Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 Um nokkurt árabil hefur, að aflok- inni mælingu og stigun lamba hjá fjárbændum á Snæfellsnesi, verið efnt til héraðssýningar á allra bestu lambhrútunum. Þetta eru mjög vel sóttar og áhugaverðar samkomur fyrir áhugafólk um sauðfjárrækt. Það eru fjárræktarfélögin á svæð- inu sem að sýningunni standa, með þátttöku félags sauðfjárbænda á svæðinu. Vegna þess að sýningarsvæðið fellur á tvö sauðfjárveikivarnarhólf verður að skipta sýningunni. Að þessu sinni var sýningunni skipt á tvo daga til að auðvelda sýningargestum að sjá gripi á báðum sýningarstöð- unum. Heppnaðist það með ágætum. Fyrri sýningin, austan girðingar, var að Haukatungu syðri II að kvöldi föstudagsins 14. október, þar sem komið var með 22 lambhrúta til sýningar, en vestan girðingar var sýningin í Bjarnarhöfn á laugardeg- inum 15. október. Þar voru 57 lamb- hrútar mættir til leiks. Samtals voru því sýningargripir 79, sem er nánast sami fjöldi og undangengin tvö ár. Sýningaraðstaða öll var sérstaklega góð. Mjög þroskamikil lömb Lömbin sem þarna voru mætt til leiks voru öll mjög þroskamikil og vel gerð. Eins og áður voru áhrif sæðingahrúta þarna mikil þegar ætterni lambanna var skoðað. Vel yfir helmingur eða 42 þeirra átti sæðingahrút að föður og hjá nánast öllum öðrum lömbum voru slíkir gripir í fyrstu ættliðum. Nokkrir allstórir hálfbræðrahópar voru því þarna og áttu þeir Sokki 07-835 og Borði 08-838 þar sjö syni hvor, synir Hriflonar 04-837 voru sex, en fimm undan Frosta 07-843 og þá átti Bogi 04-814 fjóra syni og er hann sá eini af þessum hrútum sem er kollóttur. Hlutfall lamba úr sæðingum var mun minna á meðal kollóttu hvítu hrútanna en í hinum aðalflokkum sýningarinnar. Ástæða er til að geta þess að undan öllum þeim þrem hrútum sem skipuðu efsta sæti í hverjum aðalflokki sýningar- innar haustið 2010 voru mætt lömb til sýningar, samtals átta lömb, sem bendir til að þeir hrútar hafi til að bera mikla eðliskosti. Sýningargripirnir flokkaðir í þrjá hópa Hefð er fyrir því að flokka sýningar- gripina í þrjá hópa; hvíta kollótta, hvíta hyrnda og mislita hrúta. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir hverjum af flokkunum og efstu gripunum þrem sem þar var raðað í verðlaunasæti í hverjum flokki. Eins og síðustu ár var hópur hvítu kollóttu hrútanna fáliðaðastur en hann taldi samtals 14 gripi. Efsta sætið þar skipaði lamb 913 frá Hjarðarfelli, en það er úr kjarna ræktunar kollótta fjárins þar á búinu; faðirinn Snær 10-761 ( sem var sem lamb á síðasta ári efstur í þessum flokki á sýningunni) en móðurfaðir hans Magni 06-760 er þekktasti hrúturinn í ræktun kollótta fjárins á Nesinu síðustu árin og er þetta lamb skyldleikaræktaður afkomandi hans. Lambið er hreinhvítt, ákaflega vel vöðvafyllt og fágað að allri gerð. Í öðru sæti var síðan lamb 690 sem einnig er frá Hjarðarfelli. Þetta var einn af sonum Boga 04-814 sem þarna var, en móðurfaðir er Bútur 05-725. Þessi hrútur er einnig hrein- hvítur, þroskamikill, mjög bollangur með prýðisgóða vöðvafyllingu. Þriðja sæti skipaði svo lamb 538 í Bjarnarhöfn. Faðir þess lambs er Frosti 07-081 en hann er sonur Magna 06-760 á Hjarðarfelli sem áður er nefndur, en móðurfaðir hér er Bogi 04-814. Þannig er augljós mikill skyldleiki þessara hrúta í efstu sæt- unum. Þessi hrútur var áberandi þétt- holda og vel gerður einstaklingur. Mestu breytingarnar í mislita flokknum Flokkurinn, sem tekið hefur lang- samlega mestum breytingum að gæðum á síðustu árum, er mislitu hrútarnir. Þessi hópur, sem nú taldi 20 lömb, var skipaður úrvalslömb- um að öllu leyti en á sýningunum fyrir fáum árum var flokkur þess- ara lamba mjög breytilegur. Stærsti þáttur mikilla umskipta hér er, að á stöðvunum hafa allra síðustu árin verið nokkrir hrútar sem hafa skilað miklu af mislitum úrvalslömbum. Efsta sæti hér skipaði lamb 130 á Hraunhálsi en faðir þess er Lumbri 07-445, sem er sonur Mána 03-975, en móðurfaðir þess var Yggur 07-443, sem var undan Frakkssyni 03-974. Þetta lamb er svartkollótt að lit, einstakt djásn að allri gerð með ákaflega mikil lærahold. Í öðru sæti var lamb 1596 í Haukatungu syðri II en það er sonur Bikars 10-515 frá Hesti, sem er undan Grábotna 06-833, en móður- faðir lambsins er Goli 02-956. Þetta er mjög þéttvaxið, föngulegt og vel gert lamb, svartbotnótt að lit. Í þriðja sætinu í þessum flokki var lamb 54 á Hofsstöðum, en faðir þess er Sokki 07-835 og var móður- faðirinn, 05-225, hrútur undan Virka 02-941. Þetta er svartur hrútur að lit, klettþungur með ákaflega mikla vöðvafyllingu og fágaða gerð. Lamb frá Syðri-Haukatungu II mikið djásn Hyrndu hvítu hrútarnir voru eins og áður sá flokkurinn sem taldi flesta einstaklinga, eða 45 að þessu sinni. Þessi flokkur var fádæma sterkur á sýningunni haustið 2010 en ég held að við dómararnir teljum að sem heild hafi hópurinn að þessu sinni slegið það út. Þetta voru frábær lömb að vöðvafyllingu og gerð. Besta lambið í þessum hópi dæmdist vera lamb 1053 í Syðri- Haukatungu II en þetta er sonur Gosa 09-850 og enn meira ættaður frá Ytri-Skógum, þar sem Ljúfur 05-968 er móðurfaðir hans. Þetta lamb var mikið djásn að gerð, með langan, breiðan og sívalan bol og frábæra vöðvafyllingu í baki, mölum og lærum. Annað sæti skipaði lamb 23 frá Gaul en það er sonur Hriflonar 07-837 og er móðurfaðir lambsins Dropi 06-998. Þetta lamb hefur mjög mikla bollengd, vöðvafyll- ing á baki og mölum er gríðarlega mikil og við ómmælingar fyrr í haust mældist þykkt bakvöðvans 39 mm, sem mun það mesta á svæðinu á þessu hausti. Þriðja sætið féll síðan í hlut lambs 677 á Hjarðarfelli en það er sonur Frosta 07-843 og dóttursonur Lása 02-944. Þetta er ákaflega vel gert lamb, með mjög mikla vöðvafyllingu á verðmestu hlutum skrokksins, mjög harðholda og mælist og virðist mjög fitulítið. Eins og áður segir var ákaflega mikið lambaval í þessum flokki og væri að bera í bakka- fullan lækinn að fara að telja einhverja af þeim glæsilegu einstaklingum en sleppa öðrum. Meðal þeirra allra bestu bar mikið á sonum Hriflonar 07-837, Frosta 07-843 og Borða 07-838 auk tveggja frábærlega vel gerðra hrúta frá Gaul undan Mundasyni 10-521, en hann stóð sem skjaldarhafi á sýn- ingunni haustið 2010, þá lamb. Ær líka verðlaunaðar Félag sauðfjárbænda í héraðinu tók upp þá nýbreytni að verðlauna þær ær á svæðinu sem standa með hæst heild- ar BLUP-mat úr þeim árgangi sem síðast kom með allar eigin upplýsinga til þeirra útreikninga, en það eru ærnar fæddar árið 2006. Efsta sætið skipaði með afgerandi hætti ærin Skrá 06-629 í Mýrdal, sem er dóttir Lása 02-944. Þessi ær hefur verið frábær að frjó- semi og skilað mjög vænum lömbum og þau sem í sláturhús hafa farið hafa sýnt mikil kjötgæði. Slík verðlauna- veiting fyrir bestu ærnar var tekin upp á hliðstæðum sýningum í Dalasýslu fyrir nokkrum árum að frumkvæði Eyjólfs Bjarnasonar í Ásgarði og er mjög vel til fundið til að minna á að gæði ærstofnsins skipta enn meira máli fyrir framleiðsluárangur, þó að eðli hlutanna samkvæmt verði áhrif einstakra einstaklinga hjá hrútunum alltaf meiri en frá einstökum ám. Glæsilegur farandgripur Lokapunktur sýningarinnar var úthlutun hins glæsilega farandgrips sem Búnaðarsamtök Vesturlands veita, en það er listaverk mikið, verð- launaskjöldur útskorinn af Ríkharði Jónssyni árið 1954. Hann varðveitir því næsta árið Ásbjörn Pálsson í Syðri-Haukatungu II fyrir lamb 1053. Til gamans má geta þess að fyrstu tvo áratugina hafði farandgripurinn búsetu austan girðingar en síðustu fjóra áratugina hefur hann dvalið vestan girðingar, þar til nú. Góð aðsókn Eins og áður var þetta sýningarhald mjög vel sótt af sauðfjárbændum úr héraði og einnig af öðrum svæðum, sérstaklega var aðsókn mun meiri en áður austan girðingar og átti breyttur sýningartími þar vafalítið sinn þátt eins og áður er nefnt. Sýningin bar eins og áður frábæru ræktunarstarfi fjárbænda á Snæfellsnesi glöggt vitni. Framkvæmd sýningarhaldsins var einnig mjög til fyrirmyndar á báðum sýningarstöðum. Slíkt sýningarhald er fyrst og fremst félagslegs eðlis og má aldrei vanmeta að því leyti. Sérlega ánægjulegt var samt að þessu sinni að sjá einnig greinileg ræktun- arleg áhrif bestu einstaklinganna frá síðustu sýningu (og fyrri sýningum). /JVJ Héraðssýning á lambhrútum á Snæfellsnesi hausið 2011: Besta lamb Snæfellinga er frá Syðri-Haukatungu II – mikið djásn, með langan, breiðan og sívalan bol og frábæra vöðvafyllingu í baki, mölum og lærum Ásbjörn Pálsson, í Syðri-Hauka- tungu II, með glæsilegan farandgrip sem Búnaðarsamtök Vesturlands veita. Verðlaunaskjöldurinn er mikið listaverk og var útskorinn af Ríkharði Jónssyni árið 1954. Besta lambið í okki hyrndu hvítu hrútanna var lamb 1053 frá Syðri-Hauka- tungu II. Mikið djásn að allri gerð. Efsta sæti í okki mislitu lamb- hrútanna skipaði lamb númer 130 á Hraunhálsi en faðir þess er Lumbri 07-445. Frá hrútasýningunni í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi en fyrri hluti sýningarinnar fór fram að Haukatungu Syðri II. Jón Viðar Jónmundsson sauðfjárræktar- ráðunautur messar y r áhugasömum sauðfjárbændum og öðrum gestum hátíðarinnar. Eiríkur Helgason útvegsbóndi í Stykkishólmi var aftur á móti aðal driffjöðrin á bak við héraðssýninguna.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.