. Eins og gefur að skilja, er þáttar- stjórnanda nauðsynlegt sem aldrei fyrr, að smala saman vísum til birtingar meðan útrásin varir. Því heiti ég á lesendur Bændablaðsins að amla til mín efni, bæði gömlu og nýju. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Í Sauðfjárræktarfélag Rangárvallasýslu: Dagur sauðkindarinnar - Haldinn 15. október 2011 í Skeiðvangi við Hvolsvöll Harpa Rún Kristjánsdóttir á Hólum heldur í arnhöfð- óttu gimbrina sína sem vann litakeppnina. Mynd / Sigríður Heiðmundsdóttir.. Bændurnir Lovísa Herborg Ragnarsdóttir og Vignir Siggeirs- son í Hemlu með stigahæstu gimbrina á sýningunni. Mynd / Sigríður Heiðmundsdóttir.. Ræktunarbú ársins 2010 var valið sauðfjárbúið Kaldbakur á Rangárvöllum hjá þeim Viðari Steinari og Sigríði H. Heiðmundsdóttur, en hér eru þau að fagna útnefningunni með sigurverðlaunin. Þau áttu líka afurðahæstu 5 vetra ána, Hæ-Krumpu. Í umsögn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu segir: Framfarir í ræktunarstar nu hafa verið gríðarmiklar undanfarin ár á búinu og þá sérstaklega í kjötmatinu. Í samantekt sem gerð var í tengslum við ráðstefnu LS um sauðfjárrækt vorið 2009 af Jóni Viðari Jónmundssyni skipaði Kaldbakur langefsta sæti í framförum allra eiginleika sem BLUP-matið nær til. Afurðir búsins eru góðar og frjósemi mjög góð. Haustið 2007 var Kaldi 03-989 frá Kaldbak valinn inn á Sauðfjársæðingastöð og frá búinu hefur verið allnokkur sala á lambhrútum til kynbóta um langt árabil. Bændurnir á Kaldbak eru því verðugir handhafar þessara verðlauna.“ Mynd/ Magnús Hlynur Hreiðarsson. Um 200 manns mættu á daginn og fengu gestir að þukla á hrútunum og skoða vaxtarlagið og lögunina eftir að dómararnir höfðu skoðað þá ítarlega. Mynd/ Magnús Hlynur Hreiðarsson. Jón Örn Árnason í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð með efsta lambhrútinn, sem fékk 90 stig hjá dómurunum. Mynd/ Magnús Hlynur Hreiðarsson. Jón Benediktsson í Austvaðsholti með Barða, veturgamlan hrút, sem var í fyrsta sæti í þeim okki með 88 stig. Mynd / MHH Rollubingóið vakti sérstaka athygli í Skeiðvangi en þá var hægt að veðja á þá tölu inni í gerðinu sem rollan myndi míga eða skíta á. Sá heppni fékk þá vinning. Mynd / MHH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.