Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 Á Stóra Ármóti er ársnytin um 1500 kg meiri á árskú en á meðal- búi. Það skilar auknum tekjum upp á tæpar 5 milljónir króna á ári m.v. 42 árskýr. Þá hafa 97% af 211 þúsund lítra fram- leiðslu flokkast sem úrvalsmjólk. Hagnaður ársins 2010 á rekstri búsins var 3,7 milljónir króna. Hvað jarðrækt og heyskap á Stóra Ármóti varðar hófst sláttur nokkru seinna í ár en undanfarin ár eða 26. júní. Mun minna var á og skýrist það að hluta af árferði og nýræktum sem ekki eru komnar í full afköst, en ekki síður af auknum ágangi álfta og gæsa í túnin, sjá 1. töflu. Í byrjun september átti t.d. eftir að slá 13,5 hektara af nýrækt sem áætlað var að gæfu 70 rúllur af heyi. Fyrstu niðurstöður heyefna- greininga gefa til kynna að um einsleitan og góðan heyfeng sé að ræða og betri en reiknað var með. Sáð var korni í um 17 ha. Kornið er greinilega seinna í ár en við höfum mátt venjast og því nokkur óvissa um uppskeru þegar þetta er skrifað. Meiri ársnyt en á meðalbúi Vel hefur gengið í fjósinu undan- farið ár. Afurðir eftir árskú liggja í um 6.800 kg og efnahlutfall hefur verið gott bæði hvað varðar fitu og prótein, sjá 2. töflu. Ársnytin er um 1500 kg meiri á árskú á Stóra Ármóti en á meðalbúi, sem skilar auknum tekjum upp á tæpar 5 milljónir á ári m.v. 42 árskýr. Afurðastöðvarverð miðast við efnainnihald og eru tekjur Stóra Ármóts vegna þess um 850 þúsund krónur á ári umfram bú með sömu framleiðslu en með efnainnihald skv. meðaltali samlags. 97% mjólkurinnar í úrvalsflokk Flokkun mjólkur innar hefur einnig verið mjög góð fyrstu 8 mánuði ársins. Þar hafa 205 þúsund lítrar af 211 þúsund lítra framleiðslu, eða 97%, flokkast í úrvalsflokk. Því gætu tekjur vegna góðrar flokkunar numið um 350 þúsund krónum á ári. Samtals nema umframgreiðslur því um 1.200 þúsund krónum eða um 100 þúsund krónum á mánuði. Þessi góði árangur skilar sér einnig í góðri framlegð og bættri afkomu búsins, en hagnaður ársins 2010 var 3,7 milljónir króna. Fóðrun á Stóra Ármóti hefur miðast við að mæta þörfum grip- anna á hverjum tíma, að teknu til- liti til langtímaáhrifa fóðrunar og skýrir það að mestu þennan góða árangur. Efnainnihald og afurðir á landsvísu hafa aftur á móti farið lækkandi undanfarin ár og er skýr- inguna að finna í almennt lakari fóðrun, en samkvæmt skýrsluhaldi hefur fóðurbætisgjöf minnkað um 30% á síðustu fimm árum. Rannsóknir: Á Stóra Ármóti hefur ætíð verið lögð áhersla á hagnýtar rannsóknir og jafnan valin viðfangsefni sem tengjast vandamálum eða verk- efnum nautgriparæktarinnar hverju sinni. Síðasta áratuginn má m.a. nefna verkefni tengd efnainnihaldi mjólkur, efnaskiptasjúkdómum og fóðrun um burð, fóðrun með miklu byggi og uppeldisrannsóknir. Rýgresi á í vök að verjast Jarðræktarrannsóknir hafa einnig jafnan skipað veglegan sess í starfi Stóra Ármóts. Ríkharð Brynjólfsson hefur unnið að rannsóknum á nýtingu búfjár- áburðar undanfarin ár og Guðni Þorvaldsson hefur gert umfangs- miklar samanburðarrannsóknir á lífsþrótti hinna ýmsu grastegunda og yrkja. Það markverðasta úr rannsókn- unum 2011 er að öll yrki vallar- foxgrass, sem voru skoðuð, þrífast vel á Stóra Ármóti á meðan fjölært rýgresi á mjög í vök að verjast. Júgurbólgan kostnaðarsöm Í búfjárræktinni eru um þessar mundir í gangi verkefni sem tengj- ast júgurheilbrigði, dauðfæddum kálfum og uppeldi kvígukálfa, allt mjög hagnýt og mikilvæg viðfangs- efni. Júgurbólga er mjög kostnaðar- söm og því miður hefur okkur á Íslandi ekki gengið sem skyldi að ná árangri í baráttunni gegn henni. Nú er komið bóluefnið Startvac®, sem hefur fengið viðurkenningu Evrópusambandsins. Síðastliðið ár hefur verið unnið að rannsóknum á áhrifum þessa bóluefnis á frumutölu, tíðni júgur- bólgu og tíðni sýktra spena á sjö kúabúum á Suður- og Vesturlandi. Lokasýnataka í þessu verkefni fór fram í september og er vonast til að niðurstöður geti birst fyrir áramót. Könnun á þroska og holdafari Í vetur verður gerð könnun á þroska og holdafari fyrsta kálfs kvígna með tilliti til dauðfæddra kálfa, en í fyrra verkefni um þetta efni komu fram vísbendingar um að burðarerfiðleikar eigi drjúgan þátt í orsökum þessa vandamáls. Leitað verður eftir samstarfi við bændur á Suðurlandi við gagnaöflun. Sýrð mjólk áhugaverður kostur við kálfauppeldi Frjáls aðgangur kálfa að sýrðri mjólk er áhugaverður kostur við uppeldi kálfa. Nýlegar rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að áhrif fóðr- unar fyrstu 8 vikurnar eru umtals- verð á afurðir. Ástæður þessa eru ekki ljósar en talið er líklegt að mikilvægir þættir í þroskaferli júgursins eigi sér stað fyrstu 8 vikurnar og séu háðir næringar- ástandi gripsins. Jafnframt hafa rannsóknirnar í Bandaríkjunum sýnt að yngri kvígur mjólki ekki bara betur heldur séu einnig end- ingarbetri en jafnþroskaðar eldri kvígur. Markmið rannsóknanna á Stóra Ármóti er að þróa ódýra aðferð við mjólkurgjöfina sem upp- fyllir markmið um mikinn vöxt og þroska fyrstu vikur uppeldisins. /Grétar Hrafn Harðarson. Íslenskir bændur eru því að nálgast það að framleiða sjálfir um helming- inn af heildarþörfinni á kolvetnisríku fóðri. Það sparar auðvitað heilmikið í gjaldeyri.“ Íslenska kýrin hefur sérstöðu Umræða um að skipta um mjólkur- kúakyn hér á landi hefur komið upp annað veifið en engin alvöru tilraun hefur þó verið gerð í þá veru. Hafa menn þar aðallega horft til norska kúastofnsins, sem er reyndar ættaður frá Skotlandi. Mjög skiptar skoðanir eru um hvort slíkt sé verjandi í ljósi sérstöðu íslenska stofnsins og um leið sérstakrar efnasamsetningar íslensku mjólkurinnar. Rannsóknir sýna m.a. að mjólk íslensku kúnna hefur hagstæða próteinsamsetningu og er rík af efnum sem vinna gegn áunninni sykursýki. Grétar bendir einnig á að efna- samsetning íslensku kúamjólkur- innar henti sérlega vel til ostagerðar. Mjólk úr norskum kúm hentar aftur á móti mjög illa til slíkrar framleiðslu þar sem erfitt er að hleypa hana. Mjólk íslensku kúnna ber reyndar af hvað þessa eiginleika varðar í samanburði við mjólk úr kúm af þeim kúastofnum sem menn hafa helst verið að skoða til samanburðar. Ýmsa slíka þætti yrðu menn að vega og meta ef ætlunin væri að skipta um kúastofn á Íslandi. Ekki er þó talið útilokað að með innflutningi á sérvöldu erfðaefni mætti hugsanlega bæta íslenska kúastofninn að ein- hverju leyti en engin samstaða hefur þó náðst um slíka framkvæmd. Hægt að auka mjólkurafköst íslensku kúnna mikið Óneitanlega eru norsku kýrnar þó mjög afkastamiklar sem mjólkurkýr og á það hafa margir verið að horfa. Hvernig er íslenska kýrin í þeim samanburði? „Íslenska kýrin er í sjálfu sér nokkuð mjólkurlagin. Hún hefur erfðafræðilega getu til að mjólka mun meira en meðalbúið á Íslandi er að gefa. Þar eru því mikil sóknar- færi og við eigum mjög mikið inni. Með aukinni byggrækt ætti að vera hægt að auka framleiðsluna tals- vert. Þetta liggur í fóðrun, meðferð og svo auðvitað kynbótum. Ég álít að um þriðjungur aukningarinnar ætti að nást með kynbótum en um tveir þriðju í gegnum fóðrun. Mest hafa íslenskar kýr gefið rúmlega 13 þúsund lítra á ári og dæmi eru um að æviafurðir einstakra gripa hafi farið yfir 100 þúsund lítra.“ Ekki sjálfgefið að aukin nyt gefi meira í aðra hönd Eins og Grétar nefnir varðandi getu íslensku kýrinnar í dag þá hafa mest verið að fást um 10 - 13.000 lítrar úr einstökum kúm á ári á meðan meðal nyt liggur kannski á bilinu 5 - 6.000 lítrar. Augljóst ætti því að vera að bætt fóðrun og kynbætur gætu gefið talsvert af sér í auknum framleiðsluverðmætum. Samt er það ekki alveg svo ein- falt, að sögn Grétars. Auknar afurðir kalla á sterkari fóðrun og meira álag á gripinn. Og með aukinni nyt geta að hluta tapast ákveðnir eigin- leikar. Mjólkin verður þynnri, þ.e. bæði prótein- og fituminni og því hlutfallslega verðminni í mati hjá mjólkurstöðvunum. Aukin fóður- gjöf kostar líka peninga. Ekki er því endilega víst að aukin mjólkurfram- leiðsla kúnna skili nægum tekjum til að vega upp kostnaðaraukann á bak við þá framleiðslu. Þar kemur einmitt til kasta tilraunabúsins á Stóra Ármóti við að reyna að finna hinn gullna meðalveg í fóðurgjöf og fóðursamsetningu. Hugsanlega gætu kynbætur einnig haft þarna veruleg áhrif. Grétar segir að ýmislegt fleira en fóðurtilraunir sé stundað á Stóra Ármóti. Þannig hafi hann verið með samanburðartilraun sem farið hefur fram á sjö bæjum og lýtur að notkun bóluefnis gegn júgurbólgu. Niðurstöður þess verkefnis eigi að liggja fyrir um næstu áramót. /HKr. Af vettvangi tilraunabúsins Stóra Ármóts: Ársnytin er um 1500 kg meiri á árskú en á meðalbúi - Um 97% framleiðslunnar hafa flokkast sem úrvalsmjólk og búið skilaði hagnaði 2010 2. tafla. Frumutala, líftala og efnainnihald mjólkur Fita Prótein Frumut. Þvagefni Líftala Fr.f.s. Kasein Stóra Ármót Sept. 2009 - ág. 2010 Sept. 2010 - ág. 2011 Meðaltal samlags Sept 1009 - ág. 2010 Sept. 2010 - ág. 2011 Grétar Hrafn Harðarson tilraunastjóri og Höskuldur Gunnarsson bústjóri við básana í fjósinu á Stóra Ármóti. Tilraunabúið á Stóra Ármóti.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.