Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 12
Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 201112 Fréttaviðtal Anke Domaske er fatahönn- uður af þýskum og rússneskum ættum sem hefur farið heldur óhefðbundna leið í efnisvali fyrir nýjustu fatalínu sína. Hún býr og starfar í Þýskalandi og eftir nám í örverufræðum ákvað hún að tvinna þekkingu þaðan saman við áhugamálið sitt, sem er að hanna föt, og hefur nú fundið upp aðferð til að búa til trefjaþræði úr mjólk sem hún notar í hátískufatnað. Nýja fatalínan heitir einfaldlega Qmilch. „Þegar ég var 19 ára gömul bjó ég í Japan í hálft ár en þegar ég kom aftur til Þýskalands var það mjög í tísku að vera í stuttermabolum með japönskum myndasögumyndum. Ég saumaði nokkra boli þegar ég var í Japan með gömlum teikningum af amerískum nælumerkjum og hugsaði með mér að þetta gæti orðið nýjasta tíska. Aðeins nokkrum vikum síðar tók ég þátt í minni fyrstu sýningu í Japan og þetta var valið sem heil fatalína hjá fyrirtæki í Tókíó. Ég var aðeins 19 ára gömul og var óviss um hvort það myndi ganga eftir hjá mér að hafa lifibrauð af því að vera fatahönnuður, svo ég fór í háskóla í Þýskalandi og nam örveru- fræði. Það var samt alltaf í huga mér að ég yrði að velja annaðhvort, fatahönnunina eða örverufræðina. Þegar ég útskrifaðist árið 2009 ákvað ég að velja fatahönnunina. Á þessum tíma var ég byrjuð að gera rannsóknir á mjólk og trefja- þráðum. Sérhæfing mín hjálpaði til við að hanna þessa nýbreytni. Þannig að upprunalega hugmyndin að Qmilch kom upp árið 2009, það er algjörlega mín uppfinning og hefur gengið framar vonum,“ segir Anke. Hvað heillaði þig við tískubransann? „Amma mín er fatahönnuður og því hefur saumaskapur á fatnaði alltaf haldist í fjölskyldunni. Allt annað sem viðkemur fatahönnun hef ég lært af sjálfsdáðum. Ég fædd- ist í Moskvu en ólst upp í Austur- Þýskalandi og þar þurfti maður að sauma sín föt sjálfur ef mann langaði í eitthvað sérstakt. Ég hef verið í faginu í níu ár. Það er mjög skemmtilegt að vera skapandi, en það sem ég hef þó mest gaman af er að starfa sem viðskiptakona. Þegar maður er með hönnunarfyrirtæki myndi ég segja að aðeins 8% vinn- unnar séu hönnun, fyrir hin 92% þarf maður að hafa menntun í lög- fræði, hagfræði og markaðssetningu ásamt fleiru.“ Hvað er Qmilch og hvernig er textílefnið búið til? „Núna framleiðum við trefjaþræðina í Bremen, því Trefjaþráðastofnunin í Bremen er samstarfsaðili minn í þessu verkefni. En bráðum mun ég byggja upp eigin verksmiðju svo ég geti framleitt þetta sjálf. Núna framleiðum við tvö kíló á klukku- stund í Bremen en á næsta ári mun ég framleiða 70 kíló á klukkustund í eigin verksmiðju með öflugri tækjabúnaði. Ef maður ímyndar sér mjólk sem súrnar, þá sest mysa á botninn og hvíta prótínið, sem nefnist casein, er efst. Mysan er skilin frá og út úr því fæst ystingur. Hann er þurrk- aður og úr verður prótínduft sem er til dæmis notað í prótíndrykki. Það er þetta prótínduft sem ég fæ frá birginum okkar og vinn síðan áfram með. Duftið er sett í vél sem vinnur eins og kjötexi. Inni í henni eru tvær skrúfur, þar er duftið hitað upp og þrýst í gegnum stóra spunavél. Það er í þessu ferli sem trefjaþráðurinn verður til. Við erum mjög lánsöm með það að við þurfum ekki að nota nein eiturefni eða meindýraeitur. Við erum aðeins með náttúruleg efni. Ferlið er mjög orkusparandi, því við þurfum aðeins klukkutíma í framleiðslu og í mesta lagi tvo lítra af vatni til að búa til trefjaþráðinn. Önnur ferli í samskonar iðnaði þurfa um 60 klukkustundir, eiturefni og skolunarvatn til að fjarlægja eitur- efnin aftur úr.“ - Hefur þú gert mikið af fatnaði úr efninu? „Já, í nýjustu línunni minni eru föt Býr til hátískufatnað úr mjólk! Anke Domaske býr og starfar í Þýskalandi þar sem hún tvinnar saman áhugamál sitt, fatahönnun og menntun sína í örverufræði og hefur nú tekist að búa til trefjaþráð úr mjólk sem hún notar í hátískufatnað. Anke notar þurrkað prótínduft sem unnið er úr mysu mjólkur sem farin er að súrna. Duftið er síðan sett í sérstaka vél og útkoman er trefjaþráður sem einna helst mætti líkja við silki, svo mjúkur er hann viðkomu. Allt sem til þarf er mysa úr mjólk sem farin er að súrna. Silkimjúkar hátísku íkur upprunnar úr fjósum bænda.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.