Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 41
42 Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 2011 Bókabásinn Seinna hefti Skógræktarritsins Seinna hefti Skógræktar- ritsins árið 2011 er komið út. Á kápu er mynd eftir Söru Riel er nefnist Jack Lumber in the green. Fjölmargar áhuga- verðar greinar eru í ritinu að vanda, um hin ýmsu efni tengd skógrækt. Má þar telja til umfjöllun um aðferðir við að laga skóg að landi, íslenskan skógarvið, skóginn í bók- menntum, skógrækt að Sellandi í Fnjóskadal, skógarferð til Skotlands, manneskjuna í skóginum, tvær greinar um lúpínu, aðra um þróun hennar í Heiðmörk og hina um tilraun til að eyða lúpínu með sauðfjárbeit og margt fleira. Skógræktarritið er leiðarvísir fyrir alla er rækta skóg og er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi. Nánari upplýsingar veitir Skógræktarfélag Íslands (s: 551-8150, netfang: skog@skog.is, www.skog.is). Sendið svör við getraunum á netfangið ehg@bondi.is eða til Bændablaðsins merkt „bar- nagetraun“- Bændahöllinni v. Hagatorg 107 Reykjavík. Glæsileg bókaverðlaun verða veitt tveimur duglegum þátttakendum frá útgáfufélaginu Sögum. d a s s s a ð r p l k v e o ð k e r t i n n r i þ h t m t n k a b j i p u ó w ö æ l i r t Finnið þrjú orð í stafaruglinu sem tengjast jólahátíðinni Finnið villur Margir lesendur Bænda- blaðsins munu kann- ast við nafnið Björn Halldórsson, sem kennt er við Sauðlauksdal. Björn var einn af merk- ustu náttúrufræðingum síns tíma (18. aldar) og frumkvöðull í marg- víslegri garðyrkju. Hann er m.a. talinn hafa verið fyrstur til að setja niður kart- öflur í íslenska jörð. Eftir hann liggja merk rit um búskap og grasnytjar. Þessi skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar segir frá aldurhnign- um og blindum Birni sem snýr á heimaslóðir eftir langa fjarveru í Kaupmannahöfn. Hann hefur með- ferðis lítilræði af kartöfluútsæði sem Friðrik konungur hefur falið honum að rækta svo landar hans drepist ekki úr sulti. Það er dimmt yfir þjóðinni: mann- fellir og kuldatíð, eldgos og bjargar- leysi. Björn er sjálfur sögumaðurinn í þessari bók og víst er að áhugafólki um búskapar- og lifnaðarhætti 18. aldar ætti að þykja lýsingar hans á mat, drykk – og tíðarandanum almennt – verulega bitastæðar. Mitt í öllum hörmungunum ríkir samt von hjá gömlum bónda um að koma Íslendingum í hóp vel haldinna þjóða. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal snýr aftur Krakkaþrautir Á efri myndinni hér fyrir neðan vantar fimm atriði - finnið þau. Klippið út lausnir og sendið til Bændablaðsins merkt „barna getraun“- Bændahöllinni v. Hagatorg 107 Reykjavík. Vegleg bókarverðlaun eru veitt í boði bókaforlagsins Sölku. Í krossgátunni hér í horninu skuluð þið finna lausnarorðið út frá snjóköllunum. Sendið til Bændablaðsins merkt „barna- getraun“- Bændahöllinni v. Hagatorg 107 Reykjavík, eða á netfangið ehg@bondi.is. Vegleg bókarverðlaun eru veitt í boði bókaforlagsins Eddu. Svara skal með fullu nafni og heimilisfangi fyrir 30. desember. Þórður Grunnvíkingur rímnaskáld, ævisaga Vestfirska forlagið hefur gefið út bókina Þórður Grunnvíkingur, ævisaga. Bókin er um margt athyglisverð og er þar m.a. að finna dagbókarfærslur Þórðar eins og þessa frá árinu 1907. „Árið 1907 þann 15. júní flyt ég frá Hlöðum í Árneshreppi í Strandasýslu sem ég uppbyggði 1903. Ég var þá búinn að byggja þar 4 hús en nú verð ég þaðan að flyt[ja] til Ísafjarðar. Við áttum þá 5 börn: Petrínu, Ástrúnu, Skúla, Guðmann Indriða Þórarinn og Jón Elías. Ég fékk hesta á Munaðarnesi og reiddum við okkur yfir svo kallað Eiði í Norðurfjörð“. Ekki er ólíklegt að á leiðinni yfir Eiðið hafi hann ort tvær vísur sem bera yfirskriftina; Kveðja við brottför af bæ 1907 Yfir lífsins ólgu sæ ýmsar sorgir buga, þessum sný ég burt frá bæ bljúgur mjög í huga. Grýttri heims ég stend á strönd stormar lífsins gína. Frelsarans í fríðu hönd fel ég vini mína. „16. júní biðum við í Norðurfirði. Þann dag sótti Elísabet tengdamóðir mín til okkar son okkar Guðmann Indriða Þórarinn og tók hann af okkur til fósturs. Það er ágætur samastaður.“ „17. júní biðum við í Norðurfirði til kl. 12 e.m. þá kom s/s [strandferða- skipið] Skálholt, skipstjóri Jósep Larsen. Fram í það skip flutti okkur Ólafur Ólafsson bóndi í Norðurfirði. Við tókum 3. farrými. Okkur leið vel á leiðinni, veður allgott og svarta þoka vestur að Horni. Samferða voru Jens Ólason, með konu sinni, er [þá] flutti búferlum frá Norðurfirði að Ármúla á Langadalsströnd … og Ari Magnússon frá Hólmavík með konu og börn- um er flutti til Bolungarvíkur. Hann hjálpaði mér manna best á leiðinni. Skálholt kom við á Hornvík, Aðalvík og Álftafirði; þaðan til Ísafjarðar. Þar fluttum [við] okkur í land. Þar tapaði ég kassa sem í voru bóka ? [ólæsilegt] og fleira. Síðan hélt ég með konu og börn til Magnúsar skálds frænda míns [Magnúsar Hj. Magnússonar, þeir voru bræðra synir]. Hann tók á móti okkur ágæt- lega. Því næst fékk ég leigt kjallara- herbergi í húsi Páls Jósúasonar með 7 kr. á mánuði“. Fjölskyldan frá Hlöðum í Árneshreppi var nú komin til nýrra heimkynna. Lítið er af henni að segja fyrstu vikurnar. Þórður fékk fljótlega vinnu þó stopul væri. Það var hins- vegar atburður í vændum sem virð- ist hafa gripið hug hans. Konungur okkar Íslendinga, Friðrik VIII, var væntanlegur til landsins og ætlaði að heimsækja Ísafjörð, Akureyri og Seyðisfjörð auk höfuðstaðarins Reykjavík. Í þessu sambandi var vitaskuld að ýmsu að hyggja, m.a. var reist bygging á Ísafirði, svo nefndur „Konungsskáli”. 4. ágúst fékk Þórður góða gesti. Þar voru á ferð skáldin Jósep Húnfjörð Sveinsson sem bjó í Hnífsdal og Magnús Hj. Magnússon frændi Þórðar. Þeir hafa vafalaust rætt um skáld- skap og ýmislegt honum tengt. Kom þá í ljós að þeir, skáldbræðurnir, voru allir að yrkja um Konungsskálasmíðina. Kvæði Þórðar kallaði hann Konungsskálabrag og er hann níu erindi. „Alls var þessi dagur skemmtilegur” bókaði Þórður. „6. ágúst. Nú er allt á ferð og flugi að búast við konungs- komunni. Víðast hvar reistar flaggstengur og nýja bryggjan prýdd öll með blómsveigum og ræðupallur og tveir tjaldskálar reistir á Eyrartúni fyrir utan hinn umgetna Konungsskála” „10. ágúst. Í dag kom s/s [strand- ferðaskipið] Vesta, ennfremur kom fjöldi mótorbáta og var því stór floti, allur fánum skreyttur. Þeir komu bæði innan úr Djúpi og vestan af fjörðum. Líka kom gufuskipið Sterling, Mættu allir þessir mótorar við Hæstakaupstaðarbryggjuna fyrst, svo við Edinborgarbryggjuna ... Fór þá fram æfing þann dag. Hitti ég Árna Jónsson frá Höfða í Jökulfjörðum og fleiri kunningja mína. Árni gaf konu minni 2 kr. í peningum“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.