Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 2011 Lesendabásinn Sem yfirlýstu landsbyggðarmál- gagni, líklega því eina um þessar mundir í landinu, á grein sú, sem hér fer á eftir, hvergi eins vel heima og í Bændablaðinu og ekki spillir að bændastéttin er í raun veigamikill meiður af þeim stofni. Í framhaldi af opnum fundi, sem Framfarafélag Fljótsdalshéraðs hélt í Valaskjálf á Egilsstöðum 14. júní s.l. undir yfirskriftinni ,, Stefnumót við Stjórnlagaráð – Landsbyggðin og stjórnsýslan”, ritaði sá hinn sami og hér skrifar, grein á bls 33 í 13. tbl. Bændablaðsins 2011, sem hann nefndi: ,,Stefnumót við Stjórnlagaráð á Egisstöðum - Vitnisburður, um skort á áhuga eða baráttuþreki aðila sveitarstjórnar- stigsins og deyfð þorra lands- byggðafólks fyrir eigin málefnum hrópar á vakningu”. Með þessu var að sjálfsögðu meiningin að brýna þetta ágæta fólk til að láta í sér heyra, en það reyndist vera einber óskhyggja. Algjör þöggun hefur verið niður- staðan, svipuð þeirri, sem ríkt hefur um nokkurt skeið um kjarna þess málefnis, sem greinin kemur til að snúast um. Lengi skal þó manninn reyna og bætist nú við brýning til þeirra 25-menninga, sem skipuðu sjálft Stjórnlagaráðið og skiluðu af sér frumvarpi um nýja stjórnarskrá í byrjun ágúst í sumar. Höfuðástæða þess er hversu gjörsamlega Ráðinu tókst að snið- ganga það vopn, sem nánast allar lýðræðisþjóðir beita til að sporna við miðstýringu og byggðaröskun, sem kallast millistig (eitt eða fleiri) í stjórnsýslu og hélt maður þó að ekki hefði veitt af slíku hér á landi, þar sem þessir annmarkar eru að verða meira þjóðarböl á Íslandi, en víðast annars staðar. Millistig í stjórnsýslu hvetur til valddreifingar Að sönnu er erfitt að nefna land, sem er hliðstætt Íslandi, hvað stærð, legu og fólksfjölda snertir, en að öðru jöfnu má telja að þörfin fyrir milli- stig í stjórnsýslunni vaxi eftir því, sem löndin eru stærri og dreifbýlið víð- áttumeira. L í t u m t.d. á fyrir- k o m u l a g i ð að þessi leyti í Luxemburg, landi, sem er tæplega 40 sinnum minna að flatar- máli en Ísland með rúmlega hálfa milljón íbúa á móti 320 þúsund á Íslandi. Samkvæmt ofansögðu ætti Luxemburg því ekki að þarfnast margra stjórnsýslustiga. Samt eru þau fjögur, þ.e. tvö millistig á milli ríkis og lægsta stigsins, sem við getum kallað hreppa og eru alls 116 talsins. Millistigin tvö saman- standa af þrem héruðum (districs), sem aftur skiptast samanlagt niður í 12 landshluta eða kantónur (can- tons). Flatarmál hvers hrepps er samkvæmt þessu einungis rúmir 22 km2, sem er líklega á stærð við þokkalega stóra bújörð hér á landi. Ef hér er kannski nokkuð mikið í lagt, má þó fyrr vera þegar þeir sem einna lengst vilja ganga í sam- einingu sveitarfélaga hér á landi, stefna á fækkun í 10 hreppa og hver þeirra því að meðaltali rúmir 10 þúsund km2 að flatarmáli, sumir minni, en sumir miklu stærri. Um 1950 voru hrepparnir 229, árið 2010 eru þeir aðeins 76 og margar jaðar- byggðir þegar byrjaðar að fara hall- oka. Hvernig halda menn að hlutur jaðarbyggðanna verði, þegar og ef að 10 hreppa markið næði fram að ganga? Nú er svo komið að sumir skyn- samari sameiningarpostular eru farnir að átta sig á að í ógöngur stefnir í þessu efni og eru í alvöru farnir að láta sér detta í hug að end- urvekja gömlu hreppana a.m.k. að einhverju leyti, einmitt til að forða því að jaðarbyggðirnar nánast detti út úr samfélaginu. Um 1990 var víða hart tekist á um hvort ætti að fara út í þriðja stjórn- sýslustigið eða að sameina sveitar- félögin. Með ómældum þrýstingi miðstýringaraflanna á fyrirgreiðslu- pólitíkusa og aðila sveitastjórnar- stigsins (og þurfti kannski ekki svo mikið til) og fleiri, sem gjarna óttuðust að missa eitthvað, völd eða þjóðfélagsstöðu, varð síðarnefnda leiðin, illu heilli, ofan á. Öfl þessi með þáverandi byggða- málaráðherra í broddi fylkingar, létu síðan kné fylgja kviði og sáu til þess að hugtakið, þriðja stjórnsýslustigið, sem þá var á hvers manns vörum, yrði vandlega þaggað í hel. Það tókst svo rækilega að allur þorri lands- manna veit varla hvað hugtakið merkir lengur, jafnvel þótt dreif- býlisfólk sé, kvartandi og kveinandi yfir því hve hlutur þess er fyrir borð borinn. Síbyljan um það, hversu dýrt millistigið yrði, hefur lengi verið notuð í áróðrinum gegn hugmynd- inni, sem auðvitað er hreinn fyrir- sláttur. Má í þessu sambandi benda á skrifstofur og embættismenn lands- hlutasamtakanna, alls átta talsins, sem hafa lengi verið til staðar, en algjörlega fjársvelt og valdalaus og árangurinn eftir því. Yrðu þessi héruð uppistaða stórra og skipulegra sjálfsstjórnarsvæða með markaða tekjustofna, má telja að fjármunum væri betur varið, ekki síst ef sveitar- stjórnarstigið fengi að þróast eðli- lega eftir ástæðum og vilja íbúanna innan hvers svæðis og hætt yrði verðlaunaveitingum í nauðungar- sameiningar miðstýringarvaldsins. Um hina ömurlegu sögu stjórn- skipunarmála í landinu og stöðu þeirra nú, væri sannarlega áhuga- vert að fá hæft og hlutlaust fólk til að taka saman skýrslu, hliðstæða Rannsóknarskýrslu alþingis um aðdraganda, orsakir og afleiðingar hrunsins haustið 2008. Niðurstaða slíkrar rannsóknar kynni að hreyfa við fólki og kalla á aukna valddreifingu í stjórn- skipun landsins, sem er í samræmi við eina aðaláherslu í frumvarpi Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Meinloka Stjórnlagaráðs Þar brást að langmestu leyti annars að margra dómi góð vinna Stjórnlagaráðs, sem eðlilega má rekja til þess að Ráðið var skipað 88% af fólki úr Reykjavík og nágrenni og aðeins í rauninni einum manni (4%), sem lögheimili átti í raunverulegu dreifbýli. Þetta fárán- lega hlutfall fékkst nákvæmlega eins og til var stofnað eða með múgsefj- unartillögu þjóðfundarins, ,,landið eitt kjördæmi”, án fyrirvara um jafn- sjálfsagðan hlut og jafnræði milli þéttbýlis og dreifbýlis, enda áttu, sem fyrr, raunverulegir dreifbýlis- fulltrúar þar einnig litla aðkomu. Ætli undirritaður sé ekki á svip- uðum aldri og orðtakið ,,jafnvægi í byggð landsins”, sem honum var sagt að hafi fyrst komið opinberlega fram hjá Norður-Þingeyingnum Gísla heitnum Guðmundssyni, alþingismanni. Þótt margur góður maðurinn hafi reynt að vinna eftir þessu alla tíð síðan, hefur jafnt og þétt hallað á landsbyggðina, einkum dreifbýlið. Með sama áframhaldi sýnist hreint tímaspursmál hvenær jafnvel heilu landshlutarnir leggjast nánast af, eins og Vestfirðir að stórum hluta, ásamt ýmsum eyja-, strand- og afskekktari fjallabyggðum, nema að rækilega verði spyrnt við fótum. Hugsið ykkur sóunina í slíkri öfugþróun og mótsögnina við hug- takið sjálfbærni, - það að búa að sínu, - sem nú heyrist hvað oftast til bjargar heiminum, - en það gengur illa upp þegar fólk er hrakið frá nátt- úruauðlindunum og aðstæðum, sem það þekkir best. Eitt af þeim hugtökum, sem stjórnlagaráð setti inn í frumvarp sitt og stærði sig verðskuldað af er svonefnd nálægðarregla, sem er þannig útfærð (nokkuð útþynnt frá fyrri umræðu a.m.k. sumra ráðs- manna) í 106. grein frumvarpsins: ,,Á hendi sveitarfélaga, eða sam- taka í umboði þeirra, eru þeir þættir opinberrar þjónustu sem best þykir fyrir komið í héraði svo sem nánar skal kveðið á um í lögum”. Ekkert af þessu mun ná fram að ganga með vokandi ofurvald mið- stýringarkerfisins yfir veikburða, sundurþykkum og ráðþrota sveitar- félögum. Stofnun öflugs millistigs, eins eða fleiri, í stjórnsýslunni, er ekki bara valkostur, - það er lífs- spursmál, ekki aðeins fyrir hinar dreifðu byggðir heldur einnig og ekki síður fyrir fyrir þéttbýlið, þegar fram líða stundir. Líkt og á öðrum vettvangi í þjóðfélaginu, ríkir algjör þögn um millistigshugmyndina í frumvarpi Ráðsins hvað svo sem rætt hefur verið á einstaka nefndarfundum. Stingur það óneitanlegta í stúf við það, sem Ráðið hefur hvað eftir annað einnig stært sig af, þ.e. að vera óhrætt við að leita í smiðju til stjórnarskráa annarra þjóða. Hér í upphafi greinarinnar er vitnað til stjórnskipunarfyrirkomu- lagins í Luxemburg, með sín fjögur stjórnsýslustig, en þrjú eða fleiri slík munu vera við lýði í ýmsum útfærslum í nánast öllum lýðræðis- ríkjum heims. Þessi þögn hins upp- lýsta Stjórnlagaráðs um millistigið er mjög undarleg, ekki síst eftir að þrjú úr forystuliði ráðsins, fengu áskoranir um að skoða einmitt þetta mál á opnum og málefnalegum fundi á Egilsstöðum 14. júní í sumar og getið er um í upphafi greinarinnar. Þetta gerist einnig þrátt fyrir það að í þau tvö skipti, sem tillögur um stjórnlagaþing hafa verið bornar fram á Alþingi í sögu lýðveldisins, var upptaka þriðja stjórnsýslustigs uppistaðan í þeim báðum. – Nú, árið 2011, þegar ,,jafnvægi í byggð landsins” hefur aldrei verið minna og fer dvínandi, er ekki minnst á slíkt millistig, frekar en að það sé hvergi til, þó svo að aukin vald- dreifing væri yfirlýst eitt af aðal- viðfangsefnum Ráðsins. Náði valddreifingarhugtakið kannski aldrei huga meirihluta þess nema í einhvern þröngan geira út frá Stór- Reykjavíkursvæðinu og/eða voru krumlur miðstýringarvaldsins farnar að banka á hjá ráðinu? Eins upplýstir, óflokkspólitískir, menntaðir og guð veit hvað, sem meðlimir stjórnlagaráðsins voru, er merkilegt, að eftir störf 25 slíkra aðila í heila fjóra mánuði (og rúm- lega það í löngum aðdraganda), þar sem einmitt valddreifing var eitt helsta áhersluatriðið, er óskiljan- legt með öllu, hve hlutur millistigs í stjórnsýslunni, er algjörlega hundsaður, þótt hér í landi sé eitt mesta misvægi milli þéttbýlis og dreifbýlis. Er ekki þarna einhver meinloka? Þetta hugtak var reyndar á allra vörum fyrir um tuttugu árum. Frá stríðslokum hafa a.m.k. tvenn sam- tök og heill stjórnmálaflokkur verið stofnuð um málefnið (sbr. framboð Þjóðarflokksins 1987). Það er því engin afsökun fyrir þögn ráðsins um millistigið þótt þjóðfundurinn hafi ekki á það minnst, né komist inn í skýrslu stjórnlaganefndar. Í þessu sambandi er skylt að geta um ágæta grein eftir stjórnmála- fræðinginn, Hauk Arnþórsson, sem birtist í Morgunblaðinu 9. júlí 2011, undir yfirskriftinni: ,,Auglýst eftir millistigi í stjórnsýslu”. Ekki verður öðru trúað en að stjórnlagaráðsfólk hafi sinnt skyldum sínum og lesið og rætt greinina og röksemdir hennar, sem eru ærnar fyrir fólk sem er að semja nýja stjórnarskrá í anda vald- dreifingar. Þessi þöggun (eða hvað á annað að kalla þessa þögn um eitt grund- vallarráð gegn miðstýringu), er svo sannarlega verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnsýslufræðinga. Undir lok þessa sundurlausa pistils má spyrja: Halda menn t.d. að nokkrum manni í Luxemburg, eða öðrum lýðræðisríkjum yfirleitt, detti í hug að æða til og sameina sveitarfélög og fækka millistigum í stjórnskipuninni og gera íbúana afskipta í þeirri trú að verið sé að spara einhvern pening. - Ég held ekki… - og þykist vita að stjórn- lagaráðsfulltrúarnir sjái í hendi sér að slíkt fari illa saman við fallega mannréttindakaflann sinn. Kannski ærir það engan, því hver saknar þess, sem hann hefur aldrei notið? Millistigsmálið er eitt af því fáa, sem alþingi getur betrumbætt í frumvarpi stjórnlagaráðs, og það þýðingarmesta. Miðað við fyrri and- stöðu, er ólíklegt að það gerist án öflugs þrýstings þegnanna. Horfum til framtíðar og látum ekki skyn- semina víkja fyrir valdinu. Skorað er á sem flesta og ekki síst hið mæta Ráðsfólk að sýna kjark og raunsæi til að berjast fyrir því, að millistigshugmyndin fái inni í endanlegri stjórnarskrá, svo eftir- farandi úr aðfaraorðum frumvarps Stjórnlagaráðsins standi undir nafni: ,,Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.... .... með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum” ...og úr orðum mannréttindakafl- ans: ,,Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kyn- ferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, ...” Leggjum öll hönd á plóg til að gefa okkur og óbornum stjórnarskrá án undanbragða í anda nefndra til- vitnana. Egilsstöðum 5.október 2011 Þórarinn Lárusson . Byggðavandinn og meinloka Stjórnlagaráðs Þórarinn Lárusson. Ísland í vetrarbúningi. Mynd / NASA „Landið eitt kjördæmi" Niðurstaða kosninga til stjórnlagaþings Lögheimili kjörinna þingfulltrúa Vacuum pökkunarvélar Hráefnið geymist allt að 6-7 sinnum lengur í lofttæmdum umbúðum. Reykofnar og fylgihlutir. Nákvæmnisvogir Digital skífumál Heyrnarhlífar m/umhverfishljóðnema Flotveiðivesti Gleraugu fyrir skotveiðimenn Furminator, kambar fyrir gæludýrið www.esjugrund.is Visa / MasterCard / Greiðsludreifing / Póstkröfur Ert þú að vista börn? Fóstur- og vistforeldrar á Íslandi, halda fyrst aðalfund sameinaðs félags, Félags fósturforeldra, laugardaginn 5. nó- vember kl. 11:00 á Barnaverndarstofu, Borgartúni 21. Á dagskrá er m.a.: -Hefðbundin aðalfundarstörf -Niðurstöður vinnuhóps um réttinda- og Stjórn FFF

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.