Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 Á markaði Samkvæmt vísitölu neysluverðs í september 2011 verja Íslendingar 13,08% af útgjöldum sínum til kaupa á matvöru. Til viðbótar fara síðan 1,59% í drykkjarvörur eða alls 14,67% útgjalda í mat- og drykkjarvörur. Til samanburðar má geta að 15,16% útgjalda fara í ferðir og flutninga, þ.e. kaup og rekstur bifreiða, almenningssam- göngur o.s.frv. Þar af er eldsneytið á einkabílinn 5,88%, meira en saman- lögð útgjöld til kaupa á kjöti, mjólk, osti og eggjum sem nema 5,26% af heildarútgjöldum. Þegar Ísland er lagt á mælistiku Evrópsks samanburðar kemur í ljós að neytendur hér á landi verja nú lægra hlutfalli útgjalda sinna til kaupa á mat- og drykkjarvörum en nemur meðaltali ESB landanna 27, samkvæmt upplýsingum Eurostat (hlutfallstölur eru þar aðrar en hjá Hagstofu Íslands þar sem ekki eru allir útgjaldaliðir metnir með sambærilegum hætti hjá Eurostat). Munurinn mestur á kjötvörum Að meðaltali verja neytendur í ESB löndunum 15,6% útgjalda sinna til kaupa á mat og drykkjarvörum en íslenskir neytendur 15,1%. Mestu munar á kjötvörum en til kaupa á þeim verja íslenskir neytendur 2,7% útgjalda en meðaltalið í ESB er 3,6%. /EB Hlutfall útgjalda til matvörukaupa er lægra á Íslandi en í ESB Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Útgjöld til matvörukaupa Framleiðsla og sala búvara í september* sept. 2011 2011 júlí 2011- sept. 2011 okt. 2010- sept. 2011 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla sept. '10 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 593.925 1.865.402 6.989.424 15,1 18,8 -1,1 25,9% Hrossakjöt 53.133 166.463 845.323 -9,1 37,7 -1,2 3,1% Nautakjöt 331.606 950.567 3.778.554 -5,7 -0,7 -2,0 14,0% Kindakjöt 4.020.435 4.141.912 9.324.368 2,5 4,0 2,8 34,6% Svínakjöt 482.143 1.504.994 6.038.502 -8,4 -7,7 -2,3 22,4% Samtals kjöt 5.481.242 8.629.338 26.976.171 2,0 4,5 -0,2 Sala innanlands Alifuglakjöt 609.440 1.854.197 6.939.009 2,2 0,5 -4,9 29,9% Hrossakjöt 18.873 112.255 517.439 -51,3 -11,9 -13,7 2,2% Nautakjöt 318.741 937.602 3.777.701 -13,3 -1,2 -2,0 16,3% Kindakjöt * * 809.273 1.694.354 5.989.389 5,9 -10,3 -3,5 25,8% Svínakjöt 466.338 1.501.836 5.948.007 -11,4 -4,2 -1,3 25,7% Samtals kjöt 2.222.665 6.100.244 23.171.545 -3,1 -4,4 -3,4 * Bráðabirgðatölur ** Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Heildarframleiðsla á kjöti í sept- ember var 2% meiri en í sama mánuði í fyrra. Framleiðsla ali- fuglakjöts var 15,1% meiri en í september í fyrra. Tölur um fram- leiðslu kindakjöts í september eru bráðabirgðatölur en benda engu að síður til aukinnar framleiðslu. Sala á kjöti var 3,1% minni í september en í sama mánuði í fyrra. Sala jókst þó bæði á alifugla- og kindakjöti en dróst saman á öðrum tegundum. Síðastliðna 12 mánuði hefur kjötsala dregist saman um 3,4% og var 23.172 tonn. /EB Innflutt kjöt Árið 2011 Árið 2010 Tímabil janúar - ágúst Alifuglakjöt 429.589 198.681 Nautakjöt 306.895 94.829 Svínakjöt 177.436 97.062 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 30.278 24.209 Samtals 944.198 414.781 Í september kom út skýrsla OECD sem fjallar um stuðning við land- búnað í heiminum. Samkvæmt henni hefur stuðningur við land- búnað minnkað og að meðaltali teljast 18% af tekjum landbún- aðar vera af stuðningi við hann árið 2010. Það er einkum hátt heimsmarkaðsverð á búvörum sem veldur þessu. OECD leggur til í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir mat, hærra verði, sveiflukenndum markaði og vaxandi samkeppni um mikilvægar auðlindir, að ríkisstjór- nir hugsi til framtíðar. Þær vinni að því að auka framleiðni í landbún- aði, úthald og samkeppnishæfni en auki ekki á markaðstruflandi stuðning. Þó að stuðningur hafa aldrei mælst jafn lágur er enn þörf aðgerða að mati OECD. Stuðningur við landbúnað er mjög breytilegur milli landa. Lægstur mælist hann 1% á Nýja Sjálandi en hæstur í Noregi, rúm 60%. Athygli vekur stuðningur við landbúnað í nýjum vaxandi hagkerfum eins og Kína, Brasílíu og fleiri löndum. Stuðningur við landbúnað í Kína hefur t.d. aukist úr 3% árið 2008 í 17% árið 2010 og nálgast þannig meðaltal OECD landa. Stuðningur við landbúnað í þessu löndum byggist einkum á hefðbundnum aðgerðum eins og verðstuðningi og niðurgreiðslu á aðföngum. Þetta kann að valda breyttri stöðu í viðræðum innan WTO um stuðning við landbúnað og tolla. /EB Stuðningur við landbúnað hefur aldrei verið jafn lágur 0 10 20 30 40 50 60 70 % Stuðningur við landbúnað sem hlutfall af tekjum í nokkrum löndum árið 2010 0 5 10 15 20 25 Bretland Danmörk Holland Ísland Svíþjóð Finnland ESB 27 Evrópska efnahagssvæðið Noregur Malta Pólland Hlutfall útgjalda, % Hlutfall útgjalda til kaupa á mat- og drykkjarvörum í nokkrum löndum Námskeið fyrir notendur HUPPA.IS Á næstu vikum verður efnt til þriggja eins dags námskeiða, sem eru sniðin að þörfum þeirra kúabænda sem vilja auka færni sína í notkun nautgriparæktarkerfisins Huppa.is og hag- nýta möguleika kerfisins betur í sínum búrekstri. Boðin verða þrjú námskeið fyrir jól á eftirtöldum stöðum og síðan er stefnt að fleiri námskeiðum síðar í vetur: Dagur: Staður: Miðvikudagur 23. nóvember Skagafjörður, Farskóli NV Faxatorgi 1, Sauðárkróki Laugardagur, 26. nóvember Austurland, Þekkingarnet Austurlands Tjarnarbraut 39 (Vonarlandi) Egilsstöðum Fimmtudagur 1. desember Vesturland, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri Námskeiðin hefjast kl. 10:00 og standa til kl. 17:00. Þau fara fram í tölvuverum þannig að þau eru að hluta til verkleg og þáttakendur geta unnið með eigin bú á námskeiðinu. Tekið er á móti skráningum á námskeiðin hjá Auði á skipti- borði Bændasamtanna í síma (563 0300) eða með tölvu- pósti (bella@bondi.is). Einnig er hægt að skrá sig í gegnum búnaðarsamband á viðkomandi svæði. Miðað verður við að lágmarksþátttaka sé 8-10 og hámarksfjöldi á námskeið sé 20. Verði aðsókn umfram hámark verður boðið upp á fleiri nám- skeið eftir áramót. Námskeiðin eru þátttakendum að kostn- aðarlausu en þeir þurfa aðeins að greiða fyrir mat og kaffi. Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.