Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 51
52 Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 2011 Lesendabásinn Að geysast út á ritvöllinn getur kostað andsvar og andandsvar. Slíkt kalla margir ritdeilur en í tilviki okkar Þórarins Lárussonar kýs ég fremur að nota orðið ritröð, enda má segja þetta skoðanaskipti manna sem eygja sömu von. Ísland er land gnægta og mögu- leikarnir margir. Vandinn er ekki landið heldur fólkið. Hagsmunir þess enda ólíkir og uppruni. Gjá þéttbýlis og dreifbýlis gleikkar líka hratt og tengibrúm fækkar. Hér er að vaxa upp borgríki og varnarbarátta hinna dreifðu byggða í algleymingi. Að mínu mati er það þó ekki vegna skorts á stjórnsýslu. Þennan tel ég vandann: Samspil yfirmanna landsmála, sveita- stjórna, háskólans, viðskipta- stofnana, helstu atvinnurekanda, verkalýðshreyfinga og fjölmiðla. Þetta sólskinslag samfélagsins er einn allsherjar sambræðingur sem kemur í veg fyrir sjálfsbjörg hér- aðanna og reisn. Suðvesturhornið þrífst skárst í krafti fjöldans en annarsstaðar eru tækifærin í klaka- böndum og munu ekki leysast úr læðingi fyrr en einokunaraðstöðu lénsherranna er aflétt. Unnvörpum ganga sveitastjórnir óréttlætinu samsíða í stað þess að berjast gegn því og ástæðan meiri hollusta við annað en sitt fólk. Lausn landsbyggðarinnar er því ekki nýtt stjórnsýslustig heldur ný viðhorf. Landsbyggðinni blæðir vegna þess að hún hefur sáralítið með sín mál að segja. Þessu hafa pólitísk átrúnaðargoð dreifbýlisins viðhaldið mörg umliðin ár og ekki að sjá á þeim fararsnið. Vissulega hefði stjórnlagaráð mátt ganga lengra í sumu. En nýja stjórnarskráin er háð sama annmarka og allar aðrar stjórnar- skrár, að vera hvorki fullkomin né endanleg. Ég tel hana þó mikla framför og vel geta mótað laga- grundvöll næstu áratuga, landi og þjóð til heilla. Og ég stend við þá fullyrðingu að landsbyggðarvand- inn sé heimatilbúin meinloka. Lýður Árnason, læknir og fyrrum fulltrúi í stjórnlagaráði. Sólskinslög samfélagsins - Svar við grein Þórarins Lárussonar Ekki hef ég kennt bændum einum um og ekki vil ég kalla þá dýraníð- inga að óreyndu, ég hef hinsvegar heyrt að fleiri en téðir eigendur girðinga hafi fengið yfirhalningu á bloggi og Facebook. Greinarhöfundur talar um að arður af hreindýraveiðum sé ekki virði nema nokkurra girðingarstaura í allri sýslunni. Veit hann ekki, að til þess að arður fáist þarf að leyfa veiðar á timabilinu 15.7 til 20.9 ár hvert? Hann gefur sig út fyrir að hafa tekið út girðingar og er því væntanlega kunnugur þeim lögum sem það varða, því spyr sá sem ekki veit; gaf hann út vottorð á umrædda rafmagnsgirðingu? Á fundi sem var haldinn í Flatey með formanni NAUST og fleirum tjáði bústjóri að rafmagnsgirðinga- borðar hefðu verið notaðir til að girða af beitarhólf fyrir nautgripi, og að þetta form girðinga hefði verið fjar- lægt eftir að hætt var að beita grip- unum. Hvað varðar girðingar umhverfis Flateyjarland, þá var að sögn bústjóra um helmingaskipti að ræða í kostnaði milli Ríkisins og Lífsvals þegar girt var. Er þá tjónið ekki helmingaskipt? Sá kafli girðinga sem snýr að Félagsræktuninni, er hann þá ekki þrískiptur, þ.e.a.s. þar sem hann er á mörkum Ríkis – Lífsvals og Félagsræktunar? Það að vont sé að rafmagns- girðingin sé ónothæf, má vel vera, en hljómar líka eins og að algjört plássleysi hrjái þetta svæði. Það er hinsvegar staðreynd að á þeim 500 metra kafla sem er á mörkum Félagsræktunar var raf- magnsgirðingin ekki fjarlægð þegar netgirðingin var girt, heldur lá á jörðinni meðfram þeirri nýju þegar umræddum umhverfissamtökum var sýnd girðingin. Gott væri að greinarhöfundur gæti upplýst lesendur um hversu langt er síðan hreindýr fóru að halda til á svæðinu,var það fyrir tilkomu téðrar rafmagnsgirðingar eða eftir? (Frétt í Mbl. 12.10.2006. „Hreindýr í sjálf- heldu“.) Ekki fyrir alls löngu héldu til á túnum við bæinn Blábjörg í Álftafirði 200 hreindýr heilan vetur, ekkert þeirra festist í girðingum að sögn bóndans þar. Hann hefur kannski ekki haft það til siðs að reka þau úr túnunum á bíl. Eftirlitsmaður á vegum umhverfisstofnunar? Ekki er hægt að fá staðfest á þeim bæ að þar sé maður á launaskrá við þetta eftirlit og ekki var mér boðin borgun þó svo ég legði leið mína um svæðið til að skoða hreindýr þar. Talsmaður Umhverfisstofnunar: Hvernig átti hann að geta metið ástand dýranna, var hann á staðnum? Vissir þú af þessu og því brást þú ekki við? Álftirnar koma girðing- unum ekkert við, nema kannski þessar tvær sem lágu dauðar við margt umrædda girðingu. Þær eru jú friðaðar, það eru hreindýrin líka á þessum tíma ef einhver skyldi hafa gleymt því í Hornafirði. Hvað ábyrgð Umhverfisstofnunar varðar þá er hún líklega af svipuðum toga og Sjávarútvegsráðuneytis þegar hval rekur á fjörur eða hann veldur tjóni á veiðarfærum sjó- manna. Hafi útreikningar á tjóni verið ætlaðir til að renna styrkari stoðum undir kröfur um bætur, þá lítur þetta ekki sérlega vel út, þar sem ekki virðast allir aðilar málsins vera inni í þeim tölum sem koma fram í greininni. Af hverju er bara einn aðili um að girða Félagsræktina? Og er tjón ríkisins meðtalið þegar greinarhöfundur gefur upp tölur um tjón á girðingum? Ætlar greinarhöf- undur ekki að reikna út tjón bænda almennt og þá á Austurlandi líka? Og eru ekki enn óþresktir tugir hektara af kornökrum í Flatey, varla hafa hrein- dýrin étið það. Í Austurglugganum segir bæjar- stjóri að lög passi ekki við þessar aðstæður, þurfa Hornfirðingar önnur lög en aðrir landsmenn? Hvað varðar grisjun hjarðarinnar, væri þá ekki æskilegast að gera það á veiðitíma og skapa þannig arð til handa landeigendum á svæðinu, og ef það er ekki gerlegt – því það hefur því miður ekki verið hægt að stunda veiðar á stórum svæðum í Hornafirði á veiðitíma – hvar vill þá bústjórinn láta veiða? Það er heldur ekki rétt að dýr- unum hafi fjölgað stórlega á svæð- inu, því að uppúr 2000 voru þau nær 400 að vetri til. Þá var það að eftir að landeigendur og ábúendur höfðu mörg undanfarin ár komið í veg fyrir veiðar á svæðinu, var brugðið á það ráð að fella hluta af stofninum eftir veiðitíma, í nóvember og desember tvö ár í röð. Ástæður fyrir banni voru af ýmsum toga, þeir fengu t.d. ekki réttan arð, ekki var hægt að búa við að menn úr Reykjavík kæmu á stórum, mikið breyttum bílum og spændu upp landið. Um þetta má lesa í grein í Eystrahorni, „Bændur búa við ólög“. Í framhaldi af þeim greinarskrif- um sendi ég inn greinarkorn þar sem ég velti því upp hvort svo væri: „Búa bændur við ólög?“ Síðan þá virðist málflutningur manna á svæðinu lítið hafa breyst. Nú væri fróðlegt að skoða reglur um skipt- ingu hreindýraarðs. 1.gr. Umhverfisstofnun skiptir arði af sölu veiðileyfa og afurða felldra dýra að fenginni umsögn hreindýraráðs. Skulu eingöngu þeir sem fyrir ágangi hreindýra verða á landi sínu njóta arðsins. Við úthlutun veiðileyfa er veiðileyfum skipt niður á ágangs- svæði. Með ágangssvæði er átt við nánar skilgreint svæði þar sem ágangur hreindýra er svipaður á öllu svæðinu. Úthlutað skal arði á einstök ágangssvæði í samræmi við úthlutuð veiðileyfi á svæðinu. Umhverfisstofnun gerir ár hvert tillögu til Umhverfisráðuneytis um fjölda og mörk ágangssvæða að fengnum tillögum Hreindýraráðs og Náttúrustofu Austurlands. Skal þar tekið mið af dreifingu á síðustu 10 árum, en tillit skal taka til breytinga á ágangi og dreifingu hreindýra á undangengnu ári, séu talsverð frávik milli ára. Af hverju felldu dýri fara kr. 5000 til ábúanda eða umráðamanns, eftir atvikum þeirra jarða sem dýrið er fellt á. Eftirstöðvar skiptast sem hér segir: 1. Allar jarðir innan hvers ágangs- svæðis sem verða fyrir ágangi 40% a. Samkvæmt fasteignamati lands, fjórðungur b. Samkvæmt landsstærð (mæld eða flokkuð), þrír fjórðu hlutar 2. Samkvæmt mati á ágangi 60% a. Lítill ágangur 5% b. Nokkur ágangur 10% c. Töluverður ágangur 25% d. Mikill ágangur 60% Heimilt er að hnika frá ágangi um allt að 5% ef veigamiklar ástæður mæla með. Umhverfisstofnun metur ágang á einstakar jarðir með hliðsjón af ofangreindu að fenginni umsögn Náttúrustofu Austurlands. Óheimilt er að láta arð af hreinýraveiðum ganga til þeirra sem ekki heimila hreindýraveiðar á landi sínu. 2. gr. Umhverfisstofnun skal leggja fram drög að úthlutunargerð til kynningar í viðkomandi sveitarfélögum. Innan tveggja vikna geta landeigendur eða ábúendur gert skriflega athugasemd við skiptingu arðs. Að þeim tíma liðnum metur Umhverfisstofnun þær athugasemdir sem borist hafa og úthlutar síðan arði til þeirra ábúenda eða landeigenda þeirra jarða sem arðs njóta. Úthluta skal hreindýraarði til ábúanda viðkomandi jarðar nema samkomulag sé um annað við land- eigendur eða ef ábúð er ekki á jörð- inni. Tilkynna skal um úthlutun form- lega og tilgreina kærufrest. Arður skal greiddur út fyrir áramót vegna síðasta veiðitímabils. Heimilt er að kæra úthlutun Umhverfisstofnunar til umhverfisráðherra til úrskurðar. Umhverfisráðuneytinu, 2. júlí 2003 F.h.r. Ingimar Sigurðsson. Sigríður Auður Arnardóttir. Þessu til viðbótar er öllum leið- sögumönnum með hreindýraveiðum uppálagt að skrá GPS-hnit á veiði- skýrslu vegna felldra dýra á veiði- tíma og geta heitis á veiðistað og, ef um er kunnugt, til hvaða jarðar heyrir. Skýrslunni skal í lok veiði- tímabils skila inn til veiðistjórnunar- sviðs Umhverfisstofnunar. Það vakti reyndar furðu mína að bústjóri Lífsvals í Flatey sagðist ekk- ert þekkja til arðsúthlutunarreglna, þó svo að hann á sínum tíma hafi setið í hreindýraráði þegar reglurnar voru mótaðar. Og ef ekki er hægt að ná sam- komulagi um þennan málaflokk, hvað þá? - Þá þyrfti líklega að fara til baka í tíma og taka upp gamla tilskipun sem var gefin út af þeim sem sáu um málefni hreindýra um 1970, þegar þau fóru fyrst að sækja vestur fyrir Fljót: að fella skyldi öll þau hreindýr sem þangað færu. Þessi ákvörðun mun að mestu hafa verið tekin fyrir áeggjan heima- manna vegna hræðslu við búfjársjúk- dóma. Getur verið að nú sé komið að því að framfylgja þessu ákvæði? Ef af yrði fengju girðingarnar í það minnsta hvíld og hinir vonandi hugarró. Virðingarfyllst, Skúli Heiðar Benediktsson leiðsögumaður með hreindýraveiðum. Er ómaklegt að benda á það sem þarfnast lagfæringar? - Vangaveltur vegna greina Grétars Más Þorkelssonar í Ríki Vatnajökuls, Eystra- horni og Bændablaðinu Lýður Árnason. Þann 4. nóvember sl. lögðu 13 kúabændur af Austurlandi, nánar tiltekið frá Vopnafirði suður í Berufjörð, land undir fót og keyrðu suður í Hornafjörð. Ferðir sem þessi hafa verið farn- ar öðru hverju á liðnum árum og hafa Þingeyingar, Eyfirðingar og Skagfirðingar m.a. verið sóttir heim. Eftir lítilsháttar tafir við að komast af stað vegna gleymdra seðlaveskja, var haldið af stað frá Egilsstöðum, suður í Breiðdal og áfram suður firðina og bændur tíndir upp á leiðinni uns allir þrettán að tölu voru með í för. Einhverjum kann að finnast það vera að storka örlögunum að leggja af stað þrettán á föstudegi, en heilladísirnar voru með í för og allir komust heilir heim aftur. Í Álftafirði bættist Eiríkur Egilsson á Seljavöllum í bílinn og sagði okkur frá því sem fyrir augu bar á leiðinni, búskap og einkennum mannlífsins í þeim sveitum sem keyrt var í gegnum. Þrjú bú heimsótt Í ferðinni heimsóttum við þrjú bú; Seljavelli, þar sem rekið er kúabú og kartöflurækt auk kjöt- vinnslu, og Flatey með mjólkur- og kjötframleiðslu, þar vöktu hrein- dýrin hvað mesta athygli. Hlýtur að vera erfitt að horfa upp á þau úða í sig grasi og korni án þess að fá nokkuð að gert þar sem þessum skepnum halda engar venjulegar girðingar. Ágangur þessara tign- arlegu dýra virðist vera mikill þarna suðurfrá. Síðasta búið sem við skoðuðum var Árbær, en þar er rekið kúabú og framleiddur ís. Einnig er þar veitingasala sem reis sl. sumar. Í ferðinni komum við íÞór- bergssetur að Hala í Suðursveit þar sem safnið var skoðað undir skemmtilegri leiðsögn Þorbjargar Arnórsdóttur. Bændahátíð að Smyrlabjörgum Gist var tvær nætur að Smyrlabjörgum í góðu yfirlæti. Að kvöldi laugardags var haldin Bændahátíð að Smyrlabjörgum, nokkurs konar uppskeruhátíð Austur-Skaftfellinga. Við setningu hátíðarinnar kom fram að verið væri að fagna metuppskeru ársins 2010 aftur, þar sem uppskeran í ár hefði orðið fremur rýr. Þar létum við okkur ekki vanta og nutum góðra veitinga og skemmtidag- skrár fram eftir nóttu. Kunna kúabændur Austur- Skaftfellingum bestu þakkir fyrir hlýjar móttökur. Skemmtiferð kúabænda á Austurlandi: Heilladísirnar voru með í för
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.