Bændablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 15
Á fimmtudag og föstudag í liðinni viku, - 17. og 18. febrúar voru haldnir árlegir samráðs- og fagmálafundir með ráðu- nautum búnaðarsambandanna í Bændahöllinni. Að þessu sinni var fundurinn ekki haldinn í tengslum við árlegt Fræðaþing landbúnaðarins en það verður haldið dagana 10. og 11. mars n.k. Í sérstökum málstofum var fjallað um málefni á hverju fagsviði (búrekstri/hagfræði, jarðrækt, hrossarækt, naut- griparækt) sem eru ofarlega á bugi, Tveir sameiginlegir fundir allra ráðunauta voru á dagskrá. Á öðrum þeirra var annarsvegar var fjallað um ,,Breytt ytra rekstrarumhverfi í ráðgjafarþjónustunni“ í kjölfar mikils samdráttar í opinberum framlögum til ráðgjafarþjónustu í landinu og hinsvegar var haldin kynning á ,,Bændatorgi“ – sem er nýr gagnkvæmur samskiptavettvangur bænda og ráðgjafa. Á hinum sameiginlega fundinum fjölluðu fulltrúar frá Matvælastofnun um búfjársjúkdóm, sjúk- dómastöðu í íslensku búfé en einkum þó hvernig háttað er viðbúnaði og vörnum gegn dreifingu sjúkdóma sem upp kunna koma. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru fundirnir vel sóttir og góð þátttaka í umræðum. Stefnt er að því að gera efni (glærur og ritaðan texta) sem lagt var fram á fundunum aðgengilegt innan tíðar með því að opna tengil á www.bondi.is . Ráðunautafundir 2011

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.