Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 37
38 Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 2011 Fæðuöryggi og skipu- lagning sjálfbærs landbúnaðar á Íslandi Á fyrstu 700 árunum í sögu Íslands var landið, og næstum hver bónda- bær, nærri því sjálfu sér nægt um matvæli. Mest af fæðunni kom frá landbúnaði, en einnig fiskveiðum og öðrum veiðum sem og söfnun jarðargæða. Þessi eigin framleiðsla hafði marga kosti, en virtist aðeins duga til að framfleyta um 50 þúsund manns, sem leiddi til hörmunga í uppskerubresti kaldra tímabila. Vegna þess að Ísland bjó, í fyrri hluta sögu sinnar, við sjálfgnótt (e. self-sufficiency) í matvælafram- leiðslu, höfðu stríð, fæðuskortur og siglingateppa í Evrópu ekki mikil áhrif. Eftir því sem Ísland tók meiri þátt í milliríkjaverslun – að mestu vegna vélvæðingar farskipa- og fisk- veiðiflotans – var hægt að fullnægja aukinni matvælaþörf aukins mann- fjölda með innflutningi á matvælum, í skiptum fyrir útflutning á vöru frá landinu. Þegar fiskveiðar fóru að eflast á Íslandi snemma á 20. öldinni, fóru þéttbýlisstaðir að vaxa hratt, og ný gerð þjóðfélags tók að myndast. Í fyrri heimsstyrjöldinni 1914–18 kom upp í fyrsta sinn verulegur skortur á nauðsynjavöru, ekki síst vegna þess hve Ísland var orðið háð innflutningi. Lækkandi útflutningsverð á stríðsár- unum 1914–18 og siglingateppa leiddi einnig til erfiðleika á Íslandi, sérstaklega í fiskiþorpunum. Lífið var auðveldara í sveitum. Sem betur fer var á þessum árum stundaður land- búnaður og garðrækt í og við þéttbýlis- staðina, þar sem auðvelt reyndist að auka innlenda matvælaframleiðslu. Svipaðar þrengingar gengu yfir á kreppuárunum milli 1930 og 1940. Til að auka matvælaframboð var mörgum smábýlum komið á fót, t.d. á höfuðborgarsvæðinu og þétt- býlissveitarfélögin úthlutuðu einnig svæðum fyrir fjölda matjurtagarða, t.d. kartöflugarða. Þriðja erfiðleikatímabil 20. aldar- innar er fæðu varðaði, voru seinni heimsstyrjaldarárin 1939–1945. Innflutningur frá Bandaríkjunum hélt þó áfram þessi ár, sem jók á fæðuöryggi landsins. Dagvara var áfram að mestu framleidd á Íslandi, en eftir að bandamenn hernámu landið 1940 voru byggðar herbúðir á höfuð- borgarsvæðinu fyrir a.m.k. 30 þúsund manns – á svæði þar sem bjuggu fyrir 50 þúsund. Við þetta jókst þörfin á dagvöru gífurlega. Á höfuðborgarsvæðinu var byggð- in frekar dreifð og var því auðvelt að auka matvælaframleiðslu á svæðinu. Einnig höfðu samgöngur til helstu landbúnaðarsvæða landsins batnað mjög og því auðveldara að sinna aukinni fæðueftirspurn á höfuð- borgarsvæðinu og á öðrum helstu þéttbýlissvæðum landsins, með vöru úr sveitum. Einnig reyndist auðvelt að auka fiskveiðar, þar sem Evrópuþjóðir gátu ekki sent fiskveiðiflota sína til veiða hér við land eins og verið hafði fyrir stríðið. Fiskur var sendur frystur til Bandaríkjanna og á ís til Bretlands, þrátt fyrir miklar mannfórnir. Vegna ofangreinds varð enginn fæðuskortur á Íslandi á seinni stríðsárunum. Næsta stóra heimskreppa var efnahagskreppan á fyrsta áratug 21. aldarinnar. Kreppan varð sérlega erfið á Íslandi, þar sem þrír stærstu bankar landsins hrundu í október 2008. Íslenska krónan féll um helm- ing, þannig að verð á innfluttum vörum hækkaði um yfir 30% meðan verð á innlendum dagvörum hækk- aði um 10%. Á sama tíma hækkaði neysluvísitala um 14,6%. Til allrar hamingju gat innlendur landbúnaður og sjávarútvegur áfram séð þjóðinni fyrir fæðu á viðráðanlegu verði (Erna Bjarnadóttir 2010). Íslenskur landbúnaður hefur verið styrktur í marga áratugi með niðurgreiðslu afurða, sem hefur aukið fæðuöryggi hér, eins og í flestum Evrópulöndum. Sumir stjórn- málamenn fullyrða að við getum án áhættu keypt niðurgreiddar afurðir frá Evrópu og hætt við eða minnkað niðurgreiðslur hérlendis. Stóra vanda- málið við þetta er að með þessu myndi fæðuöryggi Íslands minnka á kreppu- tímum. Umræða um fæðuöryggi hefur aukist á Íslandi á síðustu árum, t.d. tók forseti Íslands málið fyrir í ræðu á Búnaðarþingi í mars 2008 (Ólafur Ragnar Grímsson 2008). Haustið 2009 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vinnuhóp til að koma umfjöllun um fæðuöryggi inn í lög er varða landnýtingu, þrátt fyrir að nægt framboð sé hér á landi þessa stundina. Rökin eru þau að hugsa þurfi langt fram í tímann. Í nýlegri skýrslu frá sama ráðuneyti er fjallað um þessi mál á eftirfarandi hátt: ...það er mikilvægt að skipulag og nýting á ræktanlegu landi sé byggt á gildum sjálfbærrar þróunar. Það er undirstaða fæðuöryggis þjóðarinnar til langs tíma litið. (Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið 2010) Mikilvægi orku- og fæðuöryggis Evrópu í framtíðinni hefur orðið ljósara á síðari árum. Eftirfarandi til- vitnun frá haustinu 2010 skýrir þetta frá sjónarhóli Evrópusambandsins: Við núverandi vinnu við að breyta hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB (CAP: Common Agricultural policy) er aukin áhersla á: Að varð- veita möguleika á fæðuframleiðslu alls staðar innan ESB til þess að ábyrgjast fæðuöryggi til langs tíma fyrir íbúa ESB og til að leggja aukinni fæðuþörf heimsins lið, sem FAO gerir ráð fyrir að aukist um 70% til 2050. (EC 2010) Þetta markmið er orðað svo í land- búnaðarstefnu ESB: Til að styðja við landbúnaðarsamfélög sem útvega Evrópubúum fjölbreytta gæðafæðu, framleidda á sjálfbæran hátt, samkvæmt óskum ESB um um- stjórnun náttúruauðlinda í landbún- aði er aðal lyftistöng til að viðhalda sveitalandslaginu og líffræðilegum fjölbreytileika, ásamt því að vinna gegn loftslagshlýnun. Þetta er grunnur lífvænlegra landbúnaðarsvæða og langtíma hagræðingar. (EC 2010) Til að taka upp stefnumótun í þessum anda, þarf að koma á landsáætlunum um landbúnað í Evrópu, og hafa sum lönd þegar tekið upp slíkar áætl- anir. Hugmyndir um að koma á slíkri landsáætlun um landbúnað á Íslandi hafa verið til umræðu í áratugi. Í bókinni Skipulag byggðar á Íslandi – Frá landnámi til líðandi stundar, lýsir Trausti Valsson (2002) þessari Útdráttur: Nú á dögum minnkandi náttúruauðlinda og hækkandi matvælaverðs, verður æ algengara að þjóðir leggi fram stefnu um fæðuöryggi. Öldum saman var lítið flutt inn af matvælum til Íslands og stríð og fæðuskortur erlendis, ásamt siglingabanni, höfðu takmörkuð áhrif á Íslandi. Hinsvegar hefur fæðuöryggi Íslands minnkað á síðari tímum vegna aukins matvælainnflutnings og hækkandi eldsneytisverðs. Nýting grunnreglna um sjálfbærni í landbúnaði mun geta ýtt undir fæðuöryggi Íslands, þar sem sjálfbærni leggur áherslu á að nýta innlendar auðlindir og vöru, þ.á.m. matvæli. Nýja staðarstefnan (e. new localism) leggur áherslu á að stytta flutningsleiðir og nýta sem mest auðlindir á staðnum eða í nágrenni hans. Grein þessi leggur til að við skipulagningu landbúnaðar á Íslandi verði byggt á stigskiptingu (e. hierarchy) hvað varðar svæði og fram- leiðsluvörur með sjálfbærni og nýju staðarstefnuna í huga. Íslensk matvæli eru þekkt fyrir heilnæmi og hreinleika, ásamt því að tiltölulega lítið er notað hér af skordýraeitri og tilbúnum áburði. Þetta, ásamt hlýnandi veðurfari, gerir Ísland að sífellt ákjósanlegra landbúnaðarlandi. Lykilorð: Landsskipulag, sjálfbær þróun, ný staðarstefna, sjálfgnótt, svæðis-stig- skipting, framleiðslu-stigskipting. Skýringar Grenndarsvæði borga Borgir Héruð/svæði Útsvæði/fjarsvæði Hálendið/eyðisvæði Höfundar: Trausti Valsson, Birgir Jónsson og Erna Bjarnadóttir Trausti er prófessor og Birgir dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræði- deild HÍ. Erna er forstöðumaður Félagssviðs hjá Bændasamtökum Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.