Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 29
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 201130 Yfir 100 manns, nýir félagar sem eldri, mættu á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda í ár sem var haldin á Hótel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir), 23. nóvember s.l. Yfirskrift dagsins var Upp í sveit allt árið – einstök upplifun og var almenn ánægja með vel heppnaða dag- skrá. Saman upp á fjall Sigurlaug Gissurardóttir, formaður Félags ferðaþjónustubænda, setti uppskeruhátíðina. Benti hún m.a. á að aldrei fyrr hefði verið horft eins mikið til ferðaþjónustunnar sem aflvaka í atvinnulegu tilliti. Það er bjargföst trú Sigurlaugar að í dreif- býlinu felist mestu sóknarfærin í ferðaþjónustu, en nauðsynlegt sé að vita hvar tækifæri hvers og eins liggja. Sævar Skaptason, framkvæmda- stjóri Ferðaþjónustu bænda, vildi í sínu erindi klífa fjall með bændum, með vísan til orðtaksins „Ef þú ferð ekki upp á fjallið sérðu ekki yfir dalinn.“ Vildi hann þannig brýna fyrir bændum að í ferðaþjónustu væri mikilvægt að temja sér víðsýni. Greindi hann einnig frá því að mikil vinna hefur verið lögð í að þróa bókunarkerfið Gistibók Ferðaþjónustu bænda fyrir félagana og mikill kraftur verið settur í vefsölu og því mikil- vægt að ferðaþjónustubændur séu tilbúnir í samstarf. Ísland allt árið – einstök upplifun Nú leggjast menn á eitt við að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi og eru miklir hagsmunir í húfi. Inga Hlín Pálsdóttir frá Íslandsstofu sagði fundargestum frá hlutverki Íslandsstofu í þess- arri vinnu og kynnti til sögunnar verkefnið Ísland allt árið, sem er byggt á grunni Inspired by Iceland. Sameiginleg markmið og ávinn- ingur verkefnisins eru að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar. Markaðsverkefnin ná til margra miðla og verkþátta, en vefur verk- efnisins er www.inspiredbyiceland. com. Frá Íslandsstofu kom einnig Hermann Ottósson og voru skila- boð hans þau að það væri framtíð í því að byggja upp, en að hans mati aðeins ef ferðaþjónustubændur eru trúir eigin rótum og því sem þeir standa fyrir. Í framhaldi af þessum erindum var klukkustundar heimskaffi, þar sem fundargestir ræddu í hópum umræðuefnið „Ísland allt árið – hvað vilja bændur gera?“ Þar var samhljómur um að hafa ætti opið allt árið, með áherslu á jaðartímann og að tryggja þyrfti að afþrey- ing væri í boði á svæðinu. Einnig að utan háannatíma gæfist betra tækifæri til að veita persónulegri þjónustu og þannig skapa sér meiri sérstöðu á markaði. Samgöngur, öryggismál og upplýsingagjöf til ferðamanna voru líka þættir sem félagsmenn töldu mikilvægt að bæta, sem og aukin samvinna hags- munaaðila. Hönnun mikilvæg „Hvað gerir góða staði góða?“ var heiti á erindi arkitektsins Borghildar Sölveyjar Sturludóttur. Hún leiddi fundargesti inn í heim hönnunar og lagði áherslu á mikil- vægi þess að hugað væri að hönnun strax í undirbúningsferlinu, góður undirbúningur væri hagkvæmur. Sýndi hún máli sínu til stuðnings nokkrar myndir hérlendis frá og erlendis, með tilliti til náttúru, hönnunar og efniviðar. Dísa og Óli sýndu félögum sínum hvernig þau hafa byggt upp ferðaþjónustuna í Skjaldarvík, en þau lögðu af stað með mjög skýra sýn á hvernig þau vildu að staður- inn þeirra yrði sérstakur. Þar var áður hjúkrunarheimili og því ljóst að um heilmikla áskorun var að ræða, en þess má geta að þau fengu seinna um kvöldið viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ferða- þjónustubær 2011. Að lokum var fjallað um eld- húsið og var það Hansína B. Einarsdóttir sem kynnti fyrir fundargestum námskeiðið Eldað í sveitinni, sem hún er að þróa í sam- starfi við Ferðaþjónustu bænda. Hugmyndin er að bjóða upp á heilsdagsnámskeið um allt land og í framhaldinu sérsniðið námskeið fyrir áhugasama félaga með það að markmiði að gera gott eldhús betra, þannig að gestir njóti einstakrar matarupplifunar. Vefmál og gistináttaskattur Marteinn Njálsson, ferðaþjón- ustubóndi á Suður-Bár, fjallaði um vefsölu- og bókunarkerfið og Gistibók. Varan sem Ferðaþjónusta bænda býður upp á byggir á þeirri miklu fjölbreytni sem er að finna hjá ferðaþjónustubændum. Sú sérstaða skapar sóknarfæri úti á markaðnum, sérstaklega í bók- unarvélum þar sem okkar tækni er sérsniðin að okkar vörum. Þessi sóknarfæri er mikilvægt að nýta og skiptir þátttaka ferðaþjónustu- bænda miklu máli í því sambandi. Því næst var komið að kynningu á gistináttaskattinum og komu full- trúar frá Ríkisskattstjóra á fundinn. Að lokinni kynningu sköpuðust all- nokkrar umræður um þennan nýja skatt. Ekki voru allir sáttir, en ljóst er að gistináttagjaldið er komið til að vera og því mikilvægt að kynna sér málefnið vel. Óvissuferð og kvöldskemmtun Seinni hluti hátíðarinnar hófst með heimsókn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús, þar sem félagarnir fengu leiðsögn um alla sali húss- ins. Því næst lá leiðin á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda í Síðumúla 2, þar sem biðu veisluföng í tilefni af 20 ára afmæli Ferðaþjónustu bænda hf. Að lokum var hátíðarkvöldverð- ur á veitingastaðnum SATT á Hótel Reykjavík Natura. Veislustjóri kvöldsins var Guðni Ágústsson, sem hélt upp léttri og skemmtilegri stemningu ásamt fleiri góðum mönnum. Þá veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda í fyrsta sinn viðurkenningar í tveimur flokkum, annars vegar Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2011 og hins- vegar Hvatningarverðlaun 2011. Opið hús á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda Daginn fyrir og eftir uppskeruhá- tíðina bauðst félögum að koma á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda, bæði til að kynna sér starfsemina og síðast en ekki síst að kynnast Gistibókinni. Einnig var boðið upp á námskeiðið Ólíkir menn- ingarheimar og voru það bæði starfsmenn skrifstofunnar og ferða- þjónustubændur sem fræddust um ýmsar menningarvíddir og hvernig þær hafa áhrif á hegðun og upp- lifun ferðamanna. Uppskeruhátíð hjá Ferðaþjónustu bænda: Metþátttaka, góð umræða og fín stemming Guðni Ágústsson átti ekki í vandræðum með að koma fyrir sig orði á uppskeruhátíðinni. Viðurkenningar til félaga í Ferðaþjónustu bænda Á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda 6 bæjum innan samtakanna viðurkenn- ingar og er það í fyrsta sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi. Viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum. Í flokknum Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2011 fengu eftirfarandi viðurkenn- ingu: Dísa og Óli í Skjaldarvík í Eyjafirði, Hulda og Gunnlaugur frá Gistihúsinu Egilsstöðum og Margrét og Jóhann Helgi í Vatnsholti við Villingaholtsvatn. Þessi viðurkenning er veitt fyrir einstaka frammistöðu á árinu og byggist matið á umsögnum gesta auk þess sem leitað var umsagna erlendra ferðaskrifstofa. Þá var einnnig horft til þeirra gæða sem staðurinn stendur fyrir að mati starfsfólks skrifstofunnar. Í flokknum Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda fengu eftir- farandi viðurkenningu: Helena og Knútur í Friðheimum við Reykholt, Stella og Gísli í Heydal í Mjóafirði og Bergþóra í Fögruhlíð í Fljótshlíð. Hvatningaverðlaunin eru veitt félagsmönnum fyrir ein- staka og vel útfærða hugmynd og frumkvæði að uppbyggingu í ferðaþjónustu sem miðar að skemmtilegri og innihaldsríkri upplifun fyrir gestina. Það eru margir mjög frambæri- legir staðir innan Ferðaþjónustu bænda og er það von starfsfólks skrifstofunnar að þessar viðurkenn- ingar sem ætlunin er að veita árlega verði öðrum hvatning til þess að vanda til verka og skara fram úr á sínu sviði – hver á sinn einstaka hátt! Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2011 Í flokknum „Framúrskarandi ferða- þjónustubær 2011,“ hlutu þrju býli viðurkenningar. það voru Dísa og Óli í Skjaldarvík sem ákváðu fyrir tæpum tveimur árum að hætta að vinna fyrir aðra og gerast ferða- þjónustubændur. Í umsögn segir að með mikilli framkvæmdagleði, hugvitssemi, brennandi áhuga, ríkri þjónustulund og góðri elda- mennsku hafa þau náð að bræða hjarta gestanna. Staðurinn er eftir- sóknarverður, fallegur og mikill fengur fyrir ferðamanninn að dvelja hjá fjölskyldunni í Skjaldarvík. Hulda og Gunnlaugur á Gistihúsinu Egilsstöðum eru einnig með framúrskarandi ferðaþjón- ustubæ. Um hann segir í umsögn: „Einstaklega snoturt sveita- hótel þar sem andi gamalla tíma fær að njóta sín í fallegu umhverfi við sjálft Lagarfljótið. Eins og í Skjaldarvík fá gamlir hlutir nýtt líf þó með öðru yfirbragði en í Skjaldarvík og blómstrar hug- myndaflugið í hinum nýja veit- ingasal þar sem fléttast saman saga hússins, gamlar bækur með upplýs- ingu um fólkið á bakvið hráefnið sem er jú úr héraði o.s.fv." Margrét og Jóhann í Vatnsholti v/Villingaholtsvatn Þóttu líka framúrskarandi. Þau keyptu sér jörð austan við Selfoss, tóku allt í gegn; íbúðarhúsin tvö fengu and- litslyftingu, mokað var út úr úti- húsunum og kartöflukofanum. „Nú síðast komu þau upp her- bergjaálmu og stækkuðu veitinga- salinn. Þau hófust handa brosandi og full af eldmóði og ásamt öllum húsdýrunum á staðnum hafa þau náð að heilla gestina upp úr skón- um," segir í umsögn. Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2011 Þrjú býli hlutu viðurkenningu í flokknum „Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2011. Það voru Helena og Knútur í Friðheimum, Bláskógarbyggð: Garðyrkjubændur og hestaáhuga- fólk sem hafa útbúið skemmtilegan kokteil sem endurspegla það sem þau standa fyrir sjálf. Þau ásamt börnum sínum, bjóða upp á hesta- sýningar fyrir hópa á fjölmörgum tungumálum en þau eru auk þess í verkefninu Opinn landbúnaður þar sem gestum gefst kostur á að kíkja í gróðurhúsið. Nú standa þau í stórræðum, þau eru að stækka gróðurhúsið um 2000 m2 (verður þá í allt yfir 5000 m2). Í nýbygg- ingunni er gert ráð fyrir móttöku- svæði fyrir gesti og hugmyndin er að gefa gestum möguleika á að bragða á gómsætri tómatsúpu í gróðurhúsinu – Það gerist ekki meira „beint frá býli“ en það! Þess má geta að öll umgjörð staðarins er til fyrirmyndar og á sumrin er hægt að koma við heim á hlaðið og næla sér í ferska tómata í sjálfsafgreiðsl- unni! Stella og Gísli í Heydal í Mjóafirði hlutu líka viðurkenningu í þessum flokki. „Þetta eru stórhugar á Vestfjörðum sem eru á góðri leið með að byggja upp hinn sannkall- aða ævintýradal í Heydal, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi allan ársins hring. Áhersla er lögð á að bjóða upp á fjölbreytta náttúrutengda afþrey- ingu á staðnum, s.s. gönguferðir, hestaferðir, kajakferðir og sela- skoðun. Á markvissan hátt hafa þau einnig verið að vinna að lengingu ferðamannatímabilsins t.d. með því að bjóða upp á norðurljósaferðir á Vestfirðina. Þau leggja mikið upp úr samstarfsverkefnum og má þar t.d. nefna samstarf við Vatnavini varðandi hugmyndir um nýtingu á heita vatninu. Lifandi verkefni hér á ferðinni og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu," segir í umsögn. Bergþóra í Fögruhlíð, Fljótshlíð fengu einnig hvatningarverðlaun. „Það er fámennt en góðmennt hjá henni Bergþóru. Húsið er ekki stórt en það er svo mikil hlýja og alúð sem tekur á móti gestum. Umgjörðin er falleg og hlýleg, mikill metnaður í matargerð og það er stemning að sitja við eld- húsborðið og spjalla við húsfrúnna. Frá upphafi var Bergþóru ljóst að afþreyingin er mikilvægur þáttur í ferðaþjónustunni og var hún fyrst ferðaþjónustubænda til að setja upp pakkaferð með hjólaferðum og gönguferðum á netið hjá okkur. Til þess að nýta þekkingu sína og reynslu sem geðhjúkrunarfræð- ingur hefur hún áhuga á að bjóða upp á sérstök námskeið sem verður spennandi að fylgjast með og taka þátt í að markaðssetja." Það var kátt á hjalla á uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda. www.sveit.is www.baendaferdir.is s: 570 2700 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör e hf . Við hjá Ferðaþjónustu bænda sendum bændum og búaliði hugheilar jóla- og nýárskveðjur, með þökk fyrir viðskiptin á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.