Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 Íbúar í Grýtubakkahreppi héldu upp á 30 ára afmæli Grenivíkur- skóla þann 13. október og var mikið um dýrðir, en því var fagnað að þrír áratugir væru liðnir frá því að flutt var í nýtt og glæsilegt húsnæði. Áður hafði skólinn verið í húsnæði sem byggt var árið 1925 og var það löngu orðið of lítið. Skólinn er nú starfandi í 620 fer- metra húsnæði og er það á tveimur hæðum, sundlaug sem byggð var árið 1990 er við skólann og íþrótta- hús var reist fjórum árum síðar. Nýbygging við íþróttamiðstöð var vígð haustið 2005. Nemendur og starfsfólk hófu afmælisdaginn á samverustund og mældu trefil sem þau höfðu í sam- einingu prjónað. Takmarkið var að prjóna 30 metra trefil, en hann reyndist heldur lengri eða 43 metrar. Fengu fótboltaspil og Skólahreystigræjur Hátíðardagskrá var í íþróttahús- inu síðdegis þar sem flutt voru ávörp, núverandi skólastjóri, Ásta F. Flosadóttir ávarpaði samkomuna og tveir fyrrverandi skólastjórar einnig, þeir Björn Ingólfsson og Valdimar Víðisson. Nemendur sungu „Næturljóð úr Fjörðum“, Gunnar Örn Arnórsson, fyrrverandi nemandi, lék á gítar og söng og annar slíkur, Ingólfur Ásgeirsson, rifjaði upp gamlar minningar úr skólanum. Séra Bolli Pétur Bollason flutti einn- ig ávarp. Þá var sýning á gömlum tækjum í eigu skólans og eins gátu gestir kíkt inn í opinn spilatíma á vegum tónlistarskóla Eyjafjarðar. Skólanum bárust fjölmargar gjafir í tilefni dagsins en má þar nefna að Sænes ehf. gaf skólanum fótboltaspil og Kvenfélagið Hlín og Karlfélagið Hallsteinn færðu skól- anum Skólahreystigræjur. Dagskráin endaði á því að skólinn fékk Grænfánann formlega afhentan í þriðja sinn. Að lokum fengu allir kökur sem nemendur skólans höfðu bakað í tilefni dagsins. Hugur, hönd og heimabyggð Nemendur í Grenivíkurskóla eru 61 talsins í vetur. Ásta Fönn Flosadóttir skólastjóri segir að flestir hafi þeir verið rúmlega 90 um miðjan 9. ára- tuginn en fækkað á fimmtán árum alveg niður í 43. Nemendafjöldi hefur nú verið um 60 í nokkur ár. Ásta Fönn segir að samkennsla sé í bekkjum og er kennt í 6 námshópum í vetur. „Við leggjum mikla áherslu á umhverfismennt í skólanum og eru nemendur í 1.- 8. bekk í útiskóla einu sinni í viku. Starf skólans byggir á leiðarljósum, skólastefnu Grýtubakkahrepps; Hugur, hönd og heimabyggð,“ segir hún. Skólaheit Grenivíkurskóla er: „Ég kem í skól- ann til að læra og gera mitt besta”. Í skólaheitinu felst að skólinn leitast við að haga skólastarfinu í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Áhersla er lögð á að nýta námstímann vel og að allir geti nýtt hæfileika sína til fulls,“ segir Ásta Fönn. /MÞÞ. Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík Sími 590 2100 · askja.is Þessir vilja ólmir komast í sveitina! Kynntu þér úrval notaðra bíla á www.askja.is Opið virka daga frá 9-18 Laugardaga frá 12-16 Verð kr. 2.590.000 Mitsubishi L200 Instyle 4x4 árg. 2006, ekinn 111 þús. km 2477cc, dísel, beinsk. Pallhús Dráttarkrókur Verð kr. 1.690.000 Ford Escape 4x4 árg. 2005, ekinn 120 þús. km 2966cc, bensín, sjálfsk. Álfelgur Skyggðar rúður Verð kr. 3.450.000 Nissan Qashqai SE 4x4 árg. 2009, ekinn 41 þús. km 2000cc, bensín, sjálfsk. Álfelgur Skyggðar rúður Verð kr. 6.890.000 Toyota Land Cruiser GX 4x4 árg. 2008, ekinn 81 þús. km 3000cc, dísel, sjálfsk. Sóllúga Kastaragrind, húddhlíf 4 6 Nissan P thfinder 4x4 7 106 þús. km 2488 Álfelgur Skyggða rúður Verð kr. 3.390.000 Nissan Navara 4x4 árg. 2006, ekinn 93 þús. km 2500cc, dísel, sjálfsk. Dráttarkrókur Stigbretti TILBO ÐSVE RÐ! Kr. 1 .090. 000 Verð kr. 6.890.000 Toyota Land Cruiser GX 4x4 árg. 2008, ekinn 81 þús. km 3000cc, dísel, sjálfsk. Sóllúga Kastaragrind, húddhlíf TILBO ÐSVE RÐ! Kr. 5 .990. 000 TILBO ÐSVE RÐ! Kr. 3 .990. 000 TILBO ÐSVE RÐ! Kr. 2 .190. 000 Verð kr. 3.690.000 Kia Sorento EX 4x4 árg. 2008, ekinn 72 þús. km 2500cc, dísel, sjálfsk. Álfelgur 3,5 tonna dráttargeta TILBO ÐSVE RÐ! Kr. 3 .290. 000 TILBO ÐSVE RÐ! Kr. 3 .190. 000 TILBO ÐSVE RÐ! Kr. 2 .990. 000 Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja 31" 33" 35" 38" á lager 10% aukaafsláttur. Verðdæmi: Traktorsdekk 540/65 R30 kr. 170.000 m/vsk Vagnadekk 600/50 -22,5 kr. 135.000 m/vsk 16.9/14-30 kr. 102.000 m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson 896-8462 - e-mail manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124 Framleiðum margar stærðir af mykjudreifurum og mykjudælum fyrir húsdýraáburð. Sími 565-1800 - www.velbodi.is Samtök ungra bænda vilja minna á ljósmyndakeppnina fyrir dagatal samtakanna fyrir árið 2012. Síðasti dagur til að senda inn myndir til þátttöku er 1. nóvember og sendast á ungurbondi@gmail.com (300dpi). Haldið upp á 30 ára afmæli Grenivíkurskóla – Áhersla lögð á að allir geti nýtt hæfileika sína til fulls - Skólanum afhentur grænfáninn í þriðja sinn Íbúar í Grýtubakkahreppi héldu upp á 30 ára afmæli Grenivíkurskóla þann 13. október og var mikið um dýrðir. Þrír áratugir voru þá liðnir frá því að utt var í nýtt og glæsilegt húsnæði. Grenivíkurskóli fékk Grænfánann afhentan á hátíðarsamkomunni og nú í þriðja sinn. Fer vel á því þar sem skólinn hefur það að markmiði að auka umhver svitund nemenda, starfsfólks og samfélagsins alls. Það voru nemendur 4. og 5. bekkja sem tóku við fánanum og sýndu gestum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.