Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 10
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 201110 Fréttir „Það litu hér mörg listaverkin dagsins ljós og óhætt að segja að allir höfðu bæði gagn og gaman af,“ segir Fjóla V. Stefánsdóttir forstöðumaður á Grenilundi á Grenivík, en þar komu á dög- unum saman íbúar og skáru út laufabrauð. Til aðstoðar voru fengnir vaskir krakkar úr 6. bekk Grenivíkurskóla. Á Grenilundi búa aldraðir íbúar Grýtubakkahrepps og er and- rúmsloftið heimilislegt, enda er Grenilundur rekinn sem heimili, ekki stofnun. Starfsfólk er ekki í sloppum eða hefðbundnum hjúkrunarfötum heldur eigin fötum og það snæðir með heimilisfólki, hver og einn íbúi hefur eigin síma og mikið er lagt upp úr því að fólk haldi sínu einkalífi. „Við reynum að ýta undir virkni íbúanna og þátttöku í samfélaginu og gerum það m.a. með því að fylgjast með því sem er að gerast og ræða við heimilismenn. Þá er tenging við aðrar stofnanir eins og leik- og grunnskóla okkur mikilvæg, við reynum að læra hvert af öðru og þekkja hvert annað,“ segir Fjóla. Fyrr í desember gerðu íbúar Grenilundar laufabrauð og í ár fengu þeir aðstoð frá börnum í 6. bekk Grenivíkurskóla. „Það var mjög gaman og þetta var mjög jóla- leg stund,“ segir Fjóla. Krakkarnir spiluðu á hljóðfæri og sungu á milli þess sem skorið var út og þá voru sagðar sögur frá því í „gamla daga“. Að lokum borðuðu allir saman. Alls voru skornar út 240 kökur, margar hrein listaverk. Vaninn er sá að geyma hluta af kökunum fram að árlegu og margrómuðu þorrablóti Grenilundar. Um árlega viðburð er að ræða og hafa íbúar oftast þegið hjálp frá sveitungum sínum, í fyrra voru það leikskólabörn sem lögðu þeim lið sitt, „og aldrei að vita hverja við biðjum um að koma á næsta ári,“ segir Fjóla. /MÞÞ. Steinunn Guðjónsdóttir, Guðjón Þórhallsson og Þórgunnur Eyfjörð vanda sig við verkið. Myndir / MÞÞ. Íbúar á Grenilundi og skólabörn skáru út laufabrauð: Mörg listaverkin litu dagsins ljós Jólunum og nálægð þeirra fylgir alltaf hugarró og önnur verkefni ná fram í landinu. Við lýsum upp skammdegið með orku fossanna og hús okkar eru upphituð með orku jarðarinnar, jarðhitanum, þvílíkur þjóðarauður. Það verða meiri samskipti á milli frænd- fólks og vina. Skáldin sem grúfðu sig yfir rit sín koma fram með nýjar bækur og jólabókaflóðið gleður enn þessa þjóð. Það er bakað í eldhúsunum og uppákomur eru víða í verslunum og samfélaginu. Vinnustaðirnir breyta um svip, skólafólkið fær kærkomið frí. Bændur og afurðastöðvar þeirra eru í sviðsljósinu. ,,Matur er mannsins megin,“ segir þar. Hvaðan kemur besta hangikjötið eða hamborgarhryggurinn í ár? Norðmenn eru smjörlausir að verða og við eigum engin fjöll lengur í smjöri eða feitu kjöti, öðruvísi mér áður brá. Heimamarkaðurinn er góður og varan er eftirsótt erlendis, lamb og skyr, smjör, bleikja, lax og ostar. Íslensk heimili ganga fyrir Einar Sigurðsson forstjóri MS hitti naglann á höfuðið þegar hann var spurður í fjölmiðlum hvort við værum aflögufær með smjör. Frændur okkar Norðmenn eru uppi- skroppa og verða að nota makarín í stað smjörs. Einar svaraði þessu á þá leið að við værum ekki aflögu- fær, því íslensk heimili og okkar fólk gengju fyrir. Við ættum nóg smjör í okkar bakstur en værum ekki aflögufær. Auðvitað eiga íslenskir bændur, þrátt fyrir hærra verð erlendis og sýndan áhuga þaðan, að fullvissa íslensk heimili, okkar fólk, um að þau gangi fyrir og að bændurnir og afurðastöðvar í mjólk og kjöti muni tryggja að allt árið verði lamb og smjör ekki skorið við nögl í versl- unum hér heima. Um leið er nýjum mörkuðum fagnað sem borga gott verð. Matvælaframleiðslan er þjóðinni mikilvæg Þegar við áttum okkur á smjör- skorti Norðmanna frænda okkar, þá allt í einu áttum við okkur líka á því hvað íslensk matvælafram- leiðsla er þjóðinni mikilvæg. Hvaða gjaldeyri hefði bóndasonurinn frá Gunnarsstöðum, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, haft, hefði helmingur landbúnaðarfram- leiðslunnar í landinu verið fallinn í landinu eða réttara sagt, orðinn að verkefni ESB-bænda? Við skulum hugsa þetta yfir jólin og átta okkur á því hvað bændurnir í öllum búgreinum vinna gott starf, þó ekki sé talað um gæði afurðanna, sem eru einstök. Tíu milljónir meistarakokka um víða veröld hafa útnefnt smjörið okkar sem einstaka náttúruafurð og besta smjör heimsins, bæði á brauð en líka það besta til að steikja kjötið uppúr, gult og mjúkt og einstakt. Íslendingurinn Gissur Guðmundsson meistarakokkur er forseti þessa stóra félagsskapar. Óskaplega ráða andstæðingar kristni og vantrúaðir miklu Ég minntist á jólin í upphafi, sem eru trúarhátíð kristinna manna. Jólabarnið, sem fæddist í fjárhúsi og var lagt í jötu, minnir okkur á allt það mikilvægasta og mildasta í lífinu. Samkvæmt stjórnarskrá erum við kristin þjóð og hér ríkir trúfrelsi að auki. En óskaplega finnst mér þeir sem hafa enga eða andstæða trú eða vantrú ráða miklu. Einhver mannréttindanefnd í Reykjavík er búin að skipa fyrir um það að prestur megi ekki fara með faðirvorið eða signa sig með skólabörnum, eða heimsækja skólana. Þó eru níu af hverjum tíu börnum skírð og af foreldrum sínum færð kirkjunni. Að vísu mega víst blessaður presturinn og barnið fara með bænina á laun eða í hljóði. Hvenær eru mannréttindi brotin? Ég tel ekki að mín börn og barnabörn skaðist af bæninni eða faðirvorinu. Margt annað ætti mannréttindanefnd Reykjavíkur að kynna sér sem haft er fyrir börn- unum. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM Þvílíkur þjóðarauður Laufabrauðsskurður er árlegur viðburður og hafa íbúar Grenilundar oftast þegið hjálp frá sveitungum sínum, í ár voru það börn úr 6. bekk Grenivíkur- skóla sem lögðu þeim lið. Guðjón Þórhallsson, Helga Guðmundsdóttir og Steinar Adolf Arnþórsson, niðursokkin í laufabrauðsskurðinn. Dagar myrkurs eru haldnir í nóvember á hverju ári á Austurlandi. Um er að ræða fjöl- breytta menningarveislu með draugalegu ívafi og alls konar óvæntum uppákomum um allt Austurland. Ferðaþjónustubændur í Sænauta- seli á Jökuldalsheiði hafa haft þann sið að bjóða til mikillar sviðalappa- veislu í tilefni daga myrkurs, auk annars góðgætis. Þar sem góð tíð var hér eystra í nóvember var þátttaka með eindæmum góð í ár. Rjúkandi réttir Veislan hófst með því að gestum var boðið í göngutúr í rökkrinu og þegar heim var komið aftur í myrkri var búið að lýsa upp bæinn innan og utan húss og byrjað að bera fram rjúkandi réttina. Viðeigandi þykir að lesa uppúr Bjarti í Sumarhúsum eftir Laxness, auk þess sem sagðar eru mergjaðar sögur sem njóta sín vel í rökkrinu, enda bærinn einungis lýstur upp með kertaljósum. /Þóra Sólveig. Margt býr í myrkrinu: Sviðalappaveisla í Sænautaseli Þétt setinn Svarfaðardalur í Sænautaseli. vörubíladekk 893-3305 Til sölu markadsstofa.is Frétta- og upplýsingavefur Markaðsstofu Suðurlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.