Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 13
Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 13 Góð verð - Persónuleg þjónusta Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit útvegar varahluti í allar gerðir traktora td. New Holland, CASE, John Deere, Fiat, Zetor, McCormik, Deutz, Landini, Valtra o.fl. Hafið samband og látið okkur aðstoða við að útvega réttu varahlutina ! Ford og New Holland síur á lager ! Tilboð óskast Tilboð óskast í garðyrkjustöðina Skrúðvang við Laugarbakka í Húnaþingi Vestra sem er með lífræna grænmetisvottun. ATH annað húsið er með úreldingu sem fellur niður þann 31-12-2011. Hægt er skoða eignina inná www.google.is skrifa Skrúðvangur. Allar upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson fast- eignasali hjá Fasteignamiðstöðinni sími 5503000. Anke notar þurrkað prótínduft sem unnið er úr mysu mjólkur sem farin er að súrna. Duftið er síðan sett í sérstaka vél og útkoman er trefjaþráður sem einna helst mætti líkja við silki, svo mjúkur er hann viðkomu. úr Qmilch. Ég er reyndar ekki með allan fatnaðinn úr Qmilch en mun stefna á það í framtíðinni. Ég átti ekki von á að fá svona mikla svörun við þessari nýjung, viðtökurnar hafa verið framar vonum, þannig að ég ætla nú að einblína á að gera fatnað úr Qmilch.“ - Hvernig er að nota efnið í fatn- að, er til dæmis í lagi að þvo fötin í þvottavél eins og annan fatnað? „Efnið er mjög mjúkt og það mætti líkja viðkomu þess við silki. Það má þvo það á venjulegan hátt í þvotta- vélum eins og önnur fataefni.“ - Hefur þessi nýja aðferð vakið mikla athygli? „Já, ég hef fengið svakalega mikla athygli, mér finnst þetta eiginlega ótrúlegt! Ég fæ viðbrögð allsstað- ar að úr heiminum, sem er mjög ánægjulegt. Ég hugsa að með hamförum eins og gerðust í Fukushima í Japan á þessu ári, þá breytist hugarfar fólks. Fólk fer meira að hugsa um hvað það borðar og hverju það klæðist. Ég held að þessi breytti hugsunar- háttur, sem reyndar má sjá um allan heim eftir heimskreppuna, útskýri að sumu leyti þessa miklu athygli sem ég er að fá fyrir Qmilch.“ /ehg Gróðurlampar og Flúor ræktunarperur Haltu plöntunum þínum ferskum allt árið Nánari upplýsingar á www.innigardar.is Fluor ræktunarperur Frá 36W - 250W Forræktun og fullrækt Gróðurlampar Fyrir HPS og MH perur Stærðir 400w, 600w og 1000W InniGarðar ehf. - Sími: 534 9585 - www.innigardar.is Óska eftir að kaupa allar tegundir dráttarvéla, diesel lyftara og jarðtætara af öllum stærðum. Uppl. í síma 866-0471 - traktor408@gmail.com Blaðamaður Bændablaðsins fór í vikunni í heimsókn í Loðskinn á Sauðárkróki þar sem liðið var á seinni hluta söltunar á gærum þetta haustið. Þegar yfir lýkur í lok október hafa um 300 þúsund gærur verið saltaðar og til þess notað um 400 tonn af salti. Afurðin er að mestu seld til Kína og Tyrklands þar sem hráefnið er mikils metið, enda er lögð áhersla á að viðhalda náttúrulegum eigin- leikum skinnanna í vinnslunni. Á myndinni má sjá gærur á færibandi undir saltdreifaranum og starfsmaður Loðskinns að störfum við að stafla gærunum upp á þar til gerð bretti sem síðan eru keyrð inn á stóran kæli. /ehg Loðskinn á Sauðárkróki: Mun salta 300 þúsund gærur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.