Bændablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 26
Þæfðar töskur hafa verið vinsælar og gaman að eiga svoleiðist töskur. Þessi er úr Sumo-ullargarni sem gaman er að prjóna úr og þæfa þar sem garnið myndar fallegt mynstur og er misþykkt. Stærð Ein stærð 30 x 33 cm fullþæfð. Yfirvídd: 44 ( 50 ) 57 cm. Sídd: 44 (52) 60 cm. Ermalengd: 17 ( 23 ) 27 cm. Efni Sumo-garn no. DG 108 rautt en er líka til blágrænt og grænt. (sjá á garn.is), 350 gr. Hringprjónn nr. 10 x 60 cm langur. Heklunál nr 6. Prjónafesta 10x10 cm gera 10L x 16 umferðir. Taskan er prjónuð fram og til baka með hringprjóni nr. 10 og við byrjum efst á framhlið töskunnar. Fitja upp 35L og prjóna sléttprjón fram og til baka. Prjóna þar til taskan mælist 8 cm., auka þá út um 1 L í hvorri hlið sem er endurtekið með 11 cm. millibili alls 5 sinnum, þá eiga að vera 45 L á prjóninum. Merkja í báðum hliðum þegar stykkið mælist 61 cm. Þá er prjónað áfram þar til 9 cm mælast frá merkjunum en þá er byrjað að fella af 1 L í hvorri hlið með 11 cm millibili alls 5 sinnum en þá eiga að vera 35 L á prjóninum. Nú eru prjónaðir alls 61 cm. frá merkjunum og þá er komið að lokinu. Fellið af 8 L í hvorri hlið en þá eiga að vera 19 L á prjóninum. Þegar lokið mælist 12 cm. er felld af 1 L í hvorri hlið og síðan með 11 cm. millibili 4 sinnum, nú eru samtals 11 lykkjur á prjóninum. Fella allar af þegar lokið mælist 55 cm. Sauma saman hliðarsaumana. Hald Taka upp 8 lykkjur við opið á samskeytum fram og afturhliðar og prjóna slétt fram og til baka að 100 cm. Lykkja þessar 8 lykkjur við hina hliðina. Hekla kringum opið og kringum lokið með Sumo og heklunál no. 6 þannig; *1 fastalykkja, 2 loftlykkjur* endurtekið allan hringinn. Klippið niður Sumo-garnið í 20 cm. búta og hnýtið kögur úr 2 endum með um 2 cm. millibili á samskeytin í hliðunum. Hnýtið síðan sams konar kögur í loftlykkjubogana meðfram öllu lokinu. Gangið frá öllum endum. Þæfing Þvoið töskuna í þvottavél á 40 gráðum án forþvotts með vindingu. Notið þvottaefni sem er án bleikiefna og ensíma. Má líka setja um 1 msk. hárþvottaefni í hvort hólf í þvottavélinni. Þegar þæfingu er lokið er taskan formuð til áður en hún er lögð til þerris. Ef hún er þvegin seinna, þá á að nota ullarkerfi. Þæfð taska úr Sumo-ullargarni Skemmtilegt á Facebook Börn og náttúruhamfarir Gosið í Eyjafjallajökli hafði mikil áhrif á börn

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.