Bændablaðið - 15.12.2011, Side 1

Bændablaðið - 15.12.2011, Side 1
50 22. tölublað 2011 Fimmtudagur 15. desember Blað nr. 361 17. árg. Upplag 24.000 20 28-29 Matarhöll í Hegningarhúsinu Vistmenn í fangelsinu á Kvía- bryggju, sem m.a. hafa verið dæmdir vegna ýmiskonar efna- hagsbrota, eru nú farnir að annast fjármál fyrir stofnunina. Fangarnir munu þó ekki hafa umsjón með bókhaldi eða hefð- bundnum fjárreiðum fangelsis- ins, heldur felst verkefnið í því að þeir munu hafa umsjón með öllum búpeningi á staðnum. Birgir Guðmundsson, settur for- stöðumaður á Kvíabryggju, segir að verkefnið snúist um að gera fangelsið sjálfbært um öflun á kjöti fyrir vistmenn. Fengu fjárstofn í haust „Við erum búnir að vera að byggja upp gömul fjárhús hér á Kvíabryggju í sumar, höfum verið að taka inn kindur í haust og erum nú komnir með um 55 kindur að meðtöldum hrútum. Tveir vistmenn voru hér við smíðar í sumar og hugmyndin er að vistmenn verði hér í gegningum og öllu öðru sem viðkemur þessum búskap. Við ætlum þannig að verða sjálfum okkur nógir um kjöt í fram- tíðinni.“ Fjárglöggir menn - Hvernig hafa vistmennirnir tekið í þetta? „Bara vel og það er hugur í mönnum. Það eru fjárglöggir menn hér inni núna sem kunna til sveitastarfa og einnig eru hér liðtækir smiðir. Þetta hefur því lukkast mjög vel. Hér var búskapur í gamla daga og Kvíabryggja er gamalt lögbýli. Við tókum í gegn og byggðum upp gömul fjárhús sem voru hér fyrir en þau voru að hruni komin.“ „Ætlum að verða sjálfbærir og helst aðeins betur“ „Það er mikið af ræktuðu landi á Kvíabryggju. Við erum búnir að tækja okkur upp fyrir búreksturinn og heyjuðum hér í sumar. Það hitti svo vel á tíðarfarið að við náðum að heyja fyrir þann rollufjölda sem við ætluðum okkur að vera með hér í vetur. Við munum svo bæta í á næstu árum þangað til við sjáum hvað við þurfum að vera með margt fé, til að vera sjálfbærir með kjöt og helst aðeins betur.“ Kunna handtökin „Fyrir utan fangana þá er hér starfs- fólk sem er þaulvant búskap og við njótum góðs af því. Hér eru margir sveitamenn í vinnu sem kunna hand- tökin.“ „Hér eru menn mjög samtaka um að gera þetta. Vistmenn hafa svo sem unnið við ýmislegt annað í gegnum tíðina. Þeir hafa t.d. sinnt beitningu og hinu og þessu sem til fellur fyrir útgerðir hér á Snæfellsnesi. Við höfum m.a. verið í netafellingum þó lítið sé um það núna og einnig unnið við brettasmíði og fleira. Þessi fjárbúskapur er bara góð viðbót. Kjöt er dýrt og tilvalið að nýta þessi tún hér til að framleiða það. Þá er líka gott fyrir vistmenn að fá að kynnast búskap og hafa þannig eitthvað fyrir stafni,“ segir Birgir. Hann lætur það heldur ekkert á sig fá þó gantast sé með þetta í sveitinni. /HKr. Fjárhúsið sem starfsmenn og fangar á Kvíabryggju hafa verið að gera upp í sumar og haust. Myndir / Birgir Guðmundsson Bústofninn á Kvíabryggju telur nú um 55 kindur, bæði gimbrar og hrúta. Þorsteinn Jónsson, starfsmaður á Kvíabryggju (t.v.) og Birgir Guðmunds- son, settur forstöðumaður fangelsisins, með hluta af búpeningi staðarins. Dæmdir afbrotamenn annast fjármál fyrir fangelsið á Kvíabryggju –„Ætlum að verða sjálfum okkur nógir um kjöt,“ segir settur forstöðumaður og státar af hagvönum og fjárglöggum mönnum í verkefnið „Fæddist í fjósastígvélum" Bærinn okkar Syðra-Skörðugil

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.