Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 24
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 201124 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Nú þegar styttist í jólin, hátíð ljóssins, er ekki úr vegi að fjalla lítillega um jólatré og jóla- stjörnur sem margir skreyta heimili sín með í skammdeginu. Hvernig er best að velja jólatré og hvernig á að meðhöndla jóla- stjörnur? Í einni af mörgum sögum um uppruna jólatrésins segir að Bræðralag svarthöfða í Eystrasaltsríkjunum, sem var félagsskapur ógiftra karlmanna, hafi á fimmtándu öld sett upp tré í samkomuhúsi sínu í skammdeg- inu. Á jóladag flutt þeir svo tréð út á torg og dönsuðu í kringum það ásamt ógiftum konum. Seinna var farið að skreyta trén með eplum, hnetum og kexi til að gleðja og gefa börnum sem komu til að horfa á dansinn. Gott skap hjálpar til Þegar kemur að því að velja jólatré eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga. Í fyrsta lagi á gæta þess að vera í góðu skapi og í öðru lagi á að gefa sér góðan tíma. Ástæðan fyrir þessu er einföld og skýr, því það er hreinlega grút- leiðinlegt að velja jólatré í vondu skapi og erfitt að finna fallegt tré á hlaupum. Nokkrar tegundir trjáa eru í boði sem jólatré; fura, rauðgreni, Norðmannsþinur og þinur sem kallast nobilis. Allar þessar teg- undir eru fallegar á sinn hátt en um leið ólíkar hvað varðar lit og lögun. Þinur og fura eru barrheldin en rauðgreni á það til að fella barr- ið sé það ekki meðhöndlað rétt. Hvort sem jólatré eru keypt eða sótt í þar til gerðan lund er gott að skoða trén frá öllum hliðum út frá því hvort greinabyggingin sé jöfn og ekki síst að skoða toppinn vel. Þrátt fyrir að smekkur sé mismun- andi og þarfir ólíkar velja flestir þin eða greni sem er keilulaga og með beinan topp. Fura er aftur á móti óregluleg í formi og því best að velja hana meira eftir tilfinn- ingu. Meðferð jólatrjáa Eftir að heim er komið skal geyma jólatréð utandyra. Sólarhring áður en setja á tréð upp er gott að láta það þiðna, sé það frosið, til dæmis í baðkari með köldu vatni og gott er að snyrta tréð með því að klippa af því óþarfa greinar. Til að auka barrheldni er ráð að saga um fimm sentímetra neðan af stofn- inum og tálga börkinn af nokkra sentímetra upp eftir honum. Næst skal stinga stofninum ofan í sjóð- andi heitt vatn og láta tréð standa í því í nokkrar mínútur. Með þessu opnast æðar trésins og um leið tekur það upp vatn og heldur barr- inu betur fyrir vikið. Því næst er tréð sett í fót og skreytt og þess gætt að það fái nóg af volgu vatni yfir hátíðarnar. Einir sem jólatré Í eina tíð var einir vinsæll sem jólatré og flestir Íslendingar þekkja sönginn Göngum við í kringum einiberjarunn, sem er reyndar þýð- ing á dönskum texta sem á frum- málinu heitir Så går vi rundt om en enebærbusk. Barr einis þykir einkar gott við aflleysi og tíðateppu, og hið hollasta reykelsi eins og barr annarra jólatrjáa. Áður fyrr voru einiber brennd og reykurinn látinn leika um sængurkonur til að halda djöflinum og öðru illu í skefjum. Þess má einnig geta að það eru einiber sem gefa sénever og gini sitt sérstaka bragð. Jólastjörnur Jólastjörnur eru ekki auðveldustu plönturnar í ræktun en þær eru langt frá því að vera þær erfiðustu. Jurtin þrífst best við hita á milli 12 og 21°C en endist best við neðri mörkin. Þegar jólastjörnurnar eru keyptar skal láta pakka þeim inn og það má alls ekki geyma þær lengi úti í köldum bíl, þar sem þær fá kuldasjokk og því ráðlegt að fara með þær strax inn. Best er að vökva jólastjörnur lítið en oft og með volgu vatni. Moldin má aldrei þorna alveg og það má ekki heldur láta pottinn standa í vatni. Látið því pottinn standa í djúpri pottahlíf sem fyllt er í botninn með vikri. Þannig stendur jólastjarnan ekki í vatni en nýtur góðs af uppgufun og loftraki leikur um hana. Jólastjörnur þurfa góða birtu og þrífast best í björtu herbergi eða í austur- eða vestur- glugga. Jólastjörnur eiga rætur sínar að rekja til Mexíkó, nánar tiltekið til héraðsins Taxco. Löngu fyrir komu Evrópumanna til Ameríku ræktuðu Astekar, sem voru indíánaþjóð- flokkur í Mið-Ameríku, jólastjörn- ur, kölluðu þær cuetlaxocitle og vegna litadýrðarinnar var litið á þær sem tákn um hreinleika. Astekar lituðu klæði með rauðum blöðum jólastjörnunnar og mölluðu lyf gegn sótthita úr hvítum mjólkursafa hennar. Tákn jólanna Á sautjándu öld settust Fransiskus- munkar að í Taxco. Þeir tóku fljótt eftir runnum sem skörtuðu fögrum, rauðum toppblöðum á aðventunni. Munkarnir voru fljótir að tákngera plöntuna fyrir fæðingu Krists og innan skamms var jólastjarnan orðin tákn jólanna víða í Mið- Ameríku. Þýska grænmetisætan og nátt- úruunnandinn Albert Ecke settist að í Hollywood árið 1902. Ecke var gríðarlega heillaður af jólastjörn- unni, hóf ræktun hennar í stórum stíl og seldi greinar af henni á aðventunni. Árið 1920 framræktaði sonur hans, Paul, dvergafbrigði af jólastjörnu þannig að hægt var að rækta hana í potti. Hann lagði mikla vinnu í að kynna hana og tengja rauða litinn á henni jólunum. Það má því segja að Paul Ecke sé faðir jólastjörnunnar eins og við þekkjum hana í dag. Í dag er hægt að fá rauð- ar, fölrauðar og hvítar jólastjörnur. Jólastjarnan getur valdið ofnæmi eða ertingu í húð hjá fólki sem er viðkvæmt fyrir slíku en plantan er ekki hættulega eitruð eins og stund- um er haldið fram. Rannsóknir sýna að blöð jólastjörnunnar geta valdið uppköstum sé þeirra neytt í miklum mæli. Þrátt fyrir þetta er engin ástæða til að setja hana í jóla- salatið, þar sem hún er sögð mjög bragðvond. Mexíkósk jólasaga Á aðfangadagskvöld var Pepita litla hrygg. Þá stuttu langaði mest af öllu að færa jólabarninu gjöf í messunni um kvöldið en Pepita var fátæk og átti ekkert til að gefa. Petro frændi hennar huggaði Pepitu á leiðinni til kirkju og sagði: „Pepita, ég er viss um að í augum jólabarnsins er hvaða gjöf sem er, hversu lítil eða fátækleg sem hún kann að vera, jafn stór og hugurinn sem henni fylgir.“ Petita tók því að safna grösum sem uxu við vegkant- inn. Hún raðaði þeim saman í vönd og tók með sér til messu og lagði á altarið, við jötu jólabarnsins. Kirkjugestir urðu vitni að krafta- verki þegar grösin hennar Pepitu breyttu um lit og urðu fagurrauð. Eftir það voru grösin kölluð blóm aðfangadagskvöldsins. Við köllum þau jólastjörnur. Gleðileg jól. Garðyrkja & ræktun Jólatré og -stjörnur Núverandi afkoma í mjólkur- framleiðslu getur ekki tryggt nauðsynlega endurnýjun fram- leiðslutækja og aðstöðu til lengri tíma nema til komi hag- ræðing í rekstri eða lækkun launa. Þetta er niðurstaða Ingvars Björnssonar, héraðs- ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, í pistli sem hann skrifaði fyrir nokkru og birtist á vefsíðu Búgarðs undir yfirskrift- inni Vangaveltur um fjárfestingar- þörf kúabúa. Ingvar bendir á að fjárfestingar í landbúnaði hafi verið sveiflu- kenndar og það sama gildi um aðrar atvinnugreinar. Síðasti áratugur sé gott dæmi um öfgafullar sveiflur í fjárfestingu en á tímabilinu 1990 til 2000 hafi skapast nokkur endur- nýjunarþörf vegna lítilla nýfjárfest- inga, þannig að upp úr árinu 2000 fór af stað vaxandi endurnýjun á framleiðslutækjum kúabúa. Drifkrafturinn, segir Ingvar, var þörf fyrir endurnýjun og aðgengi að miklu og að því er virtist ódýru fjár- magni. Hámarki náði fjárfestingin árið 2006 en síðan dró hratt úr henni og var fjárfesting í lágmarki árið 2009. Fram kemur í grein Ingvars að fjárfesting á tímabilinu 2000 til 2010 hafi að jafnaði verið um 25 krónur á innveginn lítra, farið hæst í um 40 krónur árið 2006 og niður í 7,6 krón- ur árið 2009. Tölurnar eru reiknaðar samkvæmt verðlagi ársins 2010 og ná til fjárfestinga í vélum og bygg- ingum. Samkvæmt Búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins fyrir árið 2010 var meðalframleiðsla 170 kúabúa um 212 þúsund lítrar, velta búanna nam um 28,5 milljónum króna og breytilegur kostnaður rétt um 11 milljónum. Hálffastur kostn- aður var 7,9 milljónir og tekjur fyrir laun, afskriftir og vexti 9,5 millj- ónir króna. Vinnuþörf bús af þessari stærð er að minnsta kosti tvö árs- verk og miðað við 250 þúsund króna mánaðarlaun og launatengd gjöld nemur launakostnaður um 6,6 millj- ónum króna. Standa ekki undir kostnaði Þá standa eftir 2,9 milljónir króna, sem er greiðslugeta búsins til að standa straum af afborgunum lána, vaxtakostnaði og nýfjárfestingu, en 2,9 milljónir króna samsvara um 14 krónum á innveginn lítra. Bendir Ingvar á að meðalfjárfestingarkostn- aður áranna 2001 til 2010 hafi verið um 24 krónur á lítra, eða 5,1 milljón. „Það er ljóst að þessi bú standa ekki undir þessum kostnaði,“ segir Ingvar. Hann veltir því upp hver nauð- synleg fjárfesting kúabúa af þessari stærð sé svo þau geti viðhaldið fram- leiðsluaðstöðu sinni. Til að framleiða 212 þúsund lítra þurfi 40 bása fjós, sem kostar um 60 milljónir króna, byggingin sjálf kosti 40 milljónir og búnaður um 20 milljónir og að auki þurfi búið aðrar vélar sem kosti um 20 milljónir króna. Kostnaður við fjárfestingu af þessu tagi samsvari 19 krónum á hvern lítra, sem er töluvert hærri upphæð en hámarks fjárfestingageta búanna er, eða 14 krónur á hvern lítra. Því segir Ingvar ekki hægt að draga aðra álykun en þá að núverandi afkoma í mjólkurframleiðslu geti ekki tryggt nauðsynlega endurnýjun kúabúanna nema til komi hagræðing í rekstri eða lækkun launa. /MÞÞ Afkoma í mjólkurframleiðslu tryggir ekki endurnýjun tækja og aðstöðu – Hagræðingu þarf til eða lækkun launa segir Ingvar Björnsson héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar Hagræðing í rekstri eða lækkun launa þarf að koma til, eigi meðalkúabú með um 212 þúsund lítra framleiðslu að standa undir nauðsynlegri endurnýjun tækja og aðstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.