Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 20
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 201120 Katrín Andrésdóttir dýralæknir lét af störfum sem héraðsdýra- læknir hjá Matvælastofnun þann 1. nóvember síðastliðinn eftir 25 ára starf. Í kjölfar skipulags- breytinga hjá stofnuninni og vegna persónulegra ástæðna tók Katrín þá ákvörðun að sækja ekki um stöðuna sem auglýst var í nýju Suðurumdæmi. Katrín og maður hennar, Sveinn Ingvarsson, hafa búið á æskustöðv- um Sveins að Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í aldarfjórð- ung. Þar hefur verkaskiptingin á bænum alltaf verið skýr, hún úti- vinnandi en Sveinn hefur unnið að búinu. „Svenni er bóndinn, ekki ég. Ég geng ekki að því sem gefnu að kona sem á húsasmið fyrir mann sé einnig smiður - nú, eða smiðskona. Það er algengur misskilningur að hjón á sveitabýlum séu endilega bæði bændur. Það er til dæmis mjög algengt upp til sveita að konur starfi utan heimilis og einnig karlinn ef því er að skipta. Margar konur eru hins vegar bændur en eru yfirleitt ekki skráðar fyrir búi, það er oftast skráð á kennitölu karlsins. Þessu þarf að breyta, það stendur meðal annars upp á Bændasamtökin að jafna stöðu umbjóðenda sinna,“ segir Katrín. Bændadóttir úr Borgarfirði Katrín er fædd og uppalin á Stóra- Kroppi í Reykholtsdal, elst fjögurra systkina. „Móðir mín, Sigríður Ágúst- dóttir, var önnur stúlkan á Íslandi sem fór í bændaskóla. Hvanneyrarskóli neitaði að taka við henni, hún fékk hins vegar inni á Hólum og önnur stúlka fengin til að vera með henni. Þetta var líka sérstakt vegna þess að mamma var ekki úr sveit, uppalin á Ísafirði og í Reykjavík. Móðir mín var braut- ryðjandi á fleiri sviðum því hún lærði mjólkureftirlit í Hollandi, Danmörku og Bretlandi. Foreldrar mínir bjuggu með kýr, kindur og hross en mamma átti kýrnar. Við grínumst stundum með að þetta sé erfðagalli, því sonur okkar er einn- ig ákveðinn í að verða kúabóndi,“ segir Katrín og bætir við: „Foreldrar mínir hættu að búa árið 1977. Þau fluttu til Reykjavíkur, pabbi tók við stöðu kjötmatsformanns og var því í miklum tengslum við bændur og búalið. Móðir mín starfaði fyrst sem framkvæmdastjóri hjá Hagkaupum og síðar sem fulltrúi hjá Vegagerðinni.“ Til Noregs í dýralækningar Katrín nam dýralækningar í Osló í Noregi og kom heim úr námi árið 1984. „Mér hefur alltaf fund- ist mjög ánægjulegt að vinna með dýr, kýrnar eru auðvitað í mestu uppáhaldi og svo kindurnar og hrossin. Svín eru líka bráðgáfaðar og skemmtilegar skepnur. Það hefur stundum verið sagt í gríni að ég hafi fæðst í fjósastíg- vélum,“ útskýrir Katrín og segir jafnframt: „Oddur Rúnar, mágur mömmu, var héraðsdýralæknir í Borgarfirði og ég vissi því út á hvað starfið gekk. Ég hef aldrei séð eftir að hafa valið þessa leið, námsárin í Noregi voru lærdómsrík og gefandi og ég starfaði í Noregi í þrjú ár eftir námið. Um næstu hvítasunnu koma skólafélagar mínir frá Noregi til að fagna 30 ára útskriftarafmælinu. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hvað tíminn líður hratt.“ Lítil og mjó með fléttur Þegar til Íslands kom hóf Katrín störf sem sjálfstætt starfandi dýra- læknir í uppsveitum Árnessýslu, þá í samstarfi við Gunnlaug Skúlason fv. héraðsdýralækni í Laugarási. „Fyrsta sumarið mitt leysti ég Gunnlaug af, hann fór sem oftar til Þýskalands í fríinu. Sumum bændunum leist nú ekki allskostar á þennan nýja dýralækni; „stelpa“, lítil og mjó með fléttur! Eitt sinn var hringt í mig að nætur- lagi úr Hrunamannahreppi, þar var fastur kálfur í kú. Þegar ég kom á staðinn horfðu feðgar á mig með skelfingu, spurðu varlega hvar Gunnlaugur væri - og hvort ég vissi um Jón Guðbrandsson, dýralækni á Selfossi. Feðgarnir stóðu svo sitthvoru megin við kúna meðan ég vitjaði um hana og þegar ég var komin inn með báðar hendur upp að öxlum horfðust þeir í augu og sá eldri sagði: „eigum við ekki að setja spotta á stelpuna svo við töpum henni ekki líka inní kúna“. Þegar ég kom aftur út með lifandi kálf sannfærðust þeir þó um að hægt væri að nota mig. Í þá daga voru flestallir dýra- læknar stórir og stæðilegir karl- menn, nú eru karlar í þessu starfi ámóta sjaldgæfir og konurnar voru þegar ég hóf störf.“ „Marga fjöruna sopið saman“ „Árið 1986 var ég svo skipuð hér- aðsdýralæknir í Hreppum, sinnti þá bæði praxís og eftirliti. Árið 1999 tók ég við starfi héraðsdýralæknis á Suðurlandi, þá voru sameinuð sex dýralæknishéruð í eina eftir- litsstöðu, en mér til aðstoðar voru eftirlitsdýralæknar. Helstu verk- efnin voru eftirlit í sláturhúsum og með mjólkurframleiðslu, kjúk- linga- og svínaeldi. Smitsjúkdómar í búfé hafa verið tíðir, til dæmis riða, garnaveiki og salmonella. Miklar náttúruhamfarir hafa orðið á Suðurlandi, eldgos og jarðskjálftar. Dýravelferðarmál hafa sömuleiðis verið mörg og sum mjög stór. Skrifstofa mín var fyrstu árin hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, þar var gott að starfa með ráðunaut- unum. Þegar Landbúnaðarstofnun (seinna Matvælastofnun) var svo sett á laggirnar hér á Selfossi var skrifstofa mín flutt þar inn. Á Matvælastofnun starfar margt langreynt og hámenntað fólk sem mjög ánægjulegt hefur verið að vinna með. Vil ég sérstaklega nefna Halldór yfirdýralækni, við höfum marga fjöruna sopið saman,“ segir Katrín. Lítið samráð við dýralækna Þann 1. nóvember síðastliðinn voru störf 14 héraðsdýralækna lögð niður og sex ný embætti stofnuð. Katrín sótti ekki um stöðuna í nýju Suðurumdæmi af persónulegum ástæðum. „Heilsan er farin að gefa sig hjá okkur Svenna. Starf mitt sem dýra- læknir hefur líka oft á tíðum verið bæði líkamlega og andlega lýjandi. Ég hef alltaf öfundað þá sem hafa kjark til að hætta tímanlega, margir lifa bara fyrir vinnuna og hafa svo að engu að hverfa þegar þeir hætta. Hildur Hákonardóttir, sem er góð vinkona mín, sagði mér að hún hefði aldrei haft jafn mikið að gera og aldrei notið lífsins eins mikið og eftir að hún hætti að vinna. Ég hef trú á að sú verði raunin hjá mér líka.“ Breytingin á störfum héraðs- dýralækna, sem að ofan greinir, er í takt við nýju matvælalöggjöfina sem kveður á um aðskilnað eftirlits og þjónustu. „Ljóst hefur verið í tvö ár að af þessum breytingum yrði. Héraðsdýralæknarnir óskuðu ítrek- að eftir því að endurskipulagning hæfist og vildu þá fyrst og fremst sjá hvernig haga ætti almennri dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. En ráðamönnum voru mislagðar hendur í þessu eins og mörgu öðru, þetta gekk seint og illa og mikill kurr og órói varð hjá dýra- læknum sem margir höfðu starfað áratugum saman. Það gleymist oft til hvers dýralæknaþjónustan á landsbyggðinni er, hlutverk hennar er fyrst og fremst að tryggja velferð dýra. Dýraeigendur eiga líka rétt á þessari þjónustu, til dæmis geta bændur orðið fyrir fjárhagstjóni ef ekki næst í dýralækni. Síðast en ekki síst snýst málið um dýralækn- ana og fjölskyldur þeirra. Það er stór ákvörðun að setja sig niður úti á landi og heilmikil fjárfesting sem fylgir því að reka praxís. Yngra fólk er heldur ekki tilbúið til þess að vera á vakt allan sólarhring- inn alla daga ársins, en víða hafa dýralæknar þurft að búa við þær aðstæður.“ Lætur draumana rætast Katrín Helga mun ekki sitja auðum höndum þrátt fyrir að hafa látið af störfum. Áhugamálin eru mörg og sum þeirra hafa setið á hakanum í langan tíma. „Það er mjög margt sem mig langar til að gera og flýgur mér þá fyrst í hug að rækta garðinn minn og sinna gróðurhúsinu mínu betur en ég hef gert. Ég er með gott tæplega 30 fermetra gróður- hús þar sem ég rækta ýmislegt eins og tómata, kryddjurtir og kúrbít og get einnig sáð til sumarblóma og grænmetis. Við höfum ræktað mikið af skjólbeltum og viljum bæta við þau og rækta skóg á land- græðslusvæðum. Ég skráði mig því í námskeiðaröðina „Grænni skóg- ar“ hjá Landbúnaðarháskólanum. Svo er ég einnig þáttakandi í mjög áhugaverðu tilraunaverk- efni Landbúnaðarháskólans og Garðyrkjufélagsins um ræktun ávaxtatrjáa,“ segir Katrín og bætir við: „Annars er ég núna aðallega í því að stela mjólk úr fjósinu og vinna úr henni skyr, osta og jógúrt. Ég keypti mér ostagerðartæki fyrir 15 árum og hef nú tekið þau upp aftur, þetta er því gamalt áhuga- mál hjá mér. Síðan er ég að sauma mér faldbúning – byrjaði á honum fyrir 10 árum en hafði svo ekki tíma. Á nýju ári ætla ég á vikunám- skeið í Skals handavinnuskólanum í Danmörku til að læra betur á raf- magnsprjónavélina mína. Ég hef því loksins tíma til að sinna öllu því skemmtilega sem áður lenti í undandrætti vegna vinnunnar!“ /ehg „Fæddist í fjósastígvélum“ Katrín Andrésdóttir dýralæknir lét af störfum sem héraðsdýralæknir þann 1. nóvember síðastliðinn eftir 25 ára starf: Katrín Helga Andrésdóttir lét af störfum sem héraðsdýralæknir þann 1. nóvember síðastliðinn eftir 25 ára farsælt starf og sér nú fram á nógan frítíma til að sinna áhugamálum sínum. Mynd / ehg Hér er Katrín að fella fullorðinn hest á upphafsárum starfsferilsins sem dýralæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.