Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 „Hringdu í mig eftir þrjátíu eða hundrað ár,“ sagði Steingrímur bóndi í Efri – Engidal: Búinn að farga öllum bústofni og efast um að hefja búskap að nýju Samtals 26 nautgripum og um 280 kindum slátrað á Hvammstanga og urðaðar vegna díoxínmengunar WorldFengur var opn- aður formlega í ágúst 2001 á Heimsmeistaramóti íslenska hests- ins í Austurríki. WorldFengur (WF) verður því 10 ára þegar Heimsmeistaramótið 2011 verður aftur haldið í Austurríki, sem er skemmtileg tilviljun. Af þessu tilefni hélt Jón Baldur Lorange, verkefnisstjóri WF, erindi á Fræðaþingi landbúnaðarins 2011, sem haldið var 10.-11.mars. Í Riti Fræðaþingsins segir m.a.: ,,Eitt af tveimur aðalmarkmiðum (sic) WF verkefnisins var að byggja upp alþjóðlegt kynbótamat fyrir íslenska hestinn byggt á safni sam- eiginlegra erfðavísa. Í alþjóðlega kynbótamatinu er notast við mælanleg og saman- burðarhæf gögn sem vistuð eru í miðlægum gagnagrunni WF frá eins mörgum löndum og mögulegt er. Annað af aðalmarkmiðum WF verkefnisins er að nýta upplýsinga- tæknina í þágu allra viðurkenndra hrossaræktarsambanda til að þróa sameiginlegt tölvukerfi og takast á við sameiginlegar áskoranir við að halda miðlæga ættbók fyrir íslenska hestinn. Upplýsingatæknin skapar okkur einstakt tækifæri til að ná þessu markmiði. Lykilinn að velgengi WorldFengs verkefnisins byggist á 3S; samtengihæfni, samhæfni og samstarfi. WorldFengur tengir saman fólk um víða veröld, samhæfir vinnu þeirra og stuðlar að árangursríku samstarfi unnenda íslenska hestsins“ (sjá nánar Rit Fræðaþings 2011). Í erindinu fór Jón Baldur m.a. yfir hvernig hefði verið staðið að vali á þróunartóli og gagnagrunnskerfi í upphafi, hvaða kröfur væru gerðar til upprunaættbókar, rekjanleika og mikilvægi aðgangsstýringar. Markmiðin sem sett voru með WF eru í höfn; gerð upprunaætt- bókar íslenska hestsins á heims- vísu, alþjóðlegt kynbótamat, opin- bert og alþjóðlegt ættbókarkerfi, frír aðgangur allra félaga í FEIF að WF, markaðsgluggi og mikilvægur stuðningur og samvinnuvettvangur fyrir FEIF félaga allra landa. Þá væri framtíðin full af tækifærum. Keppnisgögn og mat á mætingu afkvæma til dóms myndi verða grunnur að bættu kynbótamati en að þessu væri unnið af dr. Elsu S. Albertsdóttur, Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún flutti einmitt fróðlegt erindi um þetta á Fræðaþinginu. Þá ætti að bæta WF sem ættbókarkerfi allra landa, útvíkka heimaréttina fyrir skýrsluhaldara í hrossarækt, bjóða upp á vefþjónustur fyrir ytri aðila, ,,lesa í genin“ hvað varðar litaerfðir o.fl. og sífellt væri verið að auka alþjóðlega samvinnu um þróun WF. WorldFengur 10 ára Fréttir Jón Baldur Lorange kynnti vefinn WorldFeng á Fræðaþingi land- búnaðarins sem haldið var í mars og hvaða hlutverki hann gegnir fyrir ræktendur íslenska hestsins. Mynd / HKr. „Hringdu í mig eftir þrjátíu eða eftir hundrað ár, ef ég fer af stað aftur,“ sagði Steingrímur Jónsson bóndi í Efri-Engidal fyrir botni Skutulsfjarðar. Á miðvikudag í síð- ustu viku var drifið í því að koma öllum bústofni hans í bíl til akst- urs í sláturhús á Hvammstanga og óvíst er hvort eða hvenær hægt verður að hefja búskap að nýju í Engidal. Matvælastofnun (MAST) tekur sýni úr hluta þeirra dýra sem slátrað er og síðan ræðst framhaldið m.a. af niðurstöðum rannsókna Umhverfisstofnunar úr jarðvegssýnum sem tekin verða í Engidal í vor. Steingrímur var að þrífa og hreinsa út úr gripahúsum sínum þegar blaðamaður Bændablaðsins ræddi við hann. Hvað með tekjur, eru þær ekki endanlega horfnar með förgun dýranna? „Ég hef tekjur fram að mán- aðamótum frá MS og síðan bein- greiðslur. Síðan veit ég ekki meir.“ Segir hann að MS hafi þó staðið vel við bakið á sér í málinu. Stjórnendur MS tóku þá ákvörðun, strax og ljóst var að mjólk frá Efri-Engidal var menguð af díoxíni, að halda áfram að taka við mjólkinni frá Steingrími og greiða honum fyrir innleggið. Þannig tók MS í raun á sig meiri skyldur í málinu en fyrirtækinu bar. Hellt í sjóinn með samþykki Umhverfisstofnunar Fyrst í stað var mjólkinni frá Efri- Engidal safnað upp í tanka hjá mjólk- urstöð MS á Ísafirði vegna óvissu um hvernig ætti að fara að förgun hennar. Það var síðan, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, að ákveðið var að hella henni niður um ræsið og út í sjó við Sundahöfnina á Ísafirði. Þess má geta að í firðinum fyrir utan eyrina á Ísafirði er m.a. starfrækt fiskeldi. Bændablaðið sendi Sigríði Kristjánsdóttur, deild- arstjóra á sviði umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun, fyrirspurn um málið og staðfesti hún þetta. „Ég get staðfest það að við feng- um fyrirspurn frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða um hvernig væri best að meðhöndla mjólkina og hvort hún mætti fara í frárennsli út í sjó. Einu mörkin um losun díoxíns í frárennsli er að finna í reglugerð um brennslu úrgangs, þar sem birt eru losunar- mörk vegna losunar úrgangsvatns sem fellur til við hreinsun útblásturs- lofts hjá sorpbrennslum. Þar eru sett losunarmörk fyrir díoxín sem eru 0,3 ng/l. Samkvæmt útreikningum sem við gerðum út frá mælingum frá MS var magn díoxíns í mjólk- inni frá Engidal rétt undir þessum mörkum og því sáum við ekki ástæðu til að gera athugasemdir við það að þessi mjólk færi í frárennsliskerfi mjólkurstöðvarinnar. Það var því haft samráð við Umhverfisstofnun um þessa tilhögun,“ segir Sigríður í svari til blaðsins. Tvístígandi með aðgerðir Steingrímur bóndi var orðinn leiður á seinagangi í málinu og því hversu opinberar stofnanir voru tvístígandi í málinu.Var hann því farinn að undirbúa förgun og urðun dýranna í Engidal, enda var búið að liggja fyrir bann í marga mánuði við nýtingu afurðanna. MAST taldi urðun á staðnum þó ekki koma til greina en samkvæmt heimildum Bændablaðsins voru menn eigi að síður áfram tvístígandi með aðgerðir. Það var svo ekki fyrr en á miðviku- dag í síðustu viku að gripið var til aðgerða og þá vegna mikils þrýstings frá Ísafirði. Ekki bjartsýnn á að byrja aftur „Nú er bara að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku og þá er spurningin hvað við þurfum að hvíla landið lengi. Er það eitt ár, þrjú ár eða hundrað ár. Samkvæmt þeim skýrslum sem ég hef lesið er niðurbrotið hægt á díoxíni,“ segir Steingrímur. „Mér er sagt að í svona jarðvegi sé niður- brotið mjög hægt, auk þess sem hann hitnar aldrei nema upp í 12 gráður og sólargangur er stuttur hér í dalnum. Ég er því að heyra að biðtíminn geti verið átta til tólf ár en sérfræðingarnir verða að dæma um það. Ég er ansi hræddur um að það verði ekki fyrr en með næstu kynslóð sem hægt verði að hefja búskap hér aftur. Ég er orðin fimmtugur og ég get ekki ímyndað mér að ég byrji aftur, allavega ekki með kýr. Síðan yrði það örugglega mikil þrautaganga að fá söluleyfi aftur en það var tekið af mér með þessum gripum sem nú fóru til slátr- unar.“ 26 nautgripum og 280 kindum fargað Til slátrunar á Hvammstanga fóru 19 nautgripir, þar af 11 mjólkandi kýr frá Steingrími í Efri-Engidal, ásamt 80 kindum. Steingrímur segist hafa gert ráð fyrir að hjá honum hefðu fæðst um 125 lömb í vor undan 74 ám. Þá voru einnig fluttar í slátrun um 200 kindur frá Kristjáni Ólafssyni og föður hans, sem eru með fjárhús á Kirkjubóli IV í Engidal. Undan þeim hefði mátt búast við um 330 lömbum í vor. Það fjárbú stendur á hluta gömlu Kirkjubólsjarðarinnar ásamt nokkrum öðrum fjárhúsum frístundabænda og hesthúsabyggð. Þessi hús eru steinsnar frá sorp- eyðingarstöðinni Funa. Auk þessa voru flutt til slátrunar 7 ungneyti frá Neðri Hjarðardal 2 í Dýrafirði sem upprunnin voru frá Efri Engidal. Óvíst er hvað verður um fé fjög- urra frístundabænda í Engidal og Tungudal, en þeir hafa framleitt aðallega til eigin nota. Sigurður Örn Hansson, forstöðu- maður Matvælastofnunar, segir að stofnunin hafi sett bann við sölu á dreifingu búfjárafurða af þessu svæði. Það útiloki að frístundabænd- ur geti farið með sitt fé í sláturhús þaðan sem því yrði hugsanlega komið í dreifingu á markaði. Þetta útilokar þó ekki heimaslátrun frí- stundabænda til eigin nota. Slátrað og urðað á Hvammstanga Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti að dýrunum hafi verið slátrað í slátur- húsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga. Sagði hún að slátur- húsið hefði heimild til urðunar á sláturúrgangi nærri Hvammstanga og þar hafi dýrin verið urðuð. Samkvæmt heimildum blaðsins kom upp umræða um að nota kjötið af skepnunum í loðdýrafóður. Bæði Sigríður og Sigurður Örn töldu að slíkt hefði vart komið til greina. Ísafjarðarbær borgar slátrunina Það er Ísafjarðarbær sem ber kostn- aðinn af förguninni en samkomulag við bændur felur í sér förgun þeirra dýra sem eru á býlum þar sem díoxin hefur mælst við viðmiðunarmörk í mjólk og/eða kjöti. Því var ákveðið að fella þau dýr sem þarna hafa verið til manneldis og hvíla dalinn uns fyrir liggur að hann sé laus við mengun. Með þessu er ekki talin hætta á að mengað kjöt fari á markað. Ákvörðun með frekari aðgerðir mun ekki liggja fyrir fyrr en mengunarsýni sem tekin verða úr jarðvegi liggja fyrir í byrjun sumars. Hvað með skaðabætur, hefur Ísafjarðarbær eitthvað opnað á við- ræður um bætur? „Nei, nú er það bara í höndum lög- fræðinga,“ segir Steingrímur en Björn Jóhannesson lögfræðingur hjá Lögsýn á Ísafirði fer með hans mál. /HKr. Vefsíða íslenska hestsins: Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri - Engidal í Skutulsfirði, setndur í einum básnum í gamla fjósinu eftir að búið var að senda allan bústofnin með flutningabíl í slátrun á Hvammstanga. Hann efast um að þarna eigi eftir að koma kýr á básna aftur í hans tíð. Mynd | BB/Halldór Sveinbjörnsson. Efri - Engidalur í Engidal fyrir botni Skutulsfjarðar. Á efri myndinni sést- stærsti byggðakjarni Ísafjarðarbæjar í fjarska. Myndir | HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.