Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Þeir komu, sáu og sigruðu þriðja árið í röð á Ístölti „Þeir allra sterkustu“ sem haldið var í Skautahöllinni í Laugardal laugar- daginn 2. apríl. Hreint ótrúlegur árangur hjá þeim félögum Halldóri Guðjónssyni og Nátthrafni frá Dallandi. Þeir hlutu hvorki meira né minna en 9,07 í forkeppni, héldu efsta sætinu örugglega og hlutu 9,22 í einkunn í úrslitum. Næstur kom Sigurður Sigurðarson á glæsihryss- unni Kjarnorku frá Kálfholti og á hæla þeirra komu Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum í þriðja sæti. Ístöltið „Þeir allra sterkustu“ er haldið til styrktar íslenska lands- liðinu í hestaíþróttum en heims- meistaramót íslenska hestsins verður haldið í Austurríki í ágúst 2011. A-úrslit: 1 Halldór Guðjónsson 9,22 2 Sigurður Sigurðarson 8,78 3 Sara Ástþórsdóttir 8,56 4 Hinrik Bragason 8,22 5 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 7,94 B-úrslit: 5 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 8,11 6 Erla Guðný Gylfadóttir 8,06 7 Jakob Svavar Sigurðsson 7,78 8 Sigurbjörn Bárðarson 7,61 9 Eyjólfur Þorsteinsson 7,61 Óstöðvandi sigurganga Halldórs og Nátthrafns Halldór Guðjónsson og Nátthrafn frá Dallandi. Mynd / Dagur Brynjólfsson. Vettlingarnir eru prjónaðir úr blönduðu garni íslenskri ull og nylon. Þeir hafa verið framleiddir hér á landi síðan 1981 og eru fyrir löngu búnir að sanna sig við hin ýmsu störf. Prjónastofan Vanda 680 Þórshöfn s. 862-3255 vandaprjon@simnet.is Íslenskir vinnuvettlingar Jón K. Baldursson, mjólkursam- lagsstjóri MS í Reykjavík, segir að margir telji að mjólkurvinnsla í Reykjavík sé mjög óveruleg og megnið af mjólkinni sé unnið á mjólkurstöðvunum úti á landi. „Staðreyndin er þó sú að hjá mjólkurstöð MS í Reykjavík er verið að vinna að jafnaði um 30 milljónir lítra á ári. Það er mjólk sem fer beint á fernur en hér er starfrækt stærsta pökkunarstöð mjólkurafurða í landinu.“ Jón segir að um helmingur af mjólkinni sem unnin er í mjólkur- stöðinni í Reykjavík komi beint frá bændum á suðvestur- og vesturlandi. Hinn helmingur mjólkurinnar, eða um 15 milljónir lítra, kemur svo með tankbílum m.a. frá Suðurlandi í gegnum MS á Selfossi. Unnið er á árstíðasveiflum í mjólkurframleiðslu í landinu með því að framleiða duft og smjör þegar mjólkurframleiðsla er mest en aftur draga sem mest úr þeirri framleiðslu þegar mjólkurframleiðslan er í lág- marki. Vegna þessa gegnir mjólkur- stöðin í Reykjavík lykilhlutverki í miðlun mjólkur milli svæða, á þann hátt að taka á móti meiri mjólk frá Suðurlandi þegar nauðsynlegt er að nýta mjólk sem best til ostafram- leiðslu fyrir norðan og aftur að taka á móti mjólk að norðan þegar nauð- synlegt er að framleiða meira af dufti og smjöri á Selfossi. Jón segir að um 120 manns starfi hjá mjólkurstöðinni sjálfri, sem er fyrst og fremst pökkunar- og dreifingarmiðstöð. Þó er þar einnig framleidd súrmjólk í miklu magni. „Það hefur gengið mjög vel að manna þessar stöður og lítið um mannabreytingar, nema þá helst á vörulager.“ Verulegur hluti lands- framleiðslunnar rennur í gegnum Reykjavík Segir hann að um 60 til 80% af allri þeirri mjólk sem unnin er í landinu fari í einu eða öðru formi í gegnum stöðina í Reykjavík. Allt að því 60 þúsund tonn af mjólk fara í gegnum pökkunarlínurnar í formi fljótandi mjólkur og osta, auk þess sem stærsti hluti þeirra vara sem framleiddar eru á hinum mjólkurstöðvunum hafa viðkomu í stöðinni áður en þær fara áfram til dreifingar. Þannig koma vörur þar inn frá mjólkursamlögum MS á landinu, sem fyrir utan MS í Reykjavík eru staðsett í Búðardal, á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og á Selfossi. Auk þess koma vörur til pökkunar og dreifingar frá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki en KS á hlut í Mjólkursamsölunni eins og kunnugt er. Hjá MS í Reykjavík eru sex pökk- unarvélar fyrir mjólk sem afkasta samanlagt rúmlega 27 þúsund ein- ingum á klukkutíma. Pakkningarnar eru þó mismunandi stórar, allt frá ¼ lítra og upp í 10 lítra. Jón segir mismunandi hvernig nýtingin sé á vélunum frá degi til dags en pakkað sé í 5 til 10 tíma á dag. Jón segir að mjólkurdrykkja Íslendinga hafi minnkað á undanförnum árum en þess í stað sé meira neytt af ýmsum afurðum sem framleiddar eru úr mjólk. 2.700 tonn af brauðosti „Auk pökkunar á mjólk, pökkum við nánast öllum brauðosti sem fram- leiddur er á landinu. Við erum þar bæði að pakka í bita og sneiðar eða í allt um 2.700 tonnum af osti á ári. Sú starfsemi var í Osta- og smjörsölunni að Bitruhálsi 2, en var síðan flutt hér inn hjá okkur við endurskipulagn- ingu á þessu húsi að Bitruhálsi 1. Hér inn er því komin mun fjölbreyttari starfsemi en áður var og nýting á hús- næðinu er mun betri. Hingað inn var einnig flutt rannsóknarstofa Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem annast rannsóknir á gæðum mjólkur frá öllum mjólkurframleiðendum í landinu.“ Stærstur hluti ostaframleiðslunnar í landinu fer fram á Akureyri og á Sauðárkróki. Þá er sérostafram- leiðsla, mygluostar, fetaostar og fleira í Búðardal og mozzarella-fram- leiðsla á Egilsstöðum. Mozzarella- osturinn er að verulegu leyti nýttur í rifost og er hann sendur á Sauðárkrók þar sem hann er rifinn og honum pakkað. Einnig er honum blandað saman við aðrar ostategundir í sam- ræmi við uppskriftir. Rifostalínan var að sögn Jóns áður til húsa hjá Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Smurostalínan sem þar var er nú á Akureyri. Með flutningi á þessum framleiðslulínum var húsnæðisþörf Mjólkursamsölunnar minnkuð um 5.000 fermetra og var það rými tekið úr notkun á Bitruhálsi. „Að lokum má þess til gamans geta að í mjólkurstöðinni erum við með um 700 vörunúmer í dreifingu á hverjum tíma, afgreiddar eru allt að 1.100 pantanir á dag og mælingar hafa sýnt að starfsmaður við tiltekt getur gengið allt að 25 km á dag, sem jafngildir gönguferð frá MS Bitruhálsi vestur að Háskólabíói og til baka aftur,“ segir Jón. /HKr. MS í Reykjavík starfrækir öflugustu mjólkurafurðapökkunarstöð landsins: Pakka um 30 milljónum lítra af mjólk og megninu af brauðosti landsmanna Jón K. Baldursson, mjólkursam- lagsstjóri MS í Reykjavík Framlög til aðlögunar að lífrænum landbúnaði Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til aðlögunar að lífrænum búskaparháttum. Styrkir þessir eru veittir þeim framleiðendum sem hefja aðlögun að lífrænum búskap í ýmsum greinum árinu 2011 og síðar, til allt að fimm ára, samkvæmt. verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um framlög úr ríkissjóði til stuðn- ings við lífræna aðlögun í landbúnaði, sem er að finna á www.bondi.is Umsóknarfrestur er til 1.júní næstkomandi Bændasamtök Íslands b.t. Ólafs R. Dýrmundssonar Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.