Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Er hægt að framleiða íslenska hráskinku? - svarið er já og eftirspurn er fyrir hendi að sögn matreiðslumanna en 17 tonn eru árlega flutt inn af slíkri vöru Matgæðingar um víða veröld þekkja vel hina ítölsku parmask- inku og spænskættuðu jamon serr- ano eða fjallaskinku. Hingað til lands eru árlega flutt inn tæp 17 tonn af þessari og skyldri unninni vöru, s.s. reyktum pylsum, fyrir andvirði um 38 milljóna króna (Fob). Þetta kjöt er selt dýru verði í verslunum og er einnig notað víða á veitingahúsum. Í Ostabúðinni í Reykjavík kostar kílóið 9.200 krónur af spænskri serranoskinku en hver sneið vegur um 14 grömm svo kílóið gefur um 70 sneiðar. Í ljósi þess hafa ýmsir velt því upp hvort Íslendingar geti sjálfir fram- leitt svipaða vöru úr sínu svína- kjöti og boðið neytendum. Á dögunum hittust nokkrir aðilar í húsakynnum Hótel- og matvælaskól- ans til að ræða saman um hráskinku- gerð og smakka á íslensku grísalæri sem Örlygur Ásgeirsson kjötiðn- aðarmeistari og kennari við skólann á heiðurinn af. Bændablaðið var á staðnum en þarna voru m.a. saman komnir veitingastjórar Hörpunnar, þeir Jóhannes Stefánsson, oft kennd- ur við Múlakaffi og Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður þar á bæ. Geir Gunnar Geirsson svína- bóndi var einnig á svæðinu ásamt sínum samstarfsmönnum. Fulltrúi Slow Food í Reykjavík og kjötáhuga- maður, Ingi Steinar Ingason, var í hópnum en hann hefur um árabil gert tilraunir með hráverkun á svínakjöti. Þolinmæði er lykilorðið Lærið sem Örlygur tók út úr kælinum var úrbeinað og búið að verkast í 5 mánuði. Fyrst er það þurrsaltað og síðan látið moðna og hanga við rétt hita- og rakaskilyrði. Gerlar eru notaðir til að hraða moðnunarferlinu. Fitu sem búið var að smyrja í sárið hafði kjötmeistarinn skolað af lærinu tveimur dögum fyrr svo nú var bit- inn klár til átu. Örlygur lagði lærið í skurðarhnífinn og á meðan tóku munnvatnskirtlar viðstaddra kipp. Sneiðarnar voru fallegar á að líta en það var mál manna að bragðið mætti vera meira afgerandi. „Sennilega veitir ekki af lengri tíma,“ sagði Bjarni Gunnar en þolinmæði ku vera dyggð í hráskinkuverkuninni. Á Spáni eru heil svínalæri látin hanga allt upp í 36 mánuði og jafnvel lengur en það kjöt sem er innflutt hingað til lands og selt í áleggsbréfum er yfir- leitt á aldursbilinu 12-24 mánaða. Verkunartími á ítölsku skinkunum er oft styttri. Íslensku svínin henta vel Svínabóndinn Geir Gunnar hjá Stjörnugrís var spurður að því hvernig íslensku svínin hentuðu í verkun sem þessa. Kvað hann gæðin hérlendis jafnast fyllilega á við það sem bjóðast hjá frændum okkar í Danmörku en þar í landi hefur hrásk- inkugerð þróast ört á síðustu árum. Kunnáttuleysi og áhætta En hvers vegna hafa íslenskar kjöt- vinnslur ekki hafið framleiðslu á hráskinku í meiri mæli en raun ber vitni? Töldu viðstaddir að þar kæmi tvennt til, annars vegar er dýrt að hefja framleiðsluna og svo hafi kunn- áttuleysi og skortur á hefð haft sitt að segja. Það er töluverð áhætta og fjár- binding fólgin í því að hefja verkun á vöru sem tekur jafn mikinn tíma og hráskinka í verkun. Varan er fremur plássfrek, rýrnunin mikil og nýtingin ekki sérlega góð. Setjið framleiðsluna í gang! Jóhannes í Múlakaffi og Bjarni í Hörpunni, sem nú undirbúa opnun Hörpunnar, hafa lýst því yfir að þeir vilji leggja áherslu á innlent hráefni og kynna veitingar í tónlistarhúsinu undir þeim formerkjum. Jóhannes taldi að kjötiðnaðurinn ætti að drífa í þessu. „Það verður ekki vandamál að koma þessu út ef vel tekst til. Setjið 100 læri í vinnslu og við skulum selja þau!“ /TB Örlygur Ásgeirsson, kjötiðnaðarmeistari og kennari í Hótel- og matvælaskólanum, hampar þurrverkuðu grísalæri. Myndir / TB Hópur manna kom saman á dögunum í Hótel- og matvælaskólanum til að skeggræða um möguleika í hráskinkugerð. Árlega eru flutt inn um 17 tonn af hráskinku og skyldum vörum frá Spáni og Ítalíu fyrir um 38 milljónir króna. Lóðir í Grímsnesi Láttu drauminn rætast ! Sumarhúsalóðir á frábærum gróðurreiti í Grímsnesi eru til sölu. Verð aðeins kr. 375,- pr.m2 Nánari upplýsingar www.kerhraun.is og í síma 896 0587

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.