Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 14
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 201114 Þeir Bjarni Kristófer Kristjánsson, Broddi Reyr Hansen og Guðmundur Björn Eyþórsson, starfsmenn Háskólans á Hólum, eiga veg og vanda af því að Bjórsetur Íslands er nú starfrækt í gömlu fjósamanns- íbúðinni á Hólum. Klúbburinn stendur fyrir kynningum, smökk- unum og uppákomum tengdum bjór. „Þetta byrjaði allt sem samkoma starfsmanna eftir vinnu á föstudögum í kaffistofunni árið 2007. Fyrst vorum við með venjulega bjóra og fáar teg- undir en síðan fikruðum við okkur út í að vera með öðruvísi bjóra og þannig þróaðist þetta í klúbb bjóráhugamanna sem síðan varð að Bjórsetri Íslands,“ útskýrir Broddi, sem hitti blaða- mann Bændablaðsins að máli ásamt Guðmundi Birni en Bjarni Kristófer var vant við látinn. Bjórfundir í fjósamannsíbúðinni Úr varð að félagarnir fengu aðstöðu í gömlu fjósamannsíbúðinni, sem eitt sinni hýsti verslun og er steinsnar frá háskólabyggingunni. „Við útveguðum okkur kæla og byrjuðum að hittast hér. Á síðasta ári gjörbreyttum við aðstöðunni og smíð- uðum meðal annars bar með bjórdæl- um og tilheyrandi. Það var Erlingur Viðar Sverrisson sem smíðaði barinn, neðri hluti hans er úr afgöngum úr nýja Staðarskála og panellinn uppi er frá Kálfsstöðum hér í Hjaltadal. Þetta er ekta kreppubar og hefur virkað vel,“ útskýrir Guðmundur Björn. Broddi fór í að útbúa merki klúbbs- ins, sem fékk hið merka nafn Bjórsetur Íslands. Meðlimir borga inngöngu- gjald, hittast reglulega og sötra saman hinar ýmsu tegundir. „Fyrst mættu eingöngu starfsmenn hér á Hólum en síðan fórum við að auglýsa þetta betur og reyna að fá fleiri til að mæta, eins og sveitungana, sem hefur tekist og þannig lífgað upp á klúbbinn. Núna erum við um 40 með- limir sem höfum hér ákveðið athvarf til að drekka bjór. Hérna er draumur okkar orðinn að veruleika, að hafa athvarf fyrir þá athöfn að fá sér einn kaldan eðalbjór eftir vinnu í góðra vina hópi og spjalla. Öl er jú innri maður,“ segir Broddi. Félagslegur vettvangur Frá 1. maí árið 2010 hefur Bjórsetrið verið rekið undir ferðaþjónustunni á Hólum og hefur því breyst frá því að vera lokaður innkaupaklúbbur í að vera opið almenningi þegar við á. „Það hefur eingöngu verið opið á föstudögum hjá okkur þegar við erum með hefðbundinn bjórfund. Við höfum þó opnað oftar eftir samkomulagi, til dæmis þegar ráðstefnur eða fundir eru á Hólum. Þetta er þó ekki eins lokað og í byrjun því undanfarið höfum við fengið fleiri gesti úr sveitinni og þetta er orðið eins og svona félagslegur vett- vangur í héraðinu, menn útvega sér bílstjóra og mæta. Yfirleitt erum við með í kringum 60 bjórtegundir en mest hefur það þó farið í yfir 90 tegundir. Þetta er alltaf breytilegt og það getur enginn gengið að því vísu að fá sömu tegundina næst þegar hann kemur. Bjórinn sem við seljum er allur á flöskum eða af krana. Við erum ákveðin himnasending fyrir birgja sem vilja prófa að flytja inn kassa og kassa af einhverju nýju. Við tökum við öllu og viljum í rauninni prófa allar tegundir og það er margt hér sem fer til dæmis aldrei í sölu í Vínbúðinni. Við erum oft með bjór sem við látum flytja sérstaklega inn fyrir okkur og er hvergi annars- staðar hægt að fá á landinu,“ útskýrir Guðmundur Björn. Áhugamenn um bjór Broddi og Bjarni Kristófer eru miklir áhugamenn um bjór og bjórmenn- ingu og er Guðmundur Björn óðum að komast inn í þann hugarheim. „Okkur Bjarna finnst þetta mjög heillandi, þessi bjórmenning. Við höfum farið á bjórhátíðir erlendis og hvaðeina. Ég veit ekki alveg hvaðan þessi áhugi kemur, kannski frá þeim tíma þegar bjór var bannaður hér- lendis og menn gerðu sér að góðu bjórlíkið á Gauk á Stöng, á þeim árum var munaður að drekka alvöru bjór. Muna ekki allir eftir því að fá sér fyrsta bjórinn í flugstöðinni þegar þeir fóru til útlanda, njóta frelsisins. Reyndar gerum við þetta enn til að minna okkur á gamla tíma,“ útskýrir Broddi brosandi. Guðmundur Björn segist vera að smitast af áhuganum, er eiginlega starfsmaður í þjálfun. „Ég drakk mjög lítið af bjór þegar ég kom hingað en það hefur breyst. Ég hef mestan áhuga á að sjá þessa hugmynd ganga upp því þetta er einstakt fyrir- bæri á Íslandi.“ Leikfimisal breytt í stóran pöbb Meðlimir klúbbsins hafa fært út kvíarnar og bjóða nú meðal annars upp á bjórkynningar fyrir hópa en hátt í 400 manns hafa nýtt sér það tilboð. „Við höfum aldrei auglýst okkur en erum þó með Facebook síðu (Bjórsetur Íslands). Við reynum að sýna fjölbreytileika bjórmenningar- innar og hlustum ekki á gesti sem heimta sína bjórtegund, það er ekki í boði hér. Síðan stöndum við einnig í ákveðnum innanbúðardellum, sem er blindsmökkun þar sem við rýnum í bjórana og gefum einkunn. Í sumar héldum við okkar fyrstu bjórmenning- arhátíð, Suttunga Sumbl, sem mælist vel fyrir. Þar tóku birgjar og bruggarar þátt og hægt var að smakka og fræðast um bjór. Bruggað var í litla brugghús- inu okkar allan daginn og gátu gestir fylgst með,“ segir Broddi brosandi og Guðmundur Björn bætir við: „Þetta er náttúrlega allt gert í sjálf- boðavinnu og það er ekki mikið fjár- magn sem við höfum úr að moða. Það er lítil álagning á bjórnum og er hann sennilega sá ódýrasti á landinu. En við seljum hér boli og glös og fáum eitthvað inn á því. Fyrir afgangspening höfum við haldið grillveislur fyrir íbúana hér og eitt sinn héldum við tíu rétta veislu þar sem bjór var í öllum uppskriftunum. Við höfum stundum íhugað að ráða hér inn manneskju til starfa en erum hræddir um að heimspeki klúbbsins gæti þá týnst.“ Úr eldhúsbruggi í mjólkurhúsið Sem fyrr var nefnt stóð Broddi í bjór- bruggun í sumar þegar bjórhátíðin var í mjólkurhúsinu, en slík iðja er ekki ný af nálinni fyrir honum. „Þetta byrjaði sem eldhúsbrugg en eftir mikla pressu frá eiginkonunni að koma þessu annað fengum við leyfi til að vera hér í mjólkurhúsinu. Þetta eru einföld tæki sem þarf til verksins, svunta, stígvél og pottar og þá er maður í góðum málum. Bjórbruggun er ekta handverk og tekur brugg- dagurinn um átta klukkustundir, en eftir það er ferilinn um fjórar vikur og þá fer mjöðurinn á stálkúta og þaðan á dæluna, svo hann fer aldrei út úr húsi frá okkur. Þetta er lítil fjárfesting og ferillinn er í raun um 85% þrif,“ útskýrir Broddi og segir jafnframt: „Þetta er tilraunabrugghús þar sem allt er leyfilegt, enda er þetta sama og matargerð. Við fengum áfengisfram- leiðsluleyfi fyrir tveimur mánuðum og það gerir okkur kleift að framleiða bjór löglega. Það eru mismunandi stílar við bjórbruggun og við erum að brugga bjór sem er nokkuð sterkur og mikið humlaður. Núna er auðvelt að lesa sér til um bjórgerð, bæði á vefnum sem og í bókum, einnig er að verða auðveldara að fá hráefni, svo þetta er framkvæm- anlegt ef menn leggjast aðeins yfir þetta. Bjórmenning á Íslandi er mjög ung en það er samt einhver ákveðin stemning og, já, í raun ákveðinn galdur við að brugga góðan bjór.“ /ehg Bjórsetur Íslands á Hólum: „Öl er innri maður“ Á neðri hæð Bjórsetursins, í gamla mjólkurhúsinu, hafa þeir félagar komið upp bruggunaraðstöðu og búa þar til öl handa klúbbmeðlimum. bækurnar prýðisgóðar heimildir um starfsemina. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.