Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 8
Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 20118 Í Kirkjuhvammi á Rauðasandi er verið að byggja íbúðarhús, ætlað fyrir starfsfólk Franska kaffihúss- ins á staðnum. Þetta mun vera eina nýja íbúðarhúsið sem byggt er á suðursvæði Vestfjarða á þessu ári en verið er að gera upp nokkur gömul og merkileg hús. Að sögn Einars Jónssonar, staðarhaldara í Kirkjuhvammi, er húsið í eigu Skipholts ehf. Félagið hefur þegar gert upp gamla íbúðar- húsið í Kirkjuhvammi, sem breytt var í kaffihús, auk íbúðarhúss og útihúsa í Saurbæ á Rauðasandi og Ungmennafélagshússins, sem var áður samkomuhús, skóli og bóka- safn, byggt árið 1917. Laugardagskvöldið 8. októ- ber var endurvígsludansleikur í Ungmennafélagshúsinu þar sem tríóið Gin og tónik lék fyrir dansi. Við boðun á dansleikinn var gamall háttur viðhafður: hringt var á alla bæi á svæðinu. Íbúðarhús í byggingu á Rauðasandi – Einnig búið að gera upp Ungmennafélagshúsið og fleiri byggingar Fréttir Ólafur Jónsson í Eystra-Geldingaholti: Hefur farið 85 fjallferðir á 40 árum Þrátt fyrir að Ólafur Jónsson í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverja- hreppi sé ekki nema 58 ára gamall hefur hann farið 85 ferðir í fjár- leitir á fjall, langoftast sem trússari fjallmanna. Ólafur hefur farið 75 ferðir á Gnúpverjaafrétt og 10 ferðir á afrétt Flóa- og Skeiðamanna. Hann fór sína fyrstu fjallferð fyrir 40 árum, þá sem smali en fljótlega upp úr því gerðist hann trússari. Hann er á öfl- ugri dráttarvél með tveimur stórum kerrum, annars vegar matarvagni sem hann smíðaði sjálfur og hins vegar birgðarvagni, þar sem heyið er m.a. geymt. Ólafur er í 6 til 9 daga í hverri fjallferð og líkar starfið mjög vel, enda segir hann fátt skemmtilegra en að vera á fjöllum í góðra vina hópi. Ólafur er fæddur og uppalinn í Eystra- Geldingaholti og þar hefur alltaf verið blandaður búskapur, kýr og um 300 vetrarfóðraðar kindur. /MHH Ólafur trúss: Ólafur Jónsson trússari með traktorinn og vagnana fyrir aftan sig. Dagur hans númer 600 á fjalli var nú í haust við Arnarfell í leit á Gnúpverjaafrétti, en hann hefur haldið gott bókhald y r fjallferðir sínar síðastliðin 40 ár. Þá má ekki gleyma því að Ólafur eldar ofan í mannskapinn í fjallferðunum og sér um aðdrætti. Mynd / MHH Unnið við nýja húsið í Kirkjuhvammi. Myndir / Magnús Ólafs Hansson Þetta líkist ugvélarsprengju en er tundurdu aslæðari úr seinni heimsstyr- jöld, sem rak á fjöru á Rauðasandi árið 1946. Nú hefur hann verið sóttur og er til sýnis í Kirkjuhvammi. Landbúnaðarháskóli Íslands: Ótrúlega fjölbreytt nám sem nýtist víða Nemendur frá Landbúnaðar- háskóla Íslands hafa nýtt þekk- ingu sína til margvíslegra starfa víða um land. Úr Grænni skógum í meistaranám í skógfræði Lilja Magnúsdóttir stundaði nám í Grænni skógum á Vestfjörðum árið 2004. Hún býr á Tálknafirði og er skógarbóndi á Kvígindisfelli í Tálknafirði ásamt foreldrum sínum. Námið virkaði svo vel á Lilju að það kveikti áhuga hennar á frekara námi og haustið 2007 hóf hún nám í skógfræði við Lbhí á Hvanneyri og útskrifaðist með BS gráðu í skógfræði vorið 2010. Lilja stundar nú MSc nám í skógfræði á Hvanneyri. „ G r æ n n i skóga námið er afar vel heppnað og mjög gott nám, jafnt fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í skógrækt og þá sem hafa einhverja þekkingu því námið er fjölbreytt og tekur á mörgum þáttum sem snúa að skógrækt sem atvinnugrein. Mín reynsla er sú að það gagnast skógar- bændum mjög vel, er raunhæft og miðað við þeirra þarfir en jafnframt fræðandi um skóga almennt og allt sem hafa þarf í huga við ræktun þeirra,“ segir Lilja. Námið í búvísindadeild var gróður grunnur Eyjólfur Ingvi Bjarnason lauk BS 90 í búvísindum við auðlindadeild vorið 2009. Þá lá leiðin í náttúru- vísindaháskóla Noregs (UMB) að Ási í Noregi, þar sem hann lauk mastersprófi í erfða- og kynbóta- fræði sumarið 2011. Áður nam hann í bændadeild og útskrifaðist sem búfræðingur vorið 2006. En hvers vegna fór Eyjólfur Ingvi í búfræðinám? „Ætli það sé ekki tengingin við sveitina. Ég er úr sveit og vildi fá það tækifæri að komast í verknám og sjá hvernig bændur vinna í öðrum sveitum. Það er öllum hollt að víkka sjóndeildarhringinn og kynna sér starfshætti í öðrum sveit- um en þeir eru uppaldir í,“ sagði E y j ó l f u r Ingvi, sem var formað- ur nemenda- félags LbhÍ á sínum tíma og bætir því við að búfræðinámið henti ekki síður þéttbýlingum. „Mér líkaði námið í búfræðinni mjög vel. Bekkurinn minn var mjög samheldinn og allir náðu mjög vel saman innan sem utan skóla. Þetta er nám sem ég mæli hiklaust með við hvern sem er. Námið í búvís- indadeildinni var síðan afskaplega góður grunnur fyrir framhaldsnámið í Noregi og nýttist mér vel í þeim áföngum sem ég tók þar ytra,“ sagði Eyjólfur Ingvi. Meistaranám í landgræðslufræði Inga Vala Gísladóttir lauk BS námi í náttúru- og umhverfisfræði vorið 2010. Þá þegar hóf hún meistara- nám í land- g r æ ð s l u - fræði hjá LbhÍ undir leiðsögn Ásu L. Aradóttur prófessors. „Ég ákvað að taka hluta af náminu við UMB (Universitetet for miljø- og biovi- tenskap) á Ási í Noregi og dvaldi þar veturinn 2010 – 2011. Bæði LbhÍ og UMB eru hluti af svoköll- uðu NOVA neti sem er samstarf norrænna umhverfis- og landbún- aðarháskóla sem auðveldar flæði nemenda milli þessara stofnanna,“ sagði Inga Vala sem er um það bil hálfnuð með meistaranámið og er núna að vinna að lokaverkefninu sem fjallar um áhrif lúpínu á endurheimt birkivistkerfa. Nám landslagsarkitektúr í Bretlandi Heiða Aðalsteinsdóttir lauk námi í umhverfisskipulagi við LbhÍ. „Að loknu námi við LbhÍ sótti ég um fram- haldsnám í Osló, Kaupmannahöfn, Hollandi og Bretlandi. Þar sem ég hafði áður búið í Skandinavíu vildi ég víkka út sjóndeildar- h r i n g i n n og valdi að lokum að taka fram- h a l d s n á m mitt við University of Gloucestershire í Bretlandi. Þar er að finna elsta við- urkennda nám í landslagsarkitektúr í Bretlandi, en í náminu er lögð rík áhersla á leikni manns til að vinna á stórum skala sem og smáum og sjálfbærar hönnunarlausnir eru í fyrirrúmi. Námið byggðist fyrst og fremst upp á raunhæfum verk- efnum og stúdíó tímum og var verulega góð viðbót við námið í Landbúnaðarháskólanum.“ Stuttu áður en Heiða skilaði MA verkefni sínu bauðst henni vinna hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta þar sem hún starfar í dag sem ráðgjafi í skipulags- og umhverfismálum. „Starfið er mjög fjölbreytt en mitt verksvið hingað til hefur mest- megnis verið við gerð deiliskipu- laga. Þar að auki hef ég komið að kennslu í Landbúnaðarháskólanum í Umhverfisskipulagi I sem heldur manni algjörlega á tánum hvað manns eigin þekkingu varðar.“ Þess skal getið að áður en Heiða hóf nám við Landbúnaðarháskóla Íslands hafði hún tekið B.Sc. gráðu í alþjóða- viðskiptum við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Bændablaðið Smáauglýsingar 5630300                         

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.