Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 47
48 Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 2011 Vélabásinn Ýmislegt annað en spjaldtölvur efst á óskalista mótorhjóladellumanna: Í jólaskapi og vel upplýstur á gaddadekkjum Það styttist í jól og fyrir nokkru kom tilkynning um að jólagjöfin í ár væri spjaldtölva, eitthvað sem ég hef lítinn áhuga á að eignast. Ég, sem er með bíla- og mótor- hjóladellu á alvarlegu stigi, vildi frekar fá eitthvað sem tengist þessu áhugamáli mínu. Af nógu er að taka en þó eru nokkrir eigulegir hlutir og undraefni sem að mínu mati mundu sóma sér vel í pakka til tækjadellufólks. Nú er komið frost og vötn og lækir eru það vel lögð að hægt er að keyra á þeim á mótorhjólinu með sérút- búnum nagladekkjum. Ég fór í að skella gaddadekkjunum mínum undir mótorhjólið í síðustu viku. Eftir að dekkin voru komin á felgurnar voru þau jafnvægisstillt á þjónustuverk- stæði N1, sem er með einhverja fullkomnustu jafnvægisstillingarvél landsins fyrir mótorhjól. Frábær „LED“-ljós Ekki hef ég neina aðstöðu inni til að vinna við hjólið og varð því að setja dekkin undir hjólið úti í snjónum og myrkrinu. Þá vantaði mig ljós, en kunningi minn Bergur Gíslason hjá Ljósmyndavörum í Skipholtinu lán- aði mér hreint frábært ljós. Ljósluktin heitir Peli 9410, 4 „LED“-ljós með 710 „lumens“ ljósstyrk, kostar nálægt 50.000 með hleðslutæki og axlaról og lýsir hreint ótrúlega. Ljósið dregur vel á milli 300 og 400 metra og er ekki nema rúmt kíló að þyngd (mikið hefði svona ljós komið sér vel þar sem ég ólst upp norður í landi á dimmum vetrardögum). Hægt er að hlaða rafhlöðurnar og dugir hver hleðsla yfir klukkutíma á fullum styrk, en eitthvað skemur í miklum kulda. Þetta ljós gaf góða lýsingu meðan dekkin voru sett undir, en þá datt mér í hug hvort ekki mætti nota ljósið sem aukaljós á hjólið mitt, sem er með mjög lélegt framljós og Trail Tech hjálmaljós með rafhlöðu, sem fæst hjá N1 verslun (um þetta ljós fjallaði ég hér í Bændablaðinu í febrúar 2010). Með þennan ljósa- búnað fór ég seinnipart sunnudags á hjólinu í prufutúr á ísi lagðri tjörn. Ljósin virkuðu vel og með þessi þrjú ljós til taks skiptir ekki máli hvenær sólarhringsins er farið út að leika. Pokar til að halda hita Sé maður eitthvað að hjóla á fjórhjóli eða tvíhjóli á köldum vetrardögum er nauðsynlegt að vera með svona poka eins og sjást á stýrinu á hjólinu hjá mér (sjá mynd), pokarnir trufla nánast ekkert við aksturinn og halda höndunum heitum í ótrúlega langan tíma (pokarnir sem ég á eru keyptir hjá www.mxsport.is og kosta ekki mikið). Um 40 pistlar á tveim árum Nú eru komin tvö ár síðan ég hóf að skrifa þessa pistla mína hér um tæki og tól og sennilega er ég sá sem hef skemmt mér mest við þessi skrif og prófanir. Mér telst til að þessir mismunandi gáfulegu pistlar mínir séu nú orðnir um 40 á þessum tveim árum. Ekki nema í örfá skipti hef ég verið skammaður fyrir skrif mín og hafa nokkrir nefnt það við mig að þeir hafi lesið þessa pistla og líkað ágætlega. Alltaf hef ég haft gaman af því að prófa eitthvað sem er nýtt og ég hef ekki prufað áður. Ég hefði í þessum pistlum mínum viljað prófa fleiri vinnutæki og vinnuvélar, en oftast skrifa ég um þá hluti sem mér er boðið að prófa eða ég sækist eftir að prófa og fæ. Yfir 1000 kílómetra prufukeyrsla með BikingViking.is Ein var sú prufukeyrsla sem var lengst og mest hjá mér (yfir 1000 km) og fór fram síðastliðið vor. Mér var boðið af mótorhjólaleigunni BikingViking.is að hjálpa til við að tilkeyra 10 ný mótorhjól sem voru að fara í útleigu hjá þeim. Þessi hjól voru Triumph Tiger 800, skemmtileg hjól til að ferðast á, en nánar er hægt að lesa um hjólin á heimasíðunni hjá BikingViking. Ekkert varð úr að ég skrifaði um þessi hjól, en mikið svakalega voru þetta skemmtilegir 1000 km á þessum hjólum. Í þessum lokapistli ársins 2011 vil ég nota tækifærið til að óska lesendum mínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með þökk fyrir lesturinn, Hjörtur L. Jónsson. Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Mynd tekin í prufuakstrinum sem aldrei var skrifað um. Jafnvægisstilling er jafn nauðsynleg á mótorhjólum og á bílum. Sterkasti geislinn á snjónum er frá luktinni sem fest var á stýrið. Peli-luktin lýsti eins og í dagsbirtu við það að setja afturdekkið undir. Í árþúsundir hefur maðurinn gert sér grein fyrir því að hægt er að auka uppskeru jarðargróða með áburðargjöf. Menn veittu nær- ingarríku vatni yfir akra, báru á búfjáráburð, úrgang frá mann- fólkinu, lauf og fleira. Síðar fóru menn að nota belgjurtir sem með hjálp baktería binda nitur úr andrúmsloftinu. Allar þessar aðgerðir auðguðu ræktunarland af næringarefnum. Olli byltingu Það varð bylting á þessu sviði þegar tilbúinn áburður kom til sögunnar. Fosfór og kalí var brotið í námum en nitur unnið úr andrúmsloftinu. Síðar var farið að vinna ýmis fleiri næringarefni úr jarðefnum. Tilbúinn áburður kemur þó ekki í staðinn fyrir búfjáráburð eða belgjurtir en er mikilvæg viðbót. Með tilkomu tilbúins áburðar opnuðust ýmsir möguleikar sem ekki voru fyrir hendi áður. Það er hægt að blanda næringarefnin í þeim hlutföllum sem henta á hverj- um stað. Í gróðurhúsum eru nær- ingarefnin t.d. gjarnan leyst upp í vatni og gefin í þeim skömmtum sem plönturnar þurfa. Í tilbúnum áburði er styrkur næringarefna hár, sem gerir hann hagkvæman í flutningi. Hann er því hægt að flytja langar leiðir þangað sem hans er þörf. Í tilbúnum áburði eru efnin á formi sem plönturnar geta nýtt sér beint. Tækni við áburðar- framleiðslu tekur framförum og í seinni tíð hafa menn reynt að gera áburðinn þannig úr garði að hann nýtist sem best. Áburðarefnin geta t.d. verið á misjöfnu formi þannig að þau verði ekki öll aðgengileg á sama tíma, o.s.frv. Þegar uppskera er fjarlægð af landinu sem hún vex á fylgja nær- ingarefnin í plöntunum með. Ef þetta gerist ár eftir ár en engin nær- ingarefni koma í staðinn, gengur smám saman á næringarefnaforða jarðvegsins. Þar sem búfé er til staðar, eins og yfirleitt er hér á landi, kemur töluvert af næringar- efnum aftur til ræktunarlandsins með búfjáráburði. Sá hluti nær- ingarefnanna sem fer með afurðun- um (matjurtir, kjöt, mjólk o.s.frv.) skilar sér hins vegar ekki aftur til baka. Það er því mjög æskilegt að skapa flæði milli þéttbýlis og dreifbýlis þannig að næringarefni sem fara með matvælum til þétt- býlisins skili sér aftur til baka í sveitirnar. Tilbúinn áburður mun áfram gegna lykilhlutverki Það er hægt að safna saman saur og öðrum úrgangi í þéttbýli og keyra út á land. Það er hins vegar mjög dýrt að flytja efnin á þessu formi og því ekki hægt að flytja þau langar leiðir. Einnig geta þau innihaldið ýmis efni og bakteríur sem við viljum ekki fá á ræktunarlandið. Nú hefur verið fundin upp aðferð til að vinna nær- ingarefni úr skólpi og öðrum úrgangi á tiltölulega ódýran hátt. Hægt er að fella út hvert næringarefni fyrir sig í formi salta og svo skaðleg efni sér. Efnunum má svo blanda saman í heppilegum hlutföllum í tilbúinn áburð. Með þessu móti verður flutn- ingskostnaður efnanna miklu minni og ekki þarf að flytja óæskileg efni á ræktunarlandið. Samtímis leysir þetta umhverfisvandamál í þétt- býlinu. Tilbúinn áburður mun því gegna lykilhlutverki í landbúnaði fram- tíðarinnar. Hann er forsenda þess að hægt verði að gefa mannkyninu nægan og hollan mat og stunda umhverfisvænan landbúnað. Það þarf því sterk rök til að banna notk- un hans líkt og gert er í lífrænum landbúnaði. Rökin sem frumkvöðlar þessa ræktunarforms settu fram á sínum tíma gegn tilbúnum áburði hafa ekki staðist tímans tönn og ný rök hafa ekki komið í staðinn. Það er hins vegar mikilvægt að hafa í huga að óhófleg notkun áburðar, á hvaða formi sem er, getur verið skaðleg fyrir umhverfið. Næringarefni geta þá borist þangað sem þau eiga ekki að fara. Guðni Þorvaldsson Landbúnaðarháskóla Íslands Er tilbúinn áburður skaðlegur? „Tilbúinn áburður mun því gegna lykilhlutverki í landbúnaði framtíðarin- nar. Hann er forsenda þess að hægt verði að gefa mannkyninu nægan og Þorvaldssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.