Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 Lesendabásinn Þórólfur prófessor Matthíasson er harðskeyttur gagnrýnandi íslensks landbúnaðar. Það má hver hafa sína skoðun á land- búnaði eins og öðrum málum en ekki verður hjá því komist að gera verulegar athugasemdir við ýmislegt í málflutningi hans. Í grein í Bændablaðinu 29. sept- ember fór undirritaður með rök- studdum hætti yfir skrif Þórólfs í sama blaði 1. september síðast- liðinn. Þórólfur fullyrti að ekki væri hægt að bera útflutningsverð kindakjöts saman við heilskrokka- verð til bænda. Þetta er rangt hjá honum, eins og útflutningsskýrslur sýna. Þórólfur fullyrti að afurða- stöðvum sé ekki lengur heimilt að verðfella kjöt til útflutnings. Þetta er rangt hjá honum. Afurðaverð er frjálst og þar með einnig hvað greitt er fyrir útflutning. Þórólfur fullyrti að innanlandsmarkaður hefði gleypt við öllu því magni sem flutt var út ef verð hefði verið lækkað um 10-20%. Þetta er rangt hjá honum, eins og dæmi um verð- teygni kjöts á innanlandsmarkaði sýnir. Í svargrein í Fréttablaðinu hinn 8. október síðastliðinn kýs Þórólfur að svara engu af þessu, enda getur hann það ekki. Þórólfur byrjar á því að gagn- rýna að undirritaður hafi notað tölur Hagstofunnar en ekki gögn SS um útflutning og spyr hvers vegna ekki sé upplýst um útflutn- ingsverð SS á ærkjöti í heilum skrokkum. Væntanlega á Þórólfur við útflutningsverð SS á kindakjöti en ekki ærkjöti, því þær tölur sem vitnað var til voru um kindakjöt og kindakjötsafurðir. Kindakjöt er samheiti um dilkakjöt og ærkjöt en þessi ónákvæmni er skiljanleg og minniháttar. Það er auðvelt að upp- lýsa um tölur frá SS en hvernig er hægt að byggja umræðu á gögnum sem einn hefur aðgang að en aðrir ekki ? Að sjálfsögðu verður umræð- an að byggjast á gögnum sem eru öllum aðgengileg, enda snúast þessi skoðanaskipti ekki um SS heldur um landbúnaðinn og útflutning kindakjöts í heild sinni. Þórólfur heldur áfram og spyr hvort hugsanlegt sé að SS sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi. Það má setja sig í heimspeki- legar stellingar og segja að æði margt sé hugsanlegt. En í grein undirritaðs í Bændablaðinu var upplýst að undanfarin tvö ár hafi SS fengið hærra verð fyrir útflutt kindakjöt en það sem selt hefur verið innanlands. Og miðað við útflutningsverð og verð til bænda er ljóst að viðunandi framlegð var af þessu viðbótarmagni og það ekki selt með tapi. Áfram heldur Þórólfur með furðulega staðhæfingu um að neyt- endur eigi rétt á upplýsingum um útflutningsverð SS því SS gæti verið að halda kjöti frá innan- landsmarkaði til að hækka verð innanlands. Það hefur líklega farið alveg framhjá Þórólfi að í umræðu um meintan kjötskort seinni hluta síðasta sumars sendi SS oftar en einu sinni frá sér upplýsingar um að félagið ætti nóg af kjöti og hefði gætt þess að takmarka útflutning til að sinna innanlandsmarkaði. Í þessu samhengi er einnig gott fyrir Þórólf að hafa í huga að SS er með innan við 20% af sauðfjárslátrun landsins og hvorki með vilja né getu til að spila með markaðinn, eins og hann telur mögulegt að SS geri. Þessi rökleiðsla Þórólfs, sem hefst á því hvort eitthvað sé hugsanlegt og endar svo með staðhæfingu um mögulegt kolólegt athæfi, er æft og útsmogið áróðursbragð. Þórólfur mótmælir tölum um framlegð sem sóttar voru í búreikn- inga og telur að þar séu vantaldir margir kostnaðarliðir sem geri að breytilegur kostnaður sé allur annar og meiri en búreikningar segi og þess vegna sé stórfellt tap á útflutningi kindakjöts. Það má til sanns vegar færa að hluti af þeim kostnaðarliðum sem Þórólfur telur vantalda séu breytilegir eða hálf- breytilegir kostnaðarliðir, þó þeir hafi ekki verið taldir breytilegir í útreikningi á framlegð í búreikn- ingum. Ákvörðun hvers bónda um að framleiða aukalega til útflutnings eða ekki byggir ekki á hagfræði- skilgreiningum heldur þeirri gullnu reglu að ef ákvörðun hefur ekki áhrif á kostnaðarlið, þá á kostnaðar- liður ekki að hafa áhrif á ákvörðun. Með öðrum orðum verður hver og einn bóndi að meta hvaða kostn- aðarliðir breytast og hverjir ekki, ef hann tekur ákvörðun um að framleiða meira magn sem leiðir til útflutnings. Einu tekjur bóndans af útflutningi eru afurðastöðvaverð- ið, þar sem stuðningur ríkisins er fastur og ótengdur magni og þvi verður það verð sem bóndinn fær frá afurðastöðinni fyrir útflutning að vera hærra en breytilegur kostn- aður bóndans við útflutninginn til að framleiðslan borgi sig. En málið er svo flóknara en þetta vegna þess að við slátrun verða eigendaskipti á kjötinu, sem eftir það er í eigu og á ábyrgð sláturleyfishafa sem reyna væntanlega hver fyrir sig að hámarka það skilaverð sem þeir geta fengið og flytja út eða ekki eftir því sem hver telur hagkvæm- ast. Miðað við tölur um útflutnings- verð og verð til bænda er ljóst að sláturleyfishafar hafa ávinning af þeirri framlegð sem aukin fram- leiðsla skilar þeim, sem hjálpar þeim svo aftur að greiða bændum hærra verð. Það verður einnig að álykta að bændur hafi ávinning af útflutningi og þær tekjur séu meiri en breytileg gjöld því annars myndu þeir draga úr framleiðslu. Hins vegar er rétt og viðurkennd sú niðurstaða Þórólfs að sauðfjár- framleiðsla á Íslandi stendur ekki undir sér án ríkisstuðnings, en mörg góð rök eru fyrir þeim stuðningi. Þórólfur fer víða með málflutn- ing sinn og í 31. tbl. Vísbendingar 9. september síðastliðinn fer hann mörgum orðum um áætlunarbúskap Sovétríkjanna sálugu og heimfærir hann svo upp á hluta íslensks land- búnaðar. Það er þekkt áróðursbragð að draga fram neikvæða fyrirmynd sem lesendur þekkja og heimfæra hana á það sem gagnrýna skal til að móta neikvæða afstöðu lesenda. Þessi sovétski áætlunarbúskapur er hvergi til í íslenskri kjötfram- leiðslu. Öll framleiðsla á kjöti er frjáls. Verðlagning á öllu kjöti er frjáls og engar nefndir eru til staðar sem hafa nokkurt vald í þessum efnum. Það er því rangt hjá Þórólfi að halda því fram að áætlunarbú- skapur sé í íslenskri sauðfjárfram- leiðslu. Þórólfur seilist langt í að sverta stöðu sauðfjárræktar og leggur reiknaðan kostnað við afréttarbeit við framleiðslukostnað. Þessi reiknaði kostnaður er tilbúningur Þórólfs og á sér enga stoð enda hafa bændur notað afréttina frá upphafi Íslandsbyggðar og ekki hægt að byggja umræðu á slíku. Í sömu grein fer Þórólfur enn og aftur með rangt mál er hann fullyrðir að samkeppni við óhefð- bundnar greinar á borð við svín og kjúkling sé takmörkuð með því að leggja skatt á fóður fyrir þær greinar, en aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðendur séu niðurgreidd. Samkvæmt reglugerð 431/1996 með síðari breytingum er gjald sem lagt er á hráefni til fóðurgerðar endurgreitt að fullu sem og gjald sem lagt er á inn- fluttar fóðurblöndur sem fluttar eru inn frá löndum EES. Því er engin raunveruleg gjaldtaka af kjarnfóðri til staðar. Þórólfur heldur því einnig fram að aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðendur séu niður- greidd. Þetta er einnig rangt hjá honum, nema hann búi yfir upp- lýsingum sem aðrir hafa ekki. Í þessum greinum Þórólfs sem nefndar hafa verið eru sex til sjö rangar fullyrðingar og tvö ómál- efnaleg áróðursbrögð. Það hvarflar ekki að nokkrum manni að Þórólfur sé viljandi að afvegaleiða lesendur heldur hlýtur skýringin að liggja í skorti á tíma til rannsókna. Steinþór Skúlason, forstjóri SS Skortur á tíma til rannsókna Steinþór Skúlason. Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is JEPPADEKK Hjá Arctic Trucks færðu vönduðu heilsársdekkin frá Dick Cepek - slitsterk - neglanleg - má míkróskera - frábært veggrip Gott verð! fyrir estar stærðir jeppa g jepplinga Bjóðum alla almenna dekkjaþjónustu Skjót og góð þjónusta! Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru: Að veita fé til þróunarverkefna í hrossarækt sem nýtast til styrktar íslenska hrossastofninum. Að veita lán og styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum ef sannað þykir að þeir verði fluttir úr landi að öðrum kosti. Hér væri um að ræða gripi sem gætu haft úrslitaáhrif á erfðabreytileika í stofninum s.s. litafjölbreytni, eða byggju yfir einstæðu kynbótagildi í þeim eiginleikum sem prýða íslenskan hest. Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember 2011. Nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökunum. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. desember 2011 og skal umsóknum skilað til Fagráðs í hrossarækt, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Reykjavík 27. október 2011 Fagráð í hrossarækt Kirsuberjavið ur, þvermál 1 50 cm, snún ingsplata og 8 stólar. Til sýnis í Lis tanum virka daga frá kl. 1 0-17 og á www.li stinn.is/husg ogn.htm GOTT VERÐ ! Hringborðstof usett LISTINN Fjórhjól til sölu Til sölu Sandstorm HX500L árg. 2009, keyrt 5000 km. Mjög vel með farið og reglulegt við- hald. Ásett verð kr. 690 þús. m.vsk . Stað greiðslu verð 590 þús m.vsk . Upplýsingar í síma 825 2130, Helgi. Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.