Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 16
Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 201116 Þjóðir heims standa frammi fyrir tveim risavöxnum áskorunum sem verður að bregðast við með ein- hverjum hætti til að tryggja íbúum jarðar lífvænleg skilyrði. Annað varðar fæðuöryggi og hvernig eigi að tryggja vaxandi fólksfjölda næringu til langrar framtíðar. Hitt stóra málið varðar efnahagskerfi heimsins, sem greinilega fær ekki staðist að óbreyttum forsendum. Nú berjast yfirvöld um allan heim við að reyna að bjarga efna- hagsmálum sínum á forsendum peninga- og vaxtakerfis sem gengur út á veldisvöxt fjármagns sem engin raunveruleg verðmæti eru á bak við. Á sama tíma rísa upp ört vaxandi mótmælabylgjur almennings víða um lönd og er nú meira að segja mótmælt dag eftir dag í hundruðum borga í Bandaríkjunum, í höfuðvígi kapítalismans. Fólk mótmælir botn- lausri misskiptingu lífsgæða þar sem lang stærsti hluti eigna er kominn í hendur örfárra einstaklinga, sumir segja 1% íbúa í mörgum vestrænum ríkjum. „Við erum 99 prósentin," segja mótmælendur. Hæstiréttur úrskurðar um ólögmæti lána Frá efnahagshruninu á Íslandi hefur þessi óánægja með misskiptingu veraldlegra auðæfa einnig verið mjög sterk. Ekki bæta þar úr skák aðgerðir fjármálastofnana til að plástra yfir athæfi sem Hæstiréttur Íslands hefur í hverjum dómnum af öðrum dæmt ólöglegt og varðar gengistryggð lán. Nýjasti dómurinn varðar ólög- legt gengistryggt lán sem Glitnir banki hf., nú Íslandsbanki, veitti Kraftvélaleigunni ehf. og reyndi að fela á bak við gjörning sem kallaður var „fjármögnunarleigusamningur“. Um þetta segir Hæstiréttur m.a. í reifun sinni á málinu: „Þegar framangreind atriði eru virt í heild verður að telja að þótt umræddur samningur 16. ágúst 2007 sé nefndur fjármögnunarleigusamn- ingur sé það heiti nafnið tómt. Verður að líta svo á að í raun hafi Glitnir banki hf. veitt Kraftvélaleigunni ehf. lán til kaupa á vinnuvél, sem bankinn kaus að klæða í búning leigusamnings.“ Getur varðað þúsundir lána Fjármálafyrirtækin hafa verið með þúsundir lánasamninga af þessum toga sem hart hefur verið gengið fram í að innheimta eftir. Vinnuvélar, bílar og tæki hafa verið tekin af verk- tökum, einstaklingum, bændum og útgerðarmönnum og í mörgum til- vikum seld úr landi. Lántakendur hafa í mörgum tilfellum staðið eftir eignalausir með eintómar skuldir á bakinu og oftar en ekki endað í gjaldþroti. Með nýjasta dómi Hæstaréttar um þessi mál má ætla að allur þessi fjöldi lántakenda sem skilgreindir hafa verið með fjármögnunarleigu- samninga eigi nú endurkröfurétt á fjármálafyrirtækin. Ekki bara vegna tækjanna sjálfra heldur eigi þeir líka mögulega skaðabótarétt vegna þess tjóns sem rekstur þeirra hefur orðið fyrir. Samt telur Lýsing sig ekki þurfa að una dómi Hæstaréttar í Glitnis og Kraftvélamálinu! Leiða má líkur að því að það tjón hafi orðið miklu mun meira en þurft hefði ef fjármálafyrirtækin hefðu ekki farið út í að hártoga fyrstu dóm- ana um ólögmæti gengistryggðu lán- anna. Ekki nóg með það. Hugsanlega getur ríkissjóður þurft að endurgreiða milljarða króna vegna virðisauka- skatts sem innheimtur hefur verið af lántakendum á ólöglegum for- sendum. Afturvirkur vaxtareikningur bíður dóms Enn einn stór baggi er svo að veltast í dómskerfinu en hann varðar meintan ólöglegan afturvirkan vaxtareikn- ing samkvæmt útlistun Árna Páls Árnasonar efnahags- og viðskipta- ráðherra um endurreikning ólöglegu gengislánanna. Slíka útreikninga hafa ýmsir sérfræðingar talið ólög- mæta og einnig að þeir standist ekki þá alþjóðlegu samninga um lánavið- skipti sem Ísland hafi undirgengist. Miðað við þann forsendubrest sem varð við hrunið og staðfestingu Hæstaréttar á lögum frá 2001 um ólögmæti gengistryggingar lána má ætla að stór skaðabótamál kunni að vera í uppsiglingu gegn fjármála- stofnunum til viðbótar vegna aftur- virkra vaxtaútreikninga. Grunnvandinn liggur í kerfinu sjálfu Undirrót allra þeirra vandræða sem hafadunið á efnahagskerfi heimsins er augljóslega óhófleg græðgi sem þrifist hefur á því vaxtakerfi sem notað hefur verið. Ýmsir hafa bent á að kerfi sem byggi á veldisvexti vaxta geti ekki gengið upp og sé dæmt til að hrynja annað veifið. Reynslan sýnir að stöðugt styttist á milli hrunsveiflnanna í kerfinu vegna sífellt aukinnar veldisvaxtarskekkju sem innbyggð er í efnahagskerfið. Eignatilfærslur frá almenningi til þeirra ríku eru nýttar til að búa til raunverðmæti á bak við innistæðu- lausu vextina. Er það þegar farið að leiða til upplausnar, eins og vísbend- ing er nú um t.d. í Bandaríkjunum, Evrópu, á Íslandi og víðar um heim. Þörf á uppstokkun, segir þýskur prófessor Helstu svokallaðir efnahagssér- fræðingar heims hafa ekki viljað viðurkenna að þetta sé raunin og byggja visku sína á hagfræðikenn- ingum sem minni spámenn líkja gjarnan við trúarbrögð en ekki raun- vísindi. Það var því afar athyglisvert að hlusta á viðtal sem Egill Helgason átti við prófessorinn Margit Kennedy um þessi mál í þ æ t t i n u m Silfri Egils í Sjónvarpinu þann 25. sept- ember sl., sem hefur þó feng- ið undarlega litla umfjöllun. Margit er þýsk að upp- runa, fædd í Chemnitz árið 1939. Hún er arkitekt að mennt, með doktorsgráðu í almennings- og alþjóðasamskiptum frá Pittsburgh- háskóla í Bandaríkjunum og pró- fessor í vistvænni byggingatækni við arkitektadeild í Hannoverháskóla. Hún er líka umhverfissinni, rit- höfundur og áhugamanneskja um vaxtalaust og verðbólgufrítt hagkerfi. Þegar hún vann að vistfræðilegu arkitektúrverkefni árið 1982 komst hún að þeirri niðurstöðu að nauð- synlegt væri að gera grundvallar- breytingar á fjármálakerfinu til að það stæðist vistfræðileg gildi. Hún ritaði bók um þessi mál sem notið hefur mikilla vinsælda og ber þann langa titil „Interest and Inflation- Free Money: Creating an Exchange Medium that works for Everybody and Protects the Earth". Bókin var upphaflega gefin út árið 1987 og hefur síðan verið endurútgefin marg- sinnis og komið út á 22 tungumálum. Meinið er veldisvöxtur vaxta Margit lýsti því á mannamáli í Silfri Egils hvernig peningakerfið vinnur og þau vaxtakerfi sem ríki og fjár- málastofnanir hafa kosið að nota. Veldisvöxtur peninga umfram raun- verðmæti sem ekkert stendur á bak við nema ímynduð verðmæti eða loft getur samkvæmt hennar skilgreiningu ekki gengið upp. Sagði hún að erfitt væri að skilja slíkan stjarnfræðilegan vöxt peninga sem hefðu engin raun- verðmæti á bak við sig. Sem ýkt dæmi um veldisvaxtaráhrifin nefndi hún að ef menn fengju eitt bandarískt sent sem tvöfaldaðist í hverri viku (100% vikuleg ávöxtun), þá stæðu þeir eftir 52 vikur uppi með 45 milljarða doll- ara, sem er trúlega álíka og ársfram- leiðsla allra jarðarbúa. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að á þessu eina ári hefði í raun ekk- ert breyst nema álagning vaxta með veldisútreikningi. Það mætti líka setja þetta í annað samhengi. Þau verðmæti sem sentið var upphaflega ávísun á gætu hugsanlega hafa verið karamella. Karamellan væri áfram sama karamellan eftir eitt ár og þegar ávísunin á hana var gefin út í formi myntar. Mismunurinn upp á 45 milljarða dollara mínus eitt sent væri því bara ávísun á loft, eða ekk- ert sem hægt væri að festa hendur á. Með öðrum orðum eignabóla sem fær ekki staðist. Eyðileggingarvél okkar alþjóðlega hagkerfis Sagði Margit þessa veldishækkun vera ástæðu þess að fólk skildi ekki eðli vaxta. Þetta væri ástæðan fyrir því að menn hefðu farið að búa til allskonar peningaafleiður, vafninga og gervieignir sem engin raunveruleg verðmæti væru á bakvið. „Þetta er eyðileggingarvél okkar alþjóðlega hagkerfis.“ Segir hún að gallinn liggi í því peningakerfi sem við notumst við og byggist á kröfu um vexti. „Þar sjáum við veldisvöxt,“ segir Margit. "Á 1% vöxtum tvöfaldast peningar á 72 árum. Á 3% vöxtum tvöfaldast þeir á 24 árum. Á 6% vöxtum tvöfaldast þeir á 12 árum og á 12% vöxtum tvöfaldast peningar á 6 árum. Við sjáum því að því hærri sem vextirnir eru, því hraðari verður vöxturinn. Peningar halda áfram að vaxa þar til kúrfan sker raunhagker- fiskúrfuna. Þá getur raunhagkerfið ekki lengur skapað þann hagnað sem vaxtakerfið gerir kröfur um.“ Gæti leið sænskra bænda verið lausnin? Margit Kennedy segir að menn verði að skoða nýjar lausnir á þessum vanda. Snjallasta lausnin sem hún hafi séð í 30 ára rannsóknum sínum hafi verið fundin upp af sænskum bændum og heitir JAK Medlemsbank (Jord Arbete Kapital Medlemsbank). Bændur skilji vel að veldisvöxtur er ekki mögulegur í náttúrunni og gangi ekki heldur upp til lengdar í fjármála- kerfinu. Bankinn er einskonar samlags- banki þeirra sem leggja þar inn og byggir afkomu sína og lánastarfsemi ekki á vöxtum, heldur framlagi félaga sinna. Því myndast ekki eignabóla í slíkum banka vegna veldisáhrifa vaxta sem engin raunveruleg verðmæti eru á bak við. Lánveitingar bankans eru því ekki verðbólguhvetjandi. Röng efnahagsstjórnun? Ef horft er til íslensks veruleika er dæmið enn ýktara í samanburði við orð Margit. Hér hefur verið notast við mjög hátt vaxtastig í bankakerf- inu og mun hærra en þekkist víðast erlendis. Vöxtur peningakerfisins fer því hraðar upp úr raunhagkerfinu en víðast erlendis og efnahagsáföll og hrun verða sífellt tíðari. Til að búa til verðmæti á bak við vextina er verðlag skrúfað upp í fyrir- bæri sem nefnt er verðbólga, sem er í raun eignatilfærsla úr vösum almenn- ings til fjármagnseigenda. Slík fölsk eignamyndun fær heldur ekki staðist til lengdar og því verður á endanum hrun í kerfinu, samkvæmt skilgrein- ingu Margit. Þetta hafa Íslendingar hafa þrá- Fréttaskýring Græðgi byggð á veldisáhrifum vaxta á lánsfé fjármálastofnana sögð vera eyðileggingarvél alþjóðlegs hagkerfis: Bullandi óánægja með stórgölluð hagkerfi heimsins - Bent á vaxtalaust fjármálakerfi að hætti sænskra bænda sem mögulega lausn á vandanum Mótmælaspjald frá Bretlandi sem segir m.a.: Bankarnir eiga þig. Ríkis- stjórnin er með ótakmarkaða heimild á kretitkortinu, þú ert tryggingin Frá mótmælum í Bandaríkjunum. Margit Kennedy. Frá mótmælum í Ástralíu - Þú getur ekki étið peninga. „Svona lítur lýðræðið út. - Ein jörð, eitt mannkyn, ein ást."

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.