Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 16
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 201116 Eftirfarandi „Fjölskylduríma“ er eftir Jón Kr. Jóhannesson frá Skáleyjum, f. 1903, d. 1983. Hann var kunnur fyrir kveðskap á sinni tíð og gaf m.a. út ljóðabókina Í fölu grasi. Rímuna orti hann um bróður sinn, Gísla Jóhannesson í Skáleyjum, og fjölskyldu hans árið 1954. Ekki er vitað til að ríman hafi áður birst á prenti. Fjölskylduríma 1954 Nú skal hefja hörpuslátt, hljómum sefja andann, engar refjar, oss er brátt, upp með stefjafjandann. Gísli heitir höldur grár, hrúta feita sker hann. Hreppsi eiturharður og klár heillar sveitar er hann. Sumum borgast illa allt, aðrir borgun týna. Hann fékk borgun hundraðfalt, hann fékk Borgu sína. Hve atalt bæði unnu þau ég aldrei ræði nóg um. Sjóli harði sæmdi þau sandi af gæða krógum. Um stoltan Eyjarsteininn minn stöku ei skal letra, en seinna fleygja í fræðinginn fersku heyi og betra. Eins skal ljúga á Ólínu engu nú að sinni, en fögru búi og farsælu frúin trúi ég vinni. Ekki sinni eg þér meir auðgrund stinn á svelli. Ástu minni ögn af leir ég ætla að finna í hvelli. Margan ærðan óvita oft í værð nam máta Hrundin lærðra handtaka hún er stærðar gáta. Þinn ef flamminn eitthvað er að öðrum hlammast konum, gullhlaðs ramma grundin sver gefðu á kjammann honum. Karlar á gresju hvöttu ljá kalt þótt blési af hrinu. Jóhannesinn aðild á að öllu veseninu. Af þér stundum stráklingur stór ég undur heyri. Öllum hundum Ólafur er á sundi meiri. Stína fyndin stúlkan mín stél í vindinn setur. Hún er yndisung og fín og ætlar að synda betur. Fjölskylduríma – Áður óbirt efni eftir Jón Kr. Jóhannesson frá Skáleyjum Málverk eftir Jón Kr. Jóhannesson af byggðinni í Skáleyjum eins og hún var árið 1935. Aðeins eitt þessara húsa mun enn vera uppistandandi. Sjálfsmynd af Jóni Kr. Jóhannessyni frá Skáleyjum. Heyskapur í Skáleyjum. Mynd úr safni Maríu S. Gísladóttur og Leifs Kr. Jóhannessonar. Jón Kr. Jóhannesson var góður teiknari og eftir hann liggja fjölmargar teikningar og málverk. Þar á meðal er þetta málverk sem er í eigu Maríu S. Gísladóttur bróðurdóttur Jóns og Leifs Kr. Jóhannessonar fyrrum forstöðu- manns Stofnlánadeildar landbúnaðarins sem seinna fékk heitið Lánasjóður landbúnaðarins. Skáleyjar eru innsti hluti svo- nefndra Inneyja sem er hluti af Vestureyjum Breiðafjarðar og Flateyjarhrepps. Nú í dag eru eyjarnar hluti af Reykhólahreppi. Auk Skáleyja teljast til Inneyja, Hvallátur, Sviðnur og Svefneyjar. Af þessum eyjum eru Skáleyjar innstar og næst landi. Skáleyjum til- heyra um 160 eyjar og þegar sem flest var fólkið í eyjunni voru þar fimm ábúendur. Upphaflega voru ábúðarpartarnir fjórir og báru nöfnin Norðurbær, Ytribær, Efribær og Innribær en voru svo sameinaðir í tvo jafn stóra jarðarparta. Auk þessarar skiptingar á jörðinni sjálfri voru heimili gamals fólks sem lifði af eignum sínum og svokallaðar þurrabúðir þar sem heimilismenn stunduðu sjósókn og höfðu lifibrauð af því meðan fiskimiðin gáfu af sér. Hlunnindi voru aðallega dún- og eggjatekja og vorkópa- og fugla- veiði. Árin 1967-77 var mannlaust í Skáleyjum á veturna en síðan föst búseta fram yfir nýliðin aldamót. Síðast veturseta í Skáleyjum veturinn 2002 Jóhannes G. Gíslason, bróðursonur Jóns Kr. Jóhannessonar, hefur hvað lengst haft vetursetu í Skáleyjum hin síðari ár. Hann segir að 2002 hafi síðast verið þar veturseta. „Ég er nýkominn í land núna og held til hér á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Það hefur verið farið út í eyjar 1. apríl ár hvert og hef ég miðað við að vera þar til 1. desember. Annars hafa yngri kyn- slóðir verið hér yfir sumartímann og nytjað dún og lagt eitthvað fyrir sel. Þá hefur líka verið unnið við þang- skurð flest undanfarin ár." Aldrei áður á ævinni upplifað eins ástand og í sumar Jóhannes segir að æðarvarpið hafi farið illa í sumar bæði vegna veðurs og lítils ætis sem virðist vera orðið vandamál. Vargfuglinn hafi því herjað meira en venjulega á hreiðrin. „Ég upplifði það í sumar í fyrsta sinn á ævinni að sjá ekki einn ein- asta æðarunga á sundi við Skáleyjar þegar kom fram á sumar. Það var ekkert að sjá nema geldfugl," segir Jóhannes sem er fæddur 1938 og man því tímana tvenna hvað þetta varðar. Byggðar fljótlega eftir landnám Skáleyjar hafa að öllum líkindum verið byggðar frá fyrstu tíð en ekki er minnst á þær í neinum fornritum nema Sturlungu. Þar kemur þó ekki fram að Skáleyjar séu í byggð heldur eru þær bara nefndar sem eign stór- höfðingja og í raun ekki vitað hve- nær þær byggðust fyrst þó menn telji að það hafi verið fljótlega eftir landnám. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 kemur fram að verðgildi jarðarinnar hafi þá verið 40 hundruð, en verðgildi eða dýr- leiki eins og það var nefnt var mælt í hundruðum. Meðalbújörð á Íslandi var 20 hundruð en óðalsjörð 60 hundruð eða meira. Jörðin Skáleyjar var leigujörð, eigendur hennar voru börn Þorsteins Þórðarsonar frá Skarði. Ábúendur í Skáleyjum á þessum tíma voru fjórir. Leigukúgildi voru í heild átta og var leigan borguð í æðardún. Heildarleigan átti að vera 30 fjórð- ungar af æðardún sem samsvarar 150 kg en hver fjórðungur er um 5 kg. Víða gengt milli eyja á fjöru Vegalengdin frá Haugsnesi á Skálmarnesi í lendinguna í Skáleyjum er u.þ.b. 7 km, en þaðan eru 10 km í Skálanes og 12-13 km upp á Reykjanes. Á stórstraumsfjöru er gengt úr Látralöndum í Skáldsey, eina Skáleyja. Þá verður einnig gengt milli byggðu eyjanna þriggja í Inneyjum. Heimaeyja Skáleyja er u.þ.b. 1½ km löng og 200-400 m breið og óregluleg í lögun. Stöðuley og Litla-Lyngey eru við innri enda hennar og losna frá henni í mestu flóðum. Séu þær taldar með er heimaeyjan rúmlega 2 km löng. Mikið er af hólmum og skerjum umhverfis hana og víða grunnsævi. Eyjan er því vel varin gegn brimi og haföldu en Hróvaldsey tekur á móti þessum náttúruöflum. Engar heimildir eru til um upphaf byggðar í Skáleyjum. Vætt yfir í Lyngeyjarhólma Örskammt austan heimaeyjarinnar er Stóra-Lyngey og örmjótt sund á milli. Þangað er vætt á öllum fjörum, svo og til Lyngeyjarhólma sunnan hennar. Einnig er vætt til Framhólma, sem eru í röð meðfram endilangri heimaeynni norðvestanverðri (Strákar, Kríuhólmi, Þríklakkar, Grænhólmi, Tréeyjarsker o.fl.). Þá er gegnt út í Suðurlönd inn af Stöðuley (Hamarshólmi, Stórhólmi, Klakkaflögur, Straumakolla o.fl.) og Norðurlönd norðan Suðurlandsvogs. Þar er Grísaból, sem er innstur Vestureyja. Norðurlöndin voru helstu kúahagar Skáleyja og þar var mikil dúntekja. Norðurey og Hellisey eru hluti þeirra og allgott vatnsból er í hinni síðarnefndu. Fagurey er meðal stærstu eyja Vestureyja (800x250m). Þar var búið fyrrum eins og tóttir, garður, naust og brunnur bera með sér. Getum hefur verið leitt að því, að upphaf byggðar í Skáleyjum hafi verið í Fagurey, en það er ólíklegt vegna áberandi meiri landkosta á heimaeynni og miklu meiri mannvistarleifa þar. Munnmæli herma, að byggð hafi eyðst í Fagurey vegna draugagangs eða svartadauða. Gott samkomulag við álfa Í Sturlungu er þess getið, að Sturla Þórðarson hafi tekið við Bjarneyjum og Skáleyjum. Þar er ekki getið byggðar, þannig að þær hafa líklega byggst mun fyrr en sagan er rituð. Þjóðsögur, einkum um huldufólk, eru margar. Sóknarkirkja þeirra var talin vera í Lyngeyjarkletti. Lítið er um álagabletti og ýfingar milli manna og álfa, þannig að þeir hafa líklega verið ágætlega friðsamir. Um 160 eyjar tilheyra Skáleyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.