Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 Landssamband kúabænda birti nú nýverið stefnumörkun sam- takanna fyrir íslenska nautgripa- rækt í samstarfi við Auðhumlu svf. sem gilda á til ársins 2021. Í þeim kafla sem fjallar um mjólk- urframleiðslu er lagt til að „gera úttekt á kostum þess og göllum að taka upp skipulagða blendings- rækt í íslenska kúastofninum“ og að þeirri úttekt verði lokið fyrir aðalfund LK árið 2012. Blendingsrækt er þekkt og mikið notuð ræktunaraðferð og algeng í svínakjöts- og nautakjöts- framleiðslu en einnig í kjúklinga- framleiðslu, m.a. hér á landi. Þessi ræktunaðferð hefur hins vegar ekki verið almennt notuð í mjólkurfram- leiðslu. Í mjólkurframleiðslunni hefur verið unnið eftir hefðbundnu kynbótaskipulagi þar sem valið er úr öllum erfðahópnum á hverjum tíma og allir koma til greina sem foreldrar næstu kynslóðar. Á síð- ari árum hefur kviknað áhugi á að nýta þessa aðferð í mjólkurfram- leiðslu og þegar er hún útbreidd á Nýja-Sjálandi og nokkuð í Bandaríkjunum. Í flestum mjólkur- framleiðslulöndum er einhver hluti stofnsins blendingar milli þeirra búfjárkynja sem þar eru megin framleiðslukyn. Blendingsrækt sem ræktunarað- ferð er annars vegar framkvæmd með þeim hætti að erfðahópnum er skipt upp í ræktunarlínur með mis- munandi kynbótamarkmið, þannig að í hverri línu er lögð höfuðáhersla á að bæta fáa eiginleika sem eru innan heildar ræktunarmarkmiðs sem unnið er eftir í viðkomandi búfjárstofni, eða hins vegar að í stað ræktunarlína innan erfðahópsins er blendingsræktin stunduð með tveim eða fleiri erfðahópum sem hafa sambærileg ræktunarmarkmið. Þessum línum/erfðahópum er svo æxlað saman í því skyni að nýta hugsanlegan blendingsþrótt þeirra eiginleika sem kynbættir eru í lín- unum/erfðahópunum. Blendingsþróttur kemur fram vegna samspilsáhrifa erfðavísa, þ.e. áhrif erfðavísanna eru ekki samleggjandi. Þetta samsvarar því að eiginleikar sem valið er fyrir hafa lágt arfgengi. Þar af leiðir að blendingsrækt hefur mest áhrif á s.k. hæfniseiginleika (e. fitness), s.s. frjósemi, lífsþrótt og þroska. Algengast er því að blendingsrækt sé æxlun mjög skyldleikaræktaðra lína í þeim tilgangi að nýta blend- ingsþrótt þann sem skapast af arf- blendni afkvæmanna fyrir þá eigin- leika sem kynbótastarfið spannar á hverjum tíma. Kostur línuræktunar er fyrst og fremst sá að með henni er unnt að fækka þeim eiginleikum sem úrvalið snýst um og þar með ná meiri kynbótaframförum en ef úrvalið tekur til margra eiginleika. Ókosturinn er hins vegar að hætta á skyldleikarækt verður yfirleitt meiri og að sjálfsögðu skal vænta skyld- leikahnignunar fyrir þá eiginleika sem ætla má að sýni blendingsþrótt. Rannsóknir þær sem gerðar hafa verið í því skyni að meta hugsan- legan blendingsþrótt í mjólkurfram- leiðslu hafa sýnt að gera má ráð fyrir um það bil 10% blendings- þrótti, sem í megin atriðum skýrist af betri endingu og bættum hæfnis- eiginleikum. Blendingsþróttur er eðli máls samkvæmt mestur í fyrsta ættlið blöndunar en hverfur síðan smám saman. Til þess að viðhalda blendingsþrótti lengur er gripið til þess að nýta fleiri en tvær línur/ erfðahópa í ræktunarskipulagið. Ef reglubundin blendingsrækt er byggð á tveim línum/erfðahópum er lang- tíma árangur um 67% hámarks blendingsþróttur en um 86% ef línurnar/erfðahóparinir eru þrír. Þó skipulögð blendingsrækt sé hluti af ræktunarskipulaginu verður áfram að stunda hefðbundið ræktunarstarf í þeim búfjárstofnum sem blendings- ræktin byggir á. Mikilvæg forsenda þess að blendingsrækt sé ábatasöm er að ekki verði hnignun í erfða- framför þeirra lína/erfðahópa sem eru notaðir í ræktunarskipulagið. Í stærri erfðahópum er gjarnan miðað við að svo fremi að innan við 50% kúnna séu blendingar og unnt sé að nýta upplýsingar um blendinga í afkvæmarannsóknum hreinu kynjanna, þá sé ekki hætta á því að erfðaframfarir þeirra bíði hnekki. Hvort skynsamlegt er að taka upp blendingsrækt til eflingar íslenskri nautgriparækt, og hvernig unnt verður þá aðlaga þessa ræktunar- aðferð að íslenskum aðstæðum, verður ekki svarað á þessari stundu. Til þess þarf að gera ítarlega úttekt á þeim þáttum sem hér hafa verið nefndir. Það er þó augljóst að til þess að hugsanlegur blendings- þróttur nýtist til fulls þarf mjög skilvirkt og virkt skýrsluhalds- kerfi, svo ræktunarstarfið fari ekki úr böndunum og niðurstaðan verði skipulagslaus blöndun sem ekkert hefur í för með sér annað en óskil- greindan hóp gripa sem engum erfðahópi tilheyrir og allt kynbóta- starf þar með unnið fyrir gýg. Nokkur atriði um blendingsrækt Fjóstíran Líf og starf Ráðunautur í nautgriparækt Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir Notkun lækningajurta á Íslandi á sér aldalanga hefð – og raunar munu slíkar nytjar hafa fylgt mannkyninu alla tíð. Með iðn- væðingu í matvæla- og lyfjafram- leiðslu féll þessi arfur að einhverju leyti í gleymskunnar dá. Með aukinni tíðni ýmissa svokallaðra menningar- og lífsstílssjúkdóma á Vesturlöndum virðist vera að fólk hverfi í meira mæli aftur til róta grasnytjanna til að vinna bug á meinsemdum sínum og stuðla þannig að eigin heilbrigði. Nú á haustdögum var bókin Anna Rósa grasalæknir og íslenskar lækningajurtir gefin út hér á landi og bætist hún í hóp fárra frambærilegra rita um þetta efni. Höfundurinn er Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir og gefur hún bókina sjálf út. Um er að ræða yfirgripsmikla bók; 295 blaðsíðna sem prýddar eru fjölda ljósmynda. Í bókinni er í fyrsta skipti á prenti samantekt á þeim vísindalegu rann- sóknum sem gerðar hafa verið á íslenskum lækningajurtum. Þá fylgir umfjöllun um flestar plönt- urnar, fróðlegar umsagnir og heil- ræði þeirra Odds Jónssonar Hjaltalín (úr Íslenskri grasafræði, árið 1830) og Björns Halldórssonar (úr Grasnytjum, árið 1783) um notkun viðkomandi plöntu fyrr á öldum. „Ég hef orðið vör við mikinn áhuga til sveita á því að nýta íslenskar lækningajurtir og ég merki það m.a. á fyrirspurnum á Facebook-síðu minni. Þar hafa um 13.400 einstaklingar lýst ánægju sinni með mitt framtak og þar af mjög margir af landsbyggðinni,“ segir Anna Rósa um það hvort bókin eigi sérstakt erindi til dreif- býlinga. „Mér finnst reyndar full ástæða til þess að allur almenningur nýti sér betur það sem vex í túnfætinum. Bæði er hægt að nýta sumar af lækningajurtunum til matar og svo er mjög auðvelt að nálgast margar af helstu lækn- ingajurtunum. Sumar hverjar eru flokkaðar sem illgresi og eru mjög algengar. Má þar nefna jurtir eins og túnfífil, haugarfa, njóla og kló- elftingu. Þetta á kannski sér í lagi við um bændur og aðra sem búa í dreifbýli því þar er aðgangur að jurtunum auðvitað alveg sérstak- lega auðveldur.“ Anna Rósa lauk fjögurra ára námi í grasalækningum frá The College of Phytotherapy í Englandi fyrir hartnær 20 árum og hefur starfað sem grasalæknir við ráðgjöf á eigin stofu nánast óslitið síðan. Hún segir eina aðalástæðu þess að hún tók til við að skrifa þessa bók hafa verið þörf til að læra meira, en hún telur símenntun alltaf af hinu góða. „Mér fannst líka vanta bók með ítar- legum upplýsingum um íslenskar lækningajurtir þar sem bæði sögu þeirra, notkun og rannsóknum er gert hátt undir höfði. Ég hef unnið við skriftirnar síðastliðin þrjú ár og á þeim tíma lesið ógrynni heimilda um lækningajurtir frá öllum heimshornum og skoðað þúsundir rannsókna. Í bókinni er samantekt á bæði íslenskum og erlendum rannsóknum á íslenskum lækninga- jurtum en slík saman- tekt hefur ekki komið út í íslensku riti áður.“ Skýr og góð framsetning Myndir í bókinni eru skýrar og framsetning á efni aðgengileg. „Við vorum mjög meðvituð um að við vildum leggja mikinn metnað í uppsetningu á bókinni. Það hefur ekki áður komið út bók um íslenskar lækningajurtir með heil- síðumyndum af jurtum en mjög mikil vinna var lögð í að taka myndir sem myndu auðvelda les- anda að þekkja jurtirnar og greina. Heiðurinn af flestum ljósmyndum á Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, en ég get seint fullþakkað honum hans mikla vinnuframlag,“ segir Anna Rósa. Hún nefnir fyrst túnfífil þegar hún er beðin um að nefna 2-3 jurtir sem auðvelt er að nálgast og greina – og eru notadrjúgar – fyrir fólk sem er að byrja að þreifa sig áfram. „Túnfífill er ein af mínum uppáhaldslækningajurtum, enda er það ekki tilviljun að hann var valinn á forsíðu bókarinnar. Túnfífillinn vex um allt land og flestir þekkja hann. Löng hefð er fyrir því í flestum löndum að nota hann sem lækningajurt en blöðin þykja mjög vatnslosandi og eins góð í salöt og annan mat. Blómin eru ekki notuð til lækninga en þykja góð í ýmiss- konar matargerð og rótin var bæði notuð til matar áður fyrr og eins mikið til lækninga. Túnfíflarótin hefur örvandi áhrif á starfsemi lifrar og gallblöðru og má m.a. nota hana við harðlífi, uppþembu, vindgangi, gigt og húðsjúkdómum. Mjaðjurt er jurt sem auðvelt er að finna, sérstak- lega á suðurlandsundirlendinu en þar vex hún eins og illgresi. Hún er m.a. góð við magabólgum og brjóstsviða og er eins mikið notuð gegn gigtar- sjúkdómum. Vallhumall er hinsvegar algengari á Norðurlandi en hann er ákaflega fjölhæf lækningajurt og þykir t.d. gagnast vel við kvefi og flensum, gigtarsjúkdómum og til að stöðva blæðingar og græða sár. Allar ofangreindar lækningajurtir búa yfir fjölbreyttum lækningamætti en til eru ævagamlar heimildir frá mörgum löndum um lækningamátt þeirra.“ /smh Magnús B. Jónsson Ráðunautur í nautgriparækt Ritfregn Efni bókarinnar er sett fram á skýran og aðgengilegan hátt. Í bókinni eru heilsíðumyndir af plöntunum sem auðveldar fólki að greina plöntur úti í náttúruni. Hér má sjá opnu um beitilyng. Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir vann í þrjú ár að ritun bókarinnar. Anna Rósa grasalæknir gefur út bók: Íslenskar lækningajurtir, notkun þeirra, tínsla og rannsóknir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.