Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 13
13Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Fyrsta heila rekstrarár Möðruvalla ehf., sem var árið 2010, gekk ágæt- lega. Mjólkurframleiðsla gekk vel og hefur farið vaxandi. Alls voru framleiddir um 202 þúsund lítrar, en fyrstu 12 mánuði eftir að félagið tók við búrekstri var framleiðslan 149 þúsund lítrar og síðustu 12 mánuði var hún 210 þúsund lítrar. Heilsufar gripa var gott, frumut- ala lág og flokkun mjólkur góð, að því er fram kom á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ í síðustu viku. Ingvar Björnsson og Þóroddur Sveinsson gerðu grein fyrir starfsemi Möðruvalla á síð- asta ári. 900 rúllur af heyi Fram kom í máli þeirra að fóðuröflun gekk vel á liðnu ári, heyjaðar voru um 900 rúllur og ræktað korn á 11 hekturum. Uppskera korns varð mjög góð, ríflega 5 tonn af þurru korni að jafnaði. Hluti kornsins var seldur af akri en 8 hektarar nýttir til búsins og skiluðu þeir um 43 tonnum af þurru korni. Kornið er notað í sér- blöndu fyrir búið, sem blönduð er hjá Bústólpa. Áhersla á nýjungar í jarðrækt og fóðuröflun Í búskapnum hefur verið lögð áhersla á nýjungar í jarðrækt og fóðuröflun. Sáð var vetrarhveiti árið 2009 sem skilaði vel þroskuðu korni árið 2010. Í ljós þeirrar reynslu og reynslu af ræktun olíujurta á búinu er stefnt að áframhaldandi ræktun á hveiti og olíujurtum í sumar. Þá hefur rauðs- mára og hvítsmára verið sáð í allri endurrækt búsins. Markmiðið er að búið verði að mestu leyti sjálfbært um fóðuröflun. Huga þarf að tæknibreytingum í fjósi Framleiðsluaðstaðan á Möðruvöllum er í megindráttum mjög góð. Landgæði eru mikil, og landið fjöl- breytt og ríflegt miðað við núverandi búrekstur. Aðstaðan í Möðruvallafjósinu er að mörgu leyti góð, fjósið er rúmt og véltækt en mjólkað er með hef- bundnu mjaltakerfi sem er vinnufrekt í 50 bása fjósi. Ráðist var í endur- nýjun á geldneytaaðstöðu í fjósinu í samráði við LbhÍ en undirstöður og steinrimlar voru ónýt. Það má ljóst vera að ef horfa á til áframhaldandi mjólkurframleiðslu á Möðruvöllum þarf að huga að tæknibreytingum í fjósi með það að leiðarljósi að létta vinnu. Stuðningur við tilraunastarfsemi Markmiðið með samningi Búnaðarsambandanna og LbhÍ um reksturinn á Möðruvöllum á sínum tíma var að styðja við áframhaldandi tilraunastarfsemi í tengslum við til- raunastöðina á Möðruvöllum. Á Möðruvöllum hafa verið stund- aðar öflugar rannsóknir í jarðrækt og fóðurverkun og framhald varð á þeim árið 2010. Helstu tilraunir á Möðruvöllum voru tilraun með áburðarsvörun túna og einnig yrkja- og stofnaprófanir í grasrækt, kornrækt og olíujurtum. Auk þess er sáðvara prófuð, stof- nútsæði í kartöflurækt framleitt og tvö M.Sc. - verkefni voru unnin í samstarfi við tilraunastöðina. /MÞÞ TOP N+ ... betra gler Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Gasfyllt gler, aukin einangrun. Borum eftir heitu og köldu vatni ásamt öðrum borverkum um allt land. Liprir og sanngjarnir í samvinnu og samningum. Hagstætt verð. Bændur - sumarhúsaeigendur Upplýsingar gefur Júlíus Guðnason í síma 864-3313. Starfsemin á Möðruvöllum gekk vel á síðasta ári: Áhersla lögð á nýjungar í jarðrækt og fóðuröflun

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.