Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 34
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 2011 35 Spil fyrir jólin! T-Max 2500 pund - kr. 32.900 T-Max 9500 pund - kr. 139.900 Verðdæmi: Sérfræðingar í bílum Opnunartími verslunar: Alla virka daga frá kl. 8-18. Vagnhöfði 23 - S: 590 2000 benni.is - verslun@benni.is Ný sending komin í hús af dráttarspilum. Gott úrval! Nauðsynlegt m.a. á jeppann, fj órhjólið og í bátaskýlið Ritstjóri og útgefandi, kennari, rektor og skólamaður, bæjar- fulltrúi, alþingismaður og forseti þings, bóndi og búnaðarfrömuð- ur, dómkirkjuprestur og biskup Íslands. Allt þetta og meira til var Þórhallur Bjarnason, einn atorkumesti brautryðjandi sem Ísland hefur alið og einn þeirra manna sem hafði hvað mest áhrif á íslenskt þjóðlíf um aldamótin 1900 og á öndverðri 20. öldinni. Óskar Guðmundsson hefur ritað ævisögu Þórhalls sem ber einmitt nafnið Brautryðjandinn. Skálholtsútgáfan gefur út. Þórhallur Bjarnason fæddist að Laufási í Eyjafirði 1855. Eins og sjá má af upptalningunni hér að fram- an var hann maður ekki einhamur í verkum sínum. Þórhallur var meðal annars hvatamaður að stofnun hins nýja Búnaðarfélags Íslands árið 1899. Á þeim tíma sat Þórhallur á Alþingi og var formaður milli- þinganefndar um landbúnaðarmál, skipaðri 1904, sem kom fram með tillögur að þeirri stofnun. Hann var sömuleiðis kosinn í fyrstu stjórn Búnaðarfélagsins og sat í henni allt til dánardægurs. Hann varð annar formaður félagsins árið 1901 og starfaði sem slíkur til ársins 1907. „Þórhallur var hinn raunverulegi leiðtogi Búnaðarfélagsins fyrsta áratuginn og aðalhugmyndafræð- ingurinn,“ segir Óskar í samtali við Bændablaðið. Þá má geta þess að Þórhallur var formaður Hins íslenska garðyrkjufélags (síðar Garðyrkjufélag Íslands) á árunum 1893-1901. Grunnur að bændaskólunum lagður Milliþinganefndin gerði sömuleiðis tillögur að breytingum á landbún- aðarskólunum og varð hún ásátt um að leggja til að reknir yrðu tveir öflugir búnaðarskólar á Suðurlandi og Norðurlandi, í stað fjögurra áður. Með því var grunnur- inn að upp- byggingu á Hvanneyri og Hólum lagður. Fennti furðu fljótt yfir sporin Þrátt fyrir öll þessi fjöl- þættu störf er nafn Þórhalls kannski ekki almenningi jafn tamt og nöfn sumra a n n a r r a eldhuga sem honum voru samtíða, s.s. nafn Hannesar Hafstein, en þeir Þórhallur voru herbergisfélagar á Garði við Hafnarháskóla. Óskar segir að engu síður hafi áhrif Þórhalls verið ákaflega mikil. „Það fennti furðu fljótt yfir spor Þórhalls í íslensku þjóðlífi, miðað við það hvað hann var áberandi maður í umræðunni. Það sést glögglega af samtíma- heimildum, til að mynda af blöð- unum, bæði meðan hann var lífs og fyrstu áratugina eftir að hann féll frá var eiginlega meira til hans vitnað en flestra annarra manna. Hann var svo víða athafnasamur. Það er auðvitað merkilegt að maður sem er lungann af embættistíma sínum starf- andi í hjarta Reykjavíkur skuli gerast b æ n d a l e i ð - togi, að það skuli vera sami maður- inn sem skuli vera höfundur landbúnaðar- löggjafarinnar sem starfað var eftir á 20. öld og líka að hann skuli vera höf- undur að skipu- lagi kirkjunnar. Sömuleiðis er afar áhugavert að sjá hvernig áhersla Þórhalls um alþýðu- menntun fléttað- ist inn í hugsjónir þær sem hann bar í brjósti gagnvart bændum. Hans áhersla var á þjóðleg gildi annars vegar og alþýðufræðslu og menntun hins vegar sem beindist að fólkinu sjálfu, ekki endilega að athöfnunum. Búnaðarskólar breytt- ust því í bændaskóla í hans tíð. Þórhallur var brautryðjandi á þess- um sviðum, sem og svo mörgum öðrum.“ /fr Brautryðjandinn sem Íslandssagan gleymdi - Óskar Guðmundsson hefur ritað ævisögu Þórhalls Bjarnasonar l s Þ s ÁRAMÓTATILBOÐ ORKUVERS Smiðjuvegi 11, 200 Kópavogi - Sími: 534 3435 - www.orkuver.is Goldoni Q 100 95 ha dráttarvél með aflúttaki að framan Verð áður. 4.800.000 + vsk Tilboðsverð til áramóta. Kr. 3.500.000 + vsk MultiOne MIG40 með skotbómu NÝ 35 hö Verð: 2.200.000 + vsk Tilboðsverð til áramóta. Kr. 1.900.000 + vsk MultiOne M 28 fjölnotavél notuð Verð 2.100.000 + vsk Tilboðsverð til áramóta 1.750.000 + vsk PRAMAC diesel rafstöð/32 kW á kerru hljóðeinangruð, lítið notuð. Verð 1.700.000 + vsk Tilboðsverð til áramóta kr. 1.500.000 + vsk 5 stk Orkel samanbrjótanlegar kerrur Verð áður: 295.000 með vsk Tilboðsverð til áramóta. 195.000 m/vsk 2 stk MultiOne sanddreifarar - Verð. 420.500 + vsk Tilboðsverð til áramóta kr. 300.000 + vsk 2 stk Lyftaramastur hæð 270 cm 1500 kg - Verð 437.000 + vsk Tilboðsverð til áramóta kr. 250.000 + vsk Látið ekki happ úr hendi sleppa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.