Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 40
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 2011 41 Þrátt fyrir allar búsetu- og búskaparbreytingar sem hafa átt sér stað á Íslandi síðustu áratug- ina er sauðfjárrækt enn ein megin atvinnugrein í dreifbýli allflestra sveitarfélaga utan höfuðborgar- svæðisins og sú undirstaða sem margur minni þéttbýliskjarninn byggir tilvist sína á. Greinin hefur þróast hratt síðustu áratugina hvað varðar fóðuröflun, húsakost og kynbætur og má sjá þess glögg- lega merki í auknum afurðum og kjötgæðum. Sá tími sem sauðfé er beitt á úthaga hefur að sama skapi styst verulega. Beitiland er þó engu að síður gríðarlega mikilvægur þáttur í rekstri sauðfjárbús, þar sem fé er að jafnaði beitt utan ræktaðs lands yfir sumarmánuðina. Landnýting og beit- arskipulag er á ábyrgð hvers bónda en engu að síður marka stjórnvöld honum ákveðinn ramma til að fylgja með laga- og reglugerðarsetningu og beina fjárframlögum til greinarinnar í þá átt sem þau vilja sjá greinina þróast í. Um þessar mundir er ég undirrituð í doktorsnámi við Landbúnaðarháskóla Íslands og hef sérstakan áhuga á að skoða þetta samspil á milli stjórnvalda, bænda og þeirra sem á einn eða annan hátt koma að mótun stefnu í land- nýtingarmálum og sjá um að fylgja henni eftir. Af fenginni reynslu sem fyrrum ráðgjafi um landnýtingu og uppgræðslu veit ég að sauðfjárbænd- ur eru almennt mjög meðvitaðir um mikilvægi góðrar landnýtingar og fáa hef ég hitt sem hafa jafn sterkar taugar til landsins og þeir. En ég veit líka að lengi má gott bæta og það eru ekki aðeins bændur sem þurfa að vera meðvitaðir um mikilvægi ábyrgrar landnýtingar og uppgræðslu úthaga, heldur einnig þeir sem koma að mótun stefnu land- búnaðar- og umhverfismála og þeir sem eiga að sjá til þess að henni sé fylgt eftir. Fyrir skömmu sendi ég spurn- ingakönnun til flestra sauðfjárbænda landsins og allra þeirra sem á einn eða annan hátt koma að landnýtingu og uppgræðslu úthaga. Könnunin er veigamikill þáttur í doktorsverkefni mínu og því mikilvægt að sem flestir viðtakendur sjái sér fært að svara henni. Mig langar því að biðja þá sem enn eiga eftir að svara og senda að gera það sem fyrst svo niðurstöður könnunarinnar verði raunverulega marktækar. Þær munu svo vonandi birtast á síðum þessa blaðs einhvern- tíma á næsta ári. /Þórunn Pétursdóttir LBHÍ og IES Sauðfjárrækt, landnýting og uppgræðsla úthaga: Fékkst þú senda könnun? Þórunn Pétursdóttir Hreindýrið Rúdolf, sem fer fyrir félögum sínum við að draga sleða jólasveinsins um heimsbyggðina, er alls ekki tarfur eins og flestir hafa hingað til talið, heldur hreinkýr eða „simla“ eins og það heitir á gömlu máli. Þetta er niðurstaðan eftir ítarlegar athugan- ir norskrar konu sem heitir Brita Homleid Lohne og er frá Tørdal á Þelamörk. Hún er leiðbeinandi á norska villta hreindýrasetrinu á Skinnarbu, sem er nærri Rjúkan. Setrið heyrir undir Statens natur oppsyn (SNO). „Alveg frá því Robert L. May skrifaði söguna um rauðnefjaða hreindýrið Rúdolf árið 1939 höfum við öll staðið í þeirri trú að hreindýrið sé tarfur. Heldur ekki svo skrýtið, þegar dýrið er kallað Rúdolf,“ segir Brita Homleid í jólapistli sínum til félaga sinna í Skinnarbu, sem sendur var Bændablaðinu af velunnara þess og vini höfundar nú á jólaföstunni. Afskiptur hreindýrskálfur sem fékk uppreisn æru „Séreinkenni Rúdólfs er rauða nefið hans, þetta glóandi nef og svo að vera í fararbroddi sleðaækisins hjá jólasveininum. Þú sérð hann um jólin þegar sveinki svífur yfir holt og hæðir í sleðanum sínum og reynir að ná heim til sem flestra barna með jólagjafirnar. Rúdolf fæddist með sitt sérstaka nef, sem varð til þess að hann sem kálfur var hafður útundan í hjörðinni. Það var frekar dapurlegt, en hann herti upp hugann og lét ekki bugast. Svo var það ein jólin í þokukenndu og dimmu veðri þegar erfitt var að fara um, að jólasveinninn með sleða sinn og hreindýr kom þar sem Rúdolf átti heima. Hann kom auga á þetta fallega rauða og sjálflýsandi nef á Rúdolfi og sá strax að það mundi geta komið að góðum notum á ferðum hans. Rúdolf sam- þykkti að fara með sveinka, og þannig gerðist það að Rúdolf varð virðulegt for- ustudýr og fann alltaf bestu leiðina þrátt fyrir rysjótt veður. Rúdolf varð fyrsta hetjan meðal allra hrein- dýra.“ Aðeins hreinkýrnar halda hornunum yfir veturinn „En snúum okkur að yfir- skrift þessa litla jólapis- tils og af hverju þar segir að Rúdolf sé hreinkýr eða „simla“, sem er gamla orðið yfir hreinkýr. Þar ber í fyrsta lagi að athuga á hvaða árs- tíð jólin eru. Enginn tarfur sprangar um með horn á þessum árstíma. Það eru bara kýrnar sem halda hornum sínum yfir veturinn og einstaka ungtarfur. Höfum við heldur nokkurn tíma séð mynd eða teikningu af Rúdolf með augngreinina (hornið fyrir miðju)? Allir tarfar með einhverja sjálfsvirð- ingu og metnað eru með augngrein út úr enninu. Nei, af þessum framsettu staðreyndum má ganga út frá því sem vísu að hugrakka dýrið fremst, sem dregur kanann hans sveinka, sé simla. Líði ykkur samt áfram vel á aðventunni, gleðileg jól.“ /Brita Homleid Lohne,Statens natur oppsyn. Niðurstaða athugana leiðbeinanda á villta hreindýrasetrinu á Skinnarbu í Noregi: Rúdolf, forystuhreindýr jólasveins- ins, er hreinkýr en ekki tarfur Hrútafundur í Hlíðarbæ Á hrútafundi í Hlíðarbæ 27. nóvember 2011 voru veitt verð- laun fyrir bestu lambhrúta hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Sterkur hópur af hrútum kom til álita og var valið erfiðara en undan- farin ár, þar sem hópurinn var mjög jafnsterkur. Dómnefnd var þó sam- mála um hverjir þrír yrðu í efstu sætunum. Verðlaunahafar 2011. Bragi Lönguhlíð, Sigurgeir og Bylgja Hríshóli, Helgi og Beate Kristnesi. 1. Sæti. Hrútur nr 46 (11-282 Tígull) frá Lönguhlíð Hörgársveit, eigendur Bragi og Eva. Hann er undan Spaða 09-314 sem er Lambásson 08-100 og 08-806 frá Lönguhlíð sem var undan Nubb 06-054 frá Skriðu. 2. sæti. Hrútur nr 2 (11-059 Klet- tur) frá Hríshóli í Eyjafjarðarsveit, eigendur Sigurgeir og Bylgja. Hann er undan Gosa 09-850, Lundasyni 03-945. og Toppu 08-901, Kveiksdótt- ur 05-965. 3. sæti. Hrútur nr 21 frá Kristnesi, Eyjafjarðarsveit, eigendur Helgi og Beate. Hann er undan Frosta 10-352, Fannarssyni 07-808. og 10- 217 Kubbsdóttur 08-344. Örmerki og örmerkjalesarar fást hjá Vistor hf.,sími 5357000 Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.