Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 Kýrin Baula nr. 703 á Stóra Ármóti er næstnythæsta kýr landsins. Hún hefur ge ð mest y r 11 þúsund lítra af mjólk á meðan meðalkýrin á Íslandi gefur um 5.300 lítra. Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir og tilraunastjóri, sem er með Baulu á myndinni, segir að hún sé ótrúlega mjólkurlagin. Myndir / HKr. Opið hús verður á tilraunabúinu Stóra Ármóti í Árnessýslu 11. nóvember: Þar er íslenska kýrin í öndvegi Opið hús verður á tilraunabúinu á Stóra Ármóti á Ölfusárbökkum í Árnessýslu föstudaginn 11. nóvember. Þá verður bændum og þéttbýlisbúum boðið í heimsókn en opið verður frá 13:30 til 17:00. Þar eru Höskuldur Gunnarsson og Hilda Pálmadóttir bústjórar og hafa verið þar frá 2001. Tilraunastjóri búsins er svo Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir. Stóra Ármót dregur nafn sitt af ármótum Hvítár og Sogsins, sem renna saman í eitt í Ölfusá vestan við bæinn. Jörðin er í eigu Búnaðarsambands Suðurlands (BSSL) og er um 650 hektarar að stærð, sem þykir nokkuð stórt á íslenska vísu. Í landi jarðarinnar var fyrir nokkrum árum borað eftir heitu vatni og út úr því kom ein afkasta- mestu borholu landsins. Er holan nú nýtt til húshitunar á Selfossi en Stóra Ármót fær heitt vatn frá lítilli hitaveitu á Oddgeirshólum eins og flestir sveitabæir á þessu svæði. Mjólkurkvóti búsins eru rúmir 263 þúsund lítrar og mjólkurkýrnar eru um 50 talsins. Framleiðsla búsins hefur verið um 10% umfram kvóta. Annar bústofn eru kvígur í uppeldi og kálfar sem telja annað eins og kýrnar, þannig að um 110 gripir eru í fjósinu. Um 60 vetrarfóðraðar kindur eru á búinu auk hrossa starfsfólks. Með hagstætt efnainnihald mjólkur Á árinu 2010 voru afurðir tæp 7 þús- und kg eftir árskúna og þrátt fyrir hátt afurðastig er Búið hefur komið vel út í mælingum og efnainnihald mjólkurinnar með ágætum. Toppnum var náð árið 2006 sem skýrist m.a. af mikilli kjarnfóðurgjöf. Verulega hefur verið dregið úr henni síðan með hækkandi verðlagi á innfluttu fóðri um og eftir efnahagshrunið 2008. Efnahlutfallið í mjólkinni frá Stóra Ármóti er eigi að síður mjög gott. Próteinhlutfallið á verðlagsárinu frá september 2009 til ágústloka 2010 var 3,47% og fituinnihald 4,12%. Á verðlagsárinu 2010 til 2011 var próteinhlutfallið 3,46% og fituhlut- fallið 4,23%. Á fyrra verðlagsárinu var meðalpróteinhlutfallið í innveg- inni mjólk hjá MS á Selfossi 3,32% og fituhlutfallið 4,08%. Á verðlags- árinu 2010 til 2011 var meðalbúið á svæði MS á Selfossi með 3,31% próteininnihald og 4,06% fituinni- hald. Staðan það sem af er hausti virðist vera á svipuðu róli og í fyrra. Þetta skiptir miklu máli hvað tekjur af mjólkurframleiðslunni varðar. Vegna góðs efnainnihalds var búið á Stóra Ármóti að fá um 800 þúsund krónum meira miðað við 260 þúsund lítra af mjólk en meðalbúið á síðasta verðlagsári. Gáfu Búnaðarsambandinu Stóra Ármót Árið 1979 gáfu systkinin Ingileif, Jón og Sigríður Árnabörn Búnaðarsambandi Suðurlands jörð- ina Stóra Ármót í Hraungerðishreppi til tilraunastarfsemi. Frá árinu 1952 hafði Búnaðarsambandið þá leigt Laugardæli í sömu sveit og rekið þar tilraunabú. Búnaðarsambandið tók strax við fjárstofninum sem var á Stóra Ármóti 1979 en það var ekki fyrr en 8 árum síðar sem starfsemi tengd nautgripunum fluttist að staðnum. Á þeim árum og fram til þessa hefur uppbygging verið umfangsmikil á Stóra Ármóti. Nýtt land hefur verið brotið, lagfæring eldri mannvirkja og nýbyggingar hafa litið dagsins ljós. Með flutn- ingi nautgripa og tilraunastarfsemi tengdri þeim frá Laugardælum á árinu 1987 lauk 35 ára tilraunasögu Búnaðarsambandsins þar. Tilraunabúið starfar á grunni sér- stakra laga frá árinu 1981 um tilrauna- stöð Búnaðarsambands Suðurlands og Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins, nú Landbúnaðarháskóla Íslands. Samkvæmt þeim lögum er landbún- aðarráðherra heimilt að semja við stjórn Búnaðarsambandsins um sam- eiginlegan rekstur tilraunastöðvar að Stóra Ármóti. Þar kemur einnig fram að við tilraunastöðina skuli starfa sér- fræðingur í fóðurfræði og rannsókna- maður, ráðnir af Landbúnaðarháskóla Íslands, en launaðir af ríkissjóði. Samkvæmt samningi við ráðherra ber Búnaðarsamband Suðurlands, sem á jörðina, fjárhagslega ábyrgð á búinu. Tilraunastöðin starfar undir yfir- stjórn þriggja manna, sem skipuð er einum af Búnaðarsambandi Suðurlands, einum starfandi bónda á búnaðarsambandssvæðinu skipuðum af ráðherra, og einum tilnefndum af Landbúnaðarháskóla Íslands . Auk þess kemur stjórn Búnaðarsambands Suðurlands, sem jafnframt er stjórn Stóra Ármóts ehf., ásamt fram- kvæmdastjóra þess, sem jafnframt er rekstrarstjóri búsins, að málum staðarins. Fóðrun aðalviðfangsefnið Grétar Hrafn segir að rannsóknirnar á búinu snúist fyrst og fremst um fóðrun og meðferð mjólkurkúa. „Aðvitað er margt sem við getum yfirfært beint frá útlöndum en hér er fjölbreytnin þó ekki eins mikil í fóðri og erlendis og verður fóður- gjöfin því um margt öðruvísi. Hér byggjum við mikið á vallarfoxgrasi. Þá getum við ekki ræktað maís hér á landi, sem er mjög stór hluti af fóðri í Evrópu. Við erum þó aftur á móti farnir að framleiða bygg hér á Íslandi sem kemur þá inn sem aðal kolvetna- gjafinn í fóðrinu. Hér á Stóra Ármóti erum við með 20 hektara undir bygg- rækt. Í heild er verið að framleiða um 15.000 tonn hér á landi sem að mestu fer í kýrfóður. Það má ætla að um 30-40.000 tonn af byggi og maís fari í heildina í fóður kúa hér á landi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.