Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Mjólkuriðnaðurinn á Íslandi rekur líklega þriðja stærsta flutningakerfi landsins á eftir Flytjanda sem er í eigu Eimskips og Landflutningum sem er í eigu Samskipa sem talin eru mun umsvifameiri. Með flutningakerfi MS eru fluttar tilbúnar mjólk- urvörur innanlands til endur- seljenda sem nema nálægt 70 þúsund tonnum á ári. Síðan safna mjólkurbílar MS saman um 120 þúsund tonnum af mjólk á ári frá framleiðendum. Þannig er verið að flytja um 190 þúsund tonn af mjólk og mjólkurafurðum á ári með bílum MS samsteypunnar. Það er meira en sem nemur öllum úthlutuðum þorskveiðikvóta Íslendinga á yfirstandandi fisk- veiðiári sem er 160 þúsund tonn. Nær 200 milljónir hafa þegar sparast á ári „Mest krefjandi hagræðingar- verkefni okkar í dag í öllum stöðvum Mjólkursamsölunnar felst í flutningamálunum,“ segir Pálmi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS. „Þar erum við þegar búnir að ná gríðarlega miklum árangri en við teljum okkur eiga þar töluvert mikið inni ennþá. Í svona skipulagningu og hagræðingu þá eru flutningamálin sá skipulags- þáttur sem hvað erfiðast er að ná utan um, því það eru umfangsmestu og oft flóknustu viðfangsefnin. Við erum búnir að vera að vinna í flutningamálunum í rúmt ár, en við eigum allavega eitt ár eftir í þeirri skipulagningu. Í lok yfir- standandi árs, 2011, verðum við búnir að ná utanum meginþættina í hagræðingarvinnu flutninga, við erum nú þegar búnir að ná miklum árangri og spara mikla peninga. Af því sem við sjáum nú þegar, höfum við í flutningunum náð að spara á ársgrunni, á annað hundrað millj- ónir króna. Olíukostnaður vegur stöðugt þyngra „Þegar við lögðum af stað í þá vegferð að endurskoða flutn- ingakerfi fyrirtækisins, og vorum að undirbúa hagræðingu í flutn- ingakerfinu, þá kostaði lítrinn af dísilolíu um 160 - 170 krónur. Í dag kostar hann rúmar 230 krónur. Það skiptir því stöðugt meira máli að hægt sé að ná betri nýtingu á bílaflotanum þegar mikið er ekið.“ Stærri bílar og aftanívagnar „Við höfum verið að taka inn stærri bíla og fækka þeim með því að hafa vel útbúna tanka aftan í þeim. Þá höfum við farið út í að samhæfa bíla til söfnunar og vöru- dreifingar á svæðum sem því verður við komið. Við mjólkursöfnun í dag eru fulllestaðir tankbílar að koma inn til losunar í afurðastöð með allt að 27 tonn af mjólk í ferð (27 þúsund lítra), en fyrir 20 til 25 árum síðan voru tankbílar að koma með 8 til 10 þúsund lítra í hverri ferð. Hér hefur orðið mikil þróun á 2 til 3 áratugum, betri samgöngur og betri tækjabúnaður sem gerir þessa framþróun mögulega.“ Reynt að fækka eknum kílómetrum með mjólk Einnig höfum við verið að huga að auknum dæluafköstum í bílunum og stytta þannig dælutíma á hverj- um söfnunarstað. Jafnframt reynum við að fækka eknum kílómetrunum sem þarf að aka til þess að sinn hlut- verki okkar í söfnun og dreifingu.“ Pálmi segir að þó bílarnir sé orðnir mun stærri og kannski með heildarfarm yfir 26 tonn, þá þýði það ekki endilega að þeir séu verri fyrir vegakerfið. Haft hefur verið náið og gott samstarf við Vegagerðina í þeim þáttum sem snúa að flutningatækjum og burðar- getu þeirra. Bændablaðið reyndi til fróð- leiks og samanburðar að fá upp- lýsingar um magn þeirrar vöru sem flutt er um vegi landsins með Landflutningum og Flytjanda. Þær tölur fengust ekki uppgefnar af samkeppnisástæðum. Ekki er heldur að finna tölur um þá flutninga hjá Hagstofunni né Vegagerðinni. /HKr. MS er með eitt stærsta landflutningakerfi á Íslandi: Mjólkurvöruflutningar meiri en sem nemur öllum þorskkvóta Íslendinga - Bílar MS flytja um 190 þúsund tonn af mjólk og mjólkurafurðum á ári Það eru ekki bara tankbílar sem eru í þjónustu MS, því miklir flutningar fara líka fram á unninni og pakkaðri mjólk og mjólkurafurðum frá afurðastöðvunum víða um land. Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS, segir að þó mikil hagræðing hafi átt sér stað í mjólkur- flutningunum á síðustu árum megi gera enn betur. Hér er hann við gamlan Volvo brúsabíl á safni MS. Mynd / HKr. Stærstu mjólkurbílarnir taka 27 tonn en mjög hefur færst í vöxt að nota stóra aftanívagna í mjólkurflutningunum. Mynd / MÞÞ Sprenging hefur orðið í útflutningi á íslensku skyri frá MS Selfossi, en skyr.is er nú selt í fjórum bragð- tegundum til Bandaríkjanna og Finnlands. Í hverri viku fara 10 tonn af skyri til Finnlands, eða 40 þúsund dósir og 2-3 tonn til Bandaríkjanna. Ekki er útilokað að útflutningur til annarra landa hefjist fljótlega. „Þetta er mjög ánægjulegt og frábært að sjá hvað Finnar og Bandaríkjamenn taka skyrinu okkar vel. Þetta eru líka góð viðskipti fyrir okkur og eykur starfsemina í mjólkurbúinu á Selfossi,“ sagði Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri. Marjaana Hovi, gæðastjóri MS sem er finnsk að uppruna, hefur farið nokkrar ferðir til Finnlands og kennt löndum sínum að borða íslenskt skyr með þessum góða árangri. /MHH Sprenging í útflutningi á íslensku skyri Marjaana Hovi, gæðastjóri MS og Guðmundur Geir að bragða á skyr. is, sem hefur slegið öll sölumet hjá MS Selfossi með útflutningnum til Finnlands og Bandaríkjanna. Mynd /MHH Fréttir Baráttan við Spánarsnigilinn Spánarsnigillinn svonefndi hefur fundist hér á landi og veldur áhyggjum, þar sem hann er ágengur í umhverfi sínu. Þó að hann sé kenndur við Spán þá hefur komið í ljós að hann rekur uppruna sinn til Suðvestur - Frakklands sem á landamæri að Spáni. Á Álandseyjum varð fyrst vart við snigilinn árið 1992 en hann hefur einnig breiðst út um Svíþjóð og Finnland. Sérfræðingar telja óhugsandi að honum verði útrýmt í þessum löndum hér eftir, en honum fjölgar auðveldlega og hann er afar ágengur í umhverfi sínu. Hver snigill getur verpt allt að 400 eggjum og þar sem hann er tvíkynja getur hvert egg orðið að nýjum sniglastofni. Dreifing snigl- anna fer einkum fram með mold sem fylgir rótarkerfi jurta við flutning. Þannig getur snigillinn dreifst um öll lönd ESB þar sem heimilt er að flytja jurtir innan og milli landa. Á hinn bóginn eru ekki heimildir um að snigileggin dreifist með skófatn- aði. Mörg fleiri ráð eru notuð gegn sniglinum en eitt hið fyrirhafnarm- innsta er bleyta vel í jarðveginum að kveldi og breiða svartan plast dúk yfir. Að morgni hafa sniglarnir þá komið sér þar fyrir, ef þá er þar að finna, og eru auðtíndir. Þá má nota dauða snigla sem beitu en snigillinn er sniglaæta. Upplýsingar um Spánska snigil- inn er að finna á vefsíðunum www. gnm.se og www.tradgard.org /ME Heimild: Landsbygdens Folk, 25. mars 2011.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.