Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 22
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 201122 Opið bréf til Landbúnaðarháskóla Íslands frá félagi framleiðenda í lífrænum búskap Ummæli og sjónarmið í garð lífrænnar ræktunar harðlega gagnrýnd – sömuleiðis áform um leigu á gróðurhúsi að Reykjum til ræktunar á erfðabreyttum plöntum í þágu snyrtivöruiðnaðar Tilefni þessa bréfs er sú fyrir- ætlun LBHÍ að leigja út gróður- hús sitt á Reykjum í Ölfusi til ræktunar á erfðabreyttum lyfjaplöntum, sbr. umsókn þess efnis til Umhverfisstofnunar og umsagnarferlis innan sveita- félagsins Ölfuss. Tilefnið er ekki síður ýmis ummæli starfsmanna og stjórnenda skólans undan- farið, sem virðast til þess fallin að grafa undan lífrænni ræktun og búskaparháttum á Íslandi, sem hópur bænda ástundar sam- kvæmt alþjóðlegum vottunar- stöðlum. VOR - verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap, mótmælir þeim fyrirætlunum skól- ans að ætla að ráðstafa dýrmætu, sérhæfðu húsnæði til starfsemi sem er óskyld garðyrkju og mat- vælaframleiðslu líkt og lagt var upp með við byggingu hússins. Félagið telur að með þessu sé skólinn að fara alvarlega út fyrir hlutverk sitt og þá meginskyldu að styðja við og efla sjálfbæran landbúnað og mat- vælaframleiðslu á Íslandi. Við telj- um að með þessari ráðstöfun dragi verulega úr möguleikum skólans til þess að stunda rannsóknir og verk- efni sem ýtt geta undir nýsköpun og þróun tækifæra fyrir ræktendur hér á landi. Aukin vegsemd landbún- aðar, garðyrkju og annarrar mat- vælaframleiðslu þar sem heilbrigði umhverfis og náttúru er haft að leiðarljósi er mikið hagsmunamál þjóðarinnar og mikil ábyrgð sem hvílir á höndum LBHÍ sem einu sérhæfðu kennslustofnunarinnar á þessu sviði. VOR gagnrýnir auk þess harð- lega þau ummæli og sjónarmið sem ýmsir starfsmenn og stjórnendur skólans hafa látið frá sér undan- farið í nafni LBHÍ en þau gefa okkur tilefni til þess að fullyrða að skólinn haldi uppi mismunun á búgreinum. Svo virðist sem skólinn hallmæli lífrænum búskaparháttum alls staðar þar sem hann á þess kost. Ber þar fyrst að nefna umsögn er Jóhannes Sveinbjörnsson, f.h. auðlindadeildar LBHÍ, sendi nýver- ið frá sér til Alþingis Íslendinga þar sem rangt er farið með staðreyndir og um leið afhjúpað mikið þekk- ingarleysi á lífrænni ræktun og þeim niðurstöðum sem alþjóðlegar rannsóknir eru að leiða í ljós um árangur af slíkum búskaparháttum Það verður ekki betur séð en að þarna sé starfsmaður LBHÍ að villa um fyrir Alþingi Íslendinga og vilj- um við sér í lagi vekja athygli á því sem þarna er fullyrt um IFOAM, en þessi augljósa rangfærsla sæmir ekki stofnun sem telur sig háskóla. Áslaug Helgadóttir og Jón Hallsteinn Hallson birtu nýver- ið grein ásamt kennurum af Heilbrigðisvísindasviði HÍ þar sem þau gagnrýna Náttúrulækningafélag Íslands fyrir að vara við slepp- ingu erfðabreyttra lyfjaplantna út í náttúru Íslands sem er aðgerð sem fjölmargir vísindamenn bæði hér heima og erlendis telja að vinni gegn sjálfbærri þróun. VOR tekur undir þessi varnaðarorð NLFÍ og vekur athygli Landbúnaðarháskóla Íslands á að slík aðgerð sem starfs- menn skólans virðast tala fyrir, yrði ekki í þágu uppbyggingar á sjálf- bærum landbúnaði, hvað þá lífrænni ræktun á Íslandi. Við krefjumst þess að skólinn kynni sér þær staðreyndir sem gilda um vottun lífrænna afurða og þá hagsmuni bænda sem skólinn lítilsvirðir með því að taka slíka afstöðu gegn lífrænum landbúnaði. Í Bændablaðinu 24. nóvember sl. skrifa Áslaug Helgadóttir og Guðni Þorvaldsson grein þar sem rang- færslur auðlindadeildar eru að sumu leyti endurteknar og því haldið fram að halda verði uppteknum hætti í hefðbundnum landbúnaði með notkun tilbúins áburðar og þróun í átt til verksmiðjubúskapar. Er starfs- mönnum LBHÍ ekki kunnugt um að FAO, ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins telja að það verði að snúa frá þessum búskaparháttum í landbúnaði til þess að sporna gegn þeirri vá sem steðjar að umhverfi og náttúru, s.s. losun gróðurhúsalofttegunda, mengun jarðvegs, mikilli notkun jarðefna- eldsneytis o.s.frv. ? VOR harmar það viðhorf til líf- rænna búskaparhátta og þar með lífrænna bænda sem endurspegl- ast í ofangreindu. Að því gefnu að skólinn vilji stuðla að sjálf- bærri þróun eru þessi ummæli og aðgerðir með öllu óskiljanlegar, auk þess sem vegið er að hagsmun- um bænda sem teljast vera skjól- stæðingar þessarar einu mennta- stofnunar landsins sem kennir sig við landbúnað. Það vekur athygli að þegar lögð er áhersla á að auka hlutdeild lífrænna búskaparhátta í öllum nágrannalöndum okkar, sem og innan Evrópusambandsins, þá séu uppi tilburðir innan LBHÍ til að veikja stöðu lífrænnar ræktunar á Íslandi. Aukinn aðlögunarstuðn- ingur við lífræna bændur sem sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur komið á sýnir auk þess vilja ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Rétt er að geta þess að umhverf- isdeild LBHÍ sendi frá sér umsögn vegna Græna hagkerfisins í allt öðrum anda en að ofan er lýst og þar er því fagnað að markmið séu sett um lífræna landbúnaðarframleiðslu á Íslandi og telur deildin mikilvægt að efla faglegt starf í þágu lífrænna búskaparhátta hér á landi, í takt við það sem er að gerast erlendis. Umsögn umhverfisdeildar vekur von um að Landbúnaðarháskólinn fari að dæmi erlendra háskóla og svari kalli alþjóðastofnana s.s. FAO um eflingu lífrænnar ræktunar í þágu sjálfbærrar þróunar. VOR kallar hér með eftir áliti og skýrri afstöðu LBHÍ til ofangreindra atriða. Auk þess förum við þess á leit við LBHÍ að upplýsa hvaða verkefni og rannsóknir eru í gangi á vegum skólans um lífrænan landbúnað og hver fyrirætlun stofnunarinnar er hvað varðar kennslu og rannsóknir í lífrænum landbúnaði á næstu árum. Þessu bréfi er jafnframt komið á framfæri við siðanefnd LBHÍ. Við teljum að umsögn auðlindadeildar til Alþingis Íslendinga um Græna hagkerfið geti hafa brotið gegn siðareglum sem skólinn hefur sett sér, þar sem stendur m.a.: „Kennarar, rannsakendur og nemendur eru gagnrýnir á sjálfa sig og vanda störf sín. Þeir falsa ekki eða afbaka upplýsingar, gögn eða niðurstöður rannsókna og forðast hvers kyns mistök og villur.“ Virðingarfyllst, f.h. VOR - verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap Guðfinnur Jakobsson Fréttaskýring Sótt hefur verið um áframhaldandi undanþágu á varnarefnaeftirliti til 2013 Stefnan nú sett á að byggja upp aðstöðu með íslensku fjármagni Um nk. áramót rennur út undan- þága sem Ísland hefur haft gagn- vart reglugerð í matvælalöggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Reglugerðin lýtur að mæl- ingum á leifum varnarefna, s.s. skordýraeitri, sveppalyfjum, ill- gresiseyði og stýrefnum, í græn- meti, ávöxtum, korni og fleiri matvörum. Undanþágan felst í því að Íslandi er heimilt að skima fyrir um 60 efnum í stað þeirra um 170 sem reglugerðin gerir ráð fyrir. Jón Gíslason, forstjóri MAST, segir að sótt hafi verið um áfram- haldandi undanþágu. Þetta þýðir að áfram verður hér á landi varnar- efnaeftirlit sem er langt frá því að vera jafn ýtarlegt og lög gera ráð fyrir í Evrópusambandinu og innan EES. Meginreglan í löndum á EES- svæðinu er að matvælaeftirlit fer fram í upprunalandi, en það skal hafa í huga að hlutfall sýna sem greind voru á síðasta ári var u.þ.b. jafnhátt frá löndum utan Evrópu (og er Ísland þar talið með). Vegna innleiðingar matvælalög- gjafarinnar eru tilnefndir opinberir greiningaraðilar á 21 skilgreindu sviði matvælaöryggis. MAST hefur umsjón með þeim þætti á Íslandi; leggur fram tillögur og veitir umsögn til ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála um það hvaða aðili er best til þess fallinn að sinna slíku eftirliti. Jón Gíslason segir að MAST hafi viðurkennt Matís sem opinberan rannsóknaaðila vegna mælinga á leifum varnarefna í mat- vælum og hafi lagt til við sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytið að það tilnefni Matís sem opinbera tilvísunarrannsóknastofu á þessu sviði og einnig vegna mælinga á þungmálmum í fóðri og matvælum. Mast hverfur frá umsókn um IPA-styrk Frá því hefur verið greint að undan- förnu, bæði í Bændablaðinu og öðrum fjölmiðlum, að Matís hafi sótt um 300 milljóna króna styrk til ESB – svokallaðan IPA-styrk sem er án skilyrða – til að standa straum af uppbyggingu á rannsóknarstofu- búnaði og þjálfun á starfsfólki. Ef styrkurinn fengist væri þannig hægt að sinna lögbundnum mælingum á þessum varnarefnum á Íslandi. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sagði m.a. í umfjöllun hér í blaðinu 27. október sl., að upp- bygging búnaðarins væri mikilvæg fyrir hagsmuni matvælaframleið- enda og neytenda á Íslandi. Hann sagði þó að grundvöllur þyrfti að vera fyrir rekstri tækjanna. Í við- tali við Fréttablaðið 29. nóvem- ber sl. upplýsti stjórnarformaður Matís, Friðrik Friðriksson, það að styrkumsóknin hefði verið dregin til baka. Kom fram í viðtalinu að óvissa um viðskiptalegar forsendur og pólitísk afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefði valdið því. Sveinn staðfestir orð Friðriks og segir að ákvörðun stjórnar hafi verið tekin eftir heildstæða skoðun á málinu; vegna hinnar pólitísku og rekstrarlegrar óvissu. Hann ítrekar þó það, sem fram kom í téðu við- tali, að ekki væri mögulegt að sinna lögbundnum mælingum á Íslandi ef ekki yrði byggður upp tækjabún- aður til þess. Jón Gíslason segir að mestur hluti þeirrar evrópsku löggjafar sem um ræðir hafi verið í gildi frá því að Ísland gerðist aðili að EES- samningnum, árið 1994. „Efnum á listum yfir hámarksákvæði hefur fjölgað með árunum auk þess sem kröfur um sýnatökur og mælingar hafa tekið breytingum.Ef horft er til styrkumsóknar Matís til að byggja upp rannsóknastofu, þá átti þar að vera hægt að mæla þau varnarefni sem lögbundið er að mæla, en einnig efni eins og þör- ungaeitur í skelfiski, sem hingað til hefur verið mælt erlendis, og annast eftirlit með merkingum og rekjanleika á erfðabreyttu fóðri og matvælum. Þá náði umsóknin til efna eins og þungmálma, auk PCB og PAH sem eru lífræn mengunar- efni. Undanþágan sem vísað er til varðar aðeins mælingar á leifum varnarefna í matvælum.“ Á milli MAST og Matís er í gildi samningur vegna varnarefna- mælinganna og er þar tekið mið af tilteknum sýnafjölda og þeim fjölda efna sem Matís getur greint í hverju sýni, sem nú eru rúmlega 60 eins áður segir. Jón segir að MAST hafi einnig gert samning við Matís vegna tiltekinna aðskotaefnamæl- inga og hafi auk þess fengið fjár- veitingu til að kosta mælingar á erfðabreyttum matvælum og fóðri og var það hluti þeirra mælinga sem Matís hugðist byggja upp. „Á öðrum sviðum þarf að tilnefna aðrar rannsóknastofur hér á landi eða rannsóknastofur í EES-ríkjum ef fullnægjandi aðstaða til mælinga er ekki fyrir hendi hér á landi. Það hafa þegar farið fram viðræður milli ráðuneytisins og Matís vegna þessa. Eins og staðan er nú getur þessi tilnefning aðeins náð yfir þau efni sem Matís eða aðrar íslenskar rannsóknastofur geta mælt í dag með aðferðum sem hafa hlotið faggildingu. Að öðrum kosti verður að leita annað.“ Undanþágubeiðni til 2013 „Það er þegar búið að leggja fram beiðni um að Ísland fái áfram undanþágu frá því að greina fleiri varnarefni en þau sem Matís getur greint í hverju sýni sem tekið er,“ segir Jón um framtíðarsýn hans á málin. „Það er heilbrigðiseftir- lit sveitarfélaga sem tekur sýnin, en MAST gerir sýnatökuáætlun á hverju ári og greiðir fyrir rann- sóknakostnað samkvæmt samn- ingi við Matís. Undanþágubeiðnin byggist á því að unnið sé að því að byggja upp rannsóknaaðstöðu hér á landi. Uppsetning tækjabúnaðar, þjálfun starfsfólks og faggilding tekur tíma og því var gert ráð fyrir að Ísland gæti greint hlutaðeig- andi varnarefni frá og með árinu 2013. Þegar fram kom að Matís myndi ekki nýta styrk frá ESB ræddu fulltrúar Matís við ráðu- neytið og lögðu fram nýja umsókn um stuðning, sem studd er af MAST, til fjármögnunar tækja- kaupa til varnarefna- og mengun- arefnamælinga, þjálfunar starfs- fólks og uppsetningar mælitækja. Umsóknin gerir ráð fyrir því að verkefnið verði fjármagnað á nokkrum árum með framlagi úr íslenskum sjóðum til að tryggja að unnt verði að framfylgja löggjöf um matvælaöryggi og vinna þar með að neytendavernd.“ Varðandi þann möguleika að senda sýni út– og sinna þar með lögbundnu hlutverki sínu um mat- vælaöryggi – í stað þess að sækja um aðra undanþágu, segir hann að þegar séu fjölmörg sýni send út til mælinga hjá rannsóknastofum í öðrum EES-ríkjum til að sinna lög- bundnu hlutverki, ekki síst á sviði aðskotaefnamælinga. „Eins og fram hefur komið hafa íslensk stjórnvöld hins vegar óskað eftir framlengingu á undanþágu frá mælingu varnar- efna sem nú er ekki hægt að greina hér á landi. Þetta er gert í tengslum við upptöku hlutaðeigandi lög- gjafar í EES-samninginn. Engu að síður eru áfram tekin sýni til mæl- inga á leifum varnarefna í samræmi við samþykkta sýnatökuáætlun sem tekur meðal annars mið af því hvaða mælingar hægt er að fram- kvæma í dag. Þá hefur þegar verið lögð fram ný ósk frá Matís eins og fyrr segir um uppbyggingu frekari mælinga hér á landi á sviði varnarefna- og aðskotaefnamælinga. Ef ekki er vilji til eða möguleiki á að koma upp slíkri aðstöðu hér á landi gæti komið til þess að heilbrigðiseftir- litið og MAST yrðu að senda fleiri sýni út til rannsókna. Nýleg lög- gjöf um merkingar og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs er dæmi sem nefna má í þessu sambandi. Kostnaður mun þá að líkindum aukast og rannsókn tæki lengri tíma. Þá yrði hið opinbera um leið að leggja fram meira fjár- magn í rannsóknir en nú er gert, nema sýnum verði fækkað. Það væri ekki góð lausn og sem dæmi má nefna að til þess gæti komið að núverandi rannsóknabúnaður hér á landi vegna varnarefna stæði lítið notaður í stað þess að byggja hann upp til að tryggja lögbundnar skyldur og matvælaöryggi og neyt- endavernd til frambúðar.“ /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.