Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 31
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 201132 MORKINSKINNA Morkinskinna er mikið konungasagnarit frá fyrri hluta 13. aldar og greinir frá þeim konungum sem ríktu í Noregi eftir fall Ólafs helga á Stiklarstöðum árið 1030. Ritið mun í öndverðu hafa náð fram að valdatöku Sverris Sigurðarsonar seint á 12. öld, en niðurlagið er glatað. Hér er á ferð elsta rit þar sem saga margra konunga er rakin ítarlega. Morkinskinna er hér í fyrsta sinn gerð aðgengileg íslenskum almenningi, með ítarlegum formála og skýringum. Myndir og kort prýða útgáfuna. Dreifing Við óskum þeim Ármanni Jakobssyni og Þórði Inga Guðjónssyni til ham ingju með tilnefninguna. Nánari upplýsingar um heildarútgáfu Íslenzkra fornrita er að finna á www.hib.is TVÖ NÝ BINDI ÍSLENZKRA FORNRITA Fátt gleður augað meira en gömul og virðuleg tré. Við flesta sveitabæi landsins hafa menn í gegnum tíðina plantað trjám í garða sér til ánægju og til að fegra og bæta umhverfið. Margir þessara garða eiga sér langa sögu en þó trúlega enginn lengri en garðurinn við Skriðu í Hörgárdal, því þar standa vænt- anlega elstu tré landsins. Þetta eru þrjú reynitré (Sorbus aucup- aria) sem trúlega hafa verið gróðursett milli 1820 og 1830 og eru því um 190 ára gömul. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær trén voru gróðursett eða hver uppruni þeirra er, en vitað er að á Skriðu bjó frumkvöðullinn og trjáræktarmaðurinn Þorlákur Hallgrímsson. Hann var fæddur 1754 og flutti að Skriðu árið 1790. Árið 1788 veitti Danakonungur Þorláki verðlaun fyrir vænan kál- garð og fyrir að hvetja menn til dáða í matjurtarækt og árið 1815 fékk hann Dannebrogs-orðuna fyrir störf sín. Ekki var Þorlákur þó einn að verki í trjáræktinni því synir hans, Björn síðar bóndi í Fornhaga og Jón, sem síðar tók sér nafnið Kjærnested, tóku virkan þátt í ræktuninni. Jón var við nám hjá Landbúnaðarfélaginu danska á árunum 1816 til 1818 og árið 1824 gaf hann m.a. út kverið Stuttur leiðarvísir til garðyrkju, ásamt litlum viðbæti um viðar-plöntun handa bændum. Talið er að eftir að Jón kom frá námi hafi þeir feðgar hafið trjáræktina fyrir alvöru. Vitað er að trén á Skriðu voru komin til nokkurs þroska árið 1839 en það ár var Jónas Hallgrímsson á ferð um heimaslóð- ir í Hörgárdalnum og hitti Þorlák bónda á Skriðu að máli. Jónas skrifar í dagbók sína: „Hann er nú öldungur, hálfní- ræður en manna kátastur og ern. Hann leiddi mig afar áhugasamur fram og aftur um garða sína og sýndi mér þá; meðal annars var hann sérstaklega ánægður með fáein reynitré sem standa í mesta laufskrúði; öll sprotar af hinni kunnu Möðrufellshríslu. Hún er ævagamall, stór og sjálfsprott- inn reynir í Möðrufellshrauni í Eyjafirði, og ganga af henni nokkr- ar þjóðsögur.“ Í október 2009 voru trén að Skriðu skoðuð og mæld og athugað hvert ástandið væri á hinum fornu trjám. Sú skoðun leiddi í ljós að fjögur af hinum gömlu trjám voru enn á lífi þó þau væru mjög farin að hrörna. Vorið 2011 féll eitt þeirra svo nú eru eftir þrír öldungar af þeim trjám sem Þorlákur gróður- setti forðum. Okkur er tamt að færa mann- lega eiginleika uppá alla skapaða hluti. Maður er ungur og miðaldra, verður svo gamall og deyr skömmu síðar. Hjá trjánum er þetta að sumu leyti eins en öðru leyti ekki. Þau eru ung í skamman tíma. Miðaldra, stundum stutt og stundum lengi og gömul og hrörnandi geta tré verið áratugum og öldum saman. Það er óvíst hvað reyniviðirnir í Skriðu verða gamlir. Spennandi verður að sjá hvort einhver þeirra nái að skríða yfir 200 ára múrinn. /Bergsveinn Þórsson Elstu tré á Íslandi - Talin hafa verið gróðusett í Hörgárdal á árunum 1820-1830 Reynitrén í Skriðu í október 2009. Komin er á bókamarkaðinn ævisaga Sigurðar Sigurðar- sonar dýralæknis frá Keldum. Ég hygg að fáir núlifandi menn þekki landið og fólkið í sveit- unum jafnvel og hann. Mikill fengur er að þessari bók, sem reyndar er fyrsta bindið og nær að þeim tíma að Sigurður hefur lokið námi og stendur albúinn að takast á við mikil- væg og stór verkefni. Eftir að hafa lesið þessa bók Sigurðar er mikil tilhlökkun eftir útkomu þeirrar næstu, um næstu jól. Þessi bók spannar langt tímabil í sögum og fróðleik. Við sögu koma karlar og konur og eru margir vel skrifaðir kaflar hlaðnir húmor og skemmtilegheitum, þannig að maður skellihlær upp- hátt við lesturinn. Bókin er ný Njála, svo vel ferst Sigurði frásögnin. Uppsetning bókarinnar er mjög góð öll, í stuttum, hnitmið- uðum köflum. Gunnar Finnsson fyrrum skólastjóri heldur utan um skrif frænda síns. Oft er sagt að sá kafli ævisagna sé skemmtileg- astur sem snýr að æsku og upp- eldi manna og skal það sagt hér að Sigurði tekst einstaklega vel að festa á blað fróðleik um horfna atvinnuhætti og gefa lesandanum lifandi myndir af sérstæðu og merkilegu samferðafólki sínu. Ekki þurfti ég lengi að lesa til að átta mig á því hvert Sigurður sækir einn sterkasta streng- inn í eigin persónu. Það er til Guðmundar ríka Brynjólfssonar á Keldum, langafa síns. Skáldið séra Matthías Jochumsson sagði um Guðmund látinn: „Um fram allt var hann fornmaður að þreklyndi og hreinlyndi, honum fylgdi jafnframt fornmanns- auðna.“ Þarna er eins og sé verið að lýsa Sigurði sjálfum. Mér er til efs að nokkur annar maður hefði getað skorað búfjár- sjúkdómana á hólm með þeim hætti sem Sigurður gerði. Þegar ég kom til þings fyrir aldar- fjórðungi var Sigurður á Keldum umdeildari en flestir ef ekki allir stjórnmálamennirnir. Hann var þá sá sem fylgdi fastast eftir baráttunni um að sauðfé í heilum sveitar- og byggðarlögum yrði skorið, til að snúast gegn riðunni. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir ól að vísu sína drengi vel upp og kenndi þeim að segja „nei“. Páll hringdi til mín þá ég varð land- búnaðarráðherra og sagði: nú skaltu kunna eitt orð vel og það er að segja „nei“, nei við inn- flutningi lifandi dýra og á hráu kjöti. Hann og gömlu dýralækn- arnir voru brenndir af búfjár- sjúkdómum sem hingað bárust og vissu vel hver hættan var og við hvað er enn að glíma. Sigurður er sjálfur sveitamaður og kunni þá siðfræði vel að bera virðingu fyrir bændum, sjónarmiðum þeirra og tilfinningum í svo stórum aðgerðum sem fylgja nið- urskurði. Hann valdi sér trausta menn í sitt lið og gerði þá virka í baráttunni. Sjálfur hlustaði hann vel á orðræður manna og ef illa horfði brá hann fyrir sig kveð- skap og glettni þegar mest lá við. Nú vitum við að hann kom í veg fyrir miklu stærra tjón með stað- festunni og að hvika hvergi. Sigurður er hamingjumaður í einkalífi sínu þótt stór væri harm- urinn og gengi nærri honum sjálf- um, eins og fram kemur í bók- inni, þegar hann missti Halldóru sína langt fyrir aldur fram. En auðnan, fornmannsauðnan, fylgir honum og þá tók hann í „lurginn“ á góðri konu, eins og hann segir frá í bókinni, þegar fundum hans og seinni konunnar í lífi hans bar að á miðju dansgólfi. Þar varð á vegi hans ný stjarna, Ólöf Erla Halldórsdóttir frá Búrfelli, glæsileg og góð kona. Þau una nú alsæl við glaum og gleði á Selfossi. Sigurður reis frá harmi sínum, svona eins og hetjan Egill Skallagrímsson. Ég var að því leyti heppinn þegar ég varð landbúnaðarráð- herra, að þá kallaði ég til mín doktor Kára Stefánsson og lagði upp við hann að hjálpa mér að uppræta tvo alvarlega búfjár- sjúkdóma, annars vegar riðuna og hins vegar exemið sem hrjáir marga íslenska hesta sem seldir eru til heitari landa. Kári lofaði mér að hjálpa til við exemið og gerði það. En þegar kom að rið- unni sagði hann: „Það skaltu vita, landbúnaðarráðherra, að ég get ekkert hjálpað þér með sauðfjár- riðuna. Hún er próteinsjúkdómur og þar verður bara að skera og skera eins og dýralæknarnir leggja til. Þér er óhætt að treysta honum Sigurði dýralækni, hann er á réttri leið og þeirri einu sem fær er.“ Stundum þarf maður að heyra sannleikann úr annarri átt. Sigurður er lífsglaður maður og yrkir gamanvísur, syngur og kveður og er í dag þjóðsagna- persóna. Ég minnist þess t.d. að eitt sinn vorum við Margrét á samkomu, með okkur voru tvær litlar frænkur hennar, þær Sigurbjörg og Karitas tvíbura- systur. Sigurður tók þær á kné sér og kenndi þeim á einu augabragði stemmuna skemmtilegu „Uppi í háa hamrinum býr huldukona“. Systurnar kveða stemmuna með tilþrifum hvenær sem ég bið þær um það. Nú hefur hann lofað mér því að kenna barnabörnum okkar Margrétar að kveða stemmur. Ég þarf ekki að hafa fleiri orð um þessa bók Sigurðar dýra- læknis, hún mun engan svíkja en gleðja margan og geymir fróðleik og sögur sem eru vel sagðar. Sögur sem máttu heldur ekki verða gleymskunni að bráð. Sigurður er svo tengdur að hann kemur við í flestum héruðum landsins og því á bókin erindi á hvert heimili. Næsta bók mun geyma sögur frá lífsstarfinu og verður einstök baráttusaga kjark- manns sem þorði að segja nei og takast á við tröllaukna erfiðleika. Við, sem teljum okkur sveita- menn, eigum Sigurði dýralækni mikið að þakka. Það á reyndar öll þjóðin og enn gengur hann fram og merkir manndrápsstaði þar sem hinn illræmdi miltisbrandur leynist. Bókin fær margar stjörn- ur. Guðni Ágústsson Saga Sigurðar dýralæknis: Merkileg, fróðleg og skemmtileg bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.