Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 33
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 201134 Sjötta bindi Byggðasögu Skagafjarðar komið út: Ekkert sambærilegt ritverk til á Íslandi Sjötta bindi Byggðasögu Skagafjarðar í ritstjórn Hjalta Pálssonar kom út nú fyrir skemmstu og ekki er ólíklegt að bókin sú muni leynast í jólapökk- um margra Skagfirðinga nær og fjær þessi jólin. Að þessu sinni er fjallað um Hólahrepp. Bókin er mikið þrekvirki, eins og raunar ritröðin öll, en engum blöðum er um það að fletta að viðlíka verk er ekki að finna hvað varðar ritun á sögu héraða hér á landi. Stefnt er að því að þrjú bindi til viðbótar komi út og þá verði byggðasaga Skagafjarðar full- komnuð. Nokkuð er þó í land enn í vinnu við það og má búast við því að farið verði að nálgast árið 2020 þegar verkinu verður lokið. Næsta bók mun fjalla um Hofshrepp en búast má við því að bókin sú komi út eftir þrjú til fjögur ár. Hólastaður á hundrað blaðsíðum Nýja Byggðasagan er mikið stór- virki. Hún telur tæpar fjögur hundr- uð blaðsíður og um 630 myndir eru í henni. Fjallað er um 41 býli sem teljast hafa verið í ábúð einhvern tíma á bilinu 1781-2011, þar af er umfjöllun um Hólastað á nálega hundrað blaðsíðum. Hjalti segir að umfjöllun um Hóla hafi orðið að vera með allt öðrum hætti en um aðrar jarðir í Byggðasögunni. „Hólar voru vitanlega annar höfuðstaður landsins um sex aldir og þar gerist verulegur hluti Íslandssögunnar. Um staðinn hafa verið skrifaðar margar bækur og nú síðast Saga biskupsstólanna. Ég var lengi búinn að velta fyrir mér hvernig ég gæti nálgast þetta viðfangsefni og ákvað loks að fjalla um Hóla fyrst og fremst sem bújörð. Ég hef þarna landlýsingu, segi frá búskap og byggingum, bænda- skólanum dálítið, eyðibýlum í landi Hóla og leiðum að Hólastað. Til þess að gera staðnum meiri skil fór ég þá leið að gera Hólaannál. Það var mjög góð aðferð til að geta sett inn hina og þessa atburði sem gerð- ust á staðnum, bæði stórsögulega og minna sögulega, suma skemmti- lega en aðra hörmulega. Ég er alltaf að sannfærast betur og betur um að þetta hafi verið eina færa leiðin til að takast á við Hóla.“ Upphaflega stóð til að fimmta bindi Byggðasögunnar, sem kom út í fyrra, innihéldi umfjöllun um Viðvíkurhrepp, Rípurhrepp og Hólahrepp. Það rann hins vegar upp fyrir Hjalta í fyrra haust að væri Hólahreppur með í þeirri útgáfu yrði um alltof viðamikið verk að ræða og því var látið nægja að fjalla um Viðvíkurhrepp og Rípurhrepp í því bindi. „Ég er nú feginn þessari ákvörðun. Ég var ekki búinn með Hólahreppinn í fyrra haust, átti eftir að klára einar þrjár stórar jarðir. Síðan er búið að leggja margra mánaða vinnu í að ganga frá þess- um þremur jörðum. Ef ég hefði hespað Hólahreppinn af í fyrra tel ég að ég hefði nú ekki orðið sáttur við það.“ Fimmtán ár að baki Upphafið að vinnu við Byggðasöguna má rekja til ákvörðunar héraðsnefndar sveitar- félaganna í Skagafirði árið 1995. Hjalti var síðan ráðinn til verksins í október sama ár og segja má að unnið hafi verið sleitulaust að Byggðasögunni frá árinu 1996. Því er ljóst að vinna við verkið mun taka ríflega 20 ár en þrjú bindi eru óútgefin. „Fyrsta bindið kom út árið 1999 en fyrstu árin fóru bara í heimilda- vinnu og lestur. Síðan var farið á bæina og talað við fólk. Ég hef reynt að hafa það fyrir reglu að sjá það sem ég er að fjalla um og ég legg mikla vinnu í spora uppi forna mannvistarstaði, eyðibýli og sumarsel. Það er eitt sel sem ég hef skrifað um en ekki komið á, langt uppi í Reykjaskarði. Við vorum þá tveir í rannsóknarferð og skiptum liði. Einhvern daginn finn ég kannski knýjandi þörf hjá mér til að ganga á þetta sel. Nú er þetta þó aðeins orðið breytt eftir að Kári Gunnarsson hóf að vinna með mér. Hann tók til að mynda að mestu leyti að sér Viðvíkurhreppinn í seinustu bók. Það er því vöntun hjá mér í þekkingu á Viðvíkurhreppi, ég verð bara að lesa bókina.“ Nálega 1000 jarðir til umfjöllunar Ljóst má vera að gríðarleg heim- ildavinna liggur að baki verki af þessu tagi. Hnitsetningar eru á öllum seljum og fornbýlum sem fjallað er um í bókunum og er það fyrsta hérlenda ritverkið þar sem sú tækni er nýtt. Lauslega ágiskað eru um sex hundruð jarðir í Skagafirði sem fá sjálfstæða umfjöllun en þar fyrir utan eru mörg hundruð forn- býli einnig svo heildartalan er lík- lega nálægt 1000 jarðir. Hjalti segist nokkuð sáttur með hvernig til hefur tekist. „Það hefur tekist að þróa þessa vinnu áfram á öllum sviðum. Það er orðið meira myndefni en var fyrst og mun betra aðgengi að heimildum. Það opnað- ist fyrir manni heill heimur, nánast eins og að komast í fjársjóðskistu, þegar öll blöðin og tímaritin komu á netið. Þessar heimildir voru áður nánast lokaður heimur fyrir manni. Auk þess hefur tekist að vinna ýmsa hluti betur nú en var fyrst, til að mynda um eignarhald jarðanna, því maður lærir vinnulagið. Hins vegar er að sama skapi að verða erfiðara um munnlegar heimildir. Eldra fólk hverfur vitanlega af vettvangi, fólk sem bjó yfir mikilli þekkingu sem ungt fólk hefur ekki í sama mæli, þó að undantekningar séu auðvitað frá því.“ Stoltir af Byggðasögunni Skagfirðingar hafa tekið Byggðasögunni gríðarlega vel og eru stoltir af ritröðinni. Ekki er óalgengt, komi fólk á heimili í Skagafirði, að sjá að Byggðasögunni er valinn heiðurs- sess í bókahillum. „Það er ekkert sambærilegt verk til á Íslandi, ég held að það sé alveg staðreynd. Þegar farið var af stað með þetta vissu menn ekkert hvað þeir voru að fara út í, ekki ég held- ur, og ég efast um að menn hefðu farið af stað hefðu þeir vitað það. Hins vegar varð auðvitað ekki aftur snúið eftir að fyrsta bindið kom út. Ég held að það verði að teljast einstakt að mér hafa aldrei verið sett nein takmörk við þetta verk, hvorki í tíma né peningum. Ég hef verið á föstum launum við þetta og hef fengið algjört sjálfdæmi. Það er ómetanlegt. Það kemur svo út ein og ein bók annað slagið þannig að menn sjá einhvern ávöxt af þessu. Ég varð auðvitað að hanna þetta verk frá upphafi og það var dálítið snúið. Ég hafði í raun enga fyrir- mynd, nema helst Sveitir og jarðir í Múlaþingi, sem kemst eitthvað nálægt þessu þó að þetta verk sé miklu yfirgripsmeira. Þetta var eiginlega svolítið galið verk að fara út í en eftir sitjum við með allan þennan fróðleik. Ég held að það verði tæplega ráðist í útgáfu sambærilegs verks annars staðar. Kannski er það fyrst og fremst vegna þess að munnlegu heimild- irnar eru að hverfa frá manni. Ég hef stundum hugsað að ég hefði þurft að vera þrjátíu árum fyrr á ferðinni en þá hefði ég heldur ekki haft þá tækni sem ég hef nú. Aldamótakynslóðin var í mun meiri tengslum við landið sitt, kunni af því sögur og þekkti örnefni, miklu betur en yngri kynslóðin. Maður tapar fróðleik með hverri kerlingu og hverjum karli sem yfirgefur þennan jarðheim,“ segir Hjalti að lokum. /fr Hjalti Pálsson ritstjóri. Kirkjan á Hólum. Fjallað er um Hólahrepp í nýjasta og sjötta bindi Byggðasögu Skagafjarðar. Hólahátíðin 1974. Jón Arason í far- arbroddi. Ljósm. St. Ped. Mikil þróun hefur átt sér stað í reiðmennsku á íslenskum hross- um á síðustu árum og mikilvægt er að dómarar tileinki sér það nýjasta í þeim efnum á hverjum tíma. Hægt er að bæta dómgæslu í íþrótta- og gæðingakeppni, m.a. með aukinni menntun til handa fólki sem hyggst gerast dóm- arar og einnig auka við möguleika starfandi dómara til endurmennt- unar. Þetta var meðal niðurstaðna á ráðstefnu um hestadómara og dómgæslu sem Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands stóð að 6. desember ásamt Lands- sambandi Hestamannafélaga (LH), Hestaíþróttadómarafélaginu (HÍDÍ) og Gæðingadómarafélaginu (GDLH). Tilgangur ráðstefnunnar var að fara yfir dómgæslu á íslenskum hestum á Íslandi, fara yfir stöðuna og hvernig mætti bæta hana. Afar vel var mætt á ráðstefnuna, en á meðal um 100 gesta voru knapar, dómarar, hrossaræktendur og áhugafólk um íslenska hestinn. Mikil þróun hefur átt sér stað í reiðmennsku á íslenskum hrossum á síðustu árum og mikilvægt er að dómarar tileinki sér það nýjasta í þeim efnum á hverjum tíma. Fram kom að hægt er að bæta dómgæslu í íþrótta- og gæðingakeppni á ýmsa vegu. Það má m.a. gera með auk- inni menntun til handa fólki sem hyggst gerast dómarar en einnig með því að auka við möguleika starfandi dómara til endurmennt- unar og bæta þannig störf dómara í gegnum aukna þekkingu á hest- inum. Einnig kom fram mikilvægi þess að skipuleggja mótahaldið betur og fækka miklum álagspunktum í dómum (sumar helgar eru mjög þéttsetnar af mótum). Þannig má komast af með færri dómara sem ná meiri þjálfun. Kallað var eftir auknu upp- lýsingaflæði til keppenda og var átt við að dómarar yrðu duglegri að skrifa athugasemdir við dóm- ana eða gætu merkt við ákveðin atriði á dómblaði sem væru lýs- andi fyrir sýningarnar. Slíkt myndi skapa meira aðhald að dómurum í gegnum aukinn rökstuðning á ein- kunnagjöf. Kom fram í máli Pjeturs Pjeturssonar að búið væri að hanna slíkt dómblað sem ætti að komast í gagnið fljótlega. Stefnt er að því innan tíðar að nýta keppnisgögn við mat á kyn- bótagildi íslenskra hrossa og nú er þegar farið að skrá niðurstöður úr helstu keppnum inn í Worldfeng. Niðurstöður úr keppnum fylgja því hestinum í ættbókinni. Þetta skapar enn frekari kröfur á vandaða og samræmda dóma í keppnum. Keppnisgreinar fyrir íslenska hestinn skiptast í íþrótta- og gæð- ingakeppni en einnig er um kapp- reiðar að ræða. Kom fram mikil- vægi þess að keppnisgreinarnar væru áfram aðskildar og héldu sínum sérkennum. Þetta skapaði meiri fjölbreytni, aðgang fleiri knapa að keppnum í ýmsum styrk- leikum og aukinn markað hrossa- bænda fyrir sín hross. Ráðstefnustjóri var Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðar- háskólans. Þau sem fluttu framsögu voru Guðlaugur Antonsson, hrossa- ræktarráðunautur, Pjetur Pjeturs- son, stjórnarmaður og formaður fræðslunefndar í HÍDÍ, Sigurbjörn Bárðarson, formaður fræðslunefnd- ar GDLH, Olil Amble keppnisk- napi og Lárus Ástmar Hannesson formaður GDLH. Fjölluðu þau um málefnið frá ýmsum hliðum. Þarna voru samankomnir full- trúar allra þriggja dómkerfa en Olil Amble fór yfir málið frá sjónarhóli knapans. Einnig kynnti Gunnar Reynisson, kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands, helstu aðferðir við greiningar á gangteg- undum. Hreyfigreiningar þær sem hann kynnti voru afar áhugaverðar og geta nýst dómurum vel í undir- búningi þeirra og þjálfað þá í að meta gangtegundirnar, en með þessum aðferðum er hægt að meta á hlutlægan hátt takt, skreflengd og fleiri þætti gangtegundanna. Þorvaldur Kristjánsson. Vel heppnuð ráðstefna um dóma á íslenskum hrossum: Enn er hægt að bæta dómgæslu í íþrótta- og gæðingakeppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.