Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 2
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 20112 Fréttir Jóhann Þór Sigurvinsson, Eyjafjarðarsveit, hóf störf sem for- ritari í tölvudeild Bændasamtaka Íslands á þriðjudag. Hann verður staðsettur í Búgarði á Akureyri en þar eru fyrir Þorberg Þ. Þorbergsson, forritari, og Anna Guðrún Grétarsdóttir, skýrsluhaldsfulltrúi. Jóhann Þór tekur við starfi Arnar Haraldssonar, sem hættir um miðjan janúar 2012. Vegna verðlagsþróunar hækkar verðskrá auglýsinga og áskriftar hjá Bændablaðinu um áramót. Hækkunin nemur um 5%. Ársáskrift að blaðinu verður kr. 6.600 með virðisaukaskatti en ellilífeyrisþegar fá blaðið áfram á helmingsafslætti eða á kr. 3.300. Verð á dálksentimetra í fjórlit verður kr. 1.250 án vsk en kr. 960 fyrir dálksentimetra í svarthvítu. Smáauglýsing með texta kostar kr. 1.600 með vsk og smáauglýsing með mynd kemur til með að kosta kr. 4.800 með virðisaukaskatti. Tvö ár eru síðan verðskráin tók síðast breytingum. Útgáfudagar á nýju ári Bændablaðið kemur næst út fimmtu- daginn 19. janúar. Útgáfudagar fram í júlí verða sem hér segir: 1. tbl. 19. janúar 2. tbl. 2. febrúar 3. tbl. 16. febrúar 4. tbl. 1. mars 5. tbl. 15. mars 6. tbl. 29. mars 7. tbl. 18. apríl 8. tbl. 3. maí 9. tbl. 16. maí 10. tbl. 31. maí 11. tbl. 14. júní 12. tbl. 12. júlí Bændablaðið óskar lesendum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á Laugalæknum í Reykjavík er lítil kjötverslun sem ber heitið Pylsumeistarinn. Þar ráða ríkjum hjónin Ewa Bernadeta Kromer og Sigurður Haraldsson en þau stofnuðu fyrirtækið fyrir 7 árum síðan. Í búðinni bjóða þau upp á margar tegundir af alls kyns unnu kjötmeti, s.s. skinku, spægipylsu og margar tegundir af grillpyls- um. Hróður verslunarinnar hefur spurst víða og það er nóg að gera. Nýjustu vörurnar í búðinni eru fjórar tegundir af lambapylsum sem merkilegt nokk hefur ekki borið mikið á í kjötmenningu landsmanna til þessa. „Í nýju lambapylsunum, sem ég kalla Eyvind, er eingöngu kjöt, krydd, c-vítamín og salt, ekki hveiti, kartöflumjöl, soja eða neitt slíkt. Pylsurnar eru til sölu hér á Laugalæknum og verða að öllum líkindum fáanlegar í Krónunni eftir áramótin. Við höfum rekið þá stefnu að vera með hreinar vörur, þ.e. engin teljandi aukaefni notuð við framleiðsluna, og höfum fengið hrós fyrir það,“ segir Sigurður. Hvernig smakkast Eyvindur? Nokkrir matgæðingar settust niður og brögðuðu á herlegheitunum á dögunum. Bæði formaður og framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda voru fengnir til að meta bragðið ásamt drjúgum hluta af ritstjórn Bændablaðsins. Það var Bjarni G. Kristinsson yfirmat- reiðslumeistari í Hörpunni sem steikti pylsurnar og bauð upp á ýmislegt góðgæti með til að örva bragðlaukana. Þær fjórar pylsuteg- undir sem voru í skotlínu gagnrýn- enda voru með svokölluðu lamba- kryddi, púrrulauk, kryddjurtum þar sem rósmarín var áberandi og timijan. Löngu tímabær nýjung Hópur pylsudómaranna saman- stóð af Bjarna G. Kristinssyni í Hörpunni, Sindra Sigurgeirssyni og Sigurði Eyþórssyni frá LS og Bændablaðshópnum Herði Kristjánssyni, Erlu H. Gunnarsdóttur, Tjörva Bjarnasyni og Sigurði Má Harðarsyni. Dómararnir voru sam- mála um það að hér væri áhugaverð og löngu tímabær nýjung á ferðinni. Einkunnir voru gefnar á skalanum 1-10 og yfirfært í stjörnugjöf þar sem fjórar stjörnur er best. Skemmst er frá að segja að pylsurn- ar runnu ljúflega ofan í dómnefndina. Ekki fór á milli mála að lambakrydd- pylsan var gerð úr lambakjöti, kryddið var lítt áberandi og kindakjötsbragðið sterkt. Lagðist það misjafnlega í dómara og skoðanir voru skiptar. Sumum fannst bragðið gott á meðan aðrir vildu hafa það meira afgerandi. Púrrulaukspylsan fékk tvær stjörnur en þar þótti bragðið gott þó ekki væri það mjög sterkt. Sú var hins vegar raunin um kryddjurtapylsuna þar sem rósmarínið minnti mjög á hefðbundin krydd sem lambakjötsætur þekkja vel. Timijanpylsan hlaut hæstu einkunn dómnefndar, alls fjórar gullstjörnur. „Mikið jafnvægi, undirstrikar vel hráefnið og er afar bragðgott,“ voru orð sem féllu þegar dómnefnd strauk kviðinn eftir þessa ljúffengu máltíð. /TB Pylsugerðarmaður á Laugalæk býður upp á nýjungar í kjötvinnslu Eðalpylsur úr lambakjöti – matgæðingar gefa pylsunum bestu meðmæli Í lok nóvember og byrjun des- ember duttu ferðaþjónustuaðilar í Skaftárhreppi og Mýrdalnum í lukkupottinn þegar íslenska fram- leiðslufyrirtækið Pegasus mætti á svæðið með hátt í 200 manna teymi til að taka upp þætti fyrir amerísku þáttaseríuna Game of Thrones, sem byggð er á met- sölubókum rithöfundarins George R.R. Martin. Hótelin á svæðinu voru uppfull vikurnar sem tökur áttu sér stað og fjölmargir verk- takar fengu vinnu við að þjónusta þáttagerðarfólkið. Öll vinna til fyrirmyndar Aðalstöðvar Pegasus í Mýrdalnum voru á Hótel Höfðabrekku en einnig dreifðist fólkið á fleiri staði á svæð- inu og var til dæmis félagsheimilið í Vík lagt undir búningaaðstöðu. „Þetta voru rúmlega 150 manns sem dreifðu sér á hót- elin hér í kring og voru hér í sex daga. Þetta var mjög góður tími fyrir okkur því allajafna er hann mjög daufur í ferðaþjónustunni. Það er náttúrlega mjög gott fyrir allt svæðið að fá inn einhverjar tekjur. Á þessum tíma tökum við á móti hópum en eftir nóvember er sáralítil traffík sem byrjar síðan aftur í lok febrú- ar,“ útskýrir Björgvin Jóhannesson, hótelstjóri á Höfðabrekku og segir jafnframt: „Þeir tóku upp atriði fyrir þættina á Höfðabrekkuheiði þannig að við vorum rétt hjá tökustað og því vel staðsett. Fólkið borðaði hér morgun- mat og síðan vamm það allan dag- inn og var með eldhús á staðnum en stundum þurftum við reyndar að sjá um mat. Það var allt til fyrirmyndar hvernig að þessu var staðið og þeir keyptu þjónustu af mörgum aðilum á svæðinu. Verktakar fengu vinnu við akstur og snjómokstur og annað slíkt og það var töluverð verslun sem fylgdi þessu tímabili.“ Jákvætt að dreifa vinnunni á tvö landsvæði Laufey Helgadóttir, annar eigandi Hótels Smyrlabjarga í Skaftárhreppi, er með rúmlega 40 herbergi til umráða sem voru full í sex nætur. „Margt af þessu fólki var starfs- menn Pegasus, fólk sem við þekkjum mikið til og er orðið eins og vinir okkar. Af erlendu starfsmönnunum voru þetta mest Bretar en Ísland kom þeim verulega jákvætt á óvart. Það fylgir oft þessum hópum að ef þeir óska eftir sérstöku veðri þá fá þeir það. Hér stytti upp og gerði frost og snjó og stillu eins og þeir vildu hafa þetta,“ segir Laufey og bætir við: „Það er mjög gott að þetta stóra verkefni dreifist á fleiri en eitt land- svæði. Það sýnir okkur hvað stjórn- endur íslensku fyrirtækjanna eru vel vakandi og kunna og vita mikið um náttúruna á Íslandi. Þetta er mikið fagfólk sem við þurfum svo sannar- lega á að halda. Það segir sig sjálft að þegar kemur svona lið á þessum tíma inn á svæðið þá eru það mikil uppgrip, en þeir fylltu líka hótelið inni á Höfn. Þetta var mjög gott, því annars er þetta nánast dauður tími þó hann sé aldrei alveg steindauður.“ „Heilmikil lyftistöng fyrir svæðið“ „Þetta kom sér mjög vel fyrir okkur og reyndar öll hótelin á svæðinu. Í byrjun voru hérna 15 manns hjá okkur en síðan voru herbergin okkar 22 orðin full í lok vikunnar. Einnig voru nokkrir björgunarsveitarmenn á gistiheimilinu hjá okkur en þeir voru í því að ferja fólk á tökustað og einn daginn voru starfsmenn veðurtepptir á heiðinni svo þeir þurftu að aðstoða þá. Þetta var heilmikil lyftistöng fyrir svæðið, það er ekki spurning,“ segir Ragnheiður Hauksdóttir, hótelstjóri á Hótel Lunda í Vík í Mýrdal, en frá og með áramótum verður hótelið opið allt árið. /ehg Ameríska þáttaserían Game of Thrones tekin upp í Skaftárhreppi og Mýrdal: Mikil uppgrip fyrir ferðaþjónustu á svæðinu Verðbreytingar hjá Bændablaðinu Nýr starfsmaður í tölvudeild BÍ Ragnheiður Hauksdóttir, hótelstjóri. Björgvin Jóhann- esson hótelstjóri. Frá tökustað á þáttaseríunni Game og Trones. Mynd / Snorri Þórisson. Sigurður Haraldsson og Ewa Bernadeta Kromer reka Pylsumeistarann á Laugalæk. Dómnefndin tók störf sín alvarlega. Eyvindur Lambakryddpylsa Púrrulaukspylsa Kryddjurtapylsa með rósmaríni Timijanpylsa Engar kollsteypur í fram- lögum til landbúnaðar Breytingar á fjárframlögum til landbúnaðartengdra málefna samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2012 eru óverulegar miðað við yfirstandandi ár, ef horft er til krónutölu. Verðbólga á ársgrundvelli í nóvember síðastliðnum var hins vegar 5,2 prósent og því er víða um raunlækkun að ræða. Til að mynda er um nálega óbreytt framlög í krónutölu að ræða til hér- aðsskógaverkefna milli ára. Gert er ráð fyrir að 387,4 milljónum króna verði veitt til málaflokksins á kom- andi ári en á fjárlögum yfirstandandi árs var sú upphæð 387,6 milljónir króna. Þess má geta að þrjú undan- farin ár hefur verið skorið verulega niður í málaflokknum. Þá hækka fjárveitingar til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins úr 15,3 milljónum í 45 milljónir króna. Af þeim liðum sem skornir eru niður má nefna að framlög til líf- rænnar ræktunar eru dregin saman, fara úr 4,5 milljónum króna 2011 í 3,7 milljónir króna á næsta ári. /fr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.